Þjóðviljinn - 22.09.1987, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 22.09.1987, Qupperneq 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 Þriðjudagur 22. september 1987 209. tölublað 52. örgangur Þjónusta íþínaþágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Jón Guðmundsson forstjóri Sjólastöðvarinnar í Hafnarfirði var hýr á brá í gær þegar hann fagnaði nýjum Sjóla við komuna til heimahafnar. Sjóli HF-1 er eitt fullkomnasta fiskiskip íslenska fiskveiðiflotans og kemur í stað nafna síns sem eyðilagðist í eldsvoða fyrir rúmu ári úti fyrir Vestfjörðum. Sjóli er verksmiðjuskip 882 brl. og 5.65 metra langur. Hann var smiðaður í Noregi og er skrokkur skipsins sérstaklega styrktur til siglinga í ís. Á milliþilfari er 370 fm. vinnslusalur með fullkomnustu vinnuvélum. íbúðir eru fyrir 28 manns í skipinu. Skipstjóri á Sjóla er Þráinn Kristinsson. Mynd - E.ÓI. Bíldudalur/Patreksfjörður Sláturstríð fyrir vestan Guðbjartur Ingi Bjarhason hjá Sláturfélagi Arnfirðinga: Húsið á Patreksfirði fullt afmöðkuðum óþverra en samt komið með sláturleyfi. Ari ívarsson sláturhússtjóri á Patreksfirði: Búið að hreinsa allarfrystigeymslur í fylgiskönnun sem birt var í DV í gær koma framsóknarmenn og Kvennalisti best út miðað við kosningarnar í vor. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur meira fylgi en í kosningunum en er langt frá fyrri stærð. A-flokkarnir og Borgara- flokkur tapa. Nálægt 40 prósent spurðra gefa ekki upp afstöðu sína, en fylgi hinna skiptist í þessum hlutföll- um (fylgismunur frá kosningum í sviga): Alþýðuflokkur 12,3 (-2,9), Framsóknarflokkur 21,0 (+2,1), Sjálfstæðisflokkur 30,3 (+3,1), Alþýðubandalag 10,4 (-2,9), Kvennalisti 12,3 (+2,2), Borg- araflokkur 7,1 (-3,8), Þjóðar- flokkur 2,2 (+0,9), Flokkur mannsins 3,0 (+1,4), BJ 0,8 (+0,6), Stefán Valgeirsson 0,3 (- 0,9), Græningjar0,3,-og mælast nú í fyrsta sinn. Fylgisbreytingar minnstu samtakanna eru lítt marktækar sem sjá má af því að fylgi Græningja byggir á svari eins manns. Aðeins ein könnun önnur hef- ur verið gerð á flokkafylgi í sumar, í HP í ágúst. Þar fékk Sjálfstæðisflokkur um 40 pró- sent, og virðist DV-könnunin ekki staðfesta slíka aukningu. Að öðru leyti er hneigðin nú svipuð og í HP-könnuninni, sveiflurnar þó ívið rólegri miðað við kosning- arnaríapríl. -m un verður í Arnarfirði í haust. Ef sláturleyfið fæst ekki verða Pat- reksflrðingar einir um hituna á þessu svæði. „Dýralæknir skrifaði upp á á- kveðna hluti sem við eigum að framkvæma, og við erum nú að gera það sem við getum. Ég býst við að lagfæringum verði lokið um miðja þessa viku,“ sagði Guðbjartur, „en reyndar eru kröfurnar sem gerðar eru til okk- ar meiri en eðlilegt getur talist, að minnsta kosti ef miðað er við slát- urhúsið á Patreksfirði. Það hús var reist sem sláturhús, en var síðan selt til rækjuvinnslu. Húsið var umhirðulaust í vetur og varð frostskemmdum að bráð. Auk þess var rafmagnið tekið af hús- inu og þar var þá talsvert af mat- vælum í frysti, sem núna eru orð- in að maðkahrúgu. Þó að þetta hús sé fullt af möðkuðum óþverra er það samt komið með slátur- leyfi og því ljóst að það er ekki sama Jón og séra Jón,“ sagði