Þjóðviljinn - 10.09.1987, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 10.09.1987, Qupperneq 4
LEIÐARI Hvalamálið: Hæpinn málstaður íslendingar eru reiðir eftir síðustu tíðindi í hvala- deilunni. Bandaríska ríkisstjórnin sýnir enn einu sinni sjálfbirging stórveldisins og hagar sér einsog eins- konar alheimslögregla. Telur sig sjálfskipaða til að segja fyrir verkum með viðskiptaþvingunum eða hervaldi um efnahagslega skipan, pólitíska forystu, menningarstefnu og auðlindanot annarra þjóða. Það er ekki nema von að menn spyrji hvaðan Könum komi réttur til að sitja yfir hlut annarra, og það er ekki nema eðlilegt að menn spyrji sig þeirrar áleitnu spurningar hvað knýi íslendinga til að sitja uppi með fjölmenna herstöð frá þessu ríki. Hitt er annar handleggur að málstaður okkar í hvaladeilunni mætti vera áferðarfegurri. Alþingi samþykkti á sínum tíma að taka þátt í tímabundnu veiðabanni Hvalveiðiráðsins, og hér- lendis var samstaða um að skera úr því með gagngerum rannsóknum hvort íslenskar hvalveiðar væru skeinuhættar veiðistofnunum eða teldust eðli- leg nýting þeirra. Síðan upphófust vísindaveiðar svokallaðar, sem bæði hér og erlendis hafa verið gagnrýndar fyrir að vera fyrst og fremst í ágóðaskyni, til þess annarsveg- ar að kosta hinar eiginlegu rannsóknir, til þess hins- vegar að halda veiðum Hvals í gangi ásamt kjötsölu á erlendan markað. Það hefur nánast verið flokkað undir landráð að velta opinberlega fyrir sér þessari gagnrýni. Þeim mun heldur koma þau orð utanríkisráðherra í sjón- varpinu á óvart, að stöðvist kjötsalan til Japans sé einnig úti um vísindaveiðarnar. Með þeim orðum er ráðherrann nefnilega að segja að fremsta forsenda veiðanna sé kjötsalan og ekki vísindin. Ætli íslendingar sér í raun og veru að halda áfram hvalveiðum eftir að tilraunabanninu lýkur á næsta áratug verða ráðamenn að gæta að því að geta með trúverðugum hætti haldið uþpi vísindalega studdri veiðistefnu. Veiðarnar frá Hvalfirði undanfarin sumur hafa ekki stuðlað að því að mark verði tekið á íslendingum þegar árangur veiðibanns og rannsókna verður met- inn, og hráskinnaleikur ráðamanna í þessu efni hefur veikt mjög íslenskan málstað og tiltrú til íslendinga, á þessu sviði og öðrum. Hið rökrétta og eðlilega skref í stöðunni nú er að íslenska ríkisstjórnin ákveði í samráði við þingið að hætta hvalveiðunum strax, en veita fé til framhalds- rannsókna um hvalinn. Þessi ákvörðun á að vera einhliða, án þess að betlistafur sé borinn fyrir banda- rísk ráðuneyti, án þess að reynt sé að kaupa sér 1 málamiðlun með herstöðinni á hálfaronska vísu. Aðeins með þessum hætti getum við haldið sæmi- legri reisn í málinu. Aðeins með þessum hætti getum við vænst þess að mark sé tekið á vísindaniðurstöð- um okkar eftir að veiðibanninu lýkur. Aðeins með þessum hætti getum við varðveitt dýrkeypta tiltrú okkar meðal þjóða heims, jafnt á mörkuðum sem á opinberum vettvangi. Dönsk vinstrisveifla Úrslit kosninganna í Danaveldi í fyrradag hafa komið upp pattstöðu í pólitíkinni og stendur nú tvíl- ráður miðjuflokkur frammi fyrir tveimur kostum sem flokknum þykja báðir illir, að styðja til valda gömlu hægristjórnina og takast þarmeð í hendur við lýð- skrumara Glistrups eða að styðja vinstristjórn krata og Sósíalíska þjóðarflokksins. Þótt hinir síðarnefndu hafi ekki náð hreinum meiri- hluta á þjóðþingi Dana er enginn vafi á því að úrslit kosninganna eru vinstri sigur gegn stjórn hægrifl- okkanna fjögurra, sem ráku milda danska útgáfu af frjálshyggju Reagans og Thatcher. Þeir flokkar sem teljast vinstramegin í danskri pó- litíkfengu samtals helming atkvæða, og unnu 3,7%. Vegna landlægs smáflokkakraðaks eru þingmenn- irnir aðeins 85 af 179. Það er einkum þrennt sem blasir við vinstri- mönnum í dönsku úrslitunum. í fyrsta lagi tapa kratar, meðan sigurvegarar kosn- inganna eru hinir raunsæju hugsjónamenn úr Sósí- alíska þjóðarflokknum og dugmikill og alþýðlegur verkalýðsforingi, Preben Möller-Hansen. Sigur- möguleikarfelast ekki í loforðum um viðhald á kapít- alismanum, og þeir felast ekki í að halla sér að miðstýrðum skrifræðiskerfum í verkalýðshreyfingu og annarstaðar. í öðru lagi tapa þrætubókarmenn yst í vinstrikant- inum fylgi til þeirra lista sem virðast í raun tilbúnir til að fást við verklega pólitík. í þriðja lagi er athyglisvert fyrir þær þjóðir sem eiga náin samskipti við Dani, að þeir flokkar sem í and- stöðu við ríkisstjórnina hafa mótað utanríkisstefnu Dana hljóta aukið fylgi. Hvernig sem allt veltist í danskri pólitík næstu vikur er því Ijóst að utanríkis- stefna þeirra helst söm, gagnrýnið viðhorf til Nató og bandarísks yfirgangs, stuðningur við norrænt frum- kvæði í friðarmálum með kjarnavopnalausu svæði. -m KUPPT OG SKORIÐ Verkalýðs- foringinn Það er stundum sagt um íhald- ið, að þar sé enginn annars bróðir í leik. Þetta hefur sannast nokkuð vel á