Þjóðviljinn - 11.09.1987, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 11.09.1987, Qupperneq 15
HEIMURINN hann gafst upp haustið 1982 á því að styðjast við flokka sitt á hvað. Þjóðarsáttin Anker Jprgenscn, formaður Sósíaldemókrata, hefur marglýst því yfir, að óskastjórn hans sé samstjórn með íhaldsflokki Schliiters, helst með þátttöku Róttæka Vinstriflokksins, þótt þess sé ekki þörf til að mynda meirihluta. Schliiter hefur hins vegar ekki ljáð máls á því að rjúfa fjórflokkasamstarfið, en svo get- ur farið að hann eigi ekki annars úrkosta. Slík stjórn væri söguleg; íhald og kratar hafa aldrei setið saman í stjórn áður, ef frá er talin þjóðstjórnin fyrst eftir stríð en þá réðu alveg sérstakar aðstæður. Með slíkri stjórn væri á vissan hátt innsigluð sú þjóðarsátt, sem í raun hefur gilt í Danmörku síð- ustu 50 ár: þjóðarsátt um að hvergi verði hróflað við „atvinnu-' lífinu" en velferðarkerfið mundi þéttriðið net undir þegnana. Að vísu bendir smá fylgis- aukning Framfaraflokksins og stórfelld fylgisaukning flokkanna til vinstri við krata til þess að gagnrýni á þessa þjóðarsátt fari vaxandi úr báðum áttum. Hún er hins vegar í fullu gildi nú, og val- kostir við hana eru enn mjög ó- ljósir. Þjóðarsáttin festist í sessi á meðan jafnar efnahagsframfarir gátu fært bæði launþegum og kapítali aukinn hlut allan 6. og 7. áratuginn. Síðustu 15 ár hafa þessar forsendur hennar brostið: atvinnuleysi hefur náð til um 10% allra vinnufærra manna, kjör hinna lægstlaunuðu hafa skerst um 10-20% og velferðar- kerfið rýmað mjög. Fráfarandi stjórn Schluters hefur einkum tekið að sér að framkvæma þess- ar kjaraskerðingar, án þess þó að efnahagsástandið hafi batnað. Það blasir við nýrri „ríkisstjórn þjóðarsáttar“ að halda áfram að skerða kjörin, en láta hins vegar staðar numið við að rýra aðstoð- ina við hina verst settu. Annað hvort lærir minnihluta- stjórn Schlúters eitthvað, eða þjóðstjórn hans og krata mun taka við af henni. Varla yrði um mikla stefnubreytingu að ræða, þótt slík stjórn tæki við, en hún gæti haft mikil áhrif á framtíð Sósíaldemókrataflokksins. Uppstokkun á vinstri væng Ef kratar gerast einhvers konar hækja núverandi stjórnarstefnu, annað hvort með beinni stjórnar- þátttöku eða einhvers konar hlut- leysi, munu þeir auka enn á kreppu sína. Sú kreppa er raunar hin sama og hrjáir alla krata- flokka Vesturlanda: Þjóðarsáttin gengur ekki lengur; ef atvinnu- lífið á að fá „sitt“, er ekki líka hægt að bæta kjörin, og auk þess er almenningur orðinn hund- leiður á útþenslu ríkiskerfisins. Æ fleiri kratar vita þetta og leita nú logandi ljósi að nýrri hug- myndafræði sem geti borið þá út úr kreppunni sem forystuflokk vinnandi alþýðu. Pólarnir í þeirri umræðu eru annars vegar Ritt Bjerregaard, sem af mörgum er talin líklegasti arftaki Anker Jörgensen, og hins vegar verkalýðsforystan. Verka- lýðsforystan vill endurnýja stefnu Gestur Guðmundsson skrifar krata með því að leggja meginá- herslu á að verkalýðsfélögin fái hluta af ágóða fyrirtækja og verji honum til fjárfestinga í atvinnu- lífinu. Þannig eignist verkalýðs- hreyfingin smám saman æ stærri hluta atvinnulífsins og geti ráðið því. Mörgum þykir þessi kostur einungis framhald af þjóðarsátt- inni, það sé engin sérstök framför í því að skriffinnskuvald verka- lýðssambandanna öðlist enn meira vald. Skoðanakannanir sýna