Þjóðviljinn - 11.09.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.09.1987, Blaðsíða 5
Kominn upp á gilbarminn og björgunarmenn taka snarlega á móti þeim slasaða. Og þá er ekkert annað eftir en að flytja þann slasaða á börum í gegnum óbyggðirnar að næstu bækistöð. Ein af æfingunum á Möðrudalsöræfum var að flytja slasaðan mann upp úr djúpu og þröngu gili. Á þessari mynd er búið að búa um þann slasaða og hann er á leiðinni upp. Myndir Helga og Jón. Frá bækistöðvunum í Reykjahlíð þar sem sett var á svið stórbjörgun eftir jarðskjálfta. Björgunarsveitir Stóræfing á Möðrudalsöræfum Á annað hundrað björgunarmönnum við fjölbreyttar æfingar í óbyggðum. Stórslys sett á svið í Reykjahlíð Um sl. helgi fjölmenntu björg- unarsveitarmenn víðs vegar af landinu norður á Möðrudalsör- æfi þar sem haldin var þriðja stóra sambjörguanræfingin sem sveitir innan Landssambands Hjálparsveitar skáta standa fyrir. Hátt á annað hundrað björg- unarsveitarmenn, frá skátum, slysavamarfélaginu og Flug- björgunarsveitinni tóku þátt í æf- ingunni sem stóð í tvo daga og tókst mjög vel að sögn þeirra Jóns Halldórs Jónassonar og Helgu Einarsdóttur úr Hjálpar- sveit skáta í Reykjavík. Á laugardeginum var byrjað snemma um morguninn og var þátttakendum skipt niður í fjöl- marga hópa sem fengust við margvísleg björgunarverkefni, leit, sig, aðhlynningu slasaðra og fleira. Þrátt fyrir nokkra rigningu tókst æfingin vel en björgunar- sveitarmenn voru mjög ánægðir með að geta æft sig á svo ókunn- um og framandi slóðum en aldrei áður hefur verið haldin æfing björgunarsveitarmanna á Möðrudalsöræfum. Á sunnudeginum var æfing- unni framhaldið og þá höfðu björgunarmenn flutt sig um set og voru komnir niður í Reykja- hlíð við Mývatn. Tilkynnt var um mikinn jarðskjálfta og stórtjón og slys á fólki. Skólanemar og leikarar úr sveitinni voru í hlut verkum slasaðra og sögðu þau Jón og Helga að þau hefðu staðið sig frábærlega vel. Æfingin hefði verið mjög raunveruleg og vel undirbúin. Sett var á svið hrun íbúðarhúsa og flestir bflskúrar í hverfinu notaðir fyrir slíkar sviðs- setningar. Þá voru markaðar út stórar jarðsprungur á vegum og víðavangi en í síðustu stóru um- brotunum á svæðinu lokaði ein- mitt stór jarðsprunga þjóðvegin- um í sveitinni um tíma. Björgunaræfingin í Reykjahlíð tókst vel að mati björgunaraðila og forsvarsmanna almannavarna á svæðinu. En starfinu var ekki lokið hjá öllum björgunar- mönnum eftir að æfingunni lauk því að á heimleið komu hjálpar- sveitarmenn úr Garðabæ fyrstir að slysstað á Öxnadalsheiði þar sem bifreið hafði farið út af veg- inum og hlúðu björgunarmenn að þeim slösuðu og fluttu þá áleiðis til Akureyrar til móts við sjúkraliðsmenn. -Ig. Föstudagur 11. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.