Þjóðviljinn - 22.09.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.09.1987, Blaðsíða 6
FLOAMARKAÐURINN í Skoda Oktavíu Vantar ekki einhvern vél og 4 gíra kassa í Skoda Oktavíu? Sími 76229 á kvöldin. Teiknivél - teikniborð Óska eftir að kaupa notað teikni- borð. Teiknivél má tylgja. Uppl. í síma 44149. Barnagæsla Okkur vantar gæslu fyrir Brynjar, sem er 6 mánaða, frá kl. 12.30-15 á föstudögum. Hafþórog Gerða, Brá- vallagötu 4, sími 21647. Rúm til sölu Dökkt rúm ein og hálf breidd, vel með farið, með morgunhana, til sölu. Uppl. í síma 82723. Til sölu furuborð með 4 stólum og eikar- borð með 4 stólum. Uppl. í síma 14279. Til sölu bíll Mazda 626, 2.01 '80, 5 gíra, 4 dyra, blásans, ekinn 103.000 km. Vel með farinn og góður bíll, ekkert ryð, nýjar bremsur og nýtt pústkerfi, skoðaður '87, útvarp og kassettu- tæki fylgja. Verðhugmynd kr. 140.000,- staðgreitt. Nánari upp- lýsingar í síma 31621 eftir kl. 18. Tveir pelsar til sölu. Seljast mjög ódýrt. Uppl. í síma 672283 á kvöldin. Ódýrt Óska eftir að kaupa notaða eldhús- innréttingu (litla) með vaski og blöndunartækjum. Einnig klósett, vatnskassa og handlaug. Sími 93- 11536. Bíll til sölu Til sölu er Fiat 127 '85 árg. Bíllinn er í toppstandi og lítur vel út, 5 gira, vetrardekk fylgja. Möguleiki á að taka ódýrari bíl uppí. Uppl. í síma 681310 kl. 9-5. Til sölu 2 m kæliborð með innbyggðri pressu, sími 39198. Rafmagnsritvél óskast Nemandi i 9. bekk óskar eftir að kaupa ódýra rafmagnsritvél. Uppl. í síma 43452 eftir kl. 16. Tvíbreiður sófi Góður tvíbreiður sófi til sölu. Fæst fyrir lítið. Uppl. í síma 39263 eftir kl. 18 á kvöldin. Rúmsökkull Á ekki einhver tvíbreiðan rúms- ökkul. (1,50x2 m) sem hann notar ekki lengur og vill gefa mér eða láta fyrir lítið? Þarf ekki að vera sérlega fínn (þó ekki sé það neitt verra) en má vera þungur og stöðugur og helst að ekki þurfi að ná í hann upp margar hæðir. Vinsamlegast hring- ið í síma 681310 á daginn eða í síma 36718 eftir kl. 18. Hjónarúm til sölu Verð kr. 8.000. Uppl. í síma 29907. Sófasett Óska eftir sófasetti, helst eldri gerð í sæmilegu ástandi á sæmilegu verði. Vinsamlegast hringið í síma 37287. Dagmamma i Fossvogi getur bætt við sig börnum frá 7.30- 16. Er vön. Uppl. í síma 31884. ísskápur fæst gefins Sími 15432. Til sölu lítið slitin nagladekk undir Lödu Samara. Uppl. í síma 666927 eftir kl. 18. Gömul reiðhjól óskast keypt. Sími 10991. Steindór 1% árs vantar einhvern til að ná í sig til dagmömmunnar og passa þangað til mamma kemur heim, 2-3 svar í viku í vesturbæ. Uppl í síma 621468, Ásdís. Bíll - vídeótæki - skipti Vil skipta á bíl og vídeótæki. Sími 72420. íbúð óskast Ungt par sem stundar nám í Reykjavík í vetur var svikið um íbúð. Við erum á götunni. Ef ekki rætist úr verðum við að hætta námi. Erum í síma 18219 eftir kl. 5 á daginn ef einhver getur hjálpað. Karlmannsreiðhjól Óska eftir að kaupa ódýrt en sæmi- lega gott karlmannsreiðhjól. Ef þú átt eitt slíkt sem þú vilt selja þá vin- samlegast hringdu í síma 15785. Flóamarkaður verður haldinn í Múlabæ, Ármúla 34 laugardaginn 26. sept. Opið frá kl. 14-18. Til sölu skrifborð og skrifborðsstóll. Selst ódýrt. Sími 16195. Kettlingar fást gefins. Sími 53947. íbúð til leigu Til leigu er litil tveggja herbergja íbúð á Langholtsvegi. Hentar vel fyrir einstakling eða barnlaust par. Leigist til eins árs hið minnsta. Fyrirframgreiðsla. Tilboð merkt „Ibúð 25" sendist auglýsingadeild Þjóðviljans fyrir 25. september. íbúð - herbergi Ungur reglusamur vélvirki utan af landi óskar eftir litilli íbúð strax. Gott einstaklingsherbergi kemur einnig til greina. Uppl. í síma 44442. Upphitað kjallaraherbergi til geymslu fyrir smærri vörur til leigu. Tilboð sendist auglýsinga- deild