að þessi krafa nýtur stuðn- ings lítils minnihluta þjóðarinn- ar, mun færri en þeirra sem styðja verkalýðsflokkana. Ritt Bjerre- gaard vill hins vegar minnka ríkisbáknið og færa umsjón með æ fleiri þáttum velferðar út til al- mennings, í stað þess að binda æ stærri hluta af lífi einstaklinganna á stofnanir. Þessi umræða er hins vegar allt of skammt komin til að hafa veruleg áhrif á þá stefnu, sem kratar myndu framfylgja, kæmust þeir í stjórnaraðstöðu núna. Sósíalíski þjóðarflokkurinn, sem fyrir tæpum áratug átti á hættu að þurrkast út af þinginu, er nú í örum vexti og 3. stærsti þingflokkurinn. Hann á þessa velgengni ekki síst að þakka slappleika bæði krata og þeirra sem eru vinstra megin við SF. Flokkurinn hefur á sér hressilega ímynd, einarður í friðarmálum, umhverfismálum og kvennabar- áttu. Þá hefur hann lagt sig fram um að vera ábyrgur og setja fram atvinnu- og efnahagsstefnu, sem geti í senn dregið úr atvinnuleysi og hækkað kaupið. Að vísu segja reiknimestarar ríkisvalds og hægri flokka að dæmi SF gangi ekki upp, en almenningur er greinilega farinn að efast um ó- skeikulleika þessara reiknimeist- ara. Stefna SF líkist í flestum at- riðum þeirri stefnu sem vinstri armur krata fylgir, og formaður flokksins, Gert Petersen, segist ánægður ef þeir geti knúð fram stjórnarmyndun, þar sem fylgt verði yfirlýstri stefnu krata. Kosningaúrslitin hafa ekki síst þýðingu fyrir öflin vinstra megin við SF. Með þeim er lokið 20 ára tímabili, sem hófst með myndun Vinstrisósíalista 1968, hélt áfram með kosningasigri Kommúnista 1973 og hefur fóstrað ótal flokks- brot maóista og trotskíista. í þessu „villta vinstri" hafa menn verið uppteknir við að móta Hina Einu Rettu Línu, og ótal hand- hafar hennar hafa rifist innbyrð- is. Sérstaklega hefur verið grát- legt að horfa upp á flokk Vinstri Sósíalista, sem á köflum hefur verið einn frjóasti flokkur rót- tæklinga í Vestur-Evrópu. Þar hafa þrætubókarmenn hins vegar drepið niður alla spennandi um- ræðu með kreddum sínum, enda hafa flestir flokksmenn nú yfir- gefið flokkinn, margir til SF og aðrir hætt stjórnmálaafskiptum. Eitt flokksbrotið, sem fáir gáfu séns þegar það kom fram, er Fælles kurs, sem myndaðist, þeg- ar forysta Sjómannasambandsins var rekin úr Kommúnistaflokkn- um vegna óþægðar sambandsfor- mannsins Preben Möller Hansen við hina alvitru flokksforystu. Preben safnaði saman fylgis- mönnum sínum, þeir eyddu nokkrum vikum í að lesa stefnu- skrár allra samtakanna vinstra megin við SF og suðu upp úr þeim eins konar samnefnara. „Vinstri- armurinn á nóg af ágætum stefnu- málum, nú eigum við bara að taka höndum saman og berja á auðvaldi og krötum“, var við- kvæði þeirra. Preben og félagar eru hertir í eldi harðrar kjarabar- áttu sjómanna (þeir hafa nú mun betri kjör en sambærilegir hóp- ar), og þeir stælgötustráksins. Þannig hefur þeim tekist að brjótast í gegnum múr fjölmiðl- anna og safnað til sín fylgi frá smáhópunum, auk fyrrum kjós- enda SF, sem finnst flokkurinn of hallur undir krata. Preben og fé- lagar hafa sett punkt aftan við tímabil flokksbrotanna á vinstri vængnum, og sennilega er þeim, þ.