Þjóðviljinn - 25.10.1987, Page 18
Moyet og Madonna í jólaskapi. Bruce Sprlngsteen: Á jóla- og Guthrie-
plötunum
GULLASIÐ
Woody Guthrie
Woddy Guthrie (faðir Arlos)
lést fyrir einum tíu árum að ég
held. Hann var einn af merkilegri
tónlistarmönnum Ameríku og nú
er svo komið að CBS er að fara að
gefa út safnplötu með nokkrum
laga hans, fluttum af ýmsum stór-
poppurum nútímans. CBS stend-
ur í útgafunni fyrir Smithsonian
Institute, sem eignaðist útgáfu-
réttinn að slatta af Guthrie-
lögum fyrir skemmstu. Á plötu-
nni mun Bob Dylan flytja Pretty
Boy Floyd, Bruce Springsteen
syngur Vigilante Man og U2 flytja
XagibJesus Christ. Platan kemur á
markað í byrjun næsta árs.
Jólaplata
aldarinnar?
Bruce Springsteen, Sting, U2,
Madonna, Bon Jovi, The Pret-
enders, John Cougar Mellen-
camp, Whitney Houston, Pointer
Sisters, Eyrythmics, Bob Seger
og silfurkúlubandið, Run-
D.M.C., Bryan Adams, Alison
Moyet og Stevie Nicks. Állt þetta
Iið kemur við sögu á jólaplötunni
A Very Special Christmas, sem
gefin er út til styrktar ólympíu-
leikum fatlaðra. Að sögn átti
þetta í upphafi aðeins að vera vel
rokkuð jólaplata, en kona pró-
dúsentsins Jimmy Iovine kom
honum á aðra skoðun. Fannst
honum þetta verðugt verkefni og
í anda jólanna. Hann var víst
alfarið á móti því að blanda pó-
litík inní dæmið, svo það útilok-
aði hluti eins og anti-apartheid
baráttu, Amnesty o.s.frv. En
fatlaðir fengu semsagt séns ...
Og ennum
safnplötur
Þó að Jimmy Iovine hafi ekki
viljað láta Amnesty International
njóta góðs af fyrrnefndri jóla-
plötu, þá eru aðrir þeir til sem eru
meira en viljugir til slíks. Nú ný-
verið kom út hjá Virgin útgáfunni
plata sem heitir því ágæta nafni
The Secret Policeman’s Third
Ball.
Þarna er að finna lög með Jack-
son Browne, Kate Bush (í félagi
við David Gilmour og Nick Ma-
son ...!). og fleirum. Og þeir
Mark Knoepfler og Chet Atkins
taka instrumental útgáfu af lagi
Lennons, Imagine ... Þá hefur
verið gerð kvikmynd um þennan
ágæta konsert (því þetta var
konsert skiljiði ...) sem frum-
sýnd verður síðar í vetur. Og allur
ágóði af bæði mynd og plötu
rennur sem sagt í sjóð Ámn-
esty ...
Og enn meiri góð-
gerðarstarfsemi...
... ef góðgerðarstarfsemi
skyldi kalla. Pólitík og aftur pó-
litík og hreint alveg ágæt pólitík.
Þrennir tónleikar voru haldnir í
Ameríkunni hans Ronna fyrir
stuttu. Don Henley, Bonnie Ra-
itt, Herbie Hancock, Peter Case
og Bobcat Goldthwait o.fl. komu
fram á einum þeirra, á öðrum
spiluðu gömlu brýnin Peter, Paul
and Mary, ásamt Bruce Cock-
burn, Judy Collins ásamt hljóm-
sveit o.fl. og þann 7. okt s.l. hélt
Joan Baez tónleika í Carnegie
Hall, New York, til styrktar
þessu sama málefni. Og hvaðaj
málefni er svo um að ræða? Jú,;
allur ágóði rennur til samtakanna
Countdown ’87, sem berjast gegn
fjárveitingu Reaganstjórnarinn-1
ar til Contra-skæruliðanna í Nic-
aragua.
Að grœða ó tó
og fingri
Fjármála/viðskiptatímaritið
Forbes í Bandaríkjunum hefur
sett saman lista yfir helstu pen-
ingamaskínur skemmtanaiðnað-
arins þarlendis. Ef trúa má því
sem þar stendur þá eru 18 af 40
efstu mönnum listans úr rokk-
heiminum. Þar fer Bruce
Springsteen fremstur í flokki með
áætlaðar tekjur uppá 56 milljónir
dollara til loka þessa árs. U2
munu þéna 37 milljónir dollara á
sama tíma, ZZ Top 31 milljón,
Bon Jovi 29 millj ónir og Van Hal-
en21 milljón. Einstaklingar, aðr-
ir en Bruce, eru nokkuð aftar á
merinni. Wayne Newtin og Phil
Collins þéna til dæmis ekki
„nema” 12 milljónir dollara hvor
(bara 4-500 milljónir íslensk-
ar ...). Þeir hjá Forbes eru sem-
sagt á því að það sé góður
bissness að vera í rokkinu. En
það eru ekki allir á eitt sáttir um
áreiðanleika þessara talna, né
heldur þá ályktun sem af þeim er
dregin í blaðinu, þ.e. að allir
græði vel á rokkinu. Fyrir utan að
draga í efa starfsaðferðir blaðsins
við áætlanir sínar er nefnilega
bent á að t.d. 1986 hafi komið út
2345 popp/rokkplötur á vegum
bandanskra útgefenda. Talsmað-
ur RIAA, sem eru samtök fólks í
músíkiðnaðinum þar vestra, telur
að aðeins 15% allra þessara
platna skili hagnaði til útgefenda.
