Þjóðviljinn - 16.10.1987, Page 10

Þjóðviljinn - 16.10.1987, Page 10
ALÞÝÐUBANDALAGK) MINNING Alþýðubandalagiö Hafnarfirði Aðalfundur Bæjarmálaráðs Aðalfundur Bæjarmálaráðs ABH verður haldinn í Skálanum, Strandgötu 41, laugardaginn 17. október kl. 10.00 Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Drög að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarfyrirárið 1988-Magnús Jón Árnason hefur framsögu. 3) Starfsáætlun vetrarins. 4) önnur mál. Guðmundur Bjömsson veggfóðrari Fœddur 5.4. 1904 - Dáinn 7.10. 1987 Alþýðubandalag Borgarness og nágrennis Félagsfundur Félagsfundur í Röðli laugardaginn 17. október kl. 14.00. Dagskrá: 1) Kosning fulltrúa á landsfund. 2) Onnur mál. Stjórnln Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðstefna Bæjarmálaráðstefna Alþýðubandalagsins á Akureyri 19. október klukkan 20.30 í Lárusarhúsi. Dagskrá fundarins: 1. Kjaramál. 2. Dagskrá bæjarstjórnar. Stjórnin Alþýðubandalagið Kjósarsýslu Aðalfundur Ólafur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Kjósarsýslu verður haldinn miðvikudag- inn 28. október kl. 20.00 í Hlégarði. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Önnur mál. Sem sérstakir gestir á fundinn koma þeir: Svavar Gestsson form. Alþýðu- bandalagsins, Geir Gunnarsson alþm., og Ólafur Ragnar Grímsson vara- þingm. Munu þeir flytja stutt ávörp í tilefni Landsfundar og ræða flokksstarf- ið, einnig munu þeir fjalla um það sem efst er á baugi í stjórnmálunum. Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti á fundinn. Stjórnin Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Kjördæmisráðstefna í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldin laugar- daginn 17. október kl. 10.00 í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18 Akureyri. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Skýrsla kosningastjórnar og reikningar. 3. Útgáfumál og flokksstarf. 4. Efnahags- og atvinnumál. Framsaga. 5. Stjórnmálaályktun. Framsaga. 6. Kosningar - almennar umræður - önnur mál. Áætluð þingslit kl. 18.00. Kvöldvaka Stjórn kjördæmisráðs AB Akranesi Aðalfundur Aðalfundur AB Akranesi verður í Rein laugardaginn 17.10. klukkan 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Áherslupunktar landsfundar 3. Kosning fulltrúa á landsfund 4. Kosning fulltrúa á aðalfund kjördæmisráðs. 5. Önnur mál. stjórn|n Landsfundur Alþýðubandalagsins Skrifstofa flokksins minnir á 2. mgr. 14. gr. laga Alþýðubandalagsins: „Þegar boðað er til reglulegs landsfundar skulu grunneiningar hafa lokið kjöri fulltrúa á landsfund þremur vikum áður en hann er haldinn." Þar sem landsfundurinn verður settur 5. nóvember skal kjöri fulltrúa vera lokið eigi síðar en 15. október. Þess er vænst að fulltrúatal hafi borist skrifstofunni eigi síðar en 22. október. Flokksmiðstöð Alþýðubandalagslns ABR Greiðið félagsgjöldin Alþýðubandalagið í Reykjavík hvetur félagsmenn til að greiða heimsenda gíróseðla sem allra fyrst. Stjórnln ■ Alþýðubandalagið Reykjanesi Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs verður haldinn laugardaginn 24. október kl. 14.00 í Þinghóli, Kópavogi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Alþýðubandalagið Skagafirði Félagsfundur á Sauðárkróki Alþýðubandalagsfélag Sauðárkróks heldur félags- fund í Villa Nova n.k. föstudagskvöld 16. október kl. 20.30. Dagskrá: 1) Kosning fulltrúa á landsfund. 2) önnur mál. Ragnar Arnalds alþm. mætir á fundinn. Mummi, eins og mér var tam- ast að kalla hann, var fæddur í Reykjavík, sonur hjónanna Jón- ínu Jensdóttur og Björns Björns- sonar veggfóðrara. Hann lærði iðnina, eins og tveir bræður hans, af föður sínum og vann síðan við hana lengst af og þá mest í félagi við bróður sinn Jóhannes. Þriðji bróðirinn sem vann við þessa sömu iðn var Guðjón. En áður var Guðmund- ur búinn að stunda ýms störf, þar á meðal sjómennsku. Sigldi á ís- lenskum og norskum flutninga- skipum og var seinast á gamla Gullfossi. Hann fór víða þegar hann var til sjós - sagðist hafa komið til fjórtán landa. Mummi gerðist snemma rót- tækur og gekk fljótlega í Kom- múnistaflokkinn við stofnun hans 1930. Þegar ég spurði hann ein- hvern tíma að því hvers vegna hann hefði orðið svona mikill kommi, svaraði hann því til , að ef til vill hefði hann séð eymdina þegar hann kom í erlendar hafn- arborgir. Sagðist svo hafa farið að bera þetta saman við ástandið heima. Eitt sinn þegar ég var að spyrja hann um pólitíkina eins og hún var þegar hann var ungur, sagði hann mér frá Dreifibréfsmálinu svokallaða 1941. Sagði hann að það mál hefði ekki síst orðið til að herða sig í baráttunni. Málið var í aðalatriðum þannig vaxið að nokkrir