á.m. Vinstrisósíalistum, hollast að slást í lið með honum, leggja reynslu sína, kenningar og sam- félagsúttektir í púkkið, en læra af stíl hans og einlægum vilja til að sameina vinstrimenn og verkalýð til baráttu fyrir kjörum sínum og betra samfélagi. ÍSLANDS STmi 27644 box 1464 121 Reykjavík Handmenntaskóli (slands hefur kennt yfir 1250 íslending- um bæði heima og erlendis á síðastliðnum sex árum. Hjá okkur getur þú lært teikningu, litameðferð og skrautskrift - fyrir fullorðna - og föndur og teikningu fyrir börn í bréfaskólafomi. Þú færð send verkfæri frá okkur, sendir okkur úrlausnir þínar og þær eru sendar leiðréttar til baka. Þeim, sem minni tíma hafa, bjóðum við uppá stutt hæfileikapróf á þessum sviðum. - Biddu um kynningu skólans með því að snda nafn og heimilisfang til okkar eða hringdu í síma 27644 núna strax, símsvari tekur við pöntun þinni á nóttu sem degi. - Tímalengd námskeið- anna stjórnar þú sjálf(ur) og getur því hafið nám þitt, hvenær sem er, og verið viss um framhaldið. Hér er tækifærið, sem þú hefur beðið eftir til þess aö læra teiknun og skrautskrift á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú getur þetta líka. I ÉG ÓSKA EFTIR AD FA SENT KYNNINGARRIT I HMÍ MÉR AD KOSTNAÐARLAUSU NAFN. I I ^JMEIMILISF.. I I I Skóladagheimilið Völvukot Vantar fóstrur og/eöa starfsfólk meö sambæri- lega menntun ásamt ófaglæröu fólki. í boöi eru heilsdags- og hlutastörf. Þetta er kjöriö tækifæri fyrir ykkur aö takast á viö nýtt og skemmtilegt verkefni í notalegu umhverfi. Völvukot tók til starfa sumarið 1979 og í dag eru börnin 16. Kom- ið eða hringið í síma 77270 og fáið nánari upplýs- ingar. Starfsfólk ALÞÝÐUBANDALAGHE) ABR Framhaldsaðalfundur ABR boðar til framhaldsaðalfundar, þriðjudaginn 15. september kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: Reikningar félagsins lagðir fram og kjör kjörnefndar vegna lands- fundar. Fulltrúar frá Varmalandsnefnd mæta á fundinn og ræða störf nefndarinnar og flokksmálin. Reikningar ABR liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með föstudeg- inum 11. september. Stjórnln ABR Greiðið félagsgjöldin Alþýðubandalagið í Reykjavík hvetur fólagsmenn til að greiða heimsenda gíróseðla sem allra fyrst. Stjórnln ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Dagskrá landsþings ÆFAB 2.-4. okt. 1987 að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Föstudagur 2. okt. 20.00 Setning. 20.20 Skýrslur fluttar, umræður: a) framkvæmdaráðs, b) gjaldkera, c) deilda, d) Utanríkismálanefndar, e) Verkalýðsmálanefndar, f) Birtis. 23.00 Lagabreytingar og hópvinna kynnt. 23.30 Hlé. Laugardagur 3. okt. 9.00 Lagabreytingar, fyrri umræða. 10.00 Hópavinna: a) unnið að þingmál- um, b) Almenn stjórnmálaályktun, c) lagabreytingar. 12.00 Matur. 13.00 Hópavinnu framhaldið. 20.00 Matur. 21.30 Kvöldbæn. Sunnudagur 4. okt. 9.00 Lagabreytingar, seinni umræða. 10.00 Hópavinna, niðurstöður. 13.00 Matur. 14.00 Kosningar. 15.30 Þingslit. Þingið er opið öllum ÆF-félögum. Félagar sem greiða þurfa háan ferða- kostnað utan af landi fá V2 fargjaldið greitt. Skráið ykkur sem allra fyrst. Nánari upplýsingar færö þú á skrifstofunni í síma 17500. Framkvæmdaróð ÆFAB Haustfagnaður ÆFR Haustfagnaður ÆFR verður haldinn í Risinu, laugardaginn 19. september kl. 14.30. Dagskrá: Listamenn lesa úr verkum sínum, tónlist og fl. Nánar auglýst síðar. ÆFAB Skrifstofutími Skrifstofa ÆFAB er opin á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum frá kl. 14-19 að Hverfisgötu 105. Sími 17500. Föstudagur 11. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.