Þjóðviljinn - 11.09.1987, Side 20

Þjóðviljinn - 11.09.1987, Side 20
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Wm K m K m BWj>. M ÍPHfcBI R Bl ....i 548 j • v-*& Helgarsími 681663 Föstudagur 11. september 1987 200. tölublað 52. öroangur SKÓLAVELTA l£ON AÐ FARS^ELLI SKÓLACÖNCU SAMVINNUBANKI ÍSLANDSHF Kvótamálið Þingvallavatn Skúli Alexandersson hefur g kúli Alexandersson hefur kært um 40 hús, kærir kœrt úrskurð sjávarútvegsráðuneytisins úrskurð sjávarútvegsráðu- neytisins á hendur Jökli á Heliis- sandi, um upptöku afla að and- virði rúmlega ein og hálf milljón króna. I kærunni krefst Skúli þess að úrskurðurinn verði látinn falla úr gildi að því er varðar afla- upptöku. Kæran var send ráðu- neytinu 3. september. f bréfinu færir Skúli þau rök fyrir kröfu sinni að hann telji úr- skurðinn með öllu órökstuddan. í öðru lagi að ráðuneytið hafi ekki gefið kaupendum og selj- endum meints ólöglegs sjávarafla kost á að gera grein fyrir máli sínu, þar sem ráðuneytið hefur ekki haft neitt samband við út- gerðaraðila þeirra skipa, sem lögðu upp afla hjá Jökli árið 1986. í þriðja lagi segir Skúli að ráðuneytið gefi sér forsendur, sem ekki standist í raunveruleik- anum, varðandi magn fullunn- innar vöru úr upplögðum sjávar- afla hjáJökli. Segir hann að ráðu- neytinu hafi þegar verið gerð fullnægjandi grein fyrir þeim fiski, sem kom inn í fiskverkunar- hús Jökuls umrætt ár, enda hafi ráðuneytið engar sannanir fyrir hinu gagnstæða. Pórður Eyþórsson hjá sjávar- útvegsráðuneytinu sagði í gær að kæran hefði borist ráðuneytinu en hvorki verið skoðuð né tekin til meðferðar. Hann sagðist ekki vita hvort þetta væri eina athuga- semdin sem hefði borist frá þeim fimm fiskverkunarhúsum sem hefðu verið kærð. Alls hefur ráðuneytið heimsótt valin af handahófi víðsvegar um landið, en aðeins verið ástæða til að gera athuga- semdir við fimm þeirra og þau öll á Vesturlandi og Vestfjörðum. -Sáf Tólf punda urriði Það bar til tíðinda í nýlegri veiðiferð að tólf punda urriði veiddist á stöng í Þingvallavatni, í Vatnsvikinu við þjóðgarðinn. Fágætt er að svo stór urriði veiðist hin síðari ár. í gamla daga var hins vegar mikið stóran urr- iða og getur Björn Th. Bjömsson um það í Þingvallabók sinni að heimildir séu um allt að 37 punda urriða úr vatninu. -m/ÖS Flugleiðir Þota spöruð DC 8 þota okkar TF-FLV fer í stórskoðun í janúar næstkom- andi og það er miðað við 25 þús- und flugtíma hverju sinni þegar viðkomandi þota á að fara í skoðun sem þessa. A meðan spörum við hana eins og við frek- ast getum án þess þó að það komi niður á okkar þjónustu, segir Sœ- mundur Guðvinsson blaðafulltrúi Flugleiða. Glöggir lesendur Þjóðviljans höfðu tekið eftir því að þessi þota Flugleiða hafði verið sett til hlið- ar á Keflavíkurflugvelli og höfðu þess vegna samband við blaðið til að láta undrun sína í ljós yfir því að þotan skyldi ekki vera í notk- un eins og aðrar vélar félagsins. „Þar sem komið er á seinni hlutann með þann flugtíma þot- unnar þótti okkur rétt að minnka á henni álagið þangað til hún fer út til Stokkhólms til skoðunar. Það kemur ekki að sök hjá okkur þar sem mesti annatími sumars- ins er liðinn og vetraráætlun að hluta til er að komast í gagnið. TF-FLV er notuð í áætlunarflugi á milli Amenku og Evrópu og þessa stundina er hún í notkun, en hún fær meiri hvfld en aðrar þotur okkar af fyrrgreindum ástæðum,” sagði Sæmundur Guðvinsson blaðafulltrúi Flug- leiða. grh Sænski ferjuflugmaðurinn Ruben Werjefelt hefur ríka ástæðu til að brosa og flagga flotgallanum sínum með sigurmerkið hátt á lofti eftir að hann bjargaðist