Þjóðviljinn - 22.09.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.09.1987, Blaðsíða 7
Sjávarútvegssýningin ’87 Sjávarútvegssýningin ’87 Sjávarútvegssýningin ’87 Sjávarútvegssýningin ’87 H§L,, 1&***™' Jjgk yýp -. ■ i Úrhvaðaefniskyldiþettavera?Kínverskibásinnásjávarútvegssýningunnihefurvakiðmiklaathyglioghefurþarverið margt um manninn að skoða og ígrunda hvað Kínverjar hafa á boðstólum. Vœri ykkur sama. Það er að mörgu að hyggja þegar samningar eru gerðir um kaup á rækjukössum, og þegar menn eru í þungum þönkum vilja þeir vera í friði. Hún flakar vel þessi: Það er eins goft að vita nákvæmlega hvernig vélin flakar karfann áður en maður tekur ákvörðun um kaup á henni eða ekki. Asnalegt að þurfa að borga sig inn Árni Sigurðsson húsasmiður og sjómaður í frístundum: „Aðdáunar- vert hvað sýningin er vel skipulögð og hve mikið er sýnt af alls kyns hlutum, tækjum og vélum fyrir sjávarútveg- inn." (Mynd: Sig). „Það er geysilegur áhugi á þess- ari sýningu fyrir norðan. Bæði er mikið talað um hana og einnig hitt að töluverður fjöldi manna hefur gert sér leið hingað suður, gagngert til að skoða með eigin augum það markverðasta sem hér er til sýnis,” segir Árni Sig- urðsson húsasmiður og sjómaður þegar tækifæri gefst til að fara á sjóinn í fríum frá húsasmíðinni. En hvernig kemur sýningin Árna fyrir sjónir? „Mjög vel. Að vísu hef ég ekki samanburð við fyrri sýninguna, þar sem ég sá hana ekki. En ég held að allir geti verið ánægðir yfir því hvernig til hefur tekist hér. Og sama sinnis eru þeir sem ég hef hitt hér. Það ljúkaallirupp einum munni um það hvað þetta er vel skipulagt og hve mikið af áhugaverðum hlutum eru á sýn- ingunni.” Eitthvað sérstakt öðru fremur? „Já, því er ekki að neita. Það eru kassaklær og kassalosarar frá Odda hf. á Akureyri. Ég er ekki í nokkrum vafa um það að þessir hlutir frá Odda koma sér vel fyrir alla vinnu í fiskmóttökunni í fisk- vinnsluhúsunum. Þessi tæki auðvelda alla vinnu og létta undir með starfsfólkinu við að losa úr fiskikössunum og við þrif á þeim.” Hefur þessi sýning eitthvert gildi? „Já, tvímælalaust. Hérna eru samankomnir fulltrúar frá öllum heimshornum til að skoða hvað er á boðstólum hverju sinni og þátttaka innlendra fyrirtækja með framleiðsluvörur sínar er þeim mikil auglýsing og kemur þeim sjálfsagt mjög til góða. Þetta er fyrst og fremst fólgið í langtímaávinningi, sem kemur fram seinna, þegar menn fara að gera upp dæmið og bera saman hinar ýmsu framleiðsluvörur. Ég er ekki í neinum vafa um það að við eigum eftir að hagnast á þess- ari sýningu og það á eftir að koma fram í auknum pöntunum víðs vegar að á framleiðsluvörum okkar. Enda held ég að það sann- ist áþreifanlega hér hvað við stöndum framarlega í smíði ýmiss konar véla og tækja fyrir sjávar- útveginn. Bæði fyrir vinnslu og veiðar.” Ertu sáttur við að þurfa að borga aðgangseyri að sýning- unni? „Aðgangseyrir að svona sýn- ingum er nú alveg kafli út af fyrir sig. í sannleika sagt finnst mér það asnalegt að þurfa að borga aðgangseyri að sýningu sem þess- ari. Hér fer fram auglýsinga- og sölusýning og mér finnst alveg fráleitt að fólk þurfi að borga sig inn til að geta barið augum það sem verið er að auglýsa til sölu. Eftir þessu að dæma getur maður átt von á því að þurfa að borga sig inn í búðir til þess að geta keypt þar einhverja vöru,” sagði Árni Sigurðsson. grh Þriðjudagur 22. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.