Þjóðviljinn - 11.09.1987, Blaðsíða 8
TÓMSTUNDIR
Málaskólinn Mímir
Gott
að
kunna
ensku
-einnig kennsla í ritara-
störfum og aöstoö viö
treglæs börn
I nútímaþjóðfélagi, þarsem
ferðalög og fjarskipti færa þjóðir
heims nær hver annarri, er gott
að kunna tungumál. Sumir þurfa
á tungumálakunnáttu að halda,
vegna vinnu sinnar en aðrir vilja
geta átt samneyti við fólk frá öðr-
um þjóðum, skipst á skoðunum
og sögum.
Málaskólinn Mímir, sem er
bæði mála- og ritaraskóli, hefur
verið rekinn af Stjórnunarfélagi
ísiands frá 1984. Skólinn býður
uppá fjölbreytta kennslu, þar
sem reynt er að mæta helstu kröf-
um nútímans. Námið byggist upp
á áfangakerfi, þar sem hverjum
áfanga er skipt í fjögur sjö vikna
námskeið. í lok hvers námskeiðs
er haldið lítið próf. Aðalnýjungin
í haust, er sú að nú er hægt að
taka alþjóðleg enskupróf frá
háskólanum í Cambridge. Þá er
boðið upp á stutt sérnámskeið, í
verslunarensku, tækniensku og
einnig eru sérhæfð námskeið fyrir
félagasamtök, stéttarfélög og
vinnustaði ef áhugi er fyrir hendi.
Skipt í hópa
eftir kunnáttu
Enskuskóli æskunnar er fyrir
börn á aldrinum 8-13 ára. Börn-
unum er skipt í fámenna hópa
eftir kunnáttu. Kennslan fer al-
farið fram á ensku og kennarar
eru enskir. Þetta eru 12 vikna
námskeið, sem hefjast í septemb-
er og janúar. Kennt er tvisvar í
viku, klukkustund í senn. Mímir
býður aðstoð við grunnskólane-
mendur, sem standa höllum fæti
gagnvart námsefni sem tekið er
til samræmds prófs. Þar sem ne-
mendum er skipt í litla hópa og fá
tilsögn kennara með góða
reynslu. Kennslugreinar eru en-
ska, danska, íslenska og stærð-
fræði. Þá er aðstoð við treglæs
börn, en víða í skólum er stuðn-
ingi við þau mjög ábótavant.
Sérmenntaður lestrarkennari sér
um þá deild. Menntaskólane-
mendur geta fengið aðstoð í
ensku, dönsku, þýsku, frönsku
eða stærðfræði, hvort sem er til
lengri tíma eða upprifjunartíma.
Ritaraskólinn 66
Þar kappkosta þeir Mímis-
menn, að tryggja nemendum sín-
um nútímaþekkingu í skrifstofu-
störfum og tekur námsskráin
stöðugum breytingum, eftir því
sem þurfa þykir. Islensk tunga,
bréfaskriftir, ábyrgð og sjálf-
stæði, það að geta unnið undir
miklu álagi og geta skipulagt tíma
sinn, eru allt atriði, sem margir
vinnustaðir gera kröfur til. Þess-
um þáttum reynir ritaraskólinn
að sinna. Næsta ár munu nem-
endur Ritaraskólans geta stund-
að tveggja ára markvisst skrif-
stofunám. Á fyrra ári verða allir
nemendur að taka kjarna ásamt
einni valgrein. Er þetta gert í
þeim tilgangi að undirbúa ne-
mendur undir framhaldsnám.
Enskan er undirbúningur fyrir
sölubraut, en bókfærslan fyrir
fjármálabraut. Til að nemandi
ljúki prófi frá Ritaraskólanum
þarf hann að fá einkunnina 7 í
öllum námsgreinum.
-ekj.
< v •«.
iMfb
lt\ Kenn
mtnnríÚ
<ar 1-6 r viku
ia dstímar Pax de deux tímar
idatímar Klassísk tækni
a tímar Barnatímár
aárið er4 annir. Greiða má eina önn / einu
j Hraunberg
• 79988
ír.;7:‘
• 8373Ó