Þjóðviljinn - 11.09.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.09.1987, Blaðsíða 2
P-SPURNINGIN— Hvaö finnst þér um þaö að nemendur í skyldu- námi þurfi sjálfir aö kaupa sínar náms- bækur? Kjartan Steinsson Viðskiptafræöinemi við H.Í.: Það er alls ekki nógu gott. Það er algjör óþarfi að krakkarnir þurfi að eyða miklum fjármunum í bókakaup á skyldunámsstigi. Guðrún Kjerúlf sjúkraliði: Þetta eru nú ekki margar bækur. En þau þurfa að skilja hvað það er að standa á eigin fótum og vera til. En þetta er sjálfsagt um- deilanlegt. Sigríður Gísladóttir verslunarstjóri: Þau hafa sjálfsagt gott af að kaupa sínar bækur sjálf, en sjálf- sagt er það mörgum þeirra ofviða að gera það fjárhagslega. En þau fara kannski betur með þær fyrir vikið. Hjalti Gíslason rafeindavirki: Mér finnst það skítt. Þegar um er að ræða skyldunám á ríkið að standa straum af kostnaðinum. Annað er óeðlilegt. Harpa Jónsdóttir verslunarskólanemi: Fáránlegt. Þau eiga að fá bæk- urnar ókeypis þegar um skyldu- nám er að ræða og ríkið á hik- laust að taka þennan kostnað á sínar herðar. FRETTIR Vestfirðir M Skólar illa staddir Áfangaskýrsla segir skólahús á Vestfjörðum ísvipuðu standi ogfyrir tólfárum á Vesturlandi málaráðuneytisins er skóla- húsnæði á Vestfjörðum aðeins um þrír fímmtu af þörfinni. Kennsluhúsnæði Vestfirðinga er um tveir þriðju af því sem þyrfti og íþróttarými aðeins 44% af því sem vera ætti. Þetta eru niðurstöður áfanga- skýrslu sem formlega var lögð fyrir fjórðungsþing nú um helg- ina. Til þessarar könnunar var kosin nefnd á þinginu í fyrra og ætlar hún að skila af sér eftir ár að sögn Péturs Bjarnasonar fræðslu- stjóra á ísafirði. Pétur sagði í samtali við Þjóð- viljann að niðurstöður áfangask- ýrslunnar væru mjög hliðstæðar niðurstöðum hliðstæðrar skýrslu um Vesturland fyrir tólf árum. Nefndin hygðist nú leita úrbóta- leiða í samvinnu við sveitarfé- lögin í héraðinu, en hér væri raunar erfitt við að eiga þarsem forsendur úrbóta væru margar enn á huidu, og sumar komnar undir pólitískum ákvörðunum. Til dæmis væri íþróttaaðstaðan einna skemmst á veg komin, en áður en átak yrði hafið þyrftu að fást svör við ýmsum spumingum, til dæmis um samnýtingu, en slík svör væru mjög tengd áformum um bættar samgöngur, til dæmis með jarðgöngum, sem nú er tíð- rætt mál vestra. Pétur taldi líklegt að Vestfirðir væru héraða aftast á merinni um skólahúsnæði allt, og hefði landshlutinn farið varhluta af þeim umbótum sem annarstaðar urðu á síðasta áratug við bygg- ingu stórra dreifbýlisskóla, með- al annars vegna þess að sú lausn hefði þá ekki hentað Vestfjörð- um. Þór Þorbjörnsson sölustjóri Steinullarverksmiðjunnar beinir gaslampa á fullu blússi að steinullarplötu. Þórður Hilmars- son framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Ingi R. Helgason forstjóri Brunabótafélags Islands og Bergsteinn Gizurarson brunamálastjóri ríkisins fylgjast með góort eldfælniframmistöðu ullarinnar með vel þóknun. Mynd: Sig. Steinullin Seyðisfjörður Fékk hrefnu í netin Náðuml.5 tonnum af ágœtis kjöti. Geymt í frysti , JÞetta var mjög óvænt allt sam- an