Þjóðviljinn - 12.11.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.11.1987, Blaðsíða 5
LandsfundurAlþýðubandalagsins 1987 Ályktun um verkalýðsmál Róttæka og steifca hreyfingu Alþýðubandalagið lítur á sig sem verkalýðsflokk og pójitískan málsvara launamanna á íslandi. Flokkurinn er grein af sama meiði og samtðk launafólks og á samleið með þeim í baráttunni fyrir bættu samfélagi. Á íslandi eru engin formleg tengsl milli samtaka launafólks og hinna pólitísku flokka, en flokkar sósíalista á fslandi hafa frá öndverðu lagt áherslu á náið samband og samstöðu með hrey- fingu launamanna. Istarfi sínu og stefnumótun ber flokknum að leggja áherslu á það sem sameinar fremur en það sem sundrar. Hin “óvígða sambúð" flokka og hreyfingar hlýtur að byggjast á gagnkvæmri tillitssemi oggagnkvæmu sjálfstæði. Pannig verður niðustaða þverpólitískrar verkalýðshreyfingar aldrei sjálf- krafa að stefnu flokksins. Á sama hátt getur flokkurinn ekki krafist þess að verkalýðshreyfingin hegði sér eftir forskriftum frá flokknum. Stefna flokksins á að taka mið af heildarhagsmunum og lang- tímasjónarmiðum, um launa- jöfnuð, alþýðuvöld og stéttlaust samfélag. Alþýðubandalagið lítur á það sem eitt af sínum meg- inmarkmiðum að tryggja að ís- lensk verkalýðshreyfing haldi á lofti félagslegum sjónarmiðum. Verkalýðshreyfingu sem leitar félagslegra lausna á vandamálum samfélagsins og beinir kröftum sínum að bættum hag þeirra sem standa höllum fæti í stéttskiptu markaðssamfélagi auðhyggjunn- ar. Verkalýðshreyfingu sem berst fyrir frelsi og jafnrétti á öllum sviðum - fyrir sósíalískri verka- lýðshreyfingu. 8. landsfundur Al- þýðubandalagsins hvetur til sam- fylkingar vinstri aflanna innan allra samtaka launafólks í landinu. Slík samfylking er for- senda þess að takast megi að byggja upp róttæka, meðvitaða og sterka hreyfingu launafólks. Verkalýðsmálaráð Starfsemi verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins hefur verið slitrótt undanfarin ár. Ráðið hef- ur endurspeglað þá óeiningu sem verið hefur milli samtaka launa- fólks og innan flokksins. Verka- lýðsmálaráð á að vera mótandi aðili hvað varðar stefnu flokksins í kjaramálum og tryggja verður að sjónarmið flokksmanna úr sem flestum samtökum launa- fólks komi þar fram. Landsfund- urinn telur að stuðla beri að stofnun svæðisbundinna starfs- hópa um verkalýðsmál til að efla starf félaga Alþýðubandalagsins að verkalýðsmálum bæði innan flokksins sem og innan einstakra verkalýðsfélaga. Tryggja þarf að starfshópar þessir hafi tengsl við verkalýðsmálaráð þannig að störf hópanna geti meðal annars orðið grunnur að starfi og stefnumótun flokksinsíverkalýðsmálum. Með virku verkalýðsmálaráði má tryggja þá samstöðu sem nauðsynleg er milli flokks og hreyfingar og milli sósíalista sem virkir eru á vettvangi hinna ýmsu samtaka launafólks. Skipulagsmál verkalýðs- hreyfingarinnar Landsfundur Alþýðubanda- lagsins telur brýnt að skipulag samtaka launafólks verði tekið til gagngerðrar endurskoðunar. Markmið slíkrar endurskoðunar eiga að vera að auka samstöðu í samtökum launafólks. Það er skoðun Alþýðubandalagsins að þessu markmiði verði best náð með því að skipuleggja verka- lýðshreyfinguna á grundvelli atvinnugreina í stað starfsstétta eins og nú er, þannig að allir al- mennir launamenn á sama vinnu- stað séu í sama verkalýðsfélagi. Alþýðubandalagið leggur áherslu á stóraukið lýðræði á vettvangi verkalýðshreyfingar- innar, bæði í stefnumótun og á- kvarðanatöku. Tryggja verður almenna þátttöku félagsmanna í afgreiðslu samninga og í öllu starfi hreyfingarinnar. Slík lýðr- æðisleg endurvakning mun styr- kja verkalýðshreyfinguna og er ein af forsendum þess að takast megi að gera hreyfinguna að því þjóðfélagslega afli sem nauðsyn- legt er. Stórefla