Þjóðviljinn - 22.09.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 22.09.1987, Blaðsíða 15
▼ ______________FRETTIR_________________________ Barnaofbeldi Vemda lögin bömin? Fjölmenn ráðstefna í Noregi í vikunni um illa meðferð og vanrœkslu á börnum. Yfir20 Islendingarsœkja ráðstefnuna Útvarp Rót Ekki bara Reagan I þeim hluta greinar minnar „Áfram Útvarp rót“, þar sem ég var að lýsa vonum mínum um Út- varp rót, sem andstöðu við það sem tíðkast í íslenskum fjölmiðl- um um þessar mundir, féllu niður nokkur orð sem varð til þess að snúa á haus meiningunni með eftirfarandi málsgrein. Málsgreinin á að vera svona: Það (Útvarp rót) á að vera út- varp, sem ekki leggur bara út af orðum Reagans, heldur líka út af orðum Daníels Ortega, Winnie Mandela, Gorbasjoffs og Kadd- afys o.s.frv. svo ég sé nú jafn óá- byrgur í nafnaröðinni og áður. Ragnar Stefánsson Starfshópur, sem vinnur að samnorrænu ráðstefnuhaldi um illa meðferð og vanrækslu á börnum, stendur í samvinnu við barnageðverndarsamtökin og með stuðningi frá norska fél- agsmálaráðuneytinu, að þriðju samnorrænu ráðstefnunni um illa meðferð og vanrækslu á börnum þ. 24.-27. sept. n.k. í Park Hotel, Sandefjord í Noregi. Þessar samnorrænu ráðstefnur eru haldnar annað hvert ár og hafa áður verið í Danmörku og Svíþjóð. Þátttakendurnir eru 430, aðallega fagfólk, sem unnið hefur að fyrirbyggingu, meðferð og rannsóknum á þessu sviði, svo sem heilsugæsluhjúkrunarfræð- ingar, uppeldisfræðingar, félags- ráðgjafar, læknar, sálfræðingar, kennarar, fóstrur, þroskaþjálfar, lögfræðingar, löreglan, blaða- menn og ekki síst stjórnmála- menn. Til iilrar meðferðar og van- rækslu á börnum telst andlegt, lfkamlegt og kynferðislegt of- beldi svo og grófur skortur á um- sjá og umhyggju. Meðal málaflokka sem teknir verða fyrir eru eftirfarandi: 1) - Vernda lögin börnin? 2) - Stuðlar samfélagið að illri meðferð á börnum? 3) - Hvernig á að skipuleggja forvarnarstarf? 4) - Hvernig á að standa að a) greiningu, b) meðferð, c) sam- eiginlegu framlagi og samstarfi hinna ýmsu heilbrigðisstétta. Alls halda um 60 aðilar erindi um fræðilega reynslu sína og rannsóknir. Undirbúningsnefnd- in hefur náið samstarf við Al- þjóðasamtökin um fyrirbyggingu ofbeldis og vanrækslu á börnum, sem heldur alþjóðlegar ráðstefn- ur um efnið og gefur út tímaritið „The International Journal of Child Abuse and Neglect". Rúmlega 20 íslendingar sækja ráðstefnuna. Fulltrúi Islands í undirbúningsnefnd ráðstefnunn- ar er Hulda Guðmundsdótir, yfirfélagsráðgjafi á geðdeild Borgarspítalans. Sorgog sorgar- viðbrögð Kvöldvaka í Templarahöllinni Samstarfshópur áhugafólks um sorg og sorgarviðbrögð held- ur kvöldvöku í Templarahöllinni í kvöld, þriðjudaginn 22. septemb- er kl. 20.00. Þeir sr. Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahússprestur og Páll Eiríks- son læknir flytja stutta fyrirlestra og svara fyrirspurnum. Almennar umræður á eftir m.a. um formlega stofnun sam- takanna, og kaffiveitingar. Aðgangur er ókeýpis og allt áhugafólk velkomið. N.k. mánudag flytur Ingvi Þorsteinsson erindi um eyðingu gróðurs og endur- heimt landgæða. Háskólinn Um umhverfismál r Iverkfræðideild Háskóla Islands hófst f gær erindaflutningur um umhverfísmál fyrir nemendur í deildinni, en aðgangur er öllum frjáls, eins þeim, sem ekki eru nemendur í Háskólanum. Erindin verða flutt á mánu- dögum kl. 17.15 í stofu 158 í húsi verkfræðideildar, Hjarðarhaga 6. Þau eru ráðgerð svo sent hér segir: 28. september: Ingvi Por- steinsson MS, Rannsóknastofn- un landbúnaðarins: Eyðing gróð- urs og endurheimt landgæða. 