Þjóðviljinn - 25.10.1987, Blaðsíða 19
Punklar
Að komast
yfir fjöllin háu
Skífan gaf út plötuna Gaui fyrir
nokkru síðan. Eins og fram hefur
komið á síðum þessa blaðs og
flestra annarra og einnig á hinum
ýmsu bylgjulengdum útvarps-
sendinga vítt og breitt um landið,
þá dregur platan nafn sitt af
skapara sínum Guðjóni G.
Guðmundssyni. Hann semur öll
lög og alla texta utan tvo. Og
syngur. Og útsetur í félagi við
Tómas Tómasson og fleiri. Upp-
taka og spilamennska á þessari
plötu er með því besta sem gerist
hérlendis, það er best að segja
það strax. Enda upptökustjórinn
sá færasti á sínu sviði hér á landi
og gott ef ekki víðar. Tómas hef-
ur sýnt það undanfarið að hann
getur gert nánast hvað sem er úr
hverju sem er. Og gerir það líka
hér. Svo eru hljóðfæraleikararnir
á þessari plötu ekkert til að fúlsa
við heldur. Títtnefndur Tómas
plokkar bassann, Þorsteinn
Magnússon fer höndum um gítar-
strengi af stakri alúð og snilld,
Ásgeir Óskarssom ber húðirnar
og þeir Kristinn Svavarsson (sax)
og Maggi Kjartans (píanó) láta til
sín taka í þremur lögum hvor. Og
enginn þeirra tekur feilspor frem-
ur en við var að búast. Lögin eru
líka nokkuð góð yfirleitt og sum
þeirra hreint ágæt. En þá komum
við að söngnum og textunum. Þar
er ekki alveg jafn strangt gæða-
eftirlit og annars staðar. Söngur-
inn er að vísu hreint ekki slæmur
og fellur ágætlega að tónlistinni.
Gaui er ekki raddmikill maður og
kemur það berlega í ljós hér og
þar. Yfirleitt beitirhann röddinni
þó í samræmi við möguleika
hennar, reynir ekki meira en
hann ræður við. Það er gott. Ansi
gott. Það gætu ýmsir tekið hann
sér til fyrirmyndar í því efni. Ég
held ég nefni samt engin nöfn. En
þá komum við að því sem er
stærsti galli þessarar annars
ágætu skífu, nefnilega textunum.
Gauja liggur greinilega mikið á
hjarta. En það er ekki nóg að
hafa boðskap fram að færa, það
verður að gera það vel. Ekki síst
þegar maður er í félagsskap svo
frábærra músíkanta og Gaui er á
í dag verður ekkert fjallað
um Go West.
af plasli
þessari skífu. Á bak við fjöllin
háu er eini textinn sem er í ein-
hverju samræmi við gæði annarra
þátta tónlistarinnar. Aðrir eru
misjafnlega mengaðir ýmiss kon-
ar ambögum og barnalegum til-
tækjum. „í húsi mínu/rauðleit
málverk hanga./Eftir plötu
Dylans/við stúlkuna ég vanga.”
Og hvað? Og „konur í djúpum
sorgum“. Og þetta: „Við vitum/
að allir ljúga/Blekkja sjálfa sig/og
smjúga./Upp á kerfin/má öllu
trúa/því allar tilfinningar/er búið
að rúa ...” Svona er hægt að
halda áfram enn um stund, en ég
læt það ógert. Hvað er svo að
þessu, kunna einhverjir að
spyrja. Því læt ég ósvarað, að
öðru leyti en því að það er einna
helst að þessu það sama og flest-
um öðrum textum hjá flestum
öðrum ungum (og öldnum) texta-
smiðum hérlendis, þ.e.a.s. þeim
sem telja sig hafa eitthvað til mál-
anna að legga. Það er meira að
hjá öðrum. Ef þetta segir ekki
nóg, þá þýðir það einfaldlega að
þú, lesandi góður, skilur ekki
hvað ég á við, finnst ekkert at-
hugavert við kveðskapinn, og þá
bið ég þig bara að njóta hans vel.
En sjálfum finnst mér þetta galli á
annars góðum grip. Og næst víst-
vona ég - að textagerð Gauja á
eftir að þróast til hins betra í
framtíðinni, en fyrst verður hann
að klífa fjöllin háu.
Einn á ferð - aftur
Primitive Cool nefnist önnur
sólóplata Mick Jaggers. Það er
skemmst frá því að segja að hún
er mun betri en sú fyrri, She’s the
Boss, sem út kom fyrir tveimur
árum. Hann er búinn að skipta
um útsetjara, á þessari nýju plötu
eru það þeir Keith Diamond og
Dave Stewart (Eurythmics) sem
sjá um þá hlið mála, ásamt hon-
um sjálfum, og tekst þeim nokk-
uð vel upp. Þá hefur hann stokk-
að mikið upp í spilagenginu. Jeff
Beck er sá eini sem fær að vera
með áfram, og sér hann nú um
nánast allan gítarleik á plötunni,
auk þess sem Jagger sjálfur gríp-
ur í hann hér og þar. Sly Dunbar
og Robbie Shakespeare eru
horfnir og í þeirra stað eru komn-
ir þeir Doug Wimbish (bassi) og
Simon Phillips. Öllu ófrægari en
Sly og Robbie, en engu síðri
nema síður sé. Herbie Hancock
er líka farinn, sömuleiðis Nile
Rodgers, Pete Townshend,
Eddie Martinez, Bill Laswell
(sem, auk þess að plokka bassann
hér og þar, útsetti með Jagger á
fyrri plötunni) og allir hinir. Nú
eru það þeir Phil Ashley og Ric-
hard Cottle, sem tekið hafa við
hlutverki Hancocks á hljómborð-
unum. Fleiri spila á skífunni, en í
minna mæli. Sú staðreynd að
sömu mennirnir sjá um allan
grunn-undirleik í öllum lögun-
um, gerir þetta að mun
heilsteyptari plötu en þá fyrri,
þar sem heilt stjörnustóð skiptist
á um að spila undir.