Þjóðviljans fyrir 24. þessa mánaðar merkt „Geymsluher- bergi". Óskum eftir 3ja herb. íbúð frá og með 1. des. 1987 til að minnsta kosti eins árs. Uppl. í síma 611017 á kvöldin eða í síma 688115 til kl. 4 á daginn. Sófasett til sölu, ódýrt, 3+2+1. Uppl. í síma 71371. íbúðaskipti Kaupmannahöfn- Reykjavík 3ja herb. íbúð í Kaupmannahöfn með húsgögnum fæst í skiptum fyrir íbúð í Reykjavík í hálft til eitt ár frá 1. nóv. eða síðar. Uppl. í síma 21733. Til sölu Fallegt eldhúsborð og tveir stólar til sölu, ódýrt. Uppl. í síma 11610 kl. 17-19. Gömui húsgögn án endurgjalds Vill einhver hirða borðstofuborð og 4 stóla, sófaborð, stofuskáp og eld- húsborð? Allt gamalt en í nothæfu ástandi. Vinsamlegast hringið í síma 40471. Til sölu 18 karata gullarmband, selst á hálf- virði. Mæðraplattarnir frá Bing og Gröndal frá 1970-1979, þurrblóma- skreytingar. Ennfremur ýmislegt gamalt dót. Uppl. í síma 27214. Til sölu - gefins Gamall ísskápur í góðu lagi og svartur, fóðraður leðurjakki nr. 42 til sölu. Á sama stað fæst gefins barnarúm hvítmálað fyrir 3-6 ára barn. Uppl. í síma 13092. Óskast keypt Vantar notaöa innihurð og gamlar Lundia-hillur til kaups. Sími 38559 seinnipartinn og á kvöldin. Aukastarf Heimilishjálp óskast nokkra tíma í viku. Er í vesturbæ. Uppl. i síma 21428. Harmónikka til sölu Hef til sölu píanóharmónikku í hæsta gæðaflokki. Teg: Brandoni king line-Cassotto - hvít með gullnu letri. Verð ca. kr. 130.000. Reynir Jónasson, sími 25891. Orgel - stóll Lítið, tveggja borða opið Yamaha orgel og stóll til sölu. Uppl. í síma 15418. Tapað - fundið Casio tölvuúr fannst í Kópavogi 15. september. Uppl. í síma 43492 milli kl. 19 og 20. Kassettutæki óskast Óska eftir að kaupa notað kassettu- tæki. Sími 19956. Hestur - bíll - skipti Vil skipta á bíl og fá hest í staðinn. Uppl. í síma 72420. Húseigendur athugið! Okkur vantar góða íbúð eða hús, 3-5 herb. Einhver fyrirframgreiðsla möguleg. Góð umgengni, reglu- semi og skilvísar greiðslur. Uppl. í síma 12078. Umsagnir um kvikmyndahátíð Þorpsbúar leiddir út í dauðann. Úr Komið og sjáið. Komið og sjáið Meiriháttar frá Sovét renna saman í eitt einsog ekki hefur heyrst áður. Um „Komið og sjáið“ er í raun- inni í styttra máli en nokkrum blaðsíðum ekki hægt að segja nema eitt: Komið og sjáið. -m Makkaróní býður upp á ýmislegt fleira. Scola þekkir götulíf Napólí einsog lófann á sér, og með hjálp kvikmyndatökumannsins Claudio Ragona og fjölda frá- bærra karaktera í aukahlut- verkum býr hann til iðandi mynd af þessari borg, mynd sem mettar áhorfandann. -Sáf Fangin fegurð Árekstur tveggja heima Alain Robbe-Grillet gerði ekki endasleppt við íslendinga að þessu sinni. Fyrir utan framlag sitt á bókmenntahátíðinni, upp- lestur, fyrirlestur og þátttöku í umræðum, sem var að flestra dómi hið merkasta, kom hann á kvikmyndahátíðina með nýjustu mynd sína, „Fangna fegurð”. Myndir Robbe-Grillet hafa verið umdeildar, en „Fangin feg- urð” er tvímælalaust með hinum bestu þeirra. Er hún ljóðræn og myrk fantasía um samnefnt mál- verk eftir súrrealistann Magritte og sögn um mann, sem verður ástfanginn af stúlku en kemst svo að því að hún er dáin og orðin að blóðsugu. Þau mistök urðu á fyrstu sýningu myndarinnar að það gleymdist að taka fram í upp- hafi að Robbet-Grille myndi koma sjálfur að henni lokinni og svara fyrirspurnum. Voru því flestir farnir þegar umræðurnar byrjuðu. En skýringar hans á því hvern- ig þráður myndarinnar byggðist á árekstri tveggja heima sem ættu ekki að mætast, heims dauðra og heims lifenda, voru hinar merk- ustu og vörpuðu ljósi á margt. í hvert skipti sem blóðsugan læsir tönnunum í háls mannsins kemur fyrir einhver útgáfa af málverk- inu og jafnframt er eins og skipt sé um bylgjulengd