Þjóðviljinn - 11.09.1987, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 11.09.1987, Blaðsíða 19
Knattspyrna „Var ekki brot“ Segir Þorsteinn Þorsteinsson um meiðsli Aðalsteins Aðalsteinssonar í leik Völsungs og Fram meiddist Aðalsteinn Aðalsteins- son eftir samstuð við Þorstein Þorsteinsson. Aðalsteinn reif lið- bönd og mun verða í gifsi næstu vikur. En þeim Aðalsteini og Þor- steini ber ekki sman um hvað gerðist. „Aðalsteinn segir að ég hafi OL-lyftingar Fyrsta metið í þrjú ár! Fyrsta metið í Olympískum lyftingum í þrjú ár leit dagisns yós nú fyrir skömmu. Guðmund- ur Helgason, KR, setti Islandsmet í 100 kg. flokki. Guðmundur lyfti 155 kg. í snörun og 192.5 kg. í jafnhöttun, samanlagt 347.5 kg. Hann bætti þarmeð sex ára gamalt met Birgis Þórs Borgþórssonar. -Ibe komið aftan að honum og að hann hafi verið með boltann. Það er ekki rétt“ sagði Þorsteinn í samtali við Þjóðviljann. „Hann fékk slæma sendingu og við átt- um báðir jafna möguleika á að ná boltanum. Við komum beint á móti hvor öðrum og ég náði bolt- anum. Við vorum báðir á mikilli ferð og völlurinn háll þannig að við skullum saman, hné í hné.“ „Þetta var því alls ekki brot og Guðmundur Haraldsson, sem dæmdi leikinn mjög vel, stöðvaði ekki leikinn fyrr en boltinn var farinn útaf. Þetta var slys sem getur gerst hvenær sem er og mér þykir leitt að Aðalsteinn skuli hafa meiðst. En það var ekki mín sök, heldur einskær óheppni.“ „Það er hinsvegar alveg satt að knattspyman er allt of hörð. Þó finnst mér að þetta hafi heldur skánað ef eitthvað er.“ „Þetta er ekkert persónulegt hjá mér“, sagði Aðalsteinn. „Það eina sem ég veit er að ég fékk boltann og svo allt í einu fékk ég högg á hnéð.“ Þróttarar eiga hér í baráttu við ÍR. Tvær af röndóttu kempunum á þessari mynd leika ekki með. Sigfús Kárson er farinn tii Bandaríkjanna og Sigurður Hallvarðsson er í leikbanni. Mynd:E.ÓI. 2. deild Urslitaleikur í kvöld Leikur Þróttar og Leifturs í kvöld kemur til með að ráða um hvort liðið fer upp í 1. deild. Þó Evrópukeppni Spenna í öllum riðlum Engin þjóð hefur tryggtsér sœti í lokakeppninni utan gestgjafa Línur eru farnar að skírast í undankeppni Evrópukeppninnar og á næstu vikum eru leikir sem koma til með að ráða úrslitum um hvaða lið komast í lokakeppnina sem haldin er í Stuttgart. Mikil spenna er í öllum riðlum og því ekki úr vegi að líta aðeins á hvaða Uð eiga möguleika á sæti í loka- keppninni. Ekkert lið hefur enn tryggt sér sæti í lokakeppninni, að undan- skildum gestgjöfunum Þjóðverj- um sem komast áfram sjálfkrafa. Riðlamir em 7 og úr hverjum kemst eitt lið í lokakeppnina. A-riðill: Rúmenfa............4 3 0 1 12-3 6 Spánn..............4 301 7-6 6 Austurríki.........4 202 6-7 4 Albanía............4 0 0 4 2-11 0 í A-riðlinum stendur baráttan milli Rúmeníu og Spánar. Austurríkismenn eiga einnig möguleika, en þeir eiga eftir að leika gegn báðum þjóðunum. Spánverjar em líklega með sterkasta liðið, en þeir léku til úrslita gegn Frökkum í Evrópu- keppninni 1984 og töpuðu, 0-2. Leikir i A-riöli: Spánn-Austurr., Albanía- Rúmenia, Spánn-Albania, Austurr.