Guðbjartur. Ef slátrað verður á báðum stöðum í haust munu um það bii 3000 fjár koma til slátrunar í Arn- arfirði, en 2000 til 2400 á Patreks- firði að sögn Guðbjarts. „Slátrun byrjar hér á mánu- daginn að öllu óbreyttu,“ sagði Ari ívarsson, sláturhússtjóri á Patreksfirði. Að sögn hans er búið að hreinsa allar frysti- geymslur, og sá yfirdýralæknir þær áður en byrjað var á því verki. HS Krakkafundur Bensínlaus á öræfum Menntaskólakrakkarnir átta sem leitað var að fundust um miðjan dag í gær við Köldukvísl rétt norðan við Þórisvatn klukk- an 16.10. Þau höfðu orðið bensín- laus. Að sögn Tryggva Friðriks- sonar, hjá Landssambandi Hjálparsveita skáta í Reykjavík, fóru þrír bílar að norðan og tveir að sunnan til leitar að krökku- num og þyrla Landhelgisgæsl- unnar var kölluð út. Krakkarnir höfðu verið að ferðast á eigin vegum um helgina og höfðu fyrst viðkomu á Hvera- völlum síðastliðinn föstudag. Á hádegi á sunnudag höfðu þau verið á Akureyri, áður en þau lögðu í hann. -grh Við erum ekki búnir að fá undanþágu, en ég trúi ekki öðru en að hún fáist þegar búið er að lagfæra það sem okkur er uppálagt, sagði Guðbjartur Ingi Bjarnason, sláturhússtjóri hjá Sláturfélagi Arnfirðinga, en ekki er Ijóst enn hvort af sauðfjárslátr- DV-könnun Framsókn vinnur á A-flokkar tapa, Kvennó ísókn Bankakerfið Stórhækkun á þjónustugjöldum Dýrast að skipta við Iðnaðarbankann en ódýrast við Landsbanka. Þjónustugjöld bankanna hafa hœkkað langt umfram almennar verðhœkkanir Skákþing íslands Margeir efstur í gær var tefld flmmta umferð á skákþingi Islands. Úrslit urðu þau að Ólafur Kristjánsson vann Karl Þor- steins, Helgi Ólafsson vann Dan Hansson, Þröstur Þórhallsson vann Gylfa Þórhallsson, Hannes Hlífar vann Gunnar Frey og Da- víð Ólafsson vann Jón G. Viðars- son. Viðureign Margeirs Péturs- sonar og Sævars Bjarnasonar lyktaði með jafntefli sem og skák Þrastar Árnasonar og Áskels Kárasonar. Margeir er efstur með 4 vinn- inga en í 2.-5. sæti eru Helgi, Þröstur, Davíð og Ólafur með þrjá og hálfan vinning. -ks. Hækkun á föstum gjaldaliðum banka og sparisjóða hefur yf- irleitt orðið talsvert meiri en al- mennar verðhækkanir á síðustu 12 mánuðum. Algengt er að al- menn þjónustugjöld hafl hækkað um allt að 50% á þessum tíma og föst gjöld vegna vanskila hafa hækkað þrefalt meira, eða um 160-170%. Þetta kemur fram í könnun sem Verðlagsstofnun hefur gert á þjónustugjöldum banka og spari- sjóða í landinu. Þar kemur einnig fram, að í flestum tilfellum eru gjöldin hæst hjá Iðnaðarbankan- um en lægst hjá Landsbankan- um. Sem dæmi má nefna að tilkynninga- og greiðslugjald kostar 90 kr. í Iðnaðarbankanum en 39 kr. í Landsbankanum. Tékkhefti með 25 blöðum kostar 175 kr. í Iðnaðarbankanum en 120 kr. í Landsbankanum. Hlutfallsleg þóknun vegna út- lána sem Seðlabankinn ákvað áður samhliða útlánsvöxtum hef- ur í mörgum tilfellum hækkað um allt að 50-60% á einu ári. Þannig hefur þóknun fyrir keypta víxla hækkað í mörgum tilfellum úr 0,4% í 0,65% og þóknun fyrir skuldabréf til lengri tíma hækícað úr 0,8% í 1-1,2%. Þessi gjöld hafa hins vegar ekki hækkað í Landsbankanum. -Ig.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.