Þjóðviljinn - 10.09.1987, Side 8
VIÐHORF
íslensk menning og kunnátta
í Norðurlandamálum
Benedikt Sigurðsson skrifar
Hinn 18. ágúst síðastliðinn, að
nýlokinni norrænni málstefnu á
Akureyri, fór fram í ríkisútvarpinu
umræöa um kennslu í norrænum
málum.
Þama var hreyft merkum þætti
í fræðslu- og menningarstefnu
þjóðarinnar sem þörf er á að
hugsa og ræða miklu meira en
gert hefur verið.
Svíakóngur
talaði ensku
í þessu samtali rifjaðist upp að
við opnun sýningar í Reykjavík
nýlega hefði Svíkonunungur
mælt á enska tungu til gesta.
Taldi stjórnandi þáttarins nokk-
urt undrunarefni að konungur
skyldi brjóta þannig gegn hefð og
anda norræns samstarfs á sviði
máls oog menningar.
Hann hefði að ósekju mátt
geta þess í leiðinni að undanfarin
ár hafa fréttamenn ríkisfjölmiðl-
anna marg sinnis átt viðræður við
norræna menn á ensku í alþjóðar
áheyrn og er ekki laust við að
sumir hafi farið hjá sér við að
vera vitni að þessu undarlegu
háttalagi og spyrji um orsakir.
Ætli ástæðan fyrir áðurnefndu
tiltæki Svíakonungs hafi ekki
bara verið það álit sem við höfum
skapað okkur sjálf með þeirri
undanlátssömu og sjálfsútþurrk-
andi auðmýkt er við höfum
lengi sýnt engilsaxneskum áhrif-
um á tungu okkar og menningu?
Svíar hafa jafnan verið taldir
menn einkar háttvísir og þjóð-
höfðinginn æðsta fyrirmynd í því
efni. Enskunotkun konungsins
við þessa umræddu sýningaropnun
hefúr fráleitt verið tilviljun, held-
ur niðurstaða af athugun ráðgjafa
hans og trúnaðarmanna sænsku
krúnunnar hér á landi á því hvað
íslendingum þætti sér samboðn-
ast.
Danska eða
Finnlandssænska
í umræðuþættinum kom fram
að Finnlandssænska og norska
væru líklega þau norræn mál sem
íslendingar ættu auðveldast með
að tileinka sér, en danska væri
það skandinavisku málanna sem
Norðurlandabúar utan Dan-
merkur ættu erfiðast með að
skilja. Því hlyti að koma til álita
að draga úr dönskukennslu í ís-
lenskum skólum en auka'að sama
skapi kennslu í öðrum norrænum
málum.
Á móti var á það bent að við
ættum vel menntaða dönsku-
kennara og þróað efni til dönsku-
kennslu. Með hliðsjón af fenginni
reynslu mætti teljast vonlítið að
fá hjá fjármálavaldinu á íslandi
það fé sem þyrfti til að mennta
kennara og framleiða á stuttum
tíma námsefni tii kennslu í fleiri
Norðurlandamálum.
Það hefur alltaf verið þungur
róður á íslandi að toga út úr yfir-
völdum á íslandi fé til almenns
skólahalds. Enn virðist helst litið
á kennslu annað hvort sem sport
fyrir efnafólk eða gutlvinnu fyrir
liðléttinga. Svo erfitt sem reynst
hefur að fá fé til að greiða kenn-
urum laun hefur þó verið hálfu
erfiðara að fá fé til annarra þátta
skólahaldsins. Efi um árangur
þess að reyna að herja út fé til
kennslu í fleiri Norðurlandamál-
um út úr íslenskum yfirvöldum á
því rétt á sér.
En hvað um þá sjóði sem varið
er til að efla norrænt samstarf og
gagnkvæman skilning Norður-
landabúa? Er líklegt að þeir
ávöxtuðust betur í öðru en þróun
námsefnis og sérmenntunar
kennara í norrænum málum,
a.m.k. að því er ísland varðar?
Hefur þetta atriði komið til álita í
umræðum um aukið norrænt
samstarf?
Til hvers?
En er yfirleitt nokkur ástæða til
„Ekki er ástæða til að draga í efa al-
mennan vilja þjóðarinnar til að varð-
veita þjóðtunguna og halda þjóðmenn-
inguna íheiðri. Ein besta aðferðin til
þeirrar varðveislu er að auka og bæta
tengslin við Norðurlönd.
Edda Bjömsdóttir
augnlœknir
F. 1.12. 1936 - D. 5.9. 1987
Edda hefur háð sitt dauðastríð
af sömu reisn og æðruleysi og ein-
kenndi hana í fullu fjöri. Hún
stundaði stofu sína fram á sumar,
dreif sig í ferð með breskum
starfsbróður sínum hingað austur
í Neskaupstað í júlíbyrjun. Nú
tveimur mánuðum síðar er hún
öll.
