Þjóðviljinn - 11.09.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 11.09.1987, Blaðsíða 14
Preben Moller Hansen. Sjómaöurinn sem fór í land til að sameina villta vinstrið. Gerist Anker Jörgensen hækja hægri stjórnarinnar? Danmörk Hægri stjómin lafir Tímamótá vinstri vœng danskra stjórnmála Mú liggja fyrir úrslit í dönsku kosningunum og hægt að spá í framvindu stjórnmála þar í landi. Það er nefnilega svo, að mjög erf- itt er að spá fyrir um hegðun kjós- enda, jafnvel nokkrar vikur fram í tímann, en hegðun stjórnmála- manna lýtur hins vegar augljós- um lögmáium. Rándýrar og „vís- indalegar“ skoðanakannanir geta í mesta lagi sýnt fram á þá stemmningu, sem er á meðal kjós- enda þann dag sem spurt er, en engan veginn skýrt hana né leitt í Ijós á hvaða leið hún er. Hins veg- ar þarf mun einfaldari skýring- arlíkön til að skýra hugsun og hegðun stjórnmálamanna en til að skýra hegðun amöbunnar. Að vísu skutu kjósendur skoð- anakönnunum ref fyrir rass. Þær spáðu flestar velgengni Poul Schliiters og félaga, en niður- staða kosninganna varð hins veg- ar væg vinstri sveifla. Sumir segja, að skoðanakannanir hafi þau áhrif á veikgeðja kjósendur, að þeir kjósi þá sem vegni vel í könnunum, og ef það er satt, hef- ur vinstrisveiflan í raun verið stærri, en áhrif kannana dregið úr henni. Hins vegar má alveg eins álykta að þrjóskupúkar kjósi þvert á móti straumi kannananna og þær hafi því óvart leitt tii vinstri sigurs. Eftir áratugs kynni af Dönum held ég þó að fyrri hópurinn sé stærri þar í landi og það væri heimskulegt af Schlúter að efna nú til nýrra kosninga, því vinstri sveiflan myndi einungis magnast. Eftir kosningarnar er komin al- ger pattstaða milli hægri og vinstri blokkanna á danska þing- inu. FjórflokkarSchlúters virðast því einungis geta haldist við völd upp á náð Framfaraflokks Glist- Breytist bros Paul Schlúters brátt í grettu? rups, en stoð stjórnarinnar hing- að til, miðflokkur Róttækra vinstrimanna, hafnaði þeim kosti alfarið fyrir kosningar og hefur enn ekki gefið yfirlýsingar um að sú afstaða hafi breyst. Þótt verka- lýðsflokkarnir hafi unnið á, vant- ar þá enn herslumuninn til að ná meirihluta. Pattstaða og miðjustarf Jafntefli duga ekki í úrslita- leikjum, né í stjórnmálum. Því miður fyrir alþýðu Danmerkur verður einhver að mynda stjórn. Hugsanlegur möguleiki er sá, að Róttæki vinstriflokkurinn éti í sig stóru orðin og verði stuðnings- flokkur fjórflokkastjórnarinnar ásamt Framfaraflokki Glistrups. Þá er komin upp sama staða og var í upphafi valdaferils Schlút- ers, frá september 1982 og fram í desember 1983. Allar stjórnarað- gerðir voru afgreiddar í „pökkum", og fyrst samdi Schlúter við stjórnarflokkana, síðan við Róttæka Vinstriflokk- inn og loks við Glistrup. Stund- um þurfti hann að fara margar umferðir, og slík stjórn verður aldrei mjög virk né sterk. Loks var Schlúter þá kominn upp á náð krata um samþykkt fjárlaga, því auðvitað greiða Glistrup og fé- lagar ekki atkvæði með fjár- lögum, sem láta meira en heim- ing af öllum þjóðartekjum Dana fara um hendur ríkisvaldsins. Fyrir fjórum árum féll ríkisstjórn Schlúters einmitt á því að kratar neituðu að samþykkja fjárlög hennar (en það „ábyrgðarleysi" varð krötum ekki til framdráttar, því að í næstu kosningum losnaði Schlúter undan því oki að þurfa að reiða sig á stuðning Framfara- flokksins). Enn eitt atriði dregur úr-fýsi- leika þessa kosts: Fyrir 4-5 árum sat Glistrup í fangelsi, rúinn öllum áhrifum, og Schlúter gat beitt alkunnum refskap sínum til að leika á þá fremur einföldu ein- staklinga sem fylla þingflokk hans. En nú er skálkurinn sjálfur mættur til leiks og stjórnar sínum mönnum, þannig að séð er fram á snúnar samningaviðræður. Loks er Róttæki Vinstriflokk- urinn ekki enn búinn að fallast á þetta stjórnarmynstur, þótt hann hafi bent á Schlúter sem forsætis- ráðherra. Þessi flokkur er að vísu frægur fyrir „já, já, nei, nei“- afstöðu, eða eins og „Svar mitt er klárt og ótvírætt: kannski!" Hins vegar er flokkurinn vandur að virðingu sinni og ber þess utan, ásamt krötum, höfuðábyrgð á uppbyggingu danska velferðar- samfélagsins. Því á flokkurinn afar erfitt með að starfa með Framfaraflokknum. En hvað er þá til ráða? Ein- hverja stjórn verða stjórnmála- menn að mynda. Vinstri stjórnin hefði verið í vonlausum minni- hluta, svo að Schlúter gerðist djarfur og endurreisti fjórflokka- stjórnina upp á von og óvon, Hann treystir á að henni takist að sigla á milli hægra ofstækis Fram- faraflokksins og krafna Sósíald- emókrata um félagslegt öryggi, en e.t.v. ætlar hann að styðjast við þessa flokka til skiptis. Slík stjórn verður tæpast lang- líf, og er skemmst að minnast svipaðra aðfara Ankers Jörgen- sen í upphafi þessa áratugar, en 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. september 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.