Þjóðviljinn - 03.09.1987, Side 8
Hugvekja um bændur
Bændablaðið sagði frá því ein-
hvern tíma á sjötta áratugnum,
að sveitamaður einn kom í fyrsta
skipti til Reykjavíkur og var að
vonum dauðhræddur vegna
þeirra glæpa-holskeflu, sem þá
dundi yflr höfuðstaðinn og var
svo mögnuð, að menn þorðu ekki
milli húsa eftir að skyggja tók og
lögreglan réð ekki við neitt, þrátt
fyrir aukaútboð og eftirvinnu. f
skugga-sundi einu vildi svo til, að
tveir menn gengu í veg fyrir hann,
og tók þá að fara um hann fyrir
alvöru, en honum létti, þegar í
Ijós kom að þeir áttu ekki annað
erindi en fá smámynt léða andar-
tak. Dró hann úr pyngju sinni
gljáfægðan krónupening - en á
þessum fjarlægu tímum voru þeir
stærri og þyngri en nú gerist - og
spurði mennina með vináttuþeli
hins samviskuhreina bónda, hvað
þcir ætluðu að gera með myntina.
„Við ætlum bara að kasta upp á
það,“ sagði annar, „hvor okkar á
að fá úrið þitt og hvor veskið.“
Þegar saga þessi lét fallerast
fyrir prentsvertunni, var það nán-
ast ríkjandi viðhorf, að hið eina
rétta og óspillta mannlíf á
Skerinu væri það sem lifað væri
uppi í sveitum, og hafði svo verið
í marga áratugi og átti eftir að
vera um langt skeið enn.
f höfuðstaðnum bjuggu sam-
kvæmt þessu viðhorfi
mestmegnis ónytjungar, sem
hrökklast hefðu burt úr sveitun-
um vegna hálfgerðrar leti eða
ævintýramennsku, og þar var
ekki unnið að neinu gagni, heldur
snerust menn í kringum sjálfa sig,
og svo kraumaði allt í spillingu,
fjársvikum og allskyns glæpum. í
höfuðstaðnum borðuðu menn út-
lendan mat, jafnvel kornflex, og
börnum var gefið sælgæti. Þar
töluðu menn vonda íslensku,
unglingar heyrðust nota sögnina
að „dobla“ og töluðu um „geim“,
þar sem þeir héngu á sjoppum og
öðrum glötunarstöðum. Börnin
léku sér í hermannaleik og alls
kyns lausung viðgekkst meðal
þeirra sem eldri voru: á skugga-
legum dansstöðum tíðkuðust
„nýju dansarnir“ og menn
„trukkuðu“ dömurnar. Ástandið
versnaði í sífellu: glæpum fjölg-
aði, allt í einu komu fram á sjón-
arsviðið atómskáld, svo fréttist
að Stjörnubíó hefði verið lagt í
rústir á sýningu amerískrar rokk-
myndar, og eftir það óttuðust
menn að rokk-dans myndi
sprengja Richter-kvarðann á
Reykjanessvæðinu. „O tempora,
o mores“ gátu bændur farið að
segja í fjósinu, í lágum hljóðum
svo að blessuð búkolla skildi það
ekki.
í sveitunum gengu menn hins
vegar hjartahreinir að heilbrigð-
um landbúnaðarstörfum, og lifðu
fábreyttu, þjóðlegu mannlífi eins
og Egill Skallagrímsson og
Grettir. Þar borðuðu menn
kjarngóðan, íslenskan mat kyrj-
andi þjóðleg stef: „má ég fá harð-
fisk, já harðfisk með smé-eri, út-
lenda frauðmetið fari það og ve-
eri“. í frístundum lásu menn
fomsögur eða rifjuðu þær upp ut-
anbókar í heilabúskapnum, og
þegar menn á annað borð töluðu
(samkvæmt reglunni „mæli þarft
eða þegi“) var ræðan meira og
minna í ferskeytlum ef ekki í
sléttuböndum á auðugu gullald-
armáli og með margslungnum
kenningum. Börnin léku sér að
leggjum og skeljum með hreinu
hugarfari, og engum kom við
hvað Sigmundur í Vín kynni að
hafa sagt. Unnið var hörðum
höndum og í óspilltum sálunum
var hvergi rúm fyrir svik og pretti
eða neinar annarlegar hvatir.
Þessi svart-hvfta mynd af ís-
lensku mannlífi var ótrúlega
sterk, og teygðu angar úr henni
sig m.a. inn í barnabækur. Strax á
síðum „Gagns og gamans“ var
farið með börnin upp í sveit, og
þau látin stafa sig fram úr tor-
kennilegum orðum úr sveitalíf-
inu, sem höfðu litla merkingu
fyrir þau sem ólust upp í borg: „Á
á á“, sem útleggst víst þannig að
sinjór Á hafi eignarhald á
sauðkind. Þær sögur sem haldið
var að ungviðinu á þessum tíma
snerust gjarnan um hið
heilbrigða sveitalíf, og voru
stundum lausar við jafn varhuga-
verðan hlut og söguþráð, því að í
hamingjusömu lífi verða aldrei
nein átök. Hvað var svo gert við
börn, sem varð fótaskortur á
dyggðanna vegi í höfuðstaðnum?
Þau voru send í sveit hið snarasta.