menn dreifðu fjölrituðu bréfi á ensku meðal breskra her- manna, sem gengið höfðu í upp- skipunarvinnu Dagsbrúnar- manna, sem voru í verkfalli. Voru átta menn handteknir ólög- lega í kjölfar þessa og þrír þeirra sendir til Englands í fangelsi. Eða þá Gúttóslagurinn 1932. Sagði Mummi að sá atburður hefði hert margan manninn sem þar barðist fyrir brauði sínu og er áreiðanlega ómögulegt fyrir okk- ur sem nú erum á dögum að setja okkur í spor þessa fólks sem þar barðist. En svo undarlegt sem það gæti ef til vill virst einhverjum þeirra sem les þetta þá var hann Mummi, þessi eldrauði kommi, innilega trúaður. Trú hans fólst kannski meðal annars í því sem hann sagði einhvern tíma: „Já, ef það hefði nú verið farið eftir því sem hann sagði, smiðssonurinn.” Svo var hann Mummi mikill áhugamaður um „spíritisma”. Reyndar var hann mjög næmur á því sviði - hafði miðilshæfileika. Einnig hafði hann mikla trú á draumum og heyrði ég hann oft segja frá draumum sínum; m.a. í hverjum honum fannst hann koma á ýms tilverusvið. í því sambandi minnist ég þess að hann sagðist einhvern tíma hafa rætt við meistara Þóberg um þau mál og hefði farið vel á með þeim. Mummi var skapmaður mikill, en grunnt var á gamanseminni. Minnist ég í því sambandi sögu sem hann sagði mér af því þegar hann var á togara og þeir voru að leggjast að í Grimsby. Datt þeim sem stóðu frammi á hvalbak allt í einu í hug að fara að kyrja „Eld- gamla ísafold”. Sagði hann að þá hefðu „Tjallarnir” á kajanum rifið ofan húfurnar í þeirri trú að íslendingarnir væru að syngja breska þjóðsönginn. Guðmundur kvæntist eftirlif- andi konu sinni, Þórheiði Sumar- liðadóttur, árið 1930. Þau áttu einn kjörson, Aðalstein, en hann lést árið 1948, aðeins 16 ára gam- all. Mummi minn. Ég minnist með eftirsjá þeirra stunda þegar ég sat hjá þér í litla súðarherberginu á Þinghólsbraut 19 í Kópavoginum og þú talaðir um „pólutík”, spírit- isma og drauma. Þetta var rétt upp úr 1960 og haustið 1965 flutt- um við Gyða og krakkarnir hing- að austur á Selfoss. Og alltaf vor- uð þið Þóra fyrstu gestirnir til okkar á vorin. Það var eitthvað hátíðlegt við þá daga. Og grunnt var á pólitíkinni hjá þér þegar þú dróst upp úr blússuvasanum þennan ómissandi brjóstsykurs- poka, helltir úr honum á eldhús- borðið og skiptir innihaldinu hnífjafnt á milli krakkanna, segj- andi um leið: „Nú skiptum við þjóðarkökunni.” Hvernig gat farið saman hjá þér, Mummi; spíritisminn, draumarnir og þessi róttækni? Það skilja þeir sem þekktu þig vel. Ég vona að nú sértu kominn á þitt óskaplan, Mummi minn, hvar sem það nú er. Ég sakna þín. Ólafur Th. Ólafsson ALÞYDUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Starfshópur um utanríks- og friðarmál Fundur verður haldinn í Miðgarði, Hverfisgötu 105 Reykjavík, 4. hæð fimmtudaginn 22. október kl. 20.30. Dagskrá: Undirbúningur málefna fyrir Landsfund. Stjórnin Alþýðubandalagið Nesjahreppi Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins Nesjahreppi verður haldinn sunnudaginn 18. október kl. 17.00 á kaffistofu Jökuls hf. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Kosning fulltrúa í kjördæmisráð. 3) Kosning fulltrúa á Landsfund. Stjórnin. Alþýöubandalagið Blönduósi og nágrenni Aðalfundur Alþýðubandalagsfélag Blönduóss og nágrennis boðar til aðalfundar í hótelinu á Blönduósi, sunnu- daginn 18. október kl. 16.00. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Kosning fulltrúa á Landsfund. 3) Steingrímur J. Sigfússon alþm. mætir og ræðir stjórnmálaviðhorfin. Stjórnin Steingrímur Alþýðubandalagið á Siglufirði Félagsfundur verður haldinn sunnudaginn 18. október klukkan 14 á Suðurgötu 10. Dagskrá: 1. Landsfundur Alþýðubandalagsins 2. Bæjarmál 3. Vetrarstarfið. Stjórnin Alþýðubandalagið í Neskaupstað Aðalfundur Alþýðubandalagið í Neskaupstað boðar til aðalfundar að Egilsbraut 11 (Kreml), sunnudaginn 18. október kl. 16.00. Dagskrá: Kosning stjórnar og fulltrúa á landsfund. Önnur mál. Félagar mætið vel og stundvíslega. Stjórnin ÆSKULYÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin í Reykjavík Fundaröð ÆFR ÆFR gengst fyrir fundaröð í október um eftirfarandi málaflokka: Fimmtudaginn 22. október: Umhverfis- og utanríkismál. Þriðjudaginn 27. október: Dagvistun og menntamál. Allir velkomnir - ÆFR Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði Félagsfundur ÆFHA boðar til félagsfundar þriðjudaginn 20. októþer kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá: 1) Kynning vetrarstarfs. 2) Fjármál. 3) Húsnæði. 4) Landsfundur. 5) Önnur mál. Hvetjum félaga til að mæta. Stjórnin. Ragnar 10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.