Þjóðviljinn - 25.10.1987, Page 14

Þjóðviljinn - 25.10.1987, Page 14
£2 Happdrætti Hjartaverndar 1987 Vinningaskrá Greiðsla upp í íbúð kr. 1.000.000 26892 Jeppabifr. Patjero 1988 kr. 900.000 31860 Bifreið Chevrol. Monza 1988 kr. 560.000 89878 Greiðsla upp í íbúð hvor á kr. 500.000 50651 og 117040 Ferðavinningar hver á kr. 150.000 15501 54573 86524 114703 Ferðavinningar hver á kr. 100.000 1104 53546 103367 144273 11079 57448 105153 148710 33478 101218 107439 Vinninga má vitja á skrifstofu Hjartaverndar, Lág- múla 9, 3. hæð. Þakkir til stuðningsmanna um land allt Snjómokstur 1987-1988 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í snjómokstur með vörubifreiðum í Húnavatnssýslum veturinn 1987- 1988 WJ Um er að ræða tvö útboð: é. 1. Blönduós - Skagaströnd - Blönduvirkjun, (67 km). Vjm 2. Blönduós - Hvammstangi, (52 km). Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 26. október nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 2. nóvember 1987. Vegamálastjóri FLUGMÁLASTJÓRN Rafeindavirkjar óskast Flugmálastjórn óskar eftir að ráða 2 rafeindavirkja eða starfskrafta með sambærilega menntun í 2 stöður eftirlitsmanna flugöryggistækja hjá radíódeild. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur mega gera ráð fyrir að sækja námskeið erlendis í meðferð flugleiðsögu- og fjarskiptatækja. Allar nánari upplýsingar um starfið má fá hjá deildar- stjóra radíódeildar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist samgönguráðuneytinu fyrir 13. nóv- ember 1987. Vinna í Steinahlíð! Við erum með spennandi upeldisstarf í boði fyrir áhugasamt fólk. Hafið samband við okkur í síma 33280. Páll Ólafsson skorar í landslaik gagn Sviss. Landsliðlð hafur staðið sig mjög v©l og mætir Sviss um helgina. Spuming um forgang Undirbúningur handknatt- leikslandsliðsins er nú hafinn að nýju eftir stutt hlé. Búið er að leika fyrstu fimm umferð- irnar í íslandsmótinu, en nú verður gert hlé á því og lands- liðið leikur á móti í Sviss. Ung- lingalandsliðið hefur hinsveg- ar lokið leikjum sínum ásterku móti í V-Þýskalandi. Mikill hluti starfsemi HSÍ snýst um landsliðið. Ýmsar nefndir starfa á vegum landsliðsins, ýmist til að skipuleggja eða fjármagna kostnaðarsaman undirbúning liðsins. Hlutverk HSÍ er einnig að sjá um íslandsmótið í handknatt- leik og hlýtur það að vera stærsta verkefni sambandsins. Nú er sú staða komin upp að landsliðið gengur fyrir íslands- mótinu. Vissulega þarf landsliðið sinn tíma, en í upphafi mótsins var gert ráð fyrir tímanum sem átti að fara í landsliðið og ísland- smótið skipulagt í kringum það. Þessir útreikningar virðast ekki hafa gengið upp og því greip HSÍ til þess ráðs að fresta 6. umferð íslandsmótsins vegna ferðar U- 19 ára liðsins og A-landsliðsins. En hvað á að hafa forgang? Landsliðið hefur vissulega náð frábærum árangri og mikilvægt að undirbúningur verði sem best- ur fyrir Olympíuleikana í Seoul á næsta ári. Ef við ætlum að gera okkur vonir um að ná árangri þar verður landsliðið að fá sinn tíma. Handbolti hefur verið í markvissri sókn undanfarin ár og frumskilyrði fyrir því er gott landslið og skemmtilegt íslands- mót. Ef annað af þessu gleymist er hætt við að áhugi almennings á handknattleik dvíni smám sam- an. Landsliðið er framtíðarverk- efni og við verðum að gera okkur grein fyrir því að þeir leikmenn sem nú skipa landsliðið verða ekki þar nema 5-10 ár í allra mesta lagi. Þeir leikmenn sem leika hér heima, með íslenskum liðum, verða að fá sín verkefni og það er deginum ljósara að metn- aðarleysi í skipulagningu íslands- mótsins gæti haft mjög slæm áhrif á framtíðarlandsliðið. Frestun 6. umferðar er því hið versta mál. Það er slæmt að þessi ákvörðun skuli hafa veri tekin án samþykkis mótanefndar. Nefnd- in ætlaði að segja af sér, en virðist hafa hætt við. Þó er mikil óá- nægja innan mótanefndar með þessa ákvörðun stjórnar HSÍ. Það er vissulega slæmt ef að sam- starfið gengur illa, en þetta er þó nokkuð sem HSÍ ætti að geta ráðið framúr. Það þýðir þó ekki að einblína á dökku hliðarnar. Það er mjög ánægjulegt að unglingalandsliðið skuli fá verkefni og keppnisferðin til V-Þýskalands kemur til með að gefa þessum ungu leik- mönnum mikla og dýrmæta reynslu. Leikmenn liðsins hafa sýnt að þar eru margir efnilegir leikmenn á ferð og margir þeirra eru famir að banka á dyrnar í A-landsliðinu. Glæsilegir sigrar yfir Noregi og Tékkóslóvakíu sýna að þarna eru á ferð leik- menn framtíðarinnar. Annað sem vekur athygli er að HSÍ skuli hafa ráðið Dr. Slavko Bambir sem þjálfara kvenna- landsliðsins. Það hefur oft verið svo að kvennalandsliðið hefur setið á hakanum, en ráðning júgóslavnesks þjálfara ber það með sér að breyting sé í vændum. Handboltabrauð er eitt af því sem gerir HSÍ kleift að standa undir þeim gífurlega kostnaði sem fylgir undirbúning landsliðs- ins. Landsamband bakarameist- ara hefur kynnt brauðið og mun sala á því hefjast um miðjan nóv- ember. Brauðið er hollt og af hverju seldu brauði fær HSÍ þrjár krónur. Þetta er styrkur sem gæti numið 1-2 milljónum kr. fram að Seoul. Samingar sem þessi eru sniðugir og beggja hagur. Þetta er kannske einn hluti af þeirri þróun sem hefur átt sér stað í mörgum nágrannalöndum okkar. í stað þess að vera að reyta inn eina og eina auglýsingu er það einn „sponsor“ sem leggur mikið í auglýsingar hjá einhverju tilteknu liði eða í einhverri íþróttagrein. Þrátt yfir að knattspyrnuver- tíðinni sé lokið eru landsliðin enn að. Drengjalandsliðið fékk slæm- an skell gegn Svíum á útivelli. Þeir sem sáu leikinn hér heima, sem lauk með jafntefli 3-3, eru ekki í vafa um að íslensku strák- arnir eru þeim sænsku engir eftir- bátar. En dæmið gekk ekki upp og ísland komst því ekki í úrslit Evrópukeppninnar. A-landsliðið á fyrir höndum líklega sinn erfiðasta leik. Gegn Sovétmönnum á Krímskaga. So- vétmenn verða að sigra til að tryggja sér sæti í lokakeppninni og róðurinn verður því þungur fyrir íslenska landsliðið. ÍÞRÓTTASPEGILL eÍðsson 14 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. október 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.