Þjóðviljinn - 16.10.1987, Page 8
r
HEIMURINN
Taiwan
Liðkað fyrir Kínaferðum
Bann við ferðalögum eyjarskeggja til meginlandsins senn afnumið. Tekurþó aðeins tilþeirra sem eiga
nána œttingja í Alþýðulýðveldinu
Senn kemur aö því að túristar frá T aiwan geti spókaö sig á Kínverska múrnum rétt eins og aðrir. Aflétting farbannsins nær
þó aðeins til lítils hluta eyjarskeggja.
Guomindang, stjórnarflokkur-
inn á Taiwan, lýsti því yfir í
vikunni að bann við ferðalögum
landsmanna til Kínverska al-
þýðulýðveldisins yrði afnumið.
Þetta skref markar nokkur tíma-
mót í samskiptum eyjarskeggja
við meginlandið, en stjórnvöld í
Taipei hafa jafnan haldið því
fram að þau séu hin einu sönnu í
Kínaveldi.
Enda þótt farbanninu verði
aflétt er ekki þar með sagt að
óheftur túrismi og frjáls verslun
milli landanna komist á, en sú
krafa hefur lengi verið uppi á Ta-
iwan. í tilkynningu Guomindang
segir að þeim íbúum einum sem
eiga nána ættingja á megin-
landinu verði leyft að fara í heim-
sókn. Eftir sem áður eiga her-
menn og embættismenn á
eyjunni enga möguleika á slíku
ferðalagi. Mikill meirihluti íbú-
anna er Taiwanskur að uppruna,
og ferðafrelsið nær ekki heldur til
þeirra.
Um tvær milljónir manna, þar
á meðal 600.000 hermenn, flúðu
til Taiwan með stjórnvöldum Gu-
omindang árið 1949, og komu sér
yfir sundið milli eyjarinnar og
Fujian-fylkis á smábátaflota, er
herir kommúnista unnu
fullnaðarsigur í borgarastyrjöld-
inni sem þá hafði geisað í
landinu.
Púsundir Taiwanbúa hafa ferð-
ast til meginlandsins á laun á und-
anförnum árum. Með því hafa
þeir lagt sig í nokkra hættu, því ef
upp um þá kemst er litið á þá sem
svikara og þeir njóta ekki lengur
ferðafrelsis.
Tilkynning stjórnvalda á Taiw-
an kemur í framhaldi af ýmsum
öðrum breytingum í þíðuátt sem
erst hafa á eynni að undanförnu.
júlí var herlögum aflétt, fyrir-
heit voru gefin um að dregið yrði
úr eftirliti með fjölmiðlum og
fleiri flokkar en Guomindang
voru leyfðir. Nú virðist röðin
komin að þeim póltíska mála-
flokki sem viðkvæmastur er;
tengslunum við Pekingstjórnina.
Ekkert þykir benda til þess að
Guomindang viiji taka upp við-
ræður við þessa helstu óvini sína
um sameiningu landsins. Þvert á
móti segjast talsmenn stjórnarf-
lokksin's vera að taka áróðurslegt
frumkvæði með afnámi far-
bannsins, með því að leyfa fólki
að hittast og stuðla að menning-
arlegum samskiptum. Sú hugsun
býr að baki að ferðalangarnir frá
Taiwan verði gangandi auglýs-
ingar fyrir blómstrandi kapítal-
isma heimafyrir, og að hugmynd-
ir þeirra um pólitískt frelsi falli í
frjóan svörð á meginlandinu.
Tilslakanirnar komu eftir mót-
mælaaðgerðir ýmissa hermanna á
eftirlaunum, sem kröfðust þess
að fá að hitta ættingja sína. Marg-
ir eru einmana og lifa í sárri fá-
tækt, og málstaður þeirra hefur
vakið mikla samúðarbylgju á Ta-
iwan.
Ýmsir kaupsýslumenn sjá
aukin tengsl við Kína í rós-
rauðum bjarma. Þeir vonast til að
koma á beinum viðskiptatengsl-
um við meginlandið og jafnvel
setja þar upp verksmiðjur.
Stjórnmálaskýrendur eru efins
um að hægt verði að takmarka
ferðir til Kínverska alþýðulýð-
veldisins. Ferðaskrifstofumenn
búast við flóði pantana, og segja
að fjölmargir vilji fara yfir og
skoða sig um.
Fyrir sitt leyti hafa kínversk
stjórnvöld stuðlað að því í áravís
að taiwanskir ferðamenn kæmu í
heimsókn. í því skyni hafa þeir
fengið vegabréfsáritun sem ekki
er færð inn í vegabréf. Og þar
með eru stjórnvöld engu nær
heimafyrir um þeirra reisur.
Kínversk stjórnvöld hafa einn-
ig hvatt til aukinna viðskiptalegra
og menningarlegra samskipta, en
yfirlýst markmið þeirra er frið-
samleg sameining meginlandsins
og Taiwan.
