Þjóðviljinn - 22.09.1987, Page 4

Þjóðviljinn - 22.09.1987, Page 4
LEtÐARI Við emm öll í slorinu Á morgun lýkur sjávarútvegssýningunni í Reykjavík. Þetta er stærsta vörusýning sem haldin hefur veriö hér á landi og er stærð hennar í fullu samræmi viö mikilvægi fiskveiöa og fisk- verkunar í þjóöarbúskap íslendinga. Aösókn aö sýningunni hefur veriö gífurlega mikil. Útgerðarmenn og stjórnendur fiskvinnslu viö Norður-Atlantshaf og Noröursjó hafa fjöl- mennt hingað til aö sjá hvaö efst er á baugi í fiskiðntækni. Hér hafa þeir hitt íslenska starfs- bræöur sína. En þeir íslendingar, sem skoðað hafa sýning- una, eru ekki allir útgeröarmenn, skipstjórar eða stjórnendur í fiskvinnslu. Því fer fjarri. Stór hluti þeirra íslendinga, sem “eru í slorinu", hefur á undanförnum dögum lagt leiö sína í Laugar- dalshöll. Þaö á jafnt viö um trillukarla og starfs- fólk í snyrtingu og pökkun. Einkum hefur verið áberandi hve fólk utan af landi hefur verið margt á sýningunni þrátt fyrir vandkvæöi á aö fá inni á gistihúsum. Þó aö margar nýjungar hafi veriö kynntar í Laugardalshöllinni ber sýningin ekki yfirbragð neinna stökkbreytinga. Sjávarútvegssýningin 1984 var að mörgu leyti byltingarkenndari því aö þá var örtölvutæknin aö hasla sér völl á ólíklegustu sviöum. Nú þykir sjálfsagt að henni sé beitt sem víðast. Áhugi á nýjungum í fiskiðntækni er nauösyn- legur þeirri þjóö sem verður aö reka sinn sjávar- útveg þannig aö hann skili hagnaöi í þjóöarbúið. íslenskur sjávarútvegur veröur aö geta staðið undir sér og gott betur. Aörir þættir efnahags- lífsins eru ekki þaö gildir aö þeir geti boriö uppi langvarandi halla af fiskveiöum og -vinnslu. í þessum efnum er reginmunur á okkur og sam- keppnisaöilum okkar í öörum löndum. Þar er unnt aö láta aðrar greinar atvinnulífsins bera tap af sjávarútvegi. Hér er hann traustasta undir- staöa þjóðlífsins og veröur að geta staðið ó- studdur. Oft er talið aö hyldýpi hljóti aö vera milli þess hluta þjóðarinnar, sem vinnur viö undirstööu- greinar og er hlutfallslega mjög fjölmennur á landsbyggðinni, og þess hluta sem stundar þjónustustörf og er aö miklu leyti staösettur á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er frítt viö aö margur pólitíkusinn hafi reynt að fiska í gruggugu vatni með því aö ýta undir klofning eftir þessum lín- um. Þó blasir viö aö frumgreinar atvinnulífsins og þjónustugreinar eru tvær óaðskiljanlegar hliöar á háþróuöu nútímasamfélagi, þar sem hvorug getur án hinnar veriö. í þeim efnum má enginn láta villa sér sýn þaö aðgerðaleysi stjórnvalda sem m.a. hefur haft í för meö sér ofvöxt í starfsemi lánastofnana og óeölilega miklar fjárfestingar í verslunarhúsnæði í Reykjavík. Rekstur frumatvinnuveganna, útgeröar og fiskvinnslu, verður aö vera meö þeim hætti aö unnt sé að koma við eðlilegri nýsköpun. Réttar fjárfestingar veröa aö bera sig. Þaö á aö vera krafa landsbyggðarinnar aö fyrirtæki í undir- stöðugreinum séu ekki rekin meö tapi. Annars eru þau ekki fær um að greiða mannsæmandi laun né aö skila til sinnar heimabyggöar lög- bundnum framlögum. Útgerö og fiskvinnsla í úlfakreppu eru andstæö raunsærri byggöa- stefnu. Um hríö hefur afkoma útgeröar og fiskvinnslu verið bærileg. Allstööugt gengi krónunnar þrátt fyrir