Og þar sem flestir samningar
tryggi að útgefendur græði áður
en listamaðurinn fær að sjá
krónu, þá má telja næsta víst að
innan við 15% tónlistarmanna
sjálfra græði á verkum sínum. Og
ekki orð um það meir.
upphafí
Þegar ég er orðinn hundraðog-
þrettánára, ætla ég að skrifa ævi-
sögu mína á tölvu. Þetta verður
ábyggilega mjög fullkomin tölva,
svo f ullkomin að ég þarf bara að
hugsa eitthvað og þá prentar hún
það út. En það er langt þangað til
ég verð hundraðogþrettánára og
þangað til ætla ég að láta ýmis-
legt gerast sem er þess virði að
skrifa um það þegar ég verð
hundraðogþrettánára. En til að
verða hundraðogþrettánára
verðurmaðurað lifaíhund-
raðogþrettán ár. Ég á semsagt
89 ár eftir í þetta takmark. Það er
semsagt nógurtími til að láta
eitthvað skemmtilegt ske. Það er
svosem ýmislegt skemmtilegt
búið að ske, en ekki nógu mikið
af nógu skemmtilegum hlutum,
sem tekur því að minnast á í ævi-
sögu hundraðogþrettánára ga-
mals manns. En það er bara eitt
vandamál. Mér skilst að til þess
að ná svo háum aldri þurfi maður
að lifa mjög heilbrigðu lífi. Borða
rúgbrauð og lýsi á morgnana,
ýsu í hádeginu og grænmeti (
kvöldmatinn. Ekki mikið af rauðu
kjöti, ekki mikið af steiktum mat,
ekki mikið og helst ekkert sæl-
gæti, lítið salt og þ.a.l. ekkert
poppkorn, og svona mætti lengi
telja. Kökur eru til dæmis alfarið
úr sögunni og allt annað slíkt
gúmmilaöijúmmilaðijukk. Svoer
alveg bannað að reykja og
drekka. Maður á aö borða mikið
af grænmeti, hreyfa sig mikið,
þ.e.a.s. stunda einhvers konar
llkamsrækt, og ég veit ekki hvað
og hvað.
Mór finnst rautt kjöt hins vegar
afskaplega gott. Hvort sem það
eraf grjóthörðu vegalamba, ís-
lensku óholdanauti eða friðuðum
hval. Ég elskakökurogsælgæti,
eins og sjá má af íþróttamanns-
legum vextinum. Og hata íþróttir.
Nema í sjónvarpinu auðvitað,
það er alltaf gaman að horfa á
góðan fótbolta í rólegheitum í
besta stólnum í stofunni, étandi
vel saltað poppkorn. En mór
finnst að það ættí að banna
Iþróttir utan sjónvarpsins. Það á
semsagt mun betur við mig að
liggja í makindum en stunda ein-
hver víðavangshlaup eða fettur
og bretturýmiss konar. Og ef guð
hefði viljað að ég synti þá hefði
hann gefið mér ugga. Svo finnst
mér ósköp notalegt að kíkja í glas
öðru hvoru, jafnvel eins og í hálf-
an flöskubotn. Og ég reyki eins
ogstrompur. Þaðþykirmér
reyndar slæmt þó mór þyki það
gott. Og ég er ekki par hrifinn af of
miklu grasi með kjötinu mínu.
Þannig að ef ég ætla að skrifa
ævisögu mína þegar ég verö
hundraðogþrettariára, þá verð
ég aldeilis að breyta um stíl. En
líklega skrifa ég frekar ævisög-
una mína aðeins fyrr, svona í
kringum fimmtugsaldurinn, eins
og tíska er (dag. Þangað til ætla
óg að gera eitthvað skemmtilegt,
t.d. fá mér blóðuga nautasteik
með berneissósu og súkkuiaði-
búðing með rjóma á eftir, Og svo
konjakkstár og sígó þar á eftir.
Mér datt þetta bara svona í hug af
því pabbi greyið fókk bara eina
appeislnu í hádeginu um dag-
inn...
Bruce Springsteen: Mokar inn 2.2 milljörðum kr. á árinu ...
18 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. október 1987