Þjóðviljinn - 25.10.1987, Síða 22
KROSSGATA
Nr. 590
BRIDGE
Stafirnir mynda íslenskt orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er
lárétt eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt númer og qaldurinn við lausn gátunnar er sá að finna
staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir
stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa
stafi í hvern sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka
fram að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða
og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á gða öfugt.
1
7
22SZS
2
2L
i(*
2
Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá karlmannsnafn. Sendið
þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík,
merkt: „Krossgátanr. 590“. Skilafresturerþrjárvikur. Verðlaunin verða send tii
vinningshafa.
Vegna eindreginna óska fjölmargra krossgátuunnenda
hefur verið ákveðið að framlengja skilafrestinn í þrjár vikur
eins og var forðum. Því verður ekki tilkynnt um verðlaun
fyrir krossgátu nr. 588 fyrr en um næstu helgi.
Verðlaunin fyrir þessa
krossgátu er bókin „Konur
fyrir rétti” eftir Jón Óskar.
Þar segir höfundur frá átta
dómsmálum á nítjándu öld og
lætur sér einkum annt um þær
konur sem ákærðar voru fyrir
að hafa borið út börn sín. Út-
gefandi er Almenna bókafé-
lagið.
Málefnin
gikta
Landsbikarkeppnin, sömu spil
um land allt, var spiluð í þessari
viku víða um landið. Misfjöl-
mennt var í þessari keppni, eins
og gengur. Slakasta þátttakan var
nokkuð örugglega í Reykjavík,
og þá sérstaklega í Sigtúni (í
Breiðholti mættu 24 pör til leiks,
sem sennilega er ein mesta þátt-
takan á landinu) en þar mættu
aðeins 10 pör til leiks. Skýringin á
lélegri aðsókn „betri“ paranna í
Reykjavík er trúlega sú að þeir
telja sig eiga iitla sem enga mögu-
leika á sigri með því fyrirkomu-
lagi sem stuðst er við. Og hafa
nokkuð til síns máls. Eða hvort er
betra að spila í Reykjavík fyrir
þokkalega góða spilara eða í Súð-
vík? Undirritaður veldi síðari
kostinn, ef um það væri að velja.
En málið er ekki svo einfalt.
Landsbikarkeppnin er fyrst og
fremst hugsuð sem stuðningur
við húsakaupasjóð BSÍ sem hefur
ekki staðið burðuglega að undan-
förnu. Sem slíkri var henni hleypt
af stokkunum á síðasta ári og þá
voru undirtektir með miklum
ágætum. Hátt í 300 pör kepptu þá
í nær öllum félögum innan BSÍ og
sjóðurinn dafnaði vel. Með þessu
hugarfari og almennum stuðningi
áhugafólks um framgang bridge í
landinu á þessi keppni rétt á sér.
Þó ætti eitthvað að breyta fyrir-
komulaginu og sú hugmynd sem
skotið hefur upp kollinum, að
þessi keppni verði eins konar úr-
tökumót fyrir sjálf úrslitin (t.d.
16 efstu pörin kepptu til úrslita á
einum stað) er ekki sú versta.
Opna stórmótinu sem Bridgefé-
lagið Muninn í Sandgerði gengst
fyrir laugardaginn 14. nóvember
nk. Skráð er hjá BSÍ.
Bridgefélag V-Húnvetninga á
Hvammstanga stendur fyrir 32
para Guðmundarmóti laugardag-
inn 7. nóvember. Þann dag lýkur
einnig Austurlandsmótinu í tví-
menning, sem spilað verður á Eg-
ilsstöðum. 36 pör keppa þar en
nv. meistarar á því svæðinu eru
þeir Kristján Kristjánsson og Jó-
hann Þorsteinsson frá BRE.
ÓLAFUR
LÁRUSSON
Skráning í Reykjavíkurbikar-
keppnina í sveitakeppni rennur
út um mánaðamótin. Keppnis-
gjald er aðeins kr. 2.000 pr. sveit.