umtalsverða verðbólgu hefur ekki náö aö afmá góö áhrif af hækkandi veröi á fiskafurðum. Góðærið hefur, sem betur fer, skilað sér að einhverju leyti til undirstööuatvinnuveganna. Þó eru á lofti teikn um að útgerðin hafi fengiö í sinn hlut stærri skerf en vinnslan, en milli þessara þátta verður að ríkja nokkurt jafnræöi, annars er hætta á kollsteypum í íslensku efnahagslífi. Fiskveiðistefnuna þarf að endurskoða. Kvótakerfiö er ekki unnt að leggja niöur aö svo komnu máli en marga vankanta má af því sníöa. Fiskveiðistefna íslendinga getur ekki tekiö miö af þeirri skoðun frjálshyggjunnar aö veiðar og vinnsla séu bara ein aöferö af mörgum til aö hámarka gróöa einstaklingsframtaksins. Þar verður það sjónarmið aö ríkja aö fiskurinn í sjón- um er grundvöllur að tilveru íslensku þjóöarinn- ar. óp KUPPT Ný Saga Sögufélagið hefur gefið út nýtt tímarit um sagnfræði og heitir Ný Saga, -víkur í því frá hinu hefð- bundna tímariti félagsins, Sögu, að lögð er áhersla á myndafjöld og uppsetningu í stíl sölutímarit- anna en út af fyrir sig ekki slegið af kröfum til efnis, þótt sennilega fari í Nýja Sögu einkum það efni sem höfðar jafnt til lærðra og leikra í sagnfræðum. Tímaritið er hið ágætasta fram- tak, læsilegt vel og skemmtilegt, -spurning hvort ekki megi koma út fleiri tölublöðum en einu á ári til að halda dampi. íslendingar eru miklir áhugamenn um sagn- fræði og allsekkert fráleitt að ímynda sér að tímarit einsog Ný Saga geti unnið sér víðan hóp les- enda ef rétt er á haldið. Ólafur anarkisti? Meðal þess sem áhugamenn um sögu verkalýðs og vinstri- hreyfingar reka fyrst í augun þeg- ar flett er Nýrri Sögu er grein eftir Ólaf Ásgeirsson, ungan sagn- fræðing sem nú mun vera að lj úka kandídatsprófi uppí Háskóla. Ólafur skrifar þar um nafna sinn Friðriksson, og færir þar að því rök að þessi frumkvöðull vinstri- stefnu og verkalýðshreyfingar hafi einna helst verið undir áhrif- um af fræðikenningum anarkis- mans, nánar tiltekið af skrifum Krapotkíns fursta, eins helsta kenningasmiðs stjórnleysingja um og fyrir aldamót. Án þess að leggja að lítt hugs- uðu einhvern dóm á þessi fræði verður að segja að þessi hugmynd um Ólaf Friðriksson sem anark- ista gengur ágætlega upp. Einhvernveginn hefur Ólafur Friðriksson alltaf rekist illa í ís- lenskri sögu, og sporgöngumenn hans úr hópi marxista átt erfitt með að skýra stefnu hans. í greininni í Nýrri Sögu er til dæmis vitnaðí Vilhjálm S. Vilhjálmsson (Hannes á horninu) og Einar Ol- geirsson um Ólaf Friðriksson. Hann var samkvæmt Vilhjálmi „ekki theoretískur jafnaðarmað- ur, það voru tilfinningarnar og hjartað sem stjórnuðu honum“, og Einar gerir heldur ekki mikið með fræðilega undirstöðu Ólafs, hann hafi „aldrei lesið neitt eftir Marx og Engels nema ef vera skyldi smá pésa sem dönsku sósí- < aldemókratarnir gáfu út fyrir heimsstyrjöldina fyrri“. Léttvægur fundinn „Það var í sjálfu sér eðlilegt að Ólafur yrði léttvægur fundinn á mælikvarða hinna marxísku kennisetninga.“ segir í greininni. „Ákveðnir þættir í stjórnmála- hugsun hans voru á skjön við ríkj- andi viðhorf meðal jafnaðar- manna.