Þjóðviljinn - 11.09.1987, Side 12

Þjóðviljinn - 11.09.1987, Side 12
Menningar- og fræðslusam- band alþýðu, MFA, er að verða ein af umfangsmestu mennta- stofnunum á landinu á sviði full- orðinsfræðslu, þótt hljótt fari. Á síðasta skólaári munu um tvö- þúsund manns hafa verið í ein- hverskonar námi á vegum MFA, annaðhvort beinlínis eða hjá Tómstundaskólanum, sem MFA á og rekur. - Okkar eigið starf er fyrst og fremst tvfþætt, sagði Helgi Guð- mundsson stjórnarformaður sambandsins í spjalli við Þjóðvilj- ann. Annarsvegar hafa trúnað- armannanámskeiðin verið mikil- vægur þáttur hjá okkur. Trúnað- armenn á vinnustöðum innan ASÍ hafa samningsbundinn rétt til að sækja þessi námskeið, og þau hafa bæði eflt stöðu trúnað- armannanna og treyst samband félagsstjórna við vinnustaðina. - Núna stendur til dæmis yfir trúnaðarmannanámskeið á Austurlandi, sótt af fólki úr flest- öllum félögum þar eystra, og þar sitja menn við frammí miðjan október, þetta er samfellt fjög- urra til fimm vikna námskeið. Ölfusborgir - Hinn aðalþátturinn í okkar starfi er svo Félagsmálaskólinn í Ölfusborgum. Hann er ætlaður félögum í Alþýðusambandinu, en alls ekki bundinn við trúnað- armenn eina eða stjórnarmenn í félögunum, og það er rétt að geta þess að við höfum um hann ák- veðna samvinnu við Sjálfsbjörg, -félagar þaðan hafa sama rétt á vist í Félagsmálaskólanum og úr hverju öðru stéttarfélagi. Skólinn starfar yfirleitt í fjórum önnum á ári, hver önn í tvær vikur. Námskeiðin þarna miða að því að gera menn hæfari til að takast á við félagsleg verkefni, til dæmis með því að byggja upp nauðsyn- legt sjálfstraust til félagsstarfa, og ekki síður er nemendum miðlað margvíslegum upplýsingum um störf verkalýðshreyfingarinnar, félagsleg réttindi og skyldur. - En MFA stendur líka fyrir ýmiskonar námskeiðum utanvið HelgiGuðmundsson hjá MFA: Um tvöþús- und manns sóttu á síðasta ári fræðslutil MFA og Tómstunda- skólans þennan ramma. Við höldum fé- lagsmálanámskeið í samvinnu við einstök stéttarfélög og reyndar fleiri aðila, til dæmis fyrir skömmu í samvinnu við Banda- lag kvenna í Reykjavík. Það má nefna sérstök ræð- unámskeið, og ekki síður nám- skeið fyrir þá félaga í stéttarfé- lögum sem eru að komast á eftir- launaaldur, - þau heita „Árin okkar“. Við erum með námskeið um kjarasamninga og samninga- gerð, önnur um útgáfu ýmis- konar, blöð og bæklinga, og til stendur að auka áherslu á ljós- vakamiðlana í framtíðinni. - MFA á gott samstarf við ýmis félög og stofnanir um fræðslustarf. Með Húsnæðis- stofnun stöndum við fyrir nám- skeiði um félagslega húsnæðis- kerfið fyrir þá sem sitja í stjóm- um verkamannabústaða og reyndar einnig þá starfsmenn sveitarfélaga sem þar koma við sögu. Við höfum líka átt góð sam- skipti við Vinnueftirlitið. Þeir koma til dæmis inní námskeiðin sem nú eru í gangi á Austurlandi. - Þetta er verkefnaskrá vetrar- ins í grófum dráttum, en það má lengi telja enn, - til dæmis hafa þegar verið haldnar ráðstefnur í tveimur fjórðungum um vinnu- vernd, og framhald fyrirhugað, og það má nefna að við höfum skipulagt einskonar dagskrá