Þjóðviljinn - 11.09.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.09.1987, Blaðsíða 3
FRETTIR Hollusta Varasöm efni í gosinu Reglugerð um tilbúning og dreifingu matvœla gömul og götótt. Hollustuverndin vinnur að nýrri reglugerð um notkun aukaefna mmm ÖRFRÉTTIR mmmm Sr. Kristján Róbertsson hefur verið kallaður til prests- þjónustu í Seyðisfjarðarpresta- kalli frá 1. október nk. að beiðni sóknarnefndarinnar á staðnum. Sr. Kristján hefur gegnt prests- starfi ma. á Akureyri, Siglufirði í Reykjavík og Borgarfirði. Atvinnuástandið í ágúst var með besta móti. Þá voru skráðir um 7400 atvinnu- leysisdagar sem er 20% minna en á sama tíma í fyrra. Þetta sam- svarar því að um 340 manns hafi að meðaltali verið án atvinnu í mánuðinum en það jafngildir um 0.3% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Farþegum til landsins hefur fjölgað töluvert í sumar frá því sem var í fyrra- sumar. í ágúst komu rúmlega 35.500 farþegar til landsins þ.a. 18.660 útlendingar. Það sem af er árinu hafa 190.779 farþegar komið til landins en á sama tíma í fyrra voru þeir orðnir 157.621. Biskup islands hefur auglýst 6 prestaköll laus til umsóknar og auk þess embætti farprests kirkjunnar. Prestaköllin eru í Bjarnanesi í Skaftafellspróf- astsdæmi, Ólafsvík, Patreksfirði, Breiðabólsstað í Húnavatnspróf- astsdæmi, Hálsi í Þingeyjarpróf- astsdæmi og Raufarhöfn. Skil ekki Þóri Sigurður Ingvarsson, Eskifirði: Ekki samstaða í kjaranefndinni Þáttur Þóris Daníelssonar, starfsmanns VMSI, í þessu máli er mér með öllu óskiljanlegur, sagði Sigurður Ingvarsson á Eski- firði í gær vegna yfirlýsinga Þóris um að eining hafi verið í kjara- nefnd fyrir frægan fund Verka- mannasambandsins síðustu helgi. Vegna þeirra orða Þóris vill Sigurður, sem sat fyrir hönd Ár- vakurs í kjaranefndinni, taka fram að þar hafi ekkert sam- komulag orðið um röðun fisk- vinnslufólks, og hafi því verið ákveðið að vísa því máli til for- mannafundarins. „Mér er óskiljanlegt hvers vegna Þórir ræðst með slíku of- forsi á þá fulltrúa sem gengu af fundinum vegna málsmeðferðar- innar“ sagði Sigurður, „og álít með öllu óverjandi að starfsmað- ur VMSÍ dragi þannig taum sumra félagsmanna en ráðist að öðrum“. Guðmundur J. Guðmundsson er nú á Austfjörðum og reynir að ná sáttum í VMSÍ-deilunni. -m Krabbameinsvaldandi aukaefni eru notuð í matvörur hér á landi ef marka má lista yfir slflc efni frá rannsóknarstöð Villejuif- sjúkrahússins í Frakklandi, en að vísu eru þetta ekki óumdeUd vís- indi. Markmiðið með gerð listans er að vekja athygli neytenda á þeim áhrifum sem aukaefnin kunna að valda. Reglugerð um tiibúning og dreifingu matvæla hér á landi er orðin gömul og götótt, að stofni til frá árinu 1976, en Hollustu- vernd ríkisins vinnur nú að nýrri reglugerð um notkun aukaefna, og er hennar að vænta fljótlega. Hún mun innihalda lista yfir aukaefni sem heimilt er að nota í matvæli og aðrar neysluvörur, svokallaðan aukaefnalista. Blaðamaður lagði leið sína í næstu sjoppu í gær og hugaði að innihaldi nokkurra tegunda gos- drykkja. Fyrir valinu urðu sykur- laust tab, diet kókakóla og þrjár tegundir af Sodastream; appels- ín, kóla og límonaði, allt saman sykurlaust. Að sjálfsögðu var vöruvalið í þessari óformlegu „könnun“ handahófskennt og enginn dómur á það lagður hvort gosið komi verr út en hvað ann- að. Samkvæmt innihaldslýsingu innihalda allar þrjár tegundirnar af Sodastream aukaefnin E-211 sem er rotvarnarefni og E-330, en bæði eru talin krabbameinsvald- andi samkvæmt lista Villejuif- sjúkrahússins. í sykurlausu tab er meðal margs annars aukaefnið E-211 og litarefnið E-150, en það er „grunsamlegt" að mati sjúkra- hússins. Diet-kók inniheldur meðal annars bæði aukaefnin sem getið er um varðandi tabið, en auk þess E-330 og E-338, en síðasttalda aukaefnið vilja Frakkarnir meina að geti valdið meltingartruflun- um. Þá er cyclamat í öllum fimm tegundunum, en það verður seint talið neitt sérstakt hollustuefni. „Það eru mörg önnur efni sem hafa verið meira inni í umræð- unni en þessi tvö“, sagði Jón Gíslason hjá Hollustuvernd ríkis- ins, aðspurður um aukaefnin E- 211 og E-330. „E-211 er langal- gengasta rotvarnarefnið, og er skaðlaust í því magni sem það er notað fyrir fólk flest, en það er þekkt að það getur valdið of- næmi, og því þurfa þeir sem því eru