í sögunni. Ef íslendingar eru ekki spenntir fyrir blóðsugutönnum, eru slíkir árekstrar tveggja heima a.m.k. nátengdir þeirra eigin hugar- heimi. Þar að auki er óvenju list- rænt handbragð í myndinni, ekki síst í meðferð kvenlíkamans. e.m.j. „Komið og sjáið“, sovéska stríðsmyndin eftir Elem Klimof, núverandi oddvita kvikmynda- manna þar eystra, er meiriháttar kvikmyndaupplifun. í alvörulausum kreðsum vest- an járntjalds hefur stundum verið glott útí annað þegar Sovétmenn tala um seinna stríð sem Föður- landsstyrjöldina Miklu, en vitn- isburður einsog mynd Klimofs segir manni hversvegna menn bera sér svo hátíðlegt orð í munn. Sjálft eðli styrjaldarinnar á austurvígstöðvunum var annað en vestanmegin, og er þá ekki verið að tala um hæpnar skil- greiningar á eðlisbreytingu úr heimsvaldastríði í stéttastríð a la Stalín. Þrátt fyrir alla sína grimmd voru Þjóðverjar í Frakk- landi, Hollandi, Belgíu, Dan- mörku, Noregi að heyja tiltölu- lega venjulega styrjöld milli jafn- 'a. austri, í Póllandi og í Sovét, var ekki verið heyja styrjöld sént- ilmanna, heldur var í gangi út- rýmingarherferð, þetta voru ekki landvinningar heldur þjóðar- morð á hendur „óæðri“ kynþætti. „Komið og sjáið“ segir frá stríðinu í Hvíta-Rússlandi gegn- um unglingsstrák sem gengur til liðs við skæruliða og lendir einn í helvíti þýsks hernáms. Átakasen- urnar sjálfar eru meistaralega gerðar og niðursallandi fyrir taugakerfið. Hryllingnum erekki haldið framaní áhorfandanum heldur látinn læðast að honum framanaf í stökum augnablikum og síðar í samhangandi ofsa, blönduðum reynslu drengs sem bæði er að uppgötva stríðið og ástina. Frásagnarmátinn er á ytra borði raunsær, en einstök mynd- skeið eru svo hlaðin krafti (til dæmis drengurinn og stúlkan í feninu) að þau öðlast næstum súrrealískt tákngildi, og þrátt fyrir lengdina heldur myndin tökum allan tímann, kannski meðal annars vegna sterklegra skipta milli breiðra fjöldasena og Iýsandi nærmynda, epíkur og pó- esíu. Og hljóðsetningin er kafli útaffyrir sig: leikhljóð og tónlist Makka- róní Italskur pastaréttur Kvikmyndin „Le Bal“ eftir ítalska leikstjórann Ettore Scola var sú kvikmynda síðustu kvik- myndahátíðar, sem naut hvað mestra vinsælda. Það kæmi und- irrituðum ekki á óvart þótt Makkaróní, sem var setningar- kvikmynd hátíðarinnar núna, ætti eftir að njóta svipaðra vin- sælda, þótt hún sé gjörólík Bal- linu. Makkaróní er ítalskur pasta- réttur einsog hann gerist bestur, full af iðandi mannlífi, ljúflega krydduð léttúðugu háði sem undirstrikar margbreytileika mannanna. Scola býður því kvik- myndahátíðargestum til enn einnar veislunnar. Það eru stórstirnin Marcello Mastroianni og Jack Lemmon sem leiða saman hesta sína í þess- ari kvikmynd og þótt báðum hafi oft tekist vel upp, sínum í hvoru lagi, er einsog þeir laði fram ekki bara það besta hvor hjá öðrum, heldur er einsog við þetta stefnu- mót skapist eitthvað enn stærra. Þarna lýstur saman fulltrúum tveggja menningarheima, banda- ríska hamborgarakúltúrsins og fulltrúa götueldhússins frá Nap- ólí. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem þeir hittast, því leiðir þeirra iágu saman í stríðinu. Það stefnu- mót og eftirleikur þess er nú rifj- aður upp, eftirleikur sem Banda- ríkjamaðurinn hafði ekki hug- mynd um, en á eftir að hafa af- drifarík áhrif á framvindu mála, þar sem tilvera sögupersónanna afhjúpast og óörugg fótfestan á tindi dollaraheimsins er vegin móti veröld ítalska almúga- mannsins. Vissulega er það stjörnuleikur þeirra Mastroianni og Lemmons sem er hvað ríkastur í huga áhorf- enda að sýningu lokinni en 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 22. september 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.