5. október: Þorleifur Einars- son, prófessor í jarðfræði: Jarð- rask við mannvirkjagerð. 12. október: Agnar Ingólfsson, prófessor í vistfræði: Ýmis undir- stöðuatriði í vistfræði. 19. otkóber: Arnþór Garðars- son, prófessor í líffræði: Rann- sóknir á röskun lífríkis. 26. október: Ólafur K. Páls- son, fiskifræðingur, Hafrann- sóknastofnun: Auðlindir sjávar og nýting þeirra. 2. nóvember: Jakob Björns- son, verkfræðingur, orkumála- stjóri: Orkumál og umhverfi. 9. nóvember: Eyþór Einarsson grasafræðingur, formaður Nátt- úruverndarráðs: Náttúruvernd í framkvæmd. 16. nóvember: Vilhjálmur Lúðvíksson verkfræðingur, fram- kvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins: Verkfræðilegar áætlanir og valkostir. 23. nóvember: Einar B. Páls- son verkfræðingur: Matsatriði, m.a. náttúrufegurð. Umsjón með námskeiðinu hef- ur Einar B. Pálsson prófessor. Sleipar skákkonur Polgar og Chibuiúanidze Keppni í landsliðsflokki á Skák- þingi 1987 hófst í Alþýðuhúsinu á Akureyri sl. fimmtudag. Kepp- endur eru 14 talsins en þegar dregið var um töfluröð hjá Skák- sambandi íslands röðuðust þeir þannig: 1. Dan Hansson 2. Þröstur Þórhallsson 3. Ólafur Kristjánsson 4. Gylfi Þórhallsson 5. Helgi Ólafsson 6. Hannes HlífarStefánsson 7. Þröstur Árnason 8. Jón Garðar Viðars- son 9. Sævar Bjarnason 10. Margeir Pétursson 11. Gunnar Freyr Rúnarsson 12. Áskell Örn Kárason 13. Davíð Ólafsson 14. Karl Þorsteins. Mótinu lýkur 2. október n.k. Það er a.m.k. 30 ár síðan Akureyringar gengust fyrir keppni í landsliðsflokki á Skák- þingi íslands en það voru Grund- firðingar sem riðu á vaðið með þá nýbreytni að halda mótiðutan Reykjavíkur og er það góð til- breyting. Akureyringareigafjóra fulltrúa á mótinu þá Askel Örn Kárason, Gylfa Þórhallsson, Ólaf Kristjánsson og Jón Garðar Viðarsson. Ljubojevic varaði sig ekki á honum Einvígið um heimsmeistaratit- ilinn milli Garrí Kasparovs heimsmeistara og áskoranda hans Anatoly Karpovs hefst með setningu í Sevilla þann 10. októ- ber n.k. en fyrsta skák einvígisins verður svo tefld þann 12. októ- ber. Áætlað er að einvígið standi í um tvo mánuði og þeir tefla 24 skákir. Þetta verður fjórða ein- vígi þeirra félaga og hefur Kasp- arov tvívegis unnið með naum- indum en fyrsta einvígið var óútkljáð er Campomanes, forseti FIDE sleit því eftir 48 skáka viðureign sem staðið hafði í meira en fimm mánuði. Ég reikna með að skýra nánar frá viðureigninni síðar en allt bendir til geysitvísýnnar keppni. Lokaæfing Karpovs fyrir ein- vígið fór fram í Bilbao fyrr í sumar en þar stóðu Spánverjar fyrir skákmóti tíu keppenda, fjögurra heimamanna og sex er- lendra stórmeistara. Karpov hef- ur ævinlega staðið sig vel á Spáni og hann vann mótið taplaust í 9 skákum, með 7 vinninga. Það er mín spá að einvígislandið spilli ekki fyrir möguleikum Karpovs í Sevilla. Á Spáni hefur hann teflt á sex mótum á ferlinum og eitt einvígi samtals 80 skákir og ekki tapað einni einustu skák, unnið 40 og gert 40 jafntefli sem er 75% vinningshlutfall. Karpov átti í harðri baráttu við þá Úlf Anders- son Svíþjoð og Lubomir Ljuboje- vic Júgóslavíu um efsta sætið. Úlf hlaut 6V5 vinning, en Ljubojevic 5Vi vinning og varð í 3.