Þjóðviljinn - 22.09.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.09.1987, Blaðsíða 3
FRETflR Hvalavinir Keyrt á hörkunni Litlu munaði að stórslys yrði í Hvalfirði þegar vaktmaður skar á líflínu Ragnars Omarssonar. Tjón Hvalavinaum200 þúsund. íhuga málaferli Þegar við ákváðum þessar að- gerðir vakii fyrir okkur að vera með táknrænar en ofbeldis- lausar aðgerðir, þar sem ekkert yrði eyðilagt né ofbeldi sýnt undir neinum kringumstæðum, sagði Magnús Skarphéðinsson frá Hvalavinafélaginu, en þrír fé- lagar úr því hlekkjuðu sig fasta við Hval 9 á laugardag. „Það tókst hundrað prósent. Annað var hinsvegar uppi á ten- ingnum hjá Hval hf. Framkoma þeirra sýnir í hnotskurn hvernig hvalveiðistefna er rekin. Það er ' keyrt á hörkunni." Litlu munaði í hita leiksins á laugardag að Ragnar Ómarsson stórslasaðist. Hann var í kaðal- stiganum að koma fyrir borða sem á var ritað „Lofið hvölunum að lifa“, þegar vaktmaður Hvals réðst til uppgöngu. Ragnar hékk í líflínu sinni, en hann er vanur sig- maður. Vaktmaður tók til við að skera niður borðann og reyndi síðan að ná poka, sem í voru vistir og tól þeirra Ragnars og Kjartans Guðnasonar. Vaktmanninum tókst að ná pokanum af Kjartani og dúndraði honum niður á þilfar og maskaðist allt sem í pokanum var, þar á meðal bílsími, metinn á 150 þúsund, myndavél og útvarp. Nú var hlaupið mikið kapp í vaktmanninn og í hita leiksins skar hann á líflínu Ragnars, sem rétt tókst að bjarga sér með því að grípa í höldu á útsýnistunn- unni, en fallið niður á þilfar var um 14 metrar. Hvalavinafélagið íhugar að fara í mál við Hval hf. vegna skemmdanna á útbúnaðinum, sem þeir meta að sé um 200 þús- und krónur og vegna þessa atviks. „Það er rétt að það komi fram, að langflestir starfsmenn sýndu okkur kurteislega framkomu og að við teljum okkur ekki eiga neitt sökótt við þá, utan þennan eina mann sem hljóp á sig,“ sa^ði Magnús. -báf Broshýrir verðlaunahafar: Frá v. Erlingur Gíslason, Lárus Ýmir Óskarsson og Steinunn Jóhannesdóttir. Kvikmyndahátíð Handrit verðlaunuð Prír handritahöfundarfengu 850þúsund krónur hver við setningu kvikmyndahátíðar Það voru engir byrjendur sem fengu verðlaun í handrita- samkcppni Listahátíðar, sem veitt voru við setningu Kvik- myndahátíðar í Laugarásbíói á laugardag. Verðlaunahafarnir voru þau Lárus Ýmir Óskarsson, Steinunn Jóhannesdóttir og Er- lingur Gíslason. Ákveðið hafði verið að efna til samkeppni um handrit að stutt- um kvikmyndum og bárust 27 handrit. Þrjú handrit voru talin bera af, Kona ein, eftir Lárus Ými, Ferðalag Fríðu, eftir Steinunni og Símon Pétur fullu nafni, eftir Erling. Verðlaunin voru 850 þúsund króna styrkur til hvers handritshöfundar til að gera kvikmynd eftir handritinu. Við setningu kvikmyndahátíð- ar hélt Davíð Oddsson borgar- stjóri tölu. Þá ávarpaði ítalski kvikmyndaleikstjórinn Ettore Scola gesti, en hann er einn af gestunt hátíðarinnar. Síðan var kvikmyndin Makkaróní eftir Scola sýnd og fékk leikstjórinn gott klapp að sýningu lokinni. -Sáf „Top ten” Að búa tíl góða mynd Námskeið í gerð kvik- myndahandrita I gær byrjuðu tíu nemendur á framhaldsnámskeiði í gerð kvik- myndahandrita. Settust þar á skólabekk ýmsir valinkunnir kvikmyndagerðarmenn og leik- ritaskáld. Fyrr í vikunni hófust tvö byrjendanámskeið og eru fímmtán nemendur á hvoru þeirra. Kvikmyndasjóður og endur- menntunarnefnd Háskólans standa fyrir námskeiðunum. Þau eru haldin í húsakynnum Kvik- myndasjóðs í Reykjavík og munu standa í átta vikur. Aðalkennari er Martin Daniel, bandarískur Tékki. ó Ríkisskuldir Jón með betlibréf Fjármálaráðherra vill ná ísparifé landsmanna. Margir lítt hrifnir af sendingunni. Karl Th. Birgisson: Kurteislega orðað Með þessu crindi vil ég biðja þig að hugleiða vandlega þessa sparnaðar- og fjárfesting: arleið sem ríkissjóður býður. I henni felst hagur okkar allra, hagur þinn af öruggri fjárfestingu og hagur komandi kynslóða af lækkun erlendra skulda, segir í bréfí sem Jón Baldvin Hannibals- son fjármálaráðherra hefur sent til yfir 40 þús. landsmanna. - Ég