Þjóðviljinn - 22.09.1987, Blaðsíða 11
ORFRETTIR
ERLENDAR FRÉTTIR
Páfi
er kominn heilu og höldnu heim í
Rómarbæ eftir ferðalag vítt og
breitt um Norður-Ameríku. I
Bandaríkjunum sagði hann hjörð
sinni tæpitungulaust að sálarheill
hennar ylti á því aö hún færi í einu
og öllu að boðum og kennisetn-
ingum úr Páfagarði. Ennfremur
beindi hann skeytum að auð-
mönnum og kvað þá bera skyldu
til að deila auðæfum sínum með
fátækum og þurfandi, innanlands
sem utan. Aður en páfi hélt heim
lagði hann lykkju á leið sína og
heimsótti indíána í norðurhér-
uðum Kanada. Hugur þeirra hef-
ur löngum staðið til aukinnar
sjálfstjórnar á heimaslóð en
stjórnvöld þráast við þar eð grun-
ur leikur á að í landi frumbyggj-
anna sé ýms verðmæt hráefni að
finna. Páfi vakti mikla lukku er
hann sagðist styðja heilshugar
réttmætar kröfur indíána og bað
Guö að Ijá þeim styrk og þol í
baráttu sinni.
„Mikil mistök
og fádæma heimskuleg aðgerð."
Þessum orðum Francois Mitterr-
ands Frakklandsforseta er beint
að þeim undirsáta hans sem létu
sökkva „Regnbogavarginum",
fleyi Grænfriðunga, er það lá við
festar í Aucklandhöfn síðsumars
árið 1985. Raktar eru garnirnar
úr Mitterrand viðvíkjandi þessu
hneykslismáli í viðtali sem birt var
í gær í vikuritinu „Le Point." For-
setinn hafði ekki grænan grun
um atferli leyniþjónustu sinnar
fyrr en í hámæli komst í Nýja-
Sjálandi að hún stæði að baki
hermdarverkinu. Einn maður
fórst er skipið sökk.
Dagblaðið
„La Prensa" kemur út á ný í höf-
uðborg Nicaragua eftir fimmtán
mánaðahlé. Þaðvaríjúnímánuði
árið 1986 að stjórvöld í Managua
bönnuðu útkomu dagblaðs
þessa og var ritstjórum þess bor-
ið á brýn að þeir gengju erinda
Reaganstjórnarinnar og Kontra-
liða hans. En í friðaráætlun leið-
toga fimm Mið-Ameríkuríkja er að
finna ákvæði um rýmkun lýðrétt-
inda í Nicaragua og samkvæmt
henni getur hið frjálsa og óháða
blað komið út óritskoðað á nýjan
leik.
Joshka Fischer
og félagar hans í þeim armi sam-
taka vesturþýskra Græningja
sem kenndur hefur verið við
„raunsæi" biðu enn einn ósigur-
inn í innanflokksglímunni við
„staðfestumenn" nú um helgina.
Þá fór fram þing samtakanna í
Oldenburg og sóttu það 600 full-
trúar hvaðanæva úr sambands-
lýðveldinu. Fischer og félagi
hans Otto Schilly báru fram til-
lögu um að Græningjar drægju til
baka afdráttarlausa kröfu sína
um úrsögn Vestur-Þýskalands úr
NATO þar eð hún yrði trauðla til
að stuðla að afvopnun eða bætt-
um samskiptum austurs og vest-
urs. Það er skemmst frá því að
segja að hún var kolfelld.
Indverskar
friðarsveitir eiga fullt í fangi með
að hemja sveitir herskárra Ta-
míla á norður og austurhluta Sri
Lanka en innbyrðis átök þeirra
verða æ algengari. í síðustu viku
jókst spennan mjög er 75 óvopn-
aðir T amílar voru myrtir af frænd-
um sínum og í gær tóku Indverjar
15 vopnaða menn af þeim kyn-
þætti höndum og afhentu lög-
reglu.
Filippseyjar
Herforingjum sparkað
Stjórnin vísaði ígœr á bug orðrómi um að hún hygðist setja neyðarlög
Corazon Aquino forseti Filipps-
eyja átti í gær fund með æðstu
yfírmönnum hersins og að honum
loknum lýsti hún því yfír að hún
„hefði lagt þeim línurnar um að-
gerðir til að stemma stigu við
undirróðurstarfssemi og tilræð-
um við lýðveldið.“
Hún fór ekki nánar útí þá
sálma en orðrómur var á kreiki í
höfuðborginni Manilu um að hún
hygðist lýsa yfir neyðarástandi.