- Rúmenfa. B-riðill: Svfþjóð..........6 4 2 0 11-2 10 Italía...........5 4 0 1 11-3 8 Sviss.................5 1 2 2 8-8 4 Portúgal..............4 0 3 1 4-5 3 Malta.................6 0 1 5 3-19 1 f B-riðlinun eru það aðeins Sví- þjóð og Ítalía sem eiga raunhæfa möguleika á að komast upp. úr- slitin ráðast líklega í leik liðanna í Ítalíu. Leikir í B-riðli:Svíþjóð-Portúgal, Sviss- Italía, Portúgal-Sviss, Italia-Sviþjóð, Malta-Sviss, Portúgal. (talia-Portúgal, Malta- C-riðill: Sovétrfkin..........6 4 2 0 11-2 10 A-Þýskaland.........5 2 2 1 8-2 6 Frakkland...........6 1 3 2 3-5 5 Island..............6 1 2 3 3-12 4 Noregur.............5 113 3-7 3 Sovétmenn standa vel að vígi eftir jafntefli gegn Frökkum. Þeir em þó alls ekki ömggir um sigur í riðlinum. Austur-Þjóðverjar geta náð þeim og innbyrðisleik- urinn hefur mikla þýðingu. Leikir f C-riðli: Noregur-lsland, A- Þýskal.-Sovótr., Frakkl.-Noregur, Sovétr.- Island, A-Þýskal.-Noregur, Frakkl,-A- Þýskal. D-riðill: England.............4 3 1 0 7-0 7 Júgóslavía..........3 2 0 1 6-3 4 Tyrkland............3 0 2 1 0-4 2 N-lrland............4 0 13 1-7 1 Það eru England og Júgóslavía sem em líklegust til að sigra í D- riðlinum. Tyrkir eiga þó fræði- legan möguleika, en ekki miklu meira en það. Þeir hafa komið á óvart, náðu m.a. jafntelfi gegn Englandi og er það eina stigið sem Englendingar hafa tapað. LeikirlD-riðli:Júgósl.-N-lrl„ Engl.-Tyrkl., Júgósl.-Engl., N-lri.-Tyrkl., Tyrkl.-Júgósl. E-riðill: Grikkland.............6 4 1 1 Holland...............5 3 2 0 Ungverjaland..........5 2 0 3 Pólland...............5 1 2 2 Kýpur.................5 0 14 Grikkir em í efsta sæti E-riðils, en eiga eftir erfiða leiki gegn Hol- lendingum og Ungverjum. Hol- lendingar em líklegastir til að komast upp úr riðlinum, en úr- slitin ráðast líklega í leik Hol- lands og Grikklands. Leikir í E-riðli:Pólland-Ungerjal„ Ungverjal.-Grikkland, Pólland-Holland, Holland, Kýpur, Kýpur-Pólland, Ungverjaland-Kýpur, Grikkland-Holland. 7-2 6 3- 2 6 5-5 5 4- 10 3 í F- * | Preben Elkjær Larsen tókst ekki að skora gegn Wales I fyrrakvöld og Danlr töpuðu þar mlklivægum stlgum. F-riðill: Wales...............4 2 2 0 Danmörk.............5 2 2 1 Tékkósl.............5 1 3 1 Finnland............6 1 1 3 Það er mikil spenna riðlinum. Aðeins tveir leikir eftir og þeir koma til með að ráða úr- slitum. Danir verða að sigra Wa- les í síðari leik liðanna til að eiga möguleika, en ef Wales sigrar em þeir öruggir í úrslit. Wales sigraði í heimaleik sínum gegn Dönum, í fyrrakvöld, 1-0. Leikir i F-riðli:Danmörk-Wales, Tékkósl.-Wales. G-riðill: Búlgaría............5 3 2 0 10-3 8 Iriand..............6 2 3 1 8-5 8 Belgía..............5 2 3 0 13-4 7 Skotland............5 1 2 2 4-5 4 Luxemburg...........5 0 0 5 2-20 0 Búlgaría stendur best af liðun- um í G-riðli, en á eftir mjög erf- iða leiki gegn toppþjóðunum. írar áttu í mesta basli með Lux- emburg í fyrrakvöld og marka- tala íra er ekki nógu góð. Belgar hafa ekki sagt sitt síðast orð og eiga nokkuð góða möguleika. Það er því enn 7 sætum óráð- stafað fyrir lokakeppnina í Vestur-Þýskalandi. Lokasprett- urinn er nú hafinn og á næstu vik- um verða leiknir þýðingamiklir leikir. Síðustu leikimir eru svo ekki fyrr en seint í desember. -Ibe Þróttur leikur á heimavelli gegn Leiftri gæti svo farið að hvorugt liðið næði að tryggja sér sæti. Leikur- inn, sem er á Þróttarvelli við Sæ- viðarsund, hefst kl. 18. Staðan í 2. deild er nú mjög tvísýn. Tveir leikir koma til með að ráða úrslitum um hvaða lið fara í 1. deild. Þróttur-Leiftur á morgun og Víkingur-Selfoss á sunnudag. Möguleikarnir eru fjölmargir, en aðeins þessi fjögur lið eiga möguleika á að komast upp. Ef Víkingar vinna eru þeir komnir upp og sama gildir um Leiftur og Selfoss. Leiftursmenn mega þó