Við vorum stúdentar sama vor-
ið úr sitt hvorum skóla. Leiðir
lágu saman í læknadeild þar sem
ég kom við að nafninu til haustið
eftir. Fáar konur lögðu út í slíkt
nám á þeim árum. Þessi
rauðhærða hnáta lét slíkt ekki
hindra sig og strákarnir máttu
passa sig að standast henni snún-
ing. í gleðskap var hún*hrókur
fagnaðar. Móðurhlutverkið rauf
samt námsferil hennar að loknu
1. hluta prófi um sex ára skeið. Á
þeim tíma fæddust Árni, Björn
og Helga, sem við höfum nú á
meðal okkar. Með þennan efni-
lega hóp sneri hún heim frá
Bandaríkjunum einstæð móðir,
bjó þeim heimili og lauk sjálf
læknanámi og sérnámi í
augnlækningum heima og er-
lendis. Dugnaður hennar og ó-
sérplægni var með fádæmum.
Bræðrum sínum yngri, læknun-
um Sigurði og Jóhannesi var hún
til stuðnings og fékk hann endur-
goldinn er á reyndi.
Á námsárum og að loknu
kandídatsprófi var Edda við störf
á sjúkrahúsum, m.a. hér á
Austurlandi. Þannig hljóp hún
nokkrum sinnum í skarðið fyrir
Kristínu við Fjórðungssjúkrahús-
ið íNeskaupstað. Með þeim tókst
vinátta sem hélst til loka. Þær
sóttu saman læknaþing í Banda-
ríkjunum fyrir fáum árum og
ferðuðust þar um borgir og þjóð-
garða. Sumrinu seinna lét hún
eftir sér að koma hingað austur í
öræfaferð og hélt svo ein með
tjald sitt heim á leið sunnan
jökla. Hún naut landsins og ís-
lenskra bókmennta, var róttæk í
skoðunum eins og hún átti kyn til
og lá ekki á sínu.
Edda var veitandi í blíðu og
stríðu. Hún hélt veglegt boð í
Domus medica á fimmtugsaf-
mælinu í fyrravetur við fjölmenni
þrátt fyrir magnaðan sjúkleika.
Þeir sem ekki vissu betur sáu ekki
annað en hún gengi heil til skógar
með lífið framundan. Þannig var
hún, keik og óbrotin fram í and-
látið.
Hjörleifur Guttormsson
að halda uppi kennslu í norræn-
um málum? Er norræn samvinna
nokkuð annað er afdalahug-
myndir lýðskólaspekinga úr
dönskum og norskum sveita-
byggðum á síðustu öld? Er ekki
miklu nær að snúa sér í enn ríkari
mæli en áður að hinni glæstu eng-
ilsaxnesku veröld sem stendur
okkur galopin og býður okkur að
ganga inn í fögnuð sinn?
Eflaust vill yfirgnæfandi meiri-
hluti þjóðarinnar enn að við
höldum áfram að taka þátt í norr-
ænu samstarfi. Á Norðurlöndum
eru rætur þjóðaf okkar og menn-
ingar og þar býr það fólk sem er
líkast okkur að siðum og hugsun-
arhætti. Þar að auki eru Norður-
landaþjóðimar í hópi helstu
menningarþjóða heims og búa
við svipaða stjórnarhætti og við.
Vafalaust er að vegna skyld-
leika íslensku og annarra Norð-
urlandamála, að finnsku undan-
skilinni, er auðveldara fýrir ís-
lendinga að læra þau en nokkur
önnur tungumál.
Ekki erfitt
Ef meí leyfist að vitna í eigin
reynslu af tungumálanámi í æsku
þá get ég sagt frá því að tveggja til
þriggja mánaða tilsögn í dönsku,
tveggja vetra nám í þýsku og fjög-
urra vetra nám í ensku skilaði
mér álíka langt í að verða læs á
hvert þessara mála fyrir sig. Hver
sá sem byrjaður er að stauta norr-
ænt mál verður fyrr en varir allæs
á það og þarf naumast nokkurn
tíma á orðabók að halda. Sama
verður varla sagt um ensku;
jafnvel eftir að hafa lesið málið í
áratugi þurfa flestir að hafa orða-
bók við hendina ef hvert orð á
að komast til skila.
Fyrir þá sem hafa sæmilega
kunnáttu í einhverju skandi-
navisku málanna er lítið verk að
komast niður í hinum. Einnig má
nefna að kunnátta í þessum mál-
um styður verulega nám í þýsku,
enda kalla sumir þau afbrigði af
lágþýsku.
