Þjóðviljinn - 11.09.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.09.1987, Blaðsíða 7
Umsjór,: Elísabet Kristín Jökulsdóttir „lt smells of life, it tastes of death", Hafdís Árnadóttir og Valgeir Skagfjörð í tangó. Mynd E.ÓI. Allt i sveiflu í vetur Tangó og leiklist fyrir börn „Mig langar til að gera eitthvað skemmtilegt í vetur,“ segir ung stúlka, sem birtist í húsakynnum Kramhússins, við Bergstaða- stræti og Hafdís Árnadóttir veitir forstöðu. Stúlkan skráirsig í dansspuna og afrocarabiadans ogferharlaglöð. „Afrocarabiadans er spenn- andi blanda af afrískum dansi, rúmbu ogcalypsó. Hann ermýkri en jazzdansinn, er því aðgengi- legri, hentar öllum, þó þeir séu ekki í sérstakri þjálfun. Afrocar- abian byggist upp á hreyfingu og rymtha og er mjög frjáls tjáning. Dansinn er uppruninn frá Kara- bíaeyjunum og við höfum fengið kennara frá Barbados, Cle H Douglas, sem verður hjá okkur í vetur,“ segir Guðný Helgadóttir, starfsmaður Kramhússins. „Tangónámskeiðið stendur yfir þessa viku, bæði fyrir byrjendur og fyrir þá sem lengra eru komn- ir. Tangó einkennist af sterkum tilfinningum og er mjög vinsæll. Það er samt þannig að fólk virðist vera hrætt við að læra dansinn, sem er alger óþarfi, dansinn er ekki eins erfiður eins og hann sýnist og við höfum mjög góðan tangókennara, Charles Leuthold frá Sviss. Pað verður annað tang- ónámskeið hjá okkur eftir ára- mót, þannig að þeir sem eru að pæla í tangó geta safnað kjarki þangað til. Uppbyggjandi leikfimi „Við leggjum líka mikla áherslu á leikfimina hjá okkur, þetta er alhliða leikfimi, sem miðar að því að byggja upp lík- amann og lögð áhersla á mýkt, slökun og öndunaræfingar, og höfum sérstakan tíma fyrir þá sem þjást af streitu, og einnig fyrir þá sem vilja meiri hreyfingu og sveiflu. Ástæðan fyrir því að við kennum ekki eróbik, sem annars er svo mikið í tísku, að við teljum okkur ekki vita hvað hún gerir líkamanum, eróbik hentar betur íþróttafólki og þeim sem eru í mjög góðri þjálfun. Leikfimin er á öllum tíma, þannig að fólk velur hvað hentar því best. Leiklist fyrir börn á aldrinum 7-13 ára, sem Sigríður Eyþórs- dóttir kennir nú 4. árið í röð, er alltaf mjög vinsæl. Það eru 13 vikna námskeið. Leiklistin þroskar börnin og styrkir sjálfs- ímynd og er góð fyrir öll börn, ekki síst fyrir börn sem þurfa mikla útrás eða eru mjög lokuð. í vetur verðum við með leiki, dans og rythma fyrir börn frá 4 ára aldri, þar sem meiri áhersla er lögð á leikformið. Anna Ric- hards kennir, og notar mikið tón- list. Þetta eru 6 vikna námskeið, og á meðan börnin eru í leiktím- um, höfum við sérstaka leikfimi- tíma fyrir foreldrana. Þannig að þetta er kjörin stund fyrir fjöl- skylduna á laugardögum. Dansspuni er aðferð fyrir þá sem vilja öðruvísi útrás, þar er spunnið út frá músík. Þetta er ekki ósvipað vinnu í leiklistar- skólanum. Stundum vinnur hóp- urinn með ákveðið verkefni sem er þróað smám saman í nokkrar vikur. Kramhúsið er eini staður- inn sem býður upp á dansspuna. Nútímadans, klassískur bal- lett, jazzdans og rokk, verða enn fremur á dagskránni í vetur og að sjálfsögðu tímar fyrir byrjendur og fyrir þá sem eru lengra komn- ir. Við leggjum áherslu á þrautreynda þjálfara okkar.“ ekj „because when I love, I bleed to death in kisses", segir í tangóljóði og þannig verða tilfinningar að hreyfingum. Bryndís Petra og Charles Leuthold tangókennari. Mynd: E.Ol. Föstudagur 11. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.