Þjóðviljinn - 25.10.1987, Síða 21
• « o . «■«
• ® a » £ • ■*
§ ° «»
1/iÍIuaaua.
Verðgildi í peningum
Tökum dæmi um þessa taxta:
Rithöfundur ver einu ári til að
semja útvarpsleikrit. Þetta er af-
kastamikill maður og hann semur
þrjú klukkutíma löng leikrit. Tvö
þeirra eru keypt til flutnings en
hinu þriðja er hafnað af því að
það þykir ekki nógu gott, svo að
höfundur fær að sjálfsögðu ekki
greitt fyrir það.
Fyrir hvort þeirra leikrita sem
flutt eru fær hann 84.926 krónur
og 85 aura. Fyrir eins árs vinnu
fær hann því samtals 169.853.70
eða 14.154.50 á mánuði.
Þetta er hið peningalega verð-
gildi bókmenntanna í Ríkisút-
varpinu.
Rithöfundur semur skáldsögu
til flutnings í útvarpi. Hún er
álíka löng og Bör Börsson, eða 19
lestrar samtals og um 20 mínútur
hver lestur. Nú er höfundurinn
bæði óðamála og skrækróma, svo
að ekki er talið heppilegt að hann
flytji verkið sjálfur, þannig að
hann fær ekki greitt fyrir flutning-
inn. Laun fyrir þá eins árs vinnu
sem hann hefur lagt í skáldsög-
una yrðu því 173.508 krónur eða
14.459 krónur á mánuði.
Nú skulum við segja að þessi
rithöfundur sé svo heppinn að
vera kvæntur raddfagurri leik-
konu, sem tekur að sér að lesa
söguna: Fyrir upplesturinn fær
hún 40.869 krónur og 57 aura.
Þetta eru launakjör rithöfunda
í útvarpi. Tæpar fimmtán þúsund
krónur á mánuði fyrir að skrifa
bækur og leikrit. Lætur nokkur
önnur stétt á landinu bjóða sér
viðlíka launakjör?
En svo að allrar sanngirni sé
gætt þá má geta þess að með
miklum afköstum geta rithöfund-
ar náð hærri mánaðarlaunum við
útvarpið - í skorpum. Tökum
sjálfan migsem dæmi. Um þessar
mundir flyt ég 20 mínútur af
frumsömdu efni í útvarpið á viku.
Fyrir að semja þetta fæ ég greitt
eftir á um hver mánaðamót, 9132
krónur fyrir hvern þátt og 2351
krónu og 3 aura fyrir að flytja
hann. Þessum þáttum get ég
haldið úti í þrjá til fjóra mánuði á
ári, því að ég fæ einfaldlega ekki
nógu mikið af góðum hugmynd-
um til að geta haldið lengur
áfram. Ef ég held út í þrj á mánuði
þá fæ ég samtals fyrir að flytja
þættina 148.131 krónu og 8 aura.
Á ársgrundvelli eru það 12.344
krónur og 25 aurar fyrir að frum-
semja efni handa útvarpinu sem
mundi nægja í snotra bók.
Gengishœkkun
Það er náttúrlega ekkert vit í
þessu. En þetta er sjálfsagt ekki
Ríkisútvarpinu að kenna. Ef rit-
höfundar eru svo miklir blómálf-
ar í peningamálum að þeir séu
reiðubúnir að semja um það við
Ríkisútvarpið að fá innan við
15.000 krónur á mánuði í laun
fyrir að semja handa því bók-
menntir, þá er náttúrlega
freistingin mikil fyrir samninga-
menn Ríkisútvarpsins að ganga
að slíkum vildarkjörum, því að
auðvitað er Ríkisútvarpið ekki of
vel haldið fjárhagslega.
Og úr því að rithöfundar sjálfir
eru reiðubúnir að meta sjálfa sig
og framleiðslu sína svona ódýrt,
þá er sennilega ekki heldur hægt
að ætlast til þess að útarpsstöðv-
arnar beri mikla virðingu fyrir rit-
höfundum og bókmenntum.
Er ekki korninn tími til að lag-
færa þetta?
Þarf ekki að fara að hækka
gengið á bókmenntunum?
Að lokum þetta: í upphafi
máls míns rifjaði ég upp frægar
útvarpsdagskrár um Bör Börsson
og Innrásina frá Mars til að rök-
styðja þá skoðun mfna að ekkert
útvarpsefni taki bókmenntum
fram. Þess vegna þarf útvarp sem
vill flytja góða dagskrá á bók-
menntum að halda.
Útvarpið er fyrst og fremst
miðill mannsraddarinnar og eini
fjölmiðillinn sem gæddur er
þeirri guðdómlegu náttúru að
geta verið alls staðar nálægur. Á
þeim töfrum þurfa bók-
menntirnar að halda.
Rithöfundar og útvarpsfólk
eiga sameiginlegra hagsmuna að
gæta og ættu því að stefna sam-
eiginlega að því að hefja bók-
menntir í útvarpi til vegs og virð-
ingar.
Skuggalegri hagsmunafélög en
það hafa verið stofnuð í þessu
landi.
LÖGREGLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK
Hverflsgötu 115 - Sími 10200
Auglýsing um skoðun
ökutækja í Reykjavík
Talsvert hefur borið á því að kaupendur vélknú-
inna ökutækja hafi vanrækt að tilkynna eigenda-
skipti og að láta umskrá ökutækin. Lögreglustjór-
inn í Reykjavík hefur því ákveðið, með tilvísun til
ákvæða laga nr. 40/68,14. og 19. gr., að eftirtalin
ökutæki, sem vanrækt hefur verið að tilkynna
eigandaskipti og umskráningu á, skuli færð til
skoðunar í Bifreiðaeftirlit ríkisins dagana 26. til
30. okt. n.k.
Núverandi eigendur þessara ökutækja geta
sparað sér óþægindi með því að færa þau til
skoðunar á þessum tíma, því ella verða skráning-
arnúmerin tekin af ökutækjunum hvar sem til
þeirra næst. Við skoðunina þarf að ganga frá
málum varðandi umskráningu og tilkynningu á
eigandaskiptum samkv. fyrrgreindum ákvæðum.
ökutæki, sem þegar hafa verið skoðuð fyrir árið
1987, en eru á meðfylgjandi iista, þurfa að færast
til skoðunar af sömu ástæðu.
Skoðun fer fram virka daga aðra en laugar-
daga frá kl. 08.00 til 15.00 hjá Bifreiðaeftirliti ríkis-
ins, Bíldshöfða 8, Reykjavík. Við skoðunina skulu
ökumenn leggja fram gild ökuskírteini, kvittun
fyrir greiðslu bifreiðaskatts og vpttorð um að vá-
trygging ökutækisins sé í gildi. ( skráningarskír-
teini skal vera áritun um að aðalljós bifreiða hafi
verið stillt eftir 31. júlí 1987.
A-02287 M-00788 R-23372 R-48546 X-01566
A-03885 M-02593 R-24175 R-49483 X-01615
A-04131 M-03146 R-24592 R-49662 X-02438
A-04346 Ö-01439 R-24706 R-49772 X-02803
A-06618 Ö-01483 R-25387 R-50047 X-02991
A-07808 Ö-01866 R-25511 R-50271 X-03116
A-09953 Ö-02276 R-25659 R-50360 X-03224
B-00801 Ö-04387 R-26456 R-50464 X-04359
D-00154 Ö-04422 R-26768 R-50592 X-04857
D-00868 Ö-05269 R-26782 R-51130 X-05730
E-00741 Ö-05376 R-28132 R-52089 X-05832
E-01185 Ö-05781 R-29126 R-52382 Y-00412
E-02820 Ö-05962 R-29372 R-54035 Y-02051
E-02873 Ö-06097 R-29607 R-54230 Y-02561
E-03330 Ö-07652 R-29617 R-54925 Y-02667
G-01173 Ö-08339 R-30164 R-56012 Y-03288
G-01644 Ö-10106 R-31351 R-57252 Y-04193
G-05731 Ö-4928 R-31770 R-57605 Y-04430
G-06085 P-00628 R-34167 R-58013 Y-04473
G-06886 R-01838 R-34516 R-59018 Y-04929
G-08362 R-03367 R-34862 R-59070 Y-05030
G-09455 R-05044 R-35726 R-60513 Y-05280
G-12236 R-06272 R-35826 R-61063 Y-05297
G-12362 R-09485 R-36158 R-62331 Y-05708
G-12409 R-12078 R-36634 R-63187 Y-09160
G-13633 R-12241 R-36756 R-63970 Y-13537
G-15770 R-13095 R-36929 R-65405 Y-14254
G-16921 R-13219 R-37354 R-65569 Y-14355
G-17543 R-13546 R-37563 R-66215 Y-14773
G-18441 R-14236 R-37780 R-66346 Y-14778
G-21636 R-14330 R-38238 R-66513 Y-15668
G-22761 R-14833 R-39828 R-67061 Y-15847
G-23912 R-15212 R-38598 R-67314 Y-16195
H-00419 R-16143 R-38651 R-67870 Z-02119
H-01189 R-16334 R-39164 R-68734 Z-02239
H-02162 R-17122 R-39215 R-68917 Þ-02342
H-02396 R-17804 R-40216 R-69157 Þ-03374
H-03599 R-18187 R-40641 R-69497 Þ-04393
1-01438 R-18441 R-40647 R-70107 Þ-0847
1-01882 R-18655 R-41315 R-70188
I-02440 R-18754 R-41805 R-70251
1-02613 R-18766 R-42513 R-71692
I-02730 R-18822 R-42522 S-00259
1-04188 R-18920 R-43490 S-01816
K-01951 R-19224 R-43571 U-01710
L-00474 R-19670 R-44657 V-00127
L-00753 R-20323 R-45557 V-01657
L-02244 R-22237 R-45562 X-00350
L-02410 R-22491 R-46023 X-01162
L-02500 R-23058 R-46326 X-01435
Lögreglustjórinn í Reykjavík
21. október 1987
Böðvar Bragason
Afleysingastarf
Á dagheimilið Efrihlíð við Stigahlíð vantar starfs-
mann í afleysingar. Upplýsingar gefur forstöðu-
maður heimilisins og umsjónarfóstrur á skrifstofu
Dagvistar barna í síma 27277.
Sunnudagur 25. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21