Þjóðviljinn - 03.09.1987, Page 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
þJÓOVIUiNN
Fimmtudagur 3. september 1987 193. tölublað 52. örgangur
SKÓLAVEUA
UEON
AÐ Fy\RSÆLU
SKÓIAGÖNCU
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
Hvalveiðiþjóðir
Ráðstefnaí
Reykjavík
Japanir áfram um
slíkt ráðstefnuhald
hér í haust
„Við höfum þreifað fyrir okkur
með áhuga á slíkum fundi, en
ekki boðað til hans með form-
legum hætti,“ sagði Halldór Ás-
grímsson sjávarútvegsráðherra
er hann var spurður hvort yrði af
ráðstefnu hvalveiðiþjóðanna í
haust eða vetur.
Japanir eru mjög áfram um að
slík ráðstefna verði haldin á ís-
landi, en þeir leggja fram sína
rannsóknaáætlun um miðjan
þennan mánuð. Norðmenn eru
einnig nefndir í þessu sambandi.
Ef af verður mun Kanada-
mönnum, Færeyingum, Græn-
lendingum, Sovétmönnum og ef
til vill fleiri þjóðum boðin þátt-
taka.
Á slíkri ráðstefnu yrði fjallað
um starfið innan Alþjóðahval-
veiðiráðsins, hvalveiðar í vísinda-
skyni og hvalarannsóknir yfir-
leitt, og hvernig ráðlegast sé að
tryggja að uppfyllt verði það skil-
yrði Alþjóðahvalveiðiráðsins að
sem traustastar upplýsingar um
stofnstærðir og veiðiþol liggi fyrir
þegar að stöðvun veiða í
kaupsýsluskyni kemur, að sögn
Halldórs. HS
i
Mjólkurvörur
Smjör og ostar
á uppleið
Jón Helgason, landbún-
aðarráðherra: Sala
mjólkurvara á nýloknu
verðlagsári áfimmtu
milljón lítra meiri en á því
fyrra
Sala mjólkuvara á vcrðlagsár-
inu sem lauk um mánaðamótin
verður væntanlega á fimmtu
milljón lítra meiri en á fyrra verð-
lagsári. Þetta kom fram í ræðu
Jóns Helgasonar, landbúnaðar-
ráðherra, á aðalfundi Stéttar-
sambands bænda á Eiðum, en
honum lauk í gær.
Samkvæmt upplýsingum Jó-
hanns Guðmundssonar, deildar-
stjóra í landbúnaðarráðuneytinu,
liggja nákvæmar tölur ekki fyrir,
þar sem salan í ágústmánuði hef-
ur ekki verið reiknuð út. En mið-
að við söluna frá september 1986
til júlíloka á þessu ári stendur
mjólkurneyslan nánast í stað,
hefur aukist um 0,8%. Rúmlega
6% aukning er í rjómasölunni, en
aftur á móti hefur skyrsala dregist
saman um tæplega 2%.
Aðalaukningin er í smjörinu,
og hefur þannig selst 20% meira
af því en á fyrra verðlagsári. Auk
smjörsins er hér átt við smjörva
og létt og laggott. Innbyrðissölu-
hlutfall þessara vörutegunda er
617 tonn af smjöri, 519 tonn af
smjörva og 177 tonn af léttu og
laggóðu.
Þá er ostasalan á uppleið eins
og verið hefur undanfarin ár, og
er aukningin þar um 12%.
Að sögn Jóhanns eykst salan á
léttmjólk jafnt og þétt, og er sú
söluaukning nokkuð á kostnað
nýmjólkurinnar. HS
Kennarar -
Slæmar heimtur úr Kl
Sigurður Helgason, menntamálaráðuneyti: Aðeins 40 af 88 kennurum sem útskrifuðust úr
KHÍ hafa verið settir í kennarastöður. 400 umsóknir beint til undanþágunefndar
Iupphafi skólaárs hafa aðeins 40
af 88 kennurum sem útskrifuð-
ust úr Kennaraháskólanum í ár
verið settir í kennarastöður, að
sögn Sigurðar Helgasonar,
deildarstjóra grunnskóladeildar
menntamálaráðuneytisins.
„í fyrra voru settir 422 rétt-
indalausir kennarar. Þeir heita
núna leiðbeinendur, og hefur
undanþágunefnd þegar borist um
! 400 beiðnir. Fjöldi leiðbeinenda
nálgast því þá tölu sem tók til
réttindalausra í fyrra,“ sagði Sig-
urður.
Sigurður telur líklegt að óráðið
verði í um hundrað kennarastöð-
ur eftir að undanþágunefnd hefur
afgreitt undanþágubeiðnirnar.