afgreiðslu borgarstjórnar á tillögu Arna Sigfússonar, nýkjör- ins formanns SUS, og nokkurra annarra íhaldsmanna um rýmri opnunartíma verslana í borginni. Tillaga Árna og félaga fól í sér gerbreytingu á núverandi ást- andi. Hún sætti hins vegar harðri andstöðu; bæði úr röðum Sjálf- stæðismanna og stjórnarandstöð- unnar. Meðal annars flutti einn fræknasti verkalýðsleiðtogi síðari tíma, Magnús L. Sveinsson, borgarfulltrúi og formaður VR, 70 mínútna langa ræðu gegn til- lögunni. En Magnús er, einsog alþjóð veit, þekktur fyrir harð- fylgi sitt og baráttugleði þegar hagsmunir verkafólks eru annars vegar og ekki orð um það meir. Tækifærísstefna Tillagan var vitanlega hugsuð af Árna hálfu sem innlegg í hinn hatramma slag sem háður var um formennskuna í SUS. Hann gat gert sér góðar vonir um framgang tillögunnar, meðal annars vegna þess að Davíð Oddsson hafði á sokkabandsárum sínum fyrr á öldinni flutt svipaða tillögu. En afdrif tillögunnar urðu önnur en formannsefnið hugði. Henni var frestað, - mörgum til nokkurrar undrunar. Nú er hins vegar að koma í ljós afhverju henni var frestað. Borg- arstjóri ætiar að taka málið af hinum nýkjörna formanni SUS og slá sér sjálfur upp á því. Hann ætlar að fá Árna til að draga sína tillögu til baka og leggja síðan fram nýja „tillögu", sem gengur ekki eins langt og tillaga Árna og félaga. Þannig vinnur hann allt í mál- inu: Hann fær þakkir þeirra sem vilja lengri opnunartíma, en þar sem tillaga hans gengur ekki jafn langt og tillaga Árna, þá fær hann líka þakkir frá þeim, sem voru Árna andsnúnir. Eftir situr auðvitað aumingja formaðurinn í SUS og verður að klappa með hinum, þegar Davíð er þakkað fyrir tillögu sem hann tók traustataki frá nýliðanum. Sem sagt, hin fullkomna tæki- færisstefna. Skæruliðinn Mörgum kann að þykja þetta nýstárleg vinnubrögð hjá borgar- stjóra. Hann hefur til þessa ekki þurft að skreyta sig mikið með annarra fjöðrum. Hitt er þó sannast mála, að um þessar mundir verður æ ljósara að í pólitísku tilliti er borgarstjóri löngu búinn að tapa sokkabönd- um æskunnar og tekinn að reskj- ast allmjög. Það er ekki lengur horft til hans þegar menn leita lausna á vanda Sjálfstæðisflokks- ins. Sannast sagna hefur vegur hans innan Sjálfstæðisflokksins um skeið dalað allmjög, þó enn sé til hans leitað af hinum bestu mönnum til að klippa á borða við hátíðleg tækifæri. Óvinsælt flokksveidi Sú valdníðsla sem fram kom í málefnum Borgarspítalans og gagnvart slökkviliðsmönnum var það sem eftir Davfð og meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn Reykjavíkur stóð að vetri loknum. Fyrir því var hann gerður ábyrgur í flokknum. Menn kring- um Þorstein Pálsson eru ósparir á yfirlýsingar um að lítt hafi sú frammistaða gagnast til atkvæða í kosningunum þegar stóra tapið varð. Þannig voru hinir stóru og smáu pólitísku afleikir Davíðs Oddssonar taldir sem ein af á- stæðunum fyrir óförum Sjálf- stæðisflokksins í merkri grein, sem einn af varaþingmönnum Sjálfstæðisflokksins skrifaði röskum mánuði eftir kosningarn- ar. Og nú er kominn fram annar ungur forystumaður sem á marg- an hátt getur ógnað veldi Davíðs, sem hefur fallið í þá gryfju kapps- fullra stjórnmálaforingja að of- nota fjölmiðla með þeim árangri að menn eru teknir að stynja þeg- ar hann birtist á skjánum með skærin á lofti. Árni Sigfússon sýndi óvæntan kjark - ef til fífl- dirfsku - með því að leggja á djúp formannsátaka í SUS. Hann hef- ur styrkt sig innan flokksins og styrkt SUS útá við, vegna þess að kjör hans lítur út sem tap hins staðnaða og óvinsæla flokksveld- is. Davíð og skutilsveinar hans vita hversu skjótt byr getur brugðið. Þeir óttast, að við leitina að nýjum forystumönnum verði horft framhjá þeim forystu- mönnum sem eru á stanslausu fjölmiðlafyllirí og fólk er orðið þreytt á. Þess vegna þykir ýmsum rétt að sýna svart á hvítu hver hefur valdið. Ein leiðin til þess er að slá á fingurna á hinum ný- kjöma formanni SUS með því að taka af honum tillöguna um opn- unartímann og láta Bubba kóng flytja hana sjálfan. Valdið er sætt, - en það spillir. -ÖS þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufélag Þjódviljans. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóöinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, Ingunn Ásdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H.Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlitsteiknarar: Sœvar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvœmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýslngastjórl: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu- og afgrelðslustjórl: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmlðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Áskrtftarverö é mánuði: 600 kr. 4 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 10. september 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.