Þjóðviljinn - 11.09.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.09.1987, Blaðsíða 11
TÓMSTUNDIR TÓMSTUNDIR /Ettfræði Hverra manna ertu? v - | jPjgr y*"" f | 1 1 |ÍwJRF : *»■ ' ® jffv iá K ■■ W * \ t 1 pí W<f. í, . Nýlega birtist hér í blaðinu stutt og yfirlætislaus fréttatilkynning um ættfræðinámskeið. Það er ættfræðiþjónustan sem stendur fyrir þessum námskeiðum, en forstöðumaður hennar og jafn- framt leiðbeinandi á námskeið- unum er Jón Valur Jensson, cand.theol. Okkur hér hjá Þjóðviljanum sýndist ómaksins vert að afla nán- ari fregna af þessari starfsemi og fórum í því skyni á fund Jóns Vals Jenssonar og spurðum hann fyrst að því hversu langt væri síðan hann byrjaði á þessu námskeiða- haldi. - Upphaf þessarar starfsemi er nú að rekja til fsafjarðar, sagði Jón Valur. Þar veitti ég forstöðu kvöldskóla veturinn 1983-1984, þar sem haldin voru námskeið af ýmsum toga. Þá datt mér í hug að efna til ættfræðinámskeiðs. Fékk það strax mjög góðar undirtektir og var bæði vel sótt og skemmti- legt. - Hvert var svo framhaldið? - Ég þóttist þess fullviss að víðai væri áhugi á ættfræði en á ísafirði. Þess vegna var það að þegar ég kom til Reykjavíkur stofnaði ég Ættfræðiþjónustuna og hún hefui starfað frá því í fyrrahaust, en þá byrjaði ég með fyrsta námskeiðið. Áhugi reyndist vera það mikill að mér þótti einsýnt að halda áfram og s. l. vetur sóttu yfir 100 manns þessi námskeið. Nú eru í gangi fjögur námskeið hér í Reykjavík. Hvert þeirra stendur í 8 vikur í senn og komið er saman einu sinni í viku. Auk þess eiga svo þátttakendur kost a 5 vikna framhaldsnámskeiði, ef þeir óska þess. - Eru þátttakendur eingöngu úr Reykjavík? 7 Nei, þeir hafa einnig komið t. d. frá Selfossi og Akranesi en auðvitað er ekki hægt um vik fyrir þá sem langt eiga að fara, að sækja námskeið hér. Ahugi er hins vegar mikill á þessari starfsemi víða út um land, það sýna þær fyrirspurnir sem ég hef fengið þaðan. Því hef ég hug á að fara með námskeiðin út á land, en þá tækju þau styttri tíma, þáttakendur kæmu saman oftar í viku. -Hvernigferþessi kennslafram? - Að nokkru leyti fer hún fram í fyrirlestrum en megináhersla er lögð á rannsóknir á frumheimild- um um ættir þátttakendanna. Reynt er að veita fólki fræðslu, sem gerir því kleift að stunda þessar at- huganir bæði sem fræðigrein og tómstundagaman, Fólki er leiðbeint um heimildaleit, gildi helmilda og meðferð, ýmsar hjálpargreinar ættfræðinnar, að- ferðir við að taka saman niðjatöl og ættartölur, uppsetningu ættarskráa o.s.frv., og það fær hér aðstöðu til að æfa sig á þessu í verki. Þátttakendur fá f hendur ýmiss konar heimildaskrár og leiðarvísa með upplýsingum, bæði um frum- heimildir og prentaðar heimildir. Varðandi ættrakningu eftir 1700 er fólki bent á að nota sem mest frum- heimildir, einkum kirkjubækur og svo manntöl. Þátttakendur hafa aðgang að öllum manntölum frá 1700 til 1930. Til eru 16 manntöl frá þessu tímabili og fjögur af þeim hafa verið gefin út. Kirkjubækur eru tiltækar á microfilmum og svo eru það auðvitað þær bækur sem út hafa komið um ættfræði