-4. sæti ásamt heimsmeistara kvenna, Maju Chiburdanidze. í 4-.5. sæti urðu svo Andrei Sokolov og Zsusa Polgar hin ungverska. Það voru einmitt konurnar sem gerðu Ljubojevic gramt í geði. Hann hlaut 5'/2 vinning gegn karlpeningnum en tapaði báðum skákunum fyrir Maju og Szusu. Þessar tvær standa öðrum skák- konum framar. Maja varð heimsmeistari kvenna árið 1978 þá aðeins 17 ára gömul en Szusa Polgar hyggur hinsvegar ekki á þátttöku í heimsmeistarakeppni kynsystra sinna. Þetta er litið dá- lítið alvarlegum augum innan FIDE, því fyrir ári voru skákstig kvenna, Elo-stigin svokölluðu, hækkuð um 100 stig hjá öllum skákkonum - nema hjá Szusu Polgar. Maja er með 2530 stig en Polgar með 2415. Hér koma þess- ar skákir. Polgar nær miklum þrýstingi gegn stöðu Ljubojevic, fer sér að engu óðslega og inn- byrðir vinninginn af fagmannlegu öryggi með hnitmiðuðum sókn- araðgerðum. Bilbao 1987: Szusa Polgar - Lubomir Ljubojevic Drottningarpeðsleikur 1. d4-Rf6 2. Rf3-d6 3. g3-Bg4 4. Bg2-Rbd7 5. c4-e5 6. Rc3-c6 7. 0-0-Be7 8. h3-Bxf3 9. exD-exd4 10. Dxd4-Db6 11. Dd2-0-0 12. b3-Rc5 13. Hel-Hfe8 14. Bb2-a5 15. Ba3-Bf8 16. Rc4-Rfxe4 17. fxe4-Had8 18. Bb2-Dc7 19. Hadl-Hd7 20. Bc3-b6 21. Kh2-Dc8 22. He3-Hde7 23. Hdcl-Dc7 24. f4-f6 25. Df2-He6 26. Df3-Kh8 27. Khl-Kg8 28. h4-Kh8 29. Bh3-H6e7 30. h5-HI7 31. Bf5-Hd8 32. Kdl-Be7 33. He2-Hff8 34. Hh2-Hfe8 35. Hhd2-Rd7 36. Bb2-Rf8 37. h6-g6 38. Bh3-Kg8 39. g4-Re6 40. g5-Rc5 41. gxf6-Bf8 42. f7+!-Kxf7 45. Df6-Dh7 43. f5-Kg8 46. Hg2- 44. fxg6-hxg6 og svartur gafst upp. Sigur Maju var ekki síður ör- uggur. Hún beitir afbrigði sem kom m.a. fyrir í sjónvarpeinvígi Shorts og Kasparovs er sýnt var á Stöð 2 en það þykir leiða til jafn- teflislegrar stöðu. Engu að síður geisaði hatrömm barátta þar sem illa staðsettur biskupLjubojevic á a5 neyddi hann til örþrifaráða sem kostuðu lið: Maja Chiburdanidze — Lubomir Ljubojevic Sikileyjarvörn 1. e4-c5 3. Bb5+-Bd7 2. RD-d6 4. Bxd7-Dxd8 5. 0-0-Rc6 6. c3-Rf6 7. d4-cxd4 8. cxd4-d5 9. e5-Re4 10. Rel-f6 11. D-Rg5 12. Be3-e6 13. Rc3-Be7 14. Dd2-0-0 15. exf6-gxf6 16. Rd3-Rf7 17. Rf4-Rd6 18. Bf2-Hae8 19. Hael-Bd8 20. He2-Rf5 21. Ra4-Ba5 22. Ddl-Dd8 23. g3-Rh4 24. Db3-b6 25. a3-Kh8 26. Hcl-Hg8 27. Kf 1 -Rf5 28. Dd3-Rfxd4 29. Bxd4-e5 30. Be3-exf4 31. Bxf4-Re5 32. Bxe5-fxe5 33. b4-b5 34. Dxb5-Bd8 35. Hdl-d4 36. Rc5-Hgf8 37. Kgl-Dd5 38. Db7-Dxb7 39. Rxb7-Bb6 40. Rd6-He6 41. Rc4-Bc7 42. Hxd4! - Svartur gafst upp. Lausnir á skákþrautum í síðasta þætti birtust tvær þrautir af óvenjulegri gerð. Lausn þeirra fer hér á eftir. Þraut nr. 1 Lausn: 1. Rf4+! Kxf2. 2. Rxh3+ Kxg3 (eða 2. .. Ke2. 3. c8(D) og svartur á enga vörn við 4. Daó mát) 3. Rf5+ Kxh3 4. Bg 4 mát. Varðandi þessa þraut þá má nefna að 1. c8(R) gengur ekki vegna 1. .. Hxhl 2. Rxe7 gl (R)! og hvítur nær ekki máti á til- skildum tíma. Þraut nr. 2 Lausn: 1. b8(R)! t.d. 1. .. d5 2. Rc6 dxc4 3. Re4+ Kxe2 4. Rd4 mát. Eða 1. .. Hxgl 2. Rxd7 t.d. 2. .. fl(R) 3. Rc5 og mát í næsta leik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.