vara sig á markatölunni. Ef Þrótt- arar vinna verða þeir að treysta á að Víkingar geri a.m.k. jafntefli gegn Selfossi. Það má sjá af þessu að leikir þessara liða hafa mjög mikla þýð- ingu. Urslit tveggja leikja koma til með að ákveða hvaða lið fara upp í 1. deild og það verður án efa hart barist. Það hefði aukið spennuna að hafa þessa leiki á sama tíma og Þróttarar sóttu um að leiknum yrði fresta til kl. 14 á sunnudag, en þá hefjast hinir leikirnir í 2. deild. Umsókn þeirra kom of seint og Leiftursmenn voru þegar búnir að gera sínar ráðstafanir. Ástæðan fyrir því að leikurinn var ekki settur á sama tíma og aðrir leikir er að þá leika Víking- ar og Selfoss á Valbjarnarvelli og það hefur verið heimavöllur beggja liðanna. 12-7 6- 1 7- 8 5-7 3-10 1 Leikurinn verður mjög erfiður fyrir Þróttara. í liðið vantar fimm af sterkustu mönnum þeirra. Ás- mundur Helgason, Nikulás Jóns- son og Atli Helgason eru meiddir, Sigfús Kárason er farinn til Bandaríkjanna og Sigurður Hallvarðsson er í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Selfossi. Slæmt fyrir Þróttara því þessir leikmenn hafa skorað 19 af 34 mörkum liðsins í sumar. Leiftursmenn verða að öllum líkindum með sitt sterkasta lið. Sigurbjörn Jakobsson og Ólafur Björnsson eru að ná sér af meiðslum og leika líklega með. Þá munu Leiftursmenn mæta með fjölmennt lið stuðnings- manna. „Það hefði verið skemmtilegra að hafa alla leikina á sama tíma, en við sóttum um það of seint,“ sagði Eiríkur Eiríksson varafor- maður Þróttar í samtali við Þjóð- viljann. „Við vissum ekki að þessi staða kæmi upp.“ „Hvað okkur varðar þá höfum við ekki áhuga á að leika á Val- bjarnarvellinum. Síðast þegar við lékum þar var verið að keppa í hástökki á vellinum og leiknum seinkaði vegna frjálsíþróttamóts. Svo er völlurinn of mjór til að hægt sé að leika almennilega knattspyrnu.“ Leikur Þróttar og Leifturs hefst á morgun kl. 18, en aðrir leikir eru á sunnudag. -Ibe Körfubolti Tap gegn Frökkum „Eins og við var að búast“ sagði Einar Bollason landsliðsþjálfari íslenska landsliðið í körfu- knattleik tapaði gegn Frökkum í gær í fyrsta leik sínum á Evrópu- mótinu í körfuknattleik sem fram fer í Lausanne í Sviss. Frakkarnir sigruðu með töluverðum mun, 104-63, en þessi úrslit koma ekki mikið á óvart. „Ég er bara ánægður með þetta,“ sagði Einar Bollason, þjálfari íslenska landsliðiðsins í samtali við Þjóðviljann í gær. „Við vissum að hverju við gengum og gerðum okkur aldrei vonir um sigur. Því hvíldum við lykilmennina og leyfðum vara- mönnum að spreyta sig.“ Einar sagði að íslenska liðið hefði leikið vel þrátt fyrir tapið, en sterkustu leikmenn okkar voru lítið með. Frakkar eru tví- mælalaust með sterkasta liðið og því ástæðulaust að sprengja sig f leik gegn þeim. „Við ætlum ekkert að svekkja okkur á þesu tapi. Við vissum þetta fyrirfram og getum nú gefið okkur alla í leikinn í dag gegn Dönum. Það er leikur sem við verðum að vinna. Ég held að á góðum degi eigum við að geta sigrað Danina. Það er góð stemn- ing í hópnum og við erum bjart- sýnir, sagði Einar." Stigahæstir í íslenska liðinu voru Jón Kr. Gíslason með 13 stig og Birgir Mikaelsson og Guðni Guðnason með 10 stig hvor. Guðni hefur nú náð sér af meiðslunum og mun leika stórt hlutverk gegn Dönum í dag. í gær léku einnig Danmörk og Sviss og lauk leiknum með sigri Svisslendinga, 93-86. -Ibe Föstudagur 11. september 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.