í or- lofsbúðum verkalýðsfélaganna undir heitinu „List og leikir“, - listafólk, kunnugir heimamenn og fleiri og fleiri koma þá í búð- irnar einusinni í viku allt sumarið og hafast ýmislegt að, listamenn fremja sinn seið, sagt er frá um- Æ V r't'*f * ' p '•4f_ Tveir nýir kennslustaðir: Dansstúdíó Sóieyjar, Engjateigi 1 og „Híilarsel" Þarabakka 3 í Mjóddinni. Ennfremur sem fyrr í Auðbrekku 17, Kópavogi. Kennum alla sa'mkvæmisdansá: suðurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig bamadansa fyrir yngstu kynslóðina - laugardagskennsla á öllum stöðum. Nemendur skólans unnu 12 af 18 íslandsmeistaratitlum í samkvæmisdönsum ■ 1987. • Irinritun og upplýsingar dagana 1. - 14. september kl. 10 - 19 í símum: 641111,40020 og 46776. Kennsluönnin er 15 vikur, hefst mánudagjnn 14. septemberog lýkur.með jólaballi. / FID Betri kennsla - betri árangur. Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar hverfi búðanna, farið í leiki, gönguferðir og fleira. Tvöhundruð fyrsta daginn - í þessu starfi á vegum MFA taka þátt milli sex og átta hundr- uð manns árlega. Enn fleiri eru síðan með í hinum meginþætt- inum í okkar starfi, í Tómstund- askólanum sem sambandið tók við fýrir tveimur árum. Skóla- stjóri hans er Ingibjörg Guð- mundsdóttir. Þar er boðið til ýmiskonar frí- stundanáms sem eícki er sérstak- lega tengt verkalýðsfélögunum og opið öllum. Tómstunda- skólinn er rekinn bæði í Reykja- vík og á Akureyri, og á síðasta ári munu um 1200 manns hafa sótt námskeið skólans, og aðsóknin virðist ekki ætla að verða minni í vetur, - innritun hófst núna í vik- unni og gríðarlega mikið að gera, ég held að um tvöhundruð manns hafi skráð sig fyrsta daginn. Starf Tómstundaskólans við hlið hefðbundinnar starfsemi MFA hefur heppnast með ágæt- um. Það er skylda okkar að bjóða uppá sem allra víðtækasta fræðslu fyrir fullorðna. Við höf- um aukið hlutdeild okkar á þessu sviði jafnt og þétt undanfarin ár, og við ætlum að sækja enn lengra fram, bæði með beinu starfi á vegum MFA og í Tómstunda- skólanum. Einn bíómiði Nemendur bera sjálfir kostnað af rekstri Tómstundaskólans, - starf á vegum MFA er hinsvegar fjármagnað með ríkisstyrkjum og greiðslum frá verkalýðsfélög- unum. Námsgjald í skólanum er auðvitað misjafnt eftir greinum, en við höfum reynt að halda okk- ur við þá grundvallarreglu að hver kennslustund kosti að jafn- aði ekki meira en einn bíómiði, og það finnst mönnum almennt ekki mikið. - Það er merkilegt, segir Helgi Guðmundsson að lokum, - og í rauninni einkennileg þversögn, að hér er við lýði einn lengsti vinnudagur sem þekkist í okkar heimshluta, en aðsókn að frí- stundanámi sem fólk velur sér sjálft er ótrúlega mikil. Það er greinilega fyrir hendi vilji til að bæta við sig á ýmsum sviðum, þótt fólk vinni bæði mikið og iengi. -m 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN TÓMSTUNDIR Helgi Guðmundsson: Mikil aðsókn að frístundanámi | Félagsmálaskólanum að Ölfusborgum, fundarframkoma á dagskránni... þráttfyrir langan vinnudag. MFA Sækjum stöóugt fram

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.