Talsmaður forsetans, Teodoro
Benigno, vísaði því á bug og sagði
stjórnina ekki þurfa að grípa til
herlaga þar eð hún hefði alla
þræði í hendi sér.
Það var herforingi einn, Emi-
liano Templo, sem kom flugu-
fregninni af stað. Hann birtist
snemma í gær á sjónvarpsskjám
landsmanna og fullyrti að forset-
inn fhugaði að setja herlög ef
spenna ykist í höfuðborginni og
hryðjuverk færðust í vöxt í kjölf-
ar morðs á þekktum vinstrimanni
á laugardaginn var. Þá var
Leandro nokkur Alejandro,
aðalritari Nýju þjóðfrelsisfylk-
ingarinnar, veginn á götu.
Vinstrimenn gengu fylktu liði
um götur Manilu í gær og hróp-
uðu slagorð gegn Aquino og
hernum sem þeir sökuðu um að
bera ábyrgð á morði Alejandros.
Þeir höfðu í hótunum um að
hefna hans og vinna af öllum
mætti gegn forsetanum og stjórn
hans.
Verkalýðsforinginn Crispin
Beltran er eftirlýstur af lögreglu
fyrir skipulagningu ólöglegs
verkfalls í síðasta mánuði. Hann
kom úr felum í gær og ávarpaði
fjöldafund syrgjenda Alejand-
ros. Hann sagði Aquino hafa
glatað allri tiltrú alþýðu manna,
hún hefði sýnt það með verkum
sínum að hún gengi erinda yfir-
stéttarinnar og Bandaríkja-
manna. „Bjóðum henni byrginn
og við munum sigra,“ sagði hann
að endingu.
Yfirstjórn hersins gaf í gær út
yfirlýsingu þess efnis að 17 her-
foringjar hefðu verið reknir úr
honum með skömm fyrir þátt
sinn í valdaránstilrauninni í lok
síðasta mánaðar. Þeirra á meðal
voru þrír hershöfðingjar og höf-
uðsmaðurinn Gregorio Honas-
an, forsprakki uppreisnar-
mannanna.
Aquino sagðist hafa gefið fyrir-
skipun um brottvikningu sautján-
menninganna og beint þeim orð-
um til æðstu manna hersins að
þeir væru á varðbergi og kæfðu
hverskonar uppreisnarbrölt í
fæðingu.
-ks.
Corazon Aquino forseti kannar heiðursvörð filippeyskra dáta. „Engin þörf fyrir
herlög."
Sviss
Gelli gaf sig fram
Fjárglæframaðurinn Licio Gelli er
eftirlýstur á Italíufyrir hlutdeild í
sprengjutilrœði fasista í Bologna árið
1980 er 85 manns biðu bana ogþáttsinn
ígjaldþroti stœrsta einkabanka
þarlendis
að er ekki ofsögum sagt að ít-
ölsk stjórnvöld vilji hafa
hendur í hári manns þess sem í
gær gekk í fylgd fjögurra lög-
fræðinga inní dómshöllina í Genf
og gaf sig fram.
Licio Gelli er frægur að
endemum á Ítalíu enda tengist
nafn hans mannskæðum hryðju-
verkum, einhverju mesta fjárm-
álahneyksli í sögu landsins og
pólitískri undirróðurstarfssemi
leyniklíku hægri sinnaðra stjórn-
málamanna og herforingja.
Það varð mikill hvellur á Ítalíu
þegar lögreglan fann lista yfir fé-
laga P-2 frímúrarareglunnar á
heimili Gellis við húsrannsókn
árið 1981. Þar voru skráð nöfn
962 manna og í hópi þeirra voru
ráðherrar í ríkisstjórn landsins,
yfirmenn í leyniþjónustunni og
umsvifamiklir kaupsýslumenn.
Gelli var höfuðpaur klíku þessar-
ar en markmið hennar var að „ná
hægt og hljótt öllum völdum á
Ítalíu“ svo vitnað sé í niðurstöðu
þingnefndar sem skipuð var til að
fara ofaní saumana á umsvifum
og markmiðum P-2 reglunnar.
Þegar upp komst um félags-
skapinn hrökklaðist ríkisstjórn
kristilega demókratans Arnaldos
Forlanis frá völdum.
Gelli tengist einnig gjaldþroti
Ambrosianobankans, stærsta
einkabanka Ítalíu, árið 1982.
Hann var náinn vinur og aðstoð-
armaður bankastjórans, Róberts
Calvis, en hann var stundum
nefndur „bankastjóri Guðs“
vegna mikilla samskipta sinna við
fjármálaspekúlanta Páfagarðs.
Calvi fannst hengdur undir
Blackfriarsbrúnni í Lundúnum í
júní sama ár.