Önnur börn voru líka send í sveit
á sumrin, ef þess var nokkur kost-
ur. Einu sinni var flutt langt og
ítarlegt útvarpserindi um nauð-
syn þess að drífa ungviðið sem
mest út á landsbyggðina og var
m.a. bent á, að þannig mætti
leysa það skelfilega vandamál
hvernig ætti að leiða það í allan
sannleikann um staðreyndir lífs-
ins: úti um grænar grundir myndu
unglingarnir nefnilega fá sýni-
kennslu í hagnýtum hvflu-
brögðum hjá stóðhestum og
graðpeningi.
Svo sterk var þessi mynd, að
mér datt ekki annað í hug en hún
væri hinn endanlegi sannleikur
og nánast því náttúrulögmál,
þangað til ég kynntist viðhorfinu
til sveitalífsins í Suður-Evrópu.
Þar snýst myndin nefnilega við. í
Frakklandi er t.d. mjög gjarnan
litið á sveitina sem lokaðan og
leyndardómsfullan en óhugnan-
legan heim sem engin lög ná yfir.
„Bændur eru villimenn" var einu
sinni sagt við íslending þar. í ein-
angruðum sveitaþorpum ríkir
nánast því frumstætt ættbálka-
kerfi, þar sem einhver patríarki
ræður kannske lögum og lofum,
að menn halda. Þar tíðkast allt
það kynferðislega misferli sem fs-
lendingar geta látið sér detta í
hug og margt fleira, og þar eru
framdir alls kyns glæpir, morð og
barnaútburður eða allt að því.
Lögreglan ræður ekki við neitt,
því að í sveitum ríkir lögmál
þagnarinnar og enginn opnar
munninn. Stundum tala menn
heldur ekki venjulega frönsku,
heldur eitthvert afbakað hrogna-
mál sem enginn skilur. En þótt
bændur lifi eins og fátæklingar,
eru þeir samt furðu ríkir oft á tíð-
um: þeir eru undirförlir og klókir
í að safna peningum og koma
þeim undan öllum þeim sem
kynnu að vilja hnýsast í slíka
hluti.
Þótt þessi þjóðsaga rambi sína
leið eftir vegi sem erfitt er að
bendla við veg sannleikans, er
hún furðu lífseig, og blossar
gjarnan upp í þarlendum fjöl-
miðlum í sambandi við glæpamál
eða atburði eins og þegar lagður
var aukaskattur á Frakka til að
bæta bændum upp tjón sem þeir
höfðu orðið fyrir af völdum lang-
varandi þurrka. En menn draga
þjóðsöguna ekki í efa, - því eins
og svart-hvfta myndin íslenska er
hún ekki byggð á rökum heldur
tilfinningum og gefur saman-
burðurinn þegar nokkra vísbend-
ingu um það.
En undanfarin ár virðist svart-
hvíta myndin hafa verið að
breytast á íslandi og jafnvel haft
nokkuð óvænta tilhneigingu til að
snúast við. Fyrsta merkið um það
var kannske breytingin á viðhorfi
manna til ákeyrslu á sauðfé úti á
vegum: áður var almenn
hneykslun á ökuföntunum úr
höfuðstaðnum sem voru svo
ábyrðgarlausir og skilningslausir
á kindasálfræði að þeir óku beint
yfir lömbin, en svo varð allt í einu
kúvending, eins og hendi hefði
verið veifað, menn fóru að
hneykslast á bændum, sem
nenntu ekki að halda fénu frá
vegunum og segja alls kyns
skrýtlur um „hvítu sjálfsmorðs-
sveitina“ og „mörðu kantlömb-
in“ eða stinga upp á að bílstjórum
verði seld „ákeyrsluleyfi“ á
sauðina.
I kjölfar þessa hefur svo siglt
mikil umræða um landsskemmdir
af völdum sauðfjárbeitar, land-
græðslu og skipulag landbúnaðar
yfirleitt. Nú er það svo, að meðan
svart-hvíta myndin gamla var
sem sterkust, voru ýmis mál, sem
kannske hefði verið þarflegt að
ræða, naumast á dagskrá, eða
urðu að svo miklum hitamálum,
að öll skynsemi var útlæg gerð.
Kannske muna menn eftir því,
þegar fyrst var verið að ræða um
að bjarga arnarstofninum frá að
deyja út. Umræðan nú gæti því
virst harla gagnleg. En svo undar-
lega hefur þó farið, að hún þræðir
naumast neina röklega farvegi
heldur, - það er miklu fremur
eins og verið sé að gera upp ein-
hverjar gamlar sakir í nokkurs
konar sandkassaleik. Annars
vegar er eins og sumir borgarbúar
séu að hefna sín fyrir að hafa
lengi verið taldir lifa e.k. „annars
flokks lífi“ og fyrir að hafa orðið
að sæta því, að ímynd sveitalífsins
væri stöðugt haldið að þeim sem
fyrirmynd, sem þeir gætu þó ekki
náð. Það er eiginlega eins og
borgarbömin, sem nú eru orðin
að alls kyns stjórum, fræðingum
og skríbentum, séu nú að fá síð-
búna útrás fyrir þá niðurlægingu
að hafa ekki skilið gullaldar-
tungutakið „á á á“. En hins veg-
ar er eins og bændur bregðist ó-
kvæða við að ekki skuli lengur
litið á líf þeirra og starf eins og
fyrirmynd sem hafin sé yfir
deilur. Á meðan eru vandamálin
óleyst, og væri það miður að
sandkassaleikurinn héldi áfram
þangað til allt ísland er orðið að
einum sandkassa.
e.m.j.
Útsala Teppaland
A//t að Grensásvegi 13 sími 91-83577. Dúka/and
50% afs/áttur. Grensásvegi 13 sími 91-83430
Hjá okkur slá gæðin í gegn