Og svo er þetta dulítið rokk-
aðri plata en hin, sem var svona
örlítið of poppuð, þrátt fyrir
ágæta spretti. Þó að poppið sé
víða áberandi á Primitive Cool,
þá hefur rokkið þó yfirhöndina
og er það vel. Því í mínum huga er
Jagger alltaf rokkari og á að
hegða sér sem slíkur! (Frekja er
þetta ...). Ágætis gripur í alla
staði og nú er bara að bíða og sjá
hvað aðalrokkari Steinanna,
Keith Richards, gerir ...
Á geðdeildum Landspítal-
ans starfa um 600 manns við
lækningar, hjúkrun, endur-
hæfingu og aðstoð við sjúkl-
ingaog aðstandendur jjeirra.
Starfsemin fer fram á nokkr-
um stöðum á höftiðborgar-
svæðinu, t.d. á Landspítalan-
um, á Kleppi, á Vífilsstöðum
og í Hátúni
Starfi hjá Ríkisspítölum
fylgja ýmis hlunnindi, svo
sem ókeypis vinnufatnaður
(eða fatapeningar), ódýrt
fæði í matsölum á vinnustað,
mikið atvinnuöryggi, öflugur
lífeyrissjóður og launahækk-
andi námskeið.
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR
Hjúkrunarþjónusta geðdeilda
er mjög fjölbreytt, allt frá
bráðamóttöku til endurhæf-
ingar.
Geðhjúkrun er sérhæft hjúkr-
unarsvið. Hjúkrunaraðgerðir
geta snúist um einstaklinga,
hópa eða fjölskyldu. Þær
miða að því að fyrirbyggja
geðsjúkdóma, styrkja heil-
brigða aðlögun og stuðla að
bættri heilsu og endurhæf-
ingu.
Hjúkrun tekur mið af heild-
arástandi sjúklings og sam-
spili ýmissa áhrifaþátta. Unn-
ið er eftir ferli sem byggir á
upplýsingaöflun, greiningu,
áætlun, framkvæmd og end-
urmati.
Hjúkrunarfræðingar skipu-
leggja, stjóma og bera ábyrgð
á framkvæmd hjúkrunarþjón-
ustu, þeir hafa sér til aðstoð-
ar sjúkraliða og ófaglært
starfsfólk og fer verkefhadreif-
ing eftir aðstæðum hverju
sinni.
Möguleiki er á fullu eða hluta-
starfi, jafnvel sveigjanlegum
vinnutíma, vetrarfríi og eins
launaflokks hækkun á geð-
deild.
Meðallaun: (án aukavinnu)
Mánaðarlaun eru 70.193 kr. með
vaktaálagi.
Fyrir hverja aukavakt eru greiddar
5.155 kr.. Hlutastörf eru einnig í
boði.
Nánari upplýsingar eru veitt-
ar í síma 38160 (hjúkrunar-
framkvæmdastjóri).
SJÚKRALIÐI
Sjúkraliðar eru þátttakendur
í hjúkrunarferli sjúklinga. Við
bjóðum upp á skemmtilega
samvinnu og tækifæri til að
annast sjúklinga með mis-
munandi þarfir og ólík hjúkr-
unarvandamál. Þér bjóðast
tækifæri til að bæta við þig
þekkingu í formi námskeiða,
auk reglubundinnar fræðslu
sem er innan ákveðinna ein-
inga.
Meðallaun:
Mánaðarlaun eru um óO.OOOkr. með
vaktaálagi. Fyrir hverja aukavakt
eru greiddar 3.982 kr. Hlutastörf
eru einnig í boði.
STARFSMAÐUR Á GEÐ-
DEILD
fest við þjálfun, uppeldi og
umönnun sjúklinga og vinn-
ur í nánu samstarfi við hjúkr-
unarfræðinga, sjúkra- og iðju-
þjálfa, auk lækna og sálfræð-
inga.
Boðið verður upp á launa-
hækkandi námskeið í þeim
tilgangi að gera fólk hæfara
og veita því meiri innsýn í
starfið.
Meðallaun:
Mánaðarlaun eru 45.665 kr. með
vaktaálagi. Fyrir hverja aukavakt
eru greiddar 3-235 kr.
Nánari upplýsingar eru veitt-
ar á Geðdeild í síma 38160.
... ogfá innsyn í mannleg
samskipti á storum vinnustaé
RÍKISSPÍTALAR
GEÐDEILD LANDSPÍTALANS
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
essemm/sfA 19.05