HS
SKÁK
Anatoly Karpov
Um Karpov má segja það sama
og Kasparov. Ferill hans var ein
óslitin sigurganga þar til Kaspar-
ov kom fram á sjónarsviðið. An-
atoly Karpov er í vissum skilningi
skáksaga síðustu 15 ára holdi
klædd. Hann hefur unnið fleiri
skákmót en nokkur annar og er
virkasti þátttakandi á skák-
mótum sem um getur. Reyndin
var um nær alla sem áunnu sér
heimsmeistaratign að þeir drógu
sig úr þátttöku á mótum en því
var þveröfugt farið með Karpov.
Hann varð heimsmeistari án
keppni árið 1975 er Bobby Fisc-
her neitaði að verja titil sinn
vegna deilna um reglur einvígis-
ins og Karpov fann hjá sér sterka
þörf til að sanna sig sem verðugan
heimsmeistara og tefldi á hverju
mótinu á fætur öðru og vann jafn-
an sigur.
Flann vakti fyrst verulega at-
hygli er hann varð heimsmeistari
unglinga í Stokkhólmi 19 ára
gamall árið 1969. Hann varð efst-
ur í Aljékin-mótinu í Moskvu
1971 ásamt Leonid Stein, hlaut
11 vinninga úr 17 skákum og þá
var farið að ræða um hann í ftillri
alvöru sem verðandi heimsmeist-
ara og keppinaut Fischers eftir að
Fischer sigraði Spasskí í Reykja-
vík 1972. Karpov sigraði í Hast-
ings um áramótin 1972 ásamt
Kortsnoj 1971/72 og varð í 1.-3.
ásamt Portisch og Petrosjan í San
Antonio 1972. Tefldi sem 1. vara-
maður í Skopje á olympíuskák-
mótinu og vöktu fágaðar vinn-
ingsskákir hans þá mikla athygli.
Árið 1973 skein frægðarsól hans
skært. Hann sigraði á millisvæð-
amótinu í Leningrad ásamt
Kortsnoj, hlaut 13'/2 v. úr 17
skákum, sigraði síðar um árið á
sterku móti í Madrid með 11
vinninga úr 15 skákum. 1974
hófst áskorendakeppnin og
Karpov náði að brjóta sér leið
gegnum helstu merkisbera so-
véska skákskólans. Hann sigraði
fyrst Polugaevskí 5Vi:2xh, síðan
Spasskí 7:4 og loks Kortsnoj
12Vz:11V2. Þeir Spasskí og Korts-
noj kvörtuðu yfir ójöfnum að-
stæðum og einvígið við Kortsnoj
dró dilk á eftir sér. 1976 yfirgaf
Kortsnoj fósturjörðina og hefur
búið í Sviss æ síðan.
Fischer neitaði að verja titil
sinn í einvígi sem Filippseyingar
hugðust halda. Þeir buðu ' erð-
launafé sem nam 5 milljónum
bandaríkjadala. Marcos, þá for-
seti landsins, átti stóran þátt í til-
boði Filippseyinga. Karpov tefldi
á hverju mótinu á fætur öðru og
tvívegis tefldi hann við Kortsnoj
um heimsmeistaratitilinn. Þeir
mættust í Baguio 1978 og Karpov
sigraði 6:5 með 21 jafntefli. Ein-
vígið var æsispennandi og gengu
klögumálin á víxl. Karpov komst
í 5:2 en Kortsnoj jafnaði 5:5.
Karpov vann síðan úrslitaskákina
og hélt titlinum. Honum var
tekið sem þjóðhetju í Sovétríkj-
unum og náði geysilegum pólit-
ískum völdum, ekki aðeins í
skáklífinu. 1981 mættust þeir aft-
ur Kortsnoj og Karpov en einvíg-
ið var jafn áreynslulaust og hin
tvö höfðu verið erfið Karpov.
Hann sigraði 6:2 með 10
jafnteflum. Þá varð mönnum
ljóst að gamla kynslóð skák-
meistaranna hafði ekki roð við
Karpov.
Of langt mál yrði að telja sig-
urgöngu Karpovs en eftir að hann
varð heimsmeistari vann hann
fimm Interpoli-mót, sigraði þrí-
vegis f Bugonjo, varð efstur
ásamt Tal á stórmótinu í Montre-
al, sigraði á IBM-mótinu 1980,
vann fjölmörg skákmót með tak-
mörkuðum þátttakendafjölda
s.s. í Amsterdam 1976. Hann
varð sovétmeistari í skák 1976 og
1983.
Karpov tefldi á 1. borði í so-
vésku olympíusveitinni 1980 og
1982 og átti drjúgan þátt í sigrum
Sovétmanna. Hann gat ekki teflt
á olympíuskákmótinu í Buenos
Aires 1978 en þar urðu Sovét-
menn í fyrsta og eina skiptið að
láta sér lynda annað sætið. Áhrif
Karpovs á þróun skáklistarinnar
eru óumdeild. Rétt eins og Fisc-
her, Tal, Botvinnik, Aljékin og
Kasparov hefur hann bætt við
skilning manna á mikilvægum
þáttum skákarinnar. Virk fyrir-
byggjandi taflmennska er ein-
kenni Karpovs samfara geysilegri
baráttugleði og oft á tíðum ótrú-
legri þrautseigju. Hann er tví-
mælalaust í hópi fimm mestu
skákmanna allra tíma.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. október 1987