Þjóðviljinn - 25.10.1987, Blaðsíða 15
Sinfóníutónleikar
Hauskúpa Mozarts
FUNDIN
Aðrir reglulegu áskriftartón-
leikar Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands á þessu s'tarfsári voru hald-
nir í Háskólabíói við Hagatorg í
Reykjavík fimmtudagskvöldið
15. október 1987. Stjórnandi var
hinn heimsfrægi Diego Masson
frá Frakklandi. Einleikari var
ástralíumaðurinn Roger Wood-
ward er ku vera enn frægari. Á
slaginu klukkan 20.33 gekk
hljómsveitarstjórinn inn á sviðið
við mikinn fögnuð áhorfenda. En
6 mínútum áður hafði kons-
ertmeistarinn gengið inn á sviðið
við lítinn fögnuð áhorfenda. Svo
lyfti hljómsveitarstjórinn sprota
sínum svo töfrandi tónaflóð Moz-
arts fyllti hvern krók og kima í
hinni glæstu hljómleikahöll.
Þetta var Parísarsinfónían (nr. 31
í F-dúr KV. 297) en hún var sam-
in og frumflutt í París og þess
vegna heitir hún Parísarsinfónín-
an. Var það unun á að hlýða enda
dó Mozart ungur af því að þeir
sem guðirnir elska deyja ungir og
var jarðaður af Félagsmálastofn-
un í svo vondu veðri að gröf hans
týndist. Og hefur hún aldrei
fundist þrátt fyrir dauðaleit en
hauskúpa hans fannst á víðavangi
öllum á óvart um daginn. En tón-
list Mozarts deyr aldrei vona
menn.
Næsta verk á efniskránni var
frumflutningur nýs íslensks tón-
verks, píanókonserts eftir Áskel
Másson. Og þá lék hinn
heimsfrægi ástralíumaður Roger
Woodward með Sinfóníuhljóm-
sveitinni undir stjórn hins
heimsfræga Diego Massons frá
Frakklandi. Píanókonsertinn var
skrifaður á starfslaunum. Annars
hefði hann sennilega aldrei verið
skrifaður. Píanókonsertinn er í
fjórum þáttum, fyrst er mjög
langur þáttur, svo mjög stuttur
annar þáttur, þá fremur stuttur
þriðji þáttur og loks ekki mjög
langur fjórði þáttur sem er loka-
þáttur verksins. Verkið er mjög
langt og stórt í sniðum. Það má
því teljast stórvirki. En um list-
rænt gildi stórvirkisins ætla ég
ekki að tala. En píanókonsertinn
gerir miklar kröfur til einleikar-
ans, enda eiga þeir píanókonsert-
ar sem gera hógværar eða litlar
kröfur til einleikaranna ekki upp
á tónleikapallinn á vorum
dögum. Hinn heimsfrægi píanó-
leikari lék píanókonsertinn mjög
vel, sem kom fáum á óvart því
hann hefur einmitt orðið
heimsfrægur á því að leika mjög
vel píanókonserta á píanókons-
ertum út um allan heim. Það er
mikið af kadensum í verkinu og
skrifaði höfundurinn sjálfur ka-
densurnar. En áður fyrr sömdu
höfundarnir sjálfir aldrei kadens-
ur sínar heldur sömdu píanóleik-
ararnir, í þeim píanókonsertum
höfundanna sem þeir léku í. En
nú er þetta breytt sem betur fer.
Nú eru allar kadensur yfirleitt
skrifaðar af höfundum sínum og
er það vel.
Eftir flutning verksins klifraði
höfundur þess upp á tónleikapall-
inn og klöppuðu áhorfendur hon-
um óspart Iof í lófa. En hann
hneigði sig fyrir áhorfendum. Þá
klifraði höfundur verksins aftur
niður af sviðinu og gekk til sætis
síns.
Svo kom hlé í tuttugu mínútur.
Eftir hlé héldu tónleikarnir áfram
eins og ekkert hefði í skorist enda
hafði ekkert ískorist. Nú lék Sin-
fóníuhljómsveitin undir stjórn
hins heimsfræga Diego Massons
frá Frakklandi Pictures at an Ex-
hibition eftir rússneska tón-
skáldið Modest Mursorgsky, í út-
setningu annað hvort Maurice
Ravels eða Wladimirs Askenazys
en á þessu lék mikill vafi í efnissk-
ránni. En það kemur varla að sök
því flestir fræðimenn eru yfirleitt
sammála um að Mussorgsky hafi
sjálfur samið Pictures at an exhi-
bition á fylleríi, en það var áður
en starfslaun komu til sögunnar.
Allir þekkja Ravel svo ég ætla
ekki neitt að skrifa um hann.
Hann var franskt tónskáld (sem
uppi var 1875-1937) og samdi
mörg fræg verk. Er hann almennt
talinn eitthvert allra stærsta tón-
skáld Frakklands á þessari öld.
En Askenazy (sem enn er uppi)
var rússneskur píanóleikari,
hljómsveitarstjóri, útsetjari, ein-
býlishúsabyggjari og óvinur óf-
relsis í Rússlandi en ekki í öðrum
löndum að því er best er vitað.
(Þess má geta til gamans, þó það
komi málinu ekki beint við, að
hann er kvæntur íslenskri konu
og eiga þau saman nokkur
mannvænleg börn sem eru þegar
farin að feta í fótspor föðurins og
jafnvel móðurinnar líka. Er hann
því stundum nefndur „tengda-
sonur íslands“, og er það að von-
um mikill heiður fyrir hinn ást-
sæla listamann. En það er best að
halda sér við efnið.) Pictures at
an Exhibition var á köflum mjög
vel leikið en á köflum mjög illa
leikið. f heild var verkið því
sæmilega leikið. Eftir tónleikana
var hljómsveitinni og hljóm-
sveitarstjóranum óspart klappað
lof í lófa af þakklátum áhorfend-
um og ætlaði fagnaðarlátunum
aldrei að linna. En linnti þó að
lokum. Þannig lauk þessum öðr-
um reglulegu áskriftartónleikum
Sinfóníuhljómsveitar íslands á
þessu starfsári í Háskólabíói við
Hagatorg í Reykjavík
fimmtudaginn 15. október 1987
klukkan 22.57. Og mega víst allir
vel við una. Enda gera þeir það
nema undirritaður sem var hálf
fúll. En það eldist vonandi fljót-
lega af honum.
Sigurður Þór Guðjónsson