Þjóðviljinn - 22.09.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.09.1987, Blaðsíða 2
r-SPURNÍNGIN1 Hvað finnst þér um að- gerðir hvalavina í Hval- firðinum um helgina? Jóna Markúsdóttir húsmóöir: Ég er sátt við þær, enda ber ég virð- ingu fyrir fólki sem leggur eitthvað á sig fyrir sinn málstað. Ég er alveg ósammála hvalveiðunum og finnst það ætti að leggja þær niður. Gylfi Ingason, matreiöslumeistari: Fáránlegar. Það á að leyfa hvalveiðar svo framarlega sem það kemur ekki í Ijós að hvalurinn sé í útrýmingar- hættu. Valgerður Einarsdóttir, nemi: Mér finnst asnalegt að mótmæla á þennan hátt. Þeir voru bara að þessu til að komast í fjölmiðla og láta taka eftir sér. Ebba Gunnarsdóttir, ritari: Ég geri ráð fyrir að þeir hafi verið að koma sínum málstað á framfæri og ég virði það, enda þótt ég sé ekki endilega sama sinnis. Sigríður Guðmundsdóttir, verslunarstjóri: Ég er dálítið beggja blands í þessari hvalveiðideilu, og finnst það þurfi að taka tillit til þeirra hreyfinga sem beita sérgegn hvalveiðum. Ég hef sjálf séð í fjölmiðlum erlendis hve mikill áróður er í gangi gegn veiðunum. FRÉTTIR Bókagerðarmenn Staöiö verði við samninga Trúnaðarmannaráð FBM: Söluskattur á nauðþurftir verði afnuminn. Uppalendurfái mannsœmandi laun Nú gildir að setja þá þjóðfélags- hópa í öndvegi sem lengst af hefur verið traðkað á. I þessu sambandi er ábyrgð verkalýðs- hreyfingarinnar jafnframt mikil. Hún verður að sjá til þess með samtakamætti sínum að börnun- um sé búin viðunandi aðstaða og að því fólki sem við ætlum að ann- ast um uppeldi barna sé búin mannsæmandi starfsaðstaða og launakjör, segir í ályktun sem samþykkt var á fundi í trúnað- armannaráði Félags bókagerðar- manna á dögunum. Fundurinn mótmælti harðlega þeirri ákvörðun stjórnvalda að leggja söluskatt á nauðþurftir og vill að hann verði afnuminn þeg- ar. Þá krefst trúnaðarmanna- ráðið þess að staðið verði við gerða samninga og að laun verka- fólks hækki um 7.5% a.m.k. þann 1. október n.k. - Það eru hreinar blekkingar atvinnurek- enda að halda því fram að slík launahækkun valdi sjálfkrafa aukinni verðbólgu, slíkt gerist einungis ef þeirra sjónarmið í hagstjórnun verða ofaná hjá stjórnvöldum, segir í ályktun fundarins. -Ig. Hagþenkir Verðlaun fyrir fræðirit Helgi Hallgrímsson náttúrufrœðingur hlaut 100þús. kr. viðurkenningu Hagþenkis félags höfundafrœðirita og kennslugagna Helgi Hallgrímsson náttúru- fræðingur hefur hlotið fyrstu viðurkenningu til rithöfundar sem Hagþenkir - félag höfunda fræðirita og kennslugagna veitir. Hún var afhent í Gistihúsinu á Egilsstöðum sl. laugardag við at- höfn, sem ýmsum sem tengjast söfnum og fræðastörfum á Austurlandi, var boðið til. Það kom fram í greinargerð Harðar Bergmann, formanns Hagþenkis, að ákvörðun um að veita 100 þúsund krónum í viður- kenningu til fræðirithöfundar hefði verið tekin á félagsfundi í mars sl. og þar var stjórn félags- ins falið að leita eftir ábendingum um höfunda sem kæmu til greina og taka ákvörðun um veitinguna. Tilgangur félagsins með slíkri viðurkenningu væri sá að vekja athygli á því starfi sem höfundar fræðirita og kennslugagna