Skráð er hjá BSÍ og Kristjáni
Blöndal á kvöldin.
Opna minningarmótið um Ein-
ar Þorfinnsson er spilað á Selfossi
í dag. 36 pör taka þátt í mótinu
sem er barometer með 3 spilum
milli para, alls 70 spil.
Þau félög sem hug hafa á að
verða sér úti um nýju skortöfl-
una, sem stungið er í hvert sagna-
box, eru beðin um að hafa sam-
band við skrifstofu BSÍ. Stykkið
er selt á 25 kr. Sent í póstkröfu.
Og af heimsmeistaramótinu
bárust þær fregnir í vikunni að
Bandaríkjamenn og Bretar spil-
uðu til úrslita. Þeir síðarnefndu
lögðu Evrópumeistara Svía
nokkuð örugglega að velli og
Bandaríkjamenn „gengu” yfir
Formósubúa. Umsjónarmaður
spáir því að hákarlarnir frá USA
gleypi hornsílin frá ríki Elísabet-
ar og Margrétar og í framhaldi af
þeim sigri, að þeir sjái sér fært að
sækja okkur heim á næstu
Bridgehátíð, sem verður spiluð
um aðra helgi í febrúar ’88.
Af öðrum hugsanlegum gest-
um á hátíðina hafa verið nefndir
Svíar (nv. Evrópumeistarar) og
að sjálfsögðu íslandsvinurinn Zia
Mahmood.
Nokkur sæti eru enn laus í
Ársþing BSÍ verður haldið í
Sigtúni 9, næsta Iaugardag og
hefst kl. 10 árdegis. Félögin eru
minnt á að greiða árgjöld fyrir
þann tíma.
AMNESTYVIKA 1987
SUÐUR-KOREA
Shoh Sung og Soh Joon-Shik
Soh Sung og Soh Joon-Shik eru
bræður. ÞeirbjugguáðuríJapan
en voru við nám við Seoul há-
skóla í Kóreu, þegar þeir voru
handteknir og dæmdir fyrir njósn-
ir fyrir Norður-Kóreu og fyrir að
hafa hvatt til mótmælaaðgerða
gegn stjórnvöldum að undirlagi
Norður Kóreustjórnar. Amnesty
International telur að þeir hafi
verið handteknirfyrirþátttöku í
friðsamlegum stúdentamót-
mælaaðgerðum sem beindust
gegn framkvæmd forsetakosn-
inganna 1971 og eins vegna
áhuga þeirra á málefnum
Norður-Kóreu. Þeirviðurkenndu
að hafa ferðast til Norður-Kóreu
og gerðu þá grein fyrir erindi sínu
að þeir væru af annarri kynslóð
Kóreumanna í Japan, sem vildu
gera sér grein fyrir þjóðerni sínu
og hefðu af þeim ástæðum bæði
áhuga á málefnum Norður- og
Suður-Kóreu. Að dómi Amnesty ,
International eru þær upplýsing-
ar sem fram komu í málinu ekki
nægartilsakfellingar
fyrir njósnir.
Soh Sung er 42 ára gamall
nemi til meistaragráðu í félags-
fræðum. Hann var upphaflega
dæmdur til dauða, en dómurinn
var mildaður í lífstíðarrefsivist
með áfrýjun. Soh Joon-Shik er 39
ára gamall laganemi. Hann fékk
7 ára dóm. Hann hafði afplánað
dóminn 1978 en hefur setið áfram
í haldi samkvæmt heimild í
neyðarlögum, þar sem hann
neitaði að skrifa undir yfirlýsingu
um að hann hefði snúist til „and-
kommúnisma".