og átt- hagafræði. En það er grundvallar- atriði í meðferð þessara heimilda að menn læri réttar aðferðir til að rekja slóðina frá einu atriði til ann- ars í æviferli einstakling og tengs- lum þeirra við næsta ættliða. Með þessum hætti er þátttakendum á námskeiðunum kennt að leiða í ljós sem traustastar ættfærslur. Um leið eiga þessar aðferðir og þekk- ing á heimildunum að geta flýtt mikið fyrir og auðveldað verkið. - Nú má sjálfsagt segja að tilgan- gurinn með þessari starfsemi sé nokkuð Ijós, en hvernig viltu ann- ars orða hann? - Tilgangurinn er sá að svala fróðleiksfýsn manna um forfeður sína og ættmenn og gera þeim fært að uppfylla þá þörf með sjálfstæð- um rannsóknum. Að gera mönnum fært að rekja ættir sínar og annarra af öryggi og kunnáttu með notkun aðgengilegra heim- ilda, verða þannig eigin ættar- skrárritarar. - Hvað þykir þér hœfilegt að þátt- takendur séu margir á hverju náms- keiði? - Ég vil helst ekki vera með stærri hópa en 8 manns. Fimm til sjö manna hópar eru góðir. Þá nær maður vel til hvers og eins. Því má svo bæta hér við, að 'ítíiiaii almenn enska ístttsari xt , k namskeidsins. Ahersía Jögd á: málfoedi skriía efiir upplestri, rilgerölr, lýsln^r °8 brcl. It' ttp!c~18-dcs- ' kJ' 13-15 eða 16-18 ALÞJOÐLEG PRÓFl ENSKU VERSLUNAR ENSKA I Pitman Knjtlish for Businesa Communicatioas — elementary. Kennt er fjóra datja í viku, tvær klukkustundir í senn í fjórtán vikur. Pitmanspróf er tekið í luk námskeiðsins. Áhersla lögð á: samin verslunarbréf eftir ítarlegum minnisatriðum varðandi kaup og sölu. kvarlanir, fyrirspurnir o.fl.; persónuleg bréf fyrir vinnuveitenda varðandi meðmæli, hamingjuóskir o.fl.; móttaka og sending skilaboða gegnum sima og telex. 14. sept.-18. des. kl. 13-15 eða 16-18 TÍMI: H TÍMI: ENSK VERSLUNARBRÉF Skriflegar æfingar i enskutn verslunarbréfum. 10 vikna námskeið. Kennt einu sínni í viku tvær klukkustundir i senn. 14. sept.-20. nóv. kl. 13-15 eða 16-18 Vilt þú auka möguleika þína á vinnumarkaði? Stöðugt fleiri störf krefjast staðgóðrar kunnáttu í erlendum tungumálum. Námskeiðin hjá Mimi eru einhver aðgengilegasta leiðin til þess að bæta þekkingu þína. Leitaðu til Mímis — og málið er leystl Upplýsingar og innritun í síma 11109/10004/21655 Mímir ■ ÁNANAUSTUM 15 ÁOstkDtl un asxom 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Er bókvit í þessum öskum? Málsháttur óskast um stálpotta. Föstudagur 11. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - S(ÐA 11 Hússtjómunamámskeið: Fatasaumur vinsæll sín eigin föt sjálfur. En allt verð- mætamat hefur breyst. Ég vil þó taka fram að ungt fólk sækir matr- eiðslunámskeið okkar mikið og karlmönnum fjölgar stöðugt. í vet- ur bjóðum við einnig upp á bóta- saum og útsaum, en vitum ekki enn hvort það fær hljómgrunn. En öll þessi námskeið verða fram að ára- mótum, en þá tekur hússtjórnar- skólinn sjálfur til starfa. -ekj Hússtjórnarskóli íslands er að fara af stað með árviss námskeið sín og kennir þar margra grasa. „Fatasaumur, vefnaðarnám- skeið og almenn matreiðslunám- skeið eru best sótt hjá okkur. Það