“ Greinarhöfundur gerir því skóna að „marxistarnir", kratar eða kommar, hafi eigin- lega ekki skilið anarkískan fræði- grundvöll Ólafs, -eða þá ekki tal- ið hann fræðilegan, og jafnvel hafi síðari tíma menn svosem einsog hlíft Ólafi við að flokka hann undir anarkisma, sem ekki hefur átt uppá pallborðið hér í pólitískri umræðu, verið „tabú“. Ólafur Ásgeirsson telur að Ólafur Friðriksson hafi kynnst kenningum Krapotkíns á náms- árum sínum í Kaupmannahöfn, og vitnar í Nýrri Sögu í verk Ólafs þarsem finna megi enduróm af stjórnleysiskenningum furstans, andstöðu hans við ofuráherslu OGSKORID „marxistanna" á hlutverk ríkis- valdsins og við kenningu þeirra um sögulega nauðsyn stóriðjunn- ar, sem anarkisminn hafði margt við að athuga. Jónas líka? Krapotkín fursti og fleiri an- arkistar höfðu tröllatrú á hand- iðnaði og þó enn meiri á landbún- aði, furstinn skrifaði meðal ann- ars bók um landbúnaðarhag- fræði; í greininni.í Nýrri Sögu er getum að því leitt að í fyrstu stefnuskrá Alþýðuflokksins megi finna svipaða hljóma þarsem lögð er áhersla á tilraunastöðvar í sveitum og ríkisfé til ókeypis bún- aðarfræðslu. Tveir helstu höf- undarnir eru Ólafur og Jónas nokkur Jónsson að norðan. „Er svo fráleitt að þeir Jónas frá Hriflu og Ólafur Friðriksson er mótuðu stefnuskrána hafi leitað fanga í bók Krapotkins?" spyr Ólafur Ásgeirsson. Það eru aldeilis fréttir fyrir ráð- setta framsóknarmenn að þeir byggi á anarkískum fræðigrunni. í deiglunni Það er raunar viðbúið að hin- um ráðsettari vinstrimönnum finnist líka að þessi athugun um anarkisma sem virkan þátt í ár- dögum verkalýðshreyfingar og sósíalisma sé hálfpartinn einsog guðlast. Hérá norðurslóðum hef- ur stjórnleysisstefnan yfirleitt verið fljótafgreidd sem smáborg- aralegt rugl í skásta falli, stór- hættuleg öfgastefna í versta falli. Á síðari tímum hafa kreddu- lausir sósíalískir fræðimenn og pólitíkusar hinsvegar í auknum mæli dustað rykið af fræðibókum gömlu anarkistanna og athugað með íhygli áherslur þeirra á ein- staklingsfrelsi gegn miðstýringu ríkisins, smáar framleiðslu- einingar gegn ósköpum stóriðj- unnar. Sósíalískar fræðikenningar hafa síðustu árin verið í deiglunni, og sá tími er sem betur fer liðinn að menn líti til 19. aldar-rita sem löggiltrar vega- handbókar inní framtíðina. Þeg- ar menn ætla sér að skapa „rétt- látt þjóðfélag" í heimi tölvunnar og geimfarsins dugir ekki minna en að leggja við samtímann mæli- stiku byggða á arfinum saman- lögðum, þar með töldum hinum margniðurnídda anarkisma. Einmitt þessvegna er að því ögrandi gaman, ef rétt reynist, að hann skuli seint og um síðir eignast eins verðugan fulltrúa í íslenskri verkalýðssögu og Ólaf Friðriksson. -m þlÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Biaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, HildurRnnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Margrót Magnúsdóttir Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-ogafgreið8lu8tjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Utkeyrsia, afgreiðsla, ritstjórn: Síöumúla 6, Reykjavík, simi 681333. Auglýsingar: Sfðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lauaasölu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Áskriftarverð á mánuði: 600 kr. .4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrl&judagur 22. september 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.