Við réttarhöldin sagði Soh
Sung að hann hefði sætt pynting-
um í yfirheyrslum og að alvarleg
brunasár, sem hann bar á andliti
og höndum, væru afleiðing sjálfs-
morðstilraunar, sem hann hefði
gert til að forða sér frá frekari
misþyrmingum. Sagt er að hann
hafði skrifað undir játningu með-
an hann var að ná sér á spítala
eftir sjálfsmorðstilraunina og
gert það með „táfari“ stórutáar. I
nóvember 1972 staðfesti Soh
Sung við sendimann Amnesty
International, sem var viðstadd-
ur réttarhöldin, að hann hefði
verið pyntaður. Dómstólarnír
tóku játningu Soh Sung sem gild
aðalsönnunargögn gegn honum,
enda þótt ekkert benti til þess að
dómsrannsókn hefði beinst að
því að ganga úr skugga um rétt-
mæti hennar.
Soh Joon-Shik hefur margoft
kært yfir því að hann er þannig
stöðugt hafður í haldi án þess að
hafa verið borinn sökum eða
leiddur fyrir dóm. Dómsmála-
ráðuneytið réttlætir haldið á
þeim forsendum, að ef hann
verði látinn laus, sé líklegt að
hann brjóti af sér líkt og fyrr. Soh
Joon-Shik hóf hungurverkfall 3.
mars 1987 til að mótmæla varð-
haldinu en rauf það 22. apríl sl.
Soh Sung er haldið í Taejon
fangelsinu; Soh Joon-Shik er
haldið í Chongju varðhaldsfang-
elsinu. Amnesty International
hefur tekið upp mál þeirra sem
samviskufanga.
Vinsamlegast sendið kurteis-
legt bréf og biðjið um að Soh
Sung og Soh Joon-Shik verði skil-
yrðislaust látnir lausir og án tafar.
Iláttvirlur dómsmálaráöhcrra,
Ðræöurnir SOII SUNG og SOII JOON-SIIIK, háskólancmar i
rclagsssfræöum og lógum viö Kikisháskólann i Scúl. voru
handlcknir áriö 1971 cftir aö þcir lióföu tckiö þátt i friösam-
Icgri mólmælagöngu. Þcir voru ákærðir fyrir njósnir I
þágu Noröur-Kórcu. Soh Sung var i fyrstu dæmdur til dauöa cn
þcim dómi siðar brcytt i lifstiöarfangclsi. Taliö cr aö
hann hafi vcriö pyntaöur viö yfirhcyrslur. Soh Joon-Shik var
dæmdur til 7 ára fangclsisvistar cn hcíur ckki vcriö látinn laus
cnn. Aö áliti Amncsly Intcrnational var aldrci sannaö fyrir
rótli aö mcintar njósnir bræðranna ættu viö rðk aö slyðjast
Fangclsun þcirra brýlur i bága viö alþjóölcga mannrcttinda-
sálmála. scm tryggja ciga tjáningarfrclsi. I-g fcr cindrcgiö írara
a aö brzöurnir vcröi nú þcgar lálnir lausir og án allra skilyröa.
VIRD1NGARF7LLST.
YOUR EXCOLLENCY.
SIIOII SUNG and SOH JOON-SIIIK. two brothcrs. studcnts of
sociology and law at thc Scoul National Univcrsily wcrc
arrcstcd in 1971 aftcr participaling in a pcaccful studcnt-
dcmonstration and convictcd oí spying for North-Korca.
Soh Sung was initially scnlcnccd lo dcalh but commutcd to
lifc imprisonracnl Soh Joon-Shik was givcn scvcn ycars
scntcncc but is still in custody. Soh Sung is bclicvcd lo havc
bccn lorturcd during inlcrrogalion. In Amncsty Inlcrnalionars
vicw. the chargcs of cspionagc wcrc not subslantiatcd in court.
Thcir imprisonmcnt is a violalion of human rights agrccmcnls
which cnsurc Ihc right oí írccdom of cxprcssion.
Rcspcctfully Yours,
Sendið bréfið til;
His Excellency Chung Hae-chang
Ministry of Justice
1 Chungang-dong
Kwachon-myon
Shihung-gun
Kyonggi Province
Republic of Korea
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. október 1987