held að stjórnvöldum væri nær að sjá til þess að maður hefði efni á því að sjá fyrir sér og sínum. Ekki hefur það orðið auðveldara eftir að ráðherrann setti matarskattinn á. Ég veit ekki til þess að alþýðufólk eigi afgang til að kaupa skuldabréf af ráðherranum, sagði reiður les- andi sem hafði samband við Þjóðviljnn eftir að hann hafði fengið bréfið frá Jóni, og fleiri hafa látið í sér heyra hingað á Þjóðviljann. - Við höfum ekki fengið nein viðbrögð ennþá, enda stutt síðan bréfin voru send út, sagði Karl Th. Birgisson upplýsingafulltrúi fjármálaráðherra í samtali við Þjóðviljann. Hann sagði að allir landsmenn yfir 45 ára aldri hefðu fengið sent bréf, sem fjármála- ráðherra undirritar með bláu. - Kannanir hafa sýnt að það er helst miðaldra fólk og fullorðið sem á sparifé og þess vegna er þessum aldurshópum sent sér- staklega. Ég hef ekki heyrt að neinn hafði orðið móðgaður enda er þetta mjög kurteisislegt bréf, sagði Karl. -•g- NATO-ferðin Hræsni og yfirdrepsskapur Þorbjörn Broddason: Leikur enginn vafi á að það á að sœkja um leyfi tilfræðsluráðs. Hvað er verið aðfela? Á sama tíma ogþessir menn eru aðpukrast meðþessaferð var umsókn þriggja kennara um leyfihafnað, m.a. aftveimur afNATO-ferðalöngunum að lcikur enginn vafi á því að skólastjórarnir sem fóru í þessa ferð til aðalstöðva NATO í Brússel, fóru án þess að sækja um leyfi til réttra aðila. Samkvæmt reglugerð eiga þeir að sækja um slíkt til fræðslustjóra og hefðin er sú að fræðslustjóri ber allar slík- ar leyfisbeiðnir undir fræðslu- ráð,“ sagði Þorbjörn Broddason, sem á sæti í fræðsluráði. Þorbjörn sagðist ætla að óska eftir að þetta mál yrði tekið fyrir á næsta fundi fræðsluráðs, sem væntanlega verður haldinn næsta mánudag. „Ég vil fá að vita með hvaða hætti þetta bar að og hversvegna þetta var ekki lagt fyrir fræðslu- ráð. Samkvæmt því sem ég kemst næst er hér um að ræða skipu- lagða hópferð fyrir þriðja hvern skólastjóra í grunnskólum Reykjavíkur. Við sem eigum sæti í fræðsluráði viljum ekki þurfa að lesa um þetta í blöðunum.“ Þorbjörn sagði að Ragnar Jú- líusson, formaður fræðsluráðs og einn þeirra átta skólastjóra sem fóru til Brussel, hefði lesið upp úr reglugerð á síðasta fundi fræðslu- ráðs, þegar fjallað var um um- sóknir þriggja kennara sem fóru fram á leyfi til að fara erlendis. Þar kom fram að ef sótt er um leyfi til lengri tíma en eins dags ber að sækja um slíkt til fræðslu- stjóra. „Þessum þremenningum var ekki veitt leyfi á þeirri forsendu að þeim bæri að sinna þeim störf- um sem þeir væru ráðnir til, auk þess sem þetta væri mjög slæmur tími á árinu til að gefa leyfi. Strax og búið er að hafna þessu rjúka svo tveir þeirra sem áttu þátt í að hafna umsókn kennaranna í það að plata út heimild hjá mennta- málaráðuneytinu, á bak við fræðsluráð, í kynnisferð til höf- uðstöðva NATO.“ Þorbjörn sagði að það væru ótal vitni að því að það hefði ekk- ert átt að fréttast af þessari för og það að sex skólastjórar hefðu far- ið í fyrra í sömu erindagjörðum væri fyrst að koma fram í dags- ljósið núna. „Hvaða launung er þetta? Það er óþolandi hræsni og yfirdrepsskapur að meina fólki að fara í nokkurra daga leyfi frá störfum sömu daga og þeir sjálfir eru að laumast í burtu." Hin hliðin á þessu máli er svo að mati Þorbjörns „að menn leggja lag sitt við þá sem þeir hafa skap til. Vilji skólastjórar fara í endurhæfingu til Brussel, þá ber þeim að sækja um það rétta boð- leið. Þá vil ég fá að vita hvernig þetta bar að og hvort einungis ákveðnum skólastjórum var boð- ið. Sjálfur hefði ég ekki heimilað þessa ferð nema að öllum skóla- stjórum stæði þetta til boða.“ Þau ummæli Ragnars að Ás- laug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri fari með lygi, dæma sig sjálf, að mati Þorbjarnar, „að minnsta kosti í augum þeirra sem þekkja þau Áslaugu og Ragnar. Maður sem þannig talar er auðvitað smánarblettur bæði á kennarast- éttinni og Sjálfstæðisflokknum.“ -Sáf Þriðjudagur 22. september 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.