verður alla fræðslu- og kynningarstarfsemi á vegum verkalýðshreyfingarinnar með námskeiðahaldi, launuðum námsfríum, uppbyggingu skóla- halds og fullorðinsfræðslu. Veita verður opinberu fé til þessara verkefna líkt og gert er á hinum Norðurlandanna. Alþýðubanda- lagið leggur áherslu á aukið sam- starf og samvinnu milli samtaka opinberra starfsmanna og hinnar almennu verkalýðshreyfingar. Nauðsynlegt er að þessir aðilar komi sér sem fyrst upp samstarfs- vettvangi og stilli saman krafta sína. Aðeins með slíkri samvinnu er hægt að brjóta á bak aftur bað Verkalýðshreyfing- in vinnur enga sigra nema þeim krafti sé beitt semfelstí fjöldanum frumkvæði og þau þjóðfélagslegu yfirráð, sem samtök atvinnurek- enda og eignastéttirnar á fslandi hafa náð að skapa sér. Kjaramálastefna f kjaramálum leggur Alþýðu- bandalagið áherslu á aukinn launajöfnuð og skal markmiðið vera að aldrei skuli vera meiri en helmings munur á hæstu og lægstu launum fyrir jafnlangan vinnudag. Alþýðubandalagið lítur á sig sem málsvara þeirra sem lakast eru settir í samfélaginu og berst af alefli fyrir bættum hlut þeirra. f því sambandi er það forgangs- verkefni að stytta vinnutímann hér á landi og tryggja að dag- vinnulaun dugi til framfærslu. Jafnframt er brýnt að vinna að nýsköpun og endurskipulagningu á almannatryggingakerfi lands- manna. Alþýðubanalagið leggur á- herslu á að kvarðar jafnréttis, frelsis og félagshyggju séu jafnan lagðir á allar aðgerðir í kjaramál- um. Hér sem annarsstaðar verð- ur að hafa heildarhagsmuni launamanna að leiðarljósi. Flokkurinn lítur ekki á það sem hlutverk sitt að móta kjaramála- stefnu í smáatriðum. Slík stefnu- mótun á heima á vettvangi sam- taka launafólks. Stefna flokksins hlýtur að byggjast á almennum markmiðum, sem líta til lengri tíma og gildir þá einu hvort flokk- urinn er í stjórn eða stjórnarands- töðu. Slæm baráttustaða verkalýðs- hreyfingarinnar stafar ekki síst af því að flokkar sem byggja á tilvist hennar hafa keppst um að veita íhaldinu brautargengi bæði í ríkisstjórnum og innan verka- lýðsfélaga. Verkalýðsflokkar hafa réttlætt ríkisstjórnarþátttöku með því að ella hefðu kjaraskerðingar orðið mun meiri, en það gleymist að í og með veru sinni í ríkisstjórn og alls kyns samkrulli við íhaldið draga flokkarnir tennurnar úr baráttu launafólks. í samstjórn íhalds og verkalýðsflokka hefur það verið hlutverk verkalýðs- flokka að hafa hemil á verkalýðs- hreyfingunni og beita áhrifum sínum og ítökum til þess. Skemmst er að minnast ríkis- stjórnar Gunnars Thor., en af- sprengi hennar situr raunar enn við völd í æðstu stjórn ASÍ með hörmulegum afleiðingum. Er dagar hennar voru allir, varð auðveldara en ella fyrir hreinræktaða íhaldsstjórn Stein- gríms Hermannssonar að knýja fram árásir sínar á launafölk. Fyrst verkalýðshreyfingin reis ekki upp við kjaraskerðingar fyrri stjórnar því þá nú, var sagt. Þeir sem réttlættu í fyrra krukk og kjaraskerðingar, hvað gátu þeir svo sem sagt þótt íhaldið böðlaðist áfram eins og jarðýta yfir grundvallarhagsmunamál verkalýðshreyfingarinnar. Allir kjarasamingar frá 1983 hafa bor- ið þessa merki og menn verið að súpa seyðið af samkrulli verka- lýðshreyfingar og ríkisvalds. AU- ir kjarasamningar hafa verið gerðir uppá ábyrgð ríkisstjórnar og hún átt að tryggja að þeir héldu. Þannig hafa félagar verka- lýðshreyfingarinnar verið gerðir marklausir en lífsskilyrði þeirra lögð í hendur stjórvalda. Þetta verður að stöðva. Verka- lýðshreyfingin vinnur enga sigra, hvorki í kjarabaráttu né annarri nema því aðeins að þeim krafti sé beitt sem felst í fjöldanum - fél- ögunum. Þá baráttu styður Al- þýðubandalagið og hvetur alla fé- Íaga og stuðningsmenn til hins sama. Flmmtudagur 12. nóvember 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.