Af framhaidsskólastiginu er
aðra sögu að segja. „Það má heita
fullráðið í framhaldsskólana og
engin vandræði þar,“ sagði Stefán
Ólafur Jónsson, deildarstjóri
verk- og tæknimenntunardeildar
ráðuneytisins. „Hins vegar er
búið að ráða nokkurn hóp stund-
akennara sem hafa sína fag-
menntun, en hafa ekki lokið upp-
eldisfræðinni og eru því réttinda-
lausir.“
„Við eigum eftir að taka saman
tölur um hve stór hluti kennara er
með full réttindi, en það gerum
við þegar um hægist,“ sagði Stef- Hress og kát í upphafi skólaárs, enda þurfa þau ekki að kvíða kennaraskorti. Aðra sögu er að segja af grunnskólastiginu,
án Ölafur. HS en þar vantar enn að minnsta kosti hundrað kennara. Mynd: Sig.
FJÖLBRAUTASKÓLINN BREIÐHOLTI
Fatlaðir
Hljóta að standa við loforðin
TheódórJónsson: Kratar hljóta að œtla að gera stórátak ímálefnum fatlaðra miðað viðfyrri
yfirlýsingar. Sigurfinnur Sigurðsson: Tek þetta ekki hátíðlega
Með tilliti til fyrri yfirlýsinga
Alþýðuflokksins um Fram-
kvæmdasjóð fatlaðra, getum við
ekki tekið þessu öðruvísi en svo
að ílokkurinn ætli sér að gera
stórátak í málefnum fatlaðra og í
því skyni ætlar fjármálaráðherra
að losa sig við lögbindinguna, svo
hún sé ekki til trafala, sagði Theó-
dór Jónsson, formaður Sjálfs-
bjargar, landssambands fatl-
aðra.
Theódór sagðist alls ekki óttast
hið gagnstæða þar sem Alþýðu-
flokkurinn hefði nú bæði fjármál-
aráðuneytið og félagsmálaráðu-
neytið og fyrir kosningarnar í vor
hefði flokkurinn gefið góð fyrir-
heit um að verulegar úrbætur
yrðu gerðar í málefnum fatlaðra.
„Ég tek þessa frétt í Alþýðu-
blaðinu ekki hátíðlega," sagði
Sigurfinnur Sigurðsson, stjórn-
arformaður í Framkvæmdasjóði
fatlaðra. „Þessi mál eru alveg
ófrágengin í ríkisstjórninni.“
Sigurfinnur benti á að sam-
kvæmt lögum rennur ákvæðið um
lögbundin útgjöld ríkissjóðs úr
gildi á næsta ári. Sagði hann að ef
staðið hefði verið við það ákvæði
væri nú búið að leysa úr brýnustu
húsnæðisvandamálum fatlaðra,
en þar sem það hefur ekki verið
gert er mikið verk enn óunnið.
Nýlega vann stjórn Fram-
kvæmdasjóðsins í samvinnu við
félagsmálaráðuneytið að til-
lögum í grófum dráttum um
hvernig fjármagni sjóðsins skuli
varið á næsta ári miðað við að
sjóðurinn fái það sem lög gera
ráð fyrir, eða um 250 milljónir
króna.
„Stærsta verkefni sjóðsins nú
er að leysa húsnæðismál fatlaðra
með því að reisa sambýli og sam-
kvæmt þessum drögum á að veita
mestum fjármunum í það,“ sagði
Sigurfinnur.
- Sáf
Sumarferð ABR 1987
SAMAN í HVALFJÖRÐ
Farið laugardaginn 5. september, skráning í síma 17500
Sumarferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður farin næsta
laugardag, 5. september, og verður farið urn Hvalfjörð, sem allir
hafa ekið um en fáir þekkja að gagni. Haldið verður af stað klukkan
9 frá Umferðarmiðstöð og miðað við að Ijúka ferðinni um klukkan
19.
Farið verður um Mosfellsheiði og í Hvalfjörðinn um Kjósarskarð
niðuf með Laxá, ekið um Hvammsvík, athugaðar fjörur, framhjá
Hvítanesi, litið á Staupastein og áð í Hvaifjarðarbotni, þarsem
kostur gefst á að ganga að fossinum Glymi. Farið að Saurbæ og
minnst Hallgríms Péturssonar, og síðan ekið að Grundartanga og
litið á járnblendiverksmiðjuna. í bakaleiðinni verður komið við í
hvalstööinni og ekið út fjörðinn, í kringum Eyrarfjall, um Tíðaskarð
sem leið liggur til Reykjavíkur.
Happdrætti, leikir, ávörpog valinkunnirfararstjórar. Verð600 krón-
ur fyrir fullorðna, 400 fyrir börn.
Skráið ykkur í síma 17500 og hittumst nestuð, sæmiiega búin og í
góðu skapi á laugardagsmorgun.
Ferðanefnd