Loks skal talið það sem margir
mundu telja stærsta ávinninginn
af aukinni kennslu norrænna
mála í íslenskum skólum, hugs-
anlega að einhverju leyti á kostn-
að ensku, en það er beinn fjár-
hagslegur ávinningur vegna þess
hve miklu skemmri tíma það
tekur að læra norrænu málin sér
til fullra nota en ensku.
Símenntun og endurmenntun
eru þau orð sem einna oftast
heyrast nú í umræðum um
menntunarmál. Norðurlanda-
þjóðirnar eru meðal mestu menn-
ingarþjóða heimsins og á málum
þeirra kemur út mikið úrval fag-
tímarita, handbóka, myndbanda
og annars fræðsluefnis. Sökum
skyldleika norrænu málanna er
hægt að gera flestum auðvelt að
notfæra sér þetta efni á broti þess
tíma sem tæki að gera þeim kleift
að skilja það í enskum búningi.
Enskan sækir fast á
Með þessu er ég alls ekki að
leggja til að hætt verði að kenna
ensku í íslenskum skólum. En víst
er að löngum tíma, mikilli vinnu
og verulegum fjármunum er eytt
með litlum árangri í enskukennsiu
og hefði verið betur varið til
kennslu í norðurlandamáli. Eg
tal að óþarflega mikil áhersla sé
lögð á enskukennsluna en of lítil
á kennslu í Norðurlandamálum.
Trúlega hafa aðstæður til ensku-
náms breyst mikið síðan ég og
mínir jafnaldrar hófum nám í því
máli fyrir meira en hálfri öld. Síð-
an sjónvarpið kom til sögunnar
hefur enskan leikið daglega um
hlustir flestra eða allra barna frá
fæðingu; þau hafa vanist hrynj-
andi hennar, áherslum og hljóð-
um á því aldursskeiði sem mál-
nærhi þeirra er mest, um leið og
þau hafa notið ótæpilega góð-
gerðanna úr „ruslatunnu amer-
ískrar lágmenningar,“ sem fyrr-
verandi menntamálaráðherra
réttilega nefndi svo, og annars
engilsaxnesks efnis sem sjón-
varpsstöðvarnar hafa flutt. Þá
hefur bæst við drjúgur forði af
sams konar fóðri af myndbanda-
leigunum. Myndbandstækin eru
líklega vinsælustu bamfóstrur
yfirvinnuþjóðarinnar sem stend-
ur og hafa trúlega leyst opinbera
aðila undan vænum skammti af
þreytandi kvabbi um dagvistun-
arstofnanir og fjárframlög til
æskulýðsstarfsemi.
Með hliðsjón af þessu er auð-
skilið hvers vegna hetjur villta
vestursins og persónur úr skrípa-
veröldum kvikmyndaiðnaðarins
eru æsku landsins nú miklu hug-
stæðari en persónu íslenskrar
sogu og sKaldverka.
Enskan sækir fast á þar sem
hún kemst inn fyrir þröskuld. Það
er merkileg reynsla að horfa á
sjónvarpsfréttir frá Filippseyjum
og heyra stjórnmálamenn þar
ávarpa kjósendur sína á ensku.
Þó eru ekki full níutíu ár síðan
Bandaríkjamenn hröktu Spán-
verja frá eyjunum og gerðu þær
að nýlendu sinni og síðan leppríki.
Og þrátt fyrir aldalanga sjálf-
stæðisbaráttu íra gegn breskum
yfirráðum virðist enskan hafa
náð algerum yfirburðum yfir
írskunni á öllu eða næstum öllu
írlandi.
En hér er komið út í sálma sem
ekki er þörf á að kveða lengra að
sinni.
Þrátt fyrir það að íslensk
stjórnvöld virðast oft enga sam-
ræmda menningarstefnu hafa og
stundum varla lágmarks sómatil-
finningu í skiptum við útlendinga,
einkum þegar peningavon er
annars vegar, er ekki ástæða til
að draga í efa almennan vilja
þjóðarinnar til að varðveita þjóð-
tunguna og halda þjóðmenning-
una í heiðri. Ein besta aðferðin til
þeirrar varðveislu er að auka og
bæta tengslin við Norðurlönd.
Stjómvöld og skólakerfið geta
lagt fram sinn skerf með þvf að
stuðla að betri og fjölbreyttari
kennslu í tungumálum frænda
okkar, sem jafnframt væri að
mínu áliti mun betri fjárfesting í
þekkingu en að halda áfram að
eyða í árangurslitla enskukennslu
öllu þvf fé og tíma sem nú er varið
til hennar.
Benedikt Sigurðsson
Siglufírði
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 10. september 1987