á giftusamlegan hátt, án meiðsla, eftir að hafa nauðlent eins hreyfils flugvél sinni Cessna 172, sams konar þeirri sem er í bakgrunni myndarinnar, 140 sjómílur út af Reykjanesi. (Mynd: E.OI.) Flugslys Flotgalinn bjargaði mér Eg varð skraufþurr í kverkun- um þegar ég sá sjóinn nálgast óðfluga og tilfinningin hjá mér var eins og maður getur ímyndað sér að sé hjá manni sem er stillt upp fyrir framan aftökusveit, segir Ruben Werjefelt, fertugur ferjuflugmaður frá Linköbing í Svíþjóð, sem nauðlenti á leiðinni yfir haflð frá Bandaríkjunum á eins hreyfils flugvél, Cessna 172, 140 sjómflur út af Reykjanesi. Seint í fyrrinótt þegar hann var kominn framhjá Grænlandi reyndust eldsneytisbirgðirnar komnar að þrotum og fyrirséð að hann næði ekki til Reykjavíkur. Sjálfur segist hann hafa haft nægilegt eldsneyti þegar hann lagði af stað og telur sennilegast að í staðinn fyrir að hafa dælst milli tanka hafi eitthvað bilað og bensínið farið út í loftið. Flugvél Flugmálastjórnar kom í tæka tíð til að geta miðað hann út þegar hann þurfti að nauð- lenda í hafið. Við nauðlending- una stakkst vélin á bakið og hann komst út á einn vænginn, en þurfti að vera í sjónum hátt í klukkutíma, áður en björgunar- þyrla frá Keflavíkurflugvelli kom og hífði hann upp. „Það vildi mér til happs að ég var vel búinn í flotgalla og með neyðarljós, svo ég gat sent upp ljósmerki til þess að hægt yrði að sjá hvar var ég var staddur í sjón- um í myrkrinu. Það var þó nokk- ur öldugangur og hvasst þegar ég nauðlenti, en þetta gekk sem bet- ur fer allt að óskum.” Hann hefur komið hingað til lands 15 sinnum áður og ætlar að koma eftir hálfan mánuð með nýja flugvél sem hann ætlar að ferja yfir hafið. „Þá mun ég ör- ugglega borga lendingargjöldin mín, þó svo að af skiljanlegum ástæðum hafi ég ekki gert það í þetta sinn,” sagði Ruben. grh Loðnuverð Hvetur ekki til veiða Þetta loðnuverð er svo lágt að það er ekki hægt að skilja það öðru vísi en það sé í raun frjálst. Það er borin von að sjómenn sigli til loðnuveiða nema loðnuverk- smiðjurnar borgi hærra verð fyrir tonnið en yfírnefnd samþyk- kti í fyrradag. Þetta verð ýtir ekki við neinum til loðnuveiða,” segir Hólmgeir Jónsson hagfræðingur hjá Sjómannasambandi íslands. Yfirnefnd samþykkti á fundi í fyrradag lágmarksverð fyrir loðnu til bræðslu með tveimur at- kvæðum kaupenda á móti einu atkvæði útgerðarmanna. Fulltrúi sjómanna og oddamaður sátu hjá. Samþykkt var að borga 1600 krónur fyrir tonnið og breytist verðið miðað við breytingar á fituviðmiðun. Jón Reynir Magnússon hjá Sfldarverksmiðjunum sagði að þetta loðnuverð væri kannski við- unandi, en gæfi þó tilefni til yfir- borgana eins og tíðkaðist hér áður fyrr. Sverrir Leósson útgerðarmað- ur greiddi atkvæði gegn kaupend- um. Hann tók undir það með sjó- mönnum að þetta verð laði menn ekki til að fara á loðnuveiðar, eins og staðan væri í dag. „Kaup- endur vildu ekki fallast á frjálst loðnuverð en samþykkja svo þetta verð sem gerir loðnuverðið nánast frjálst. Maður skilur bara ekki þennan skollaleik, enda ekki að furða þar sem ég er ný- græðingur í að sitja í nefndum sem þessari. En það er ljóst að ég held að mér höndum í bili og sé til hvað gerist. Krossanesverk- smiðjan er þegar búin að kasta fyrsta boltanum með því að bjóða 3 þúsund krónur fyrir fyrsta loðnufarminn og 2500 fyrir ann- an, að öðru leyti 1800-2000 krón- ur fyrir hvert tonn. Ætli maður eigi ekki eftir að heyra eitthvað meira frá loðnuverksmiðjunum áður en maður hugsar sér til hreyfings,” sagði Sverrir. grh

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.