haldnir að sniðganga það. E-330 er sítrónsýra, náttúrlegt efni, og ég veit ekki til að skaðleg áhrif þess hafi verið til umræðu." HS Hanna Ólafsdóttir símatæknir hugar að gosdrykkjainnihaldi. Margs konar aukaefni eru í mat- og drykkjarvörum hér á landi, og er hollusta sumra þeirra drpgin í efa. (Mynd: Sig.) Stúdentaráð Húsnæðiseklan gífurleg Astandið á leigumarkaðnum með versta móti. Verðið rýkur upp Neyðin er mikil. Það er mikið að leigan hefur hækkað umtals- um að barnafólk sem er á vert. götunni hafi leitað til okkar. Þá vitum við dæmi þess að fólk utan af landi hafi hreinlega hætt við að fara í nám vegna húsnæðisekl- unnar, sagði Ómar Geirsson, for- maður Stúdentaráðs í gær, en Stúdcntaráð hefur starfrækt leigumiðlun undanfarin ár. „Á síðustu árum hefur þetta gengið þolanlega, en í sumar var ástandið mjög slæmt,“ sagði Ómar. „Það gekk að vísu sæmi- lega að útvega fólki herbergi, en aðra sögu er að segja af íbúðum. Um mánaðamótin vorum við með um 500 manns á skrá sem vantaði íbúðir, og þar við bætist Hjá okkar fólki er verð á her- bergi til leigu á bilinu 8 til 10 þús- und, og fer verðið eftir því hvort eldunaraðstaða er fyrir hendi eða ekki. Tveggja herbergja íbúðir fara nú á 20 þúsund á mánuði að meðaltali, en í vor á 15 þúsund, og þriggja herbergja íbúðir á 25 til 30 þúsund. Við höfum fengið dýrari tveggja herbergja íbúðir en á 20 þúsund en ekki losnað við þær, vegna þess að fólk í námi ræður ekki við slíka leigu,“ sagði Ómar. Að sögn Ómars er nú í bígerð að bjóða húseigendum svokall- aðan þjónustusamning. Þá hefur kaskótrygging húseigenda komið til tals og ennfremur eftirlit með íbúðunt af hálfu leigumiðlunar- innar, og yrði starfsmaður þá ráð- inn til að annast eftirlit með leigu- íbúðum. Kvað Ómar miklar von- ir bundnar við nýjungar þær sem hér er bryddað upp á. HS Bókmenntahátíð á Islandi Höfundar flykkjast að 32 rithöfundarfrá 14 löndum leiða samanfáka sína, með samfelldri opinni dagskrá í Norrœna húsinu. Hátíðin hefst á sunnudag fýJÖLBRAUTASXÓLINN BREIÐHOUl Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Model vantar aö myndlistarbraut Fjölbrauta- skólans í Breiðholti. Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar á skrifstofu skólans, sími 75600. Voldug bókmenntahátíð verð- ur í Norræna húsinu alla næstu viku, hugsuð til þess að efla norrænar bókmenntir á margan hátt, m.a. með því að fá hingað heimsþekkta rithöfunda frá ólík- um heimshlutum, en annars munu flestir gestanna koma frá Norðurlöndum. Á bókmenntahá- tíðinni, sem er öllum opin, munu rithöfundar lesa upp úr verkum sínum öll kvöld vikunnar. Þá verða fyrirlesarar og umræður af ýmsu tagi, t.d. flytur Isabel AI- lende, Chile, fyrirlestur um suður-amerískar bókmenntir og Alain Robbe-Grillet, Frakklandi, fyrirlestur um Nýju skáldsöguna og ævisöguna. Konur og bók- menntir, norræn sagnaritun á seinni árum, eru meðal umræðu- efna. Á morgnana munu rithöf- undarnir heimsækja framhalds- skóla á höfuðborgarsvæðinu. Há- tíðin verður formlega opnuð sunnudaginn 13. september og lýkur laugardaginn 19. septemb- er. „Undirbúningur hefur gengið stórslysalaust, nánast engin for- föll, og höfundar almennt mjög spenntir fyrir hátíðinni, þeir koma flestir á laugardag og dvelja út vikuna. Við söknum þess reyndar að hafa ekki fengið rithöfund frá Grænlandi“, sagði Ingibjörg Björnsdóttir, fulltrúi bókmenntahátíðarinnar, en hún er ein þeirra sem hafa starfað í undirbúningsnefnd. „Þetta hefur verið mikil og góð samvinna, margir sem hafa lagt hönd á plóginn, og þá vil ég líka nefna Göthe Institut, Alliance franga- ise og franska sendiráðið. Norr- æni menningarsjóðurinn, ríki og borg ásamt einkafyrirtækjum, hafa fjármagnað hátíðina, en það segir sig, að fyrirtækið er dýrt, en við gerum okkar miklar vonir um hátíðina. Nú er aðaláhersla lögð á sagnahöfunda, en fyrsta bók- menntahátíðin 1985, sem helguð var ljóðlistinni, þótti takast vel í hvívetna.“ Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, verður verndari bókmenntahátíðarinnar, og Halldór Laxness hefur þegið boð um að vera sérstakur heiðursgestur. Dagskráin fer fram í Norræna húsinu og Gamla bíó, og er sem fyrr segir öllum opin. Dagskráin verður birt ýtarleg í blaðinu á morgun. -ckj. Föstudagur 11. september 1987 ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.