eru nokkurra vikna námskeið, 2svar í viku,” sagði Ingibjörg Þór- arinsdóttir skólastjóri, „þá eru styttri námskeið, einn dag eða nokkra í senn, þar sem við bjóðum upp á tilsögn í gerbakstri, fiskrétt- um, veisluréttum, borðskreyting- um. Við erum alltaf með nýjar uppskriftir á hverju ári. Slátur- gerð, laufabrauðabakstur og kennsla í að frysta grænmeti hafa fallið niður, því fólk virðist ekki hafa áhuga. Éinu sinni kenndum við að steikja á glóðum. En það virðist sem fólk hafi ekki haft tíma til að sinna því sem viðkemur heim- ilinu. Ég trú því samt að það sé mjög gefandi ef fjölskyldan getur sameinast um matargerð og átt þannig góða stund saman einu sinni á dag. En fólk vinnur of mikið og notfærir sér þannig okkar þjón- ustu. Þá er líka gaman að geta gert Rætt viö Jón Val Jensson um Ættfræöi- þjónustuna næsta námsönn byrjar seinnipart- inn í október. Skráning þátttak- enda er þegar hafin. -mhg PÓLÝFÓNKÓRINN auglýsir VETRARST ARF 1. Námskeið 25. september - 4. október Fyrir félaga í Pólýfónkórnum Leiðbeinandi: Mauro Trombetta frá Ítalíu. Þátttökugjald kr. 2.000,- Innritun hjá raddformönnum. Staður: Vörðuskóli, Skólavörðuholti. 2. Kóræfíngar heQast 5. október. Viðfangsefni: MESSÍAS eftirG.F. Hándel. Flutt 12. desember í HaUgnmskirkju. Staður: Vörðuskóli, Skólavörðuholti. Tími: mánudaga kl 20.00 karlaraddir þriðjudaga kl. 20.00 kvennaraddir miðvikudaga kl. 20.00 samæfíngar 3. Kórskóli 10 vikna námskeið hefst 8. október. Námsefni: Heyrnarþjálfun, nótnalestur, öndun og raddbeiting. Þátttökugjald: kr. 2.500.- Staður: Vörðuskóli, Skólavörðuholti. Tími: kl. 20-22 á fimmtudögum. Innritun: sími 26611 (Steina), 72797 (Kristján Már), 656799 (Olöf). ÆFINGASTÖÐIN ENGIHJALLA 8 Upplýsingar og innritun í síma j húsi Kaupgarðs. 46900, 46901 og 46902. SÍMAR 46900, 46901 OG 46902. Ný námskeið hefjast mánudaginn 7. Allar nýjungar í aerobic kennslu hjá okkur. Lítið af hoppi. Innritun er hafin. KVENNALEIKFIMI: Kvöldtímar byrjenda og framhalds. ÞREKLEIKFIMI FYRIR KARLA: Hörkupuð í leikfimisal. TÆKJASALUR: Bjóðum upp á stærsta og besta tækjasal á landinu. Þrek- þjálfun fyrir fólk á öllum aldri, vaxtarrækt og styrkjandi þjálfun fyrir hvers konar íþróttafólk. Getum tekið á móti stórum hópum. KONUR: Sérþjálfun fyrir konur í tækjasal með upphitun og teygjuæf- ingum á mánud., miðvikud. og föstud. kl. 14.00. AEROBIC: DAGSKRÁ í LEIKFIMISAL: Mánudag Þriðjudag Miðvikudag Fimmtudag Föstudag Laugardag kl. 14 Kvennal. kl. kl. 14 Kvennal. kl. 14 kl. 14 Kvennal. kl. 1 1 Aerobic I kl. 1 8 Aerobic I kl. 18 Aerobic frjálst kl. 18 Aerobic I kl. 18 Aerobic frjálst kl. 12 Aerobic opið kl. 19 Aerobic II kl. 19 Kvennal. kl. 1 9 Aerobic II kl. 1 9 Kvennal. kl. 1 3 Aerobic II kl. 20 Aerobic opið kl. 20 Aerobic 1 kl. 20 Aerobic opið kl. 20 Aerobic I kl. 14 Þrek karlar OPNUNARTÍMI STÖÐVARINNAR Mánud. 14-22, þriðjud. 12-22, miðvikud. 14-22, fimmtud. 12-22, föstud. 12-21, laugard. 11-18 og sunnud. 13-16. Ath.! Afsláttur fyrir hópa og skólafólk. Hringdu strax og láttu innrita þig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.