að fá svona stóra hrefnu í net- in. Ætli hún hafi ekki verið rúmir 8 metrar á lengd. Við skárum hana niður í bita og settum í öskj- ur sem við geymum í frysti, eins og stendur,” segir Einar Ottesen skipstjóri á Andra frá Seyðisfirði, sem er 4-5 tonn á stærð. Að sögn Einars er ekki mikið um hrefnu á veiðislóðum Seyðfirðinga að öllu jöfnu, en í fyrradag varð hann þó var við aðra hrefnu en í þetta sinn slapp hann við að fá hana í netin. Sagði Einar að hann væri að hugsa um að hætta með netin, en hann hefur verið með um 20 þorskanet í gangi frá því um miðj- an ágúst. Astæðan er sú að lítill afli hefur fengist í þau, og það sem hefur veiðst hefur aðallega verið ýsa. Bjóst hann við að byrja á handfærum aftur á næstu dögum. Fer í eld og brennur ekki Steinullarverksmiðjan, Brunabót og Brunamálastofnun gefa útbæk- ling um brunavarnir. Steinull eina óbrennanlega einangrunarefnið Steinull er eina efnið á mark- aðnum sem teist óbrennanleg einangrun. Hún þolir þúsund gráðu hita í tvo tíma án þess að missa einangrunareiginleika sína, sagði Þórður Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri Steinullarverk- smiðjunnar hf. á fundi með blað- amönnum í gær, en fyrirtækið hefur gefið út leiðbeiningabæk- ling í samstarfi við Brunabótafé- lag íslands og Brunamálastofnun rfldsins og nefnist hann Bruna- vörn - einangrun og hönnun bygginga. Markmiðið með útgáfunni er þríþætt: að gefa öllum sem standa að hönnun húsa og taka þurfa til- lit til brunavarna innsýn í bruna- hönnun með því að draga fram öll mikilvægustu atriði reglugerðar um brunavarnir; að kynna hinum almenna húsbyggjanda á einfald- an hátt helstu atriði brunahönn- unar og mikilvægi brunavama í heimahúsum; að kynna einstæða eiginleika steinullarinnar sem brunaeinangrunar. íslendingar skera sig úr meðal Norðurlandabúa hvað varðar notkun brennanlegrar einangr- unar í húsbyggingum. Á hinum Norðurlöndunum eru einungis notuð brennanleg einangrun 1 5% tilfella, en hérlendis er hlut- fallið milli 25 og 35%. Að sögn Inga R. Helgasonar forstjóra Brunabótafélagsins vonast að- standendur bæklingsins til að fólk láti sér segjast og fari að nota óbrennanleg einangrunarefni í hús í auknum mæli. Bæklingnum verður dreift mjög víða, meðal annars til allra hönnuða húsnæðis, s.s. arki- tekta, verkfræðinga og tækni- fræðinga, ennfremur til sveitarfé- laga, slökkvilið og sjávarútvegs- og iðnfyrirtækja. HS Heimsóknir Vigdís til Japans Vigdís Finnbogadóttir hélt í gær í heimsókn til Japan en þar mun hún opna norrænu menning- arkynninguna sem er að hefjast þar um þessar mundir. Forsetinn mun dvelja í Japan til 20. sept- ember. Frá Japan fer Vigdís í heimsókn til Frakklands en þar verður haldin íslandskynning í Bordeaux dagana 22.-25. sept- ember. í Bordeaux mun Vigdís m.a. sækja málþing fræðimanna um ís- lenskar bókmenntir og halda blaðamannafund og horfa á knattspyrnuleik íslendinga og úr- valsliðs frá borginni. Þá mun há- skólinn í Bordeaux sæma Vigdísi heiðursdoktorsnafnbót. 2 SÍÐA - ÞJÓÐViLJINN Föstudagur 11. september 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.