Þjóðviljinn - 12.11.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 12.11.1987, Blaðsíða 13
Arnþór Helgason forstöðumaður Blindrabókasafnsins við tölvuna með þreifiskjáinn sem gerir honum kleift að lesa það sem á skjánum birtist. Nemandi í Hamrahlíðarskóla með ferðatölvu fyrir blinda sem hægt er að lesa af með þreifiskyni. talgervil, það er að segja forrit, sem gerir tölvunni kleift að tala á íslensku, þannig að ekki þurfi að lesa af henni með þreifiskini. Sví- ar hafa náð mjög athyglisverðum árangri í gerð slíks talgervils, sem talar á mjög skiljanlegu máli og með sænskri hrynjandi. Pegar er hafinn undirbúningur að gerð ís- lensks talgervils á vegum Há- skóla íslands, sem mun vinna verkið í samvinnu við Tæknihá- skólann í Stokkhólmi. Við erum að vonast til þess að íslenskur talgervill verði til innan tveggja ára eða svo. Það mun stórauka notagildi tölvunnar fyrir blinda, og í framtíðinni getum við síðan séð fram á tölvubúnað sem lesið geti talmál og tekið við munn- legum fyrirmælum. Arnþór leyfir okkur að heyra hljóðupptöku af talmáli sænskrar tölvu, sem er undraskýr. Oghann sýnir okkur jafnframt litla reiknitölvu, sem ies upp niður- stöður útreiknings á ensku tal- máli. Aukið sjálfstraust - Hvenœr byrjaðir þú sjálfur að nota tölvu, Arnþór? - Það var 1983, en þá gaf dótt- urfyrirtæki SÍS í Ameríku Blindrafélaginu tölvu sem ætluð var blindu fólki. Hún var notuð hér á safninu við dagbókarfærslu. Verk- og kerfisfræðistofan hjálp- aði okkur síðan til þess að breyta þessari tölvu þannig að hún nýtt- ist við almenna ritvinnslu. Ég eignaðist svo mína eigin tölvu 1984, og það má segja að tölvu- Tölvutæknin hefuropnað áðuróþekkta möguleika fyrir blinda og sjónskerta, eins og fram kemur í þessu viðtali við Arnþór Helgason hjá Blindrabókasafni íslands tæknin hafi gert mér kleift að vera mun virkari í öllu félagsstarfi en ella hefði orðið. Mér finnst ég jafnframt standa meira jafnfætis mínum félögum en áður var. - Er markvisst unnið að því að kenna blindum að nýta sér tölvu- tœkni? - Auk Blindrabókasafnsins er blindradeild Álftamýraskóla einnig búin tölvubúnaði til kennslu. Einn nemandi í Hamra- hlíðarskólanum, sem er blindur, notar tölvu við námið. Hún kem- ur hingað reglulega til þess að prenta út stíla og verkefni sem hún hefur unnið á blindratölvuna sína. Við hér á Blindrabókasafn- inu höfum kerfisbundið kynnt okkur allar hugsanlegar nýjungar á tæknisviðinu, sem mættu koma að gagni og auk þess hefur Tölvu- þjónusta fatlaðra nú starfað í nærri tvö ár, en hennar verkefni er einmitt að leita eftir og kynna öll hugsanleg hjálpartæki á tölvu- sviðinu sem gætu komið fötlu- ðum að notum. Það má segja að aldrei sé nóg að gert, en engu að síður er sú breyting sem átt hefur sér stað frá því að við fengum okkar fyrstu tölvu 1983 gífurleg og ekki hægt annað en að vera bjartsýnn um framtíðina. B 8 skrifstofuhúsgögn eru sterk og stílhrein. Skúffurnar hafa verið þolreyndar með 20 kílóa þunga, 250 þúsund sinnum Þetta eru hús- gögn sem þola álag. - Stokkar fyrir allar leiðslur - Læsingar á allar hirslur - Skúffur á kúlulegum - Armstólar komast auðveldlega undir plötu - Óteljandi samsetningarmöguleikar Hallarmúla 2, sími 83211 Austurstræti 10, slmi 27211 Kringlunni, sími 689211 HÓTEL ALEXANDRA AUGLÝSINGASTOFA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.