Ennfreinur er Gelli talinn hafa
verið einn fjögurra manna sem
lögðu á ráðin um eitt óhugnan-
legasta hryðjuverk er framið hef-
ur verið í Evrópu frá lokum síðari
heimsstyrjaldar. Það var árið
1980 að sprengja sprakk á
brautarstöðinni í Bolognu. 85
manns létu lífið og sannaðist
skömmu síðar að fasistar hefðu
komið vítisvélinni fyrir. Til-
gangur Gellis var sá að skapa
upplausnarástand á Ítalíu og
greiða götu fyrir valdaráni her-
foringja úr P-2.
Skömmu áður en uppvíst varð
um starfsemi P-2 frímúrararegl-
unnar hvarf Gelli en í september
árið 1982 skaut hann upp kollin-
um í Genf. Þar gerði hann tilraun
til að draga tugi miljóna banda-
ríkjadala út af bankareikningum
suðuramerískra dótturbanka
Ambrosiano. Yfirvöld komust á
snoðir um ferðir hans og tóku
hann höndum.
Hann sat í fangelsi fram í ág-
ústmánuð árið 1983 en þá slapp
hann úr haldi fyrir tilverknað
mútuþægs fangavarðar. Síðan
hefur hann farið huldu höfði
þangað til í gær að hann gaf sig
fram við dómsyfirvöld í Genf „af
heilsufarsástæðum" en hann
kvað vera hjartveikur. Búist er
við að ítalska stjórnin fari fram á
framsal hans en um þá kröfu þarf
að rétta í Genf og mun sá prósess
án efa taka drjúgan tíma.
-ks.
ALÞÝÐUBANDALAGK)
Miðstjórn Alþýðubandalagsins
heldur fund að Hverfisgötu 105, Reykjavík, 26.-27. septembernk. Fundur-
inn hefst klukkan 10 á laugardagsmorgni. Dagskrá:
1. Skýrsla Varmalandsnefndar
2. Tillögur Varmalandsnefndar um aðalmálefnaáherslur landsfundar.
3. Skýrsla efnahags- og atvinnumálanefndar Alþýðubandalagsins.
Formaður miðstjórnar
ABR
Greiðið félagsgjöidin
Alþýðubandalagið í Reykjavík hvetur félagsmenn til að greiða heimsenda
gíróseðla sem allra fyrst.
Stjórnin
Rabbfundur um fræðslustarf
í kvöld, þriðjudagskvöldið 22. september kl. 20.30, verður rabbfundur um
fræðslustarf Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Fundurinn verður haldinn að
Hverfisgötu 5. Rætt verður um skipulag og efni fræðslustarfsins.
Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka þátt í mótun fræðslustarfsins frá
upphafi.
Fræðslunefnd ABR
ÆSKULÝÐSFYLKINGIN
Dagskrá landsþings ÆFAB
2.-4. okt. 1987 að Hverfisgötu 105, Reykjavík.
Föstudagur 2. okt.
20.00 Setning. 20.20 Skýrslur fluttar, umræður: a) framkvæmdaráðs, b)
gjaldkera, c) deilda, d) Utanríkismálanefndar, e) Verkalýðsmálanefndar, f)
Birtis. 23.00 Lagabreytingar og hópvinna kynnt. 23.30 Hlé.
Laugardagur 3. okt.
9.00 Lagabreytingar, fyrri umræða. 10.00 Hópavinna: a) unnið að þingmál-
um, b) Almenn stjórnmálaályktun, c) lagabreytingar. 12.00 Matur. 13.00
Hópavinnu framhaldið. 20.00 Matur. 21.30 Kvöldbæn.
Sunnudagur 4. okt.
9.00 Lagabreytingar, seinni umræða. 10.00 Hópavinna, niðurstöður. 13.00
Matur. 14.00 Kosningar. 15.30 Þingslit.
Þingið er opið öllum ÆF-félögum. Félagar sem greiða þurfa háan ferða-
kostnaö utan af landi fá V2 fargjaldið greitt.
Skráið ykkur sem allra fyrst. Nánari upplýsingar færð þú á skrifstofunni í
síma 17500. Framkvæmdaráð ÆFAB
ÆFR
Félagsfundur
Félagsfundur ÆFR verður haldinn fimmtudaginn 24. september kl 20 30
að Hverfisgötu 105.
Dagskrá:
1) Kosning fulltrúa á Landsfund.
2) Starfið framundan.
3) önnur mál.
ÆFAB
Skrifstofutími
Skrifstofa ÆFAB er opin á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum
frá kl. 14-19 að Hverfisgötu 105. Sími 17500.
Þrlðjudagur 22. september 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15