vinna. Með því væri m.a. lagður grund- völlur að því að við yrðum fær um að ræða ný fræði og viðfangsefni á íslensku og þróa íslenska menn- ingu. Fé það sem veitt væri til þessarar sérstöku viðurkenning- ar kæmi úr styrktarsjóði Hag- þenkis, en í hann rennur fé sem greitt er til félagsins vegna samn- inga sem það á aðild að um hei- mild skóla til að ljósrita útgefin verk að vissu marki. Helstu rök stjórnar Hagþenkis fyrir að veita Helga Hallgríms- syni viðurkenningu félagsins kvað Hörður þessi: Helgi hefur stundað vönduð rannsókna- og fræðastörf af áhuga og gerhygli í meira en aldarfjórðung. Jafnframt hefur hann leitast við að miðla árangri starfs síns til almennings með óvenju fjölbreyttum hætti: semja og gefa út bækur, ritstýra tímarit- um og birta fjölda greina í þeim og efla Náttúrugripasafnið á Ak- ureyri. Einnig ber að geta þess að Hólmavík Góð afkoma sveitarsjóðs Stefán Gíslason sveitarstjóri: Meðal tekjuhæstu sveitarfélaga á landinu miðað við íbúafjölda Iár eru tekjur sveitarsjóðsins um 20 milljónir. Samkvæmt álögðum gjöldum og miðað við íbúafjölda hér erum við trúlega með tekjuhæstu sveitarfélögum á landinu. En íbúar hér eru um 480 og þar af um 50 manns búsettir í sveitunum hér í kring. Miðað við síðustu fjárhagsáætlun eru tekjur sveitarfélagsins aðeins 0.79% minni en áætlað var, segir Stefán Gíslason, sveitarstjóri á Hólma- vík. Fyrir utan útgerð frystitogar- ans Hólmadrangs eru gerðir út frá Hólmavík 7 bátar af stærðinni 25-65 tonn. Þeir hafa verið á djúprækjuveiðum í sumar úti fyrir mynni Húnaflóa og aflað þokkalega. En þeim veiðum er sjálfhætt nú þegar hausta tekur og veður fer versnandi og vegna smæðar bátanna. Eftir að slátur- tíð lýkur fara einhverjir á hörpu- disksveiðar og aðrir á net eða línu. Að sögn Stefáns hefur atvinnu- ástand verið mjög gott á Hólma- vík í sumar og hefur skort fólk til vinnu. Tilfinnanlegur skortur er á iðnaðarmönnum til byggingar- vinnu og hefur af þeim sökum ekkert verið hægt að vinna við byggingu nýs leikskóla þar. grh Helgi stofnaði fyrstu almanna- samtök um náttúruvernd hér á landi. Viðfangsefni Helga hafa einkum tengst náttúrufræði en eru afar víðfeðm. Þá telur stjórn Hagþenkis einnig lofsvert hvern- ig Helgi Hallgrímsson hefur látið landsbyggðina njóta verka sinna sérstaklega enda þótt þjóðin öll hafi aðgang að þeim. Hann hefur aldrei látið þægindi eða launavon ráða stefnu sinni. í lok ræðu sinnar óskaði Hörð- ur Austfirðingum til hamingju með að hafa endurheimt Helga til starfa á æskuslóðum hans. Ágúst H. Bjarnason, varafor- maöur Hagþenkis, gerði ítarlega grein fyrir störfum og ritverkum Helga Hallgrímssonar á sam- komunni. Helgi þakkaði óvænta viðurkenningu og sagði í ræðu sem hann flutti frá hugrenningum sem hefðu vaknað er hann fékk tilkynningu um hana og drap á ýmislegt sem tengist þeim við- fangsefnum sem hann fæst við um þessar mundir, svepparannsókn- ir og þjóðfræði. Hörður Bergmann t. v. afhendir Helga Hallgrímssyni náttúrufræðingi verðlaunin fyrir hönd Hagþenkis. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. september 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.