Þjóðviljinn - 12.11.1987, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 12.11.1987, Blaðsíða 19
ÍÞRÓTTIR Evrópukeppni Danmörk og England í úrslít Danmörk, England og írland komust í gær í úrslit í Evrópu- keppni landsliða í knattspyrnu. Af þessum þjóðum voru það reyndar aðeins Englendingar sem léku. Þeir sigruðu Júgóslava, 4-1, en Danir og írar urðu að treysta á aðrar þjóðir. England vann sinn fyrsta sigur yfir Júgóslavíu á útivelli, 4-1. Öll mörk Englands komu á fyrstu 25 mínútunum. Peter Beardsley náði forystu'nni á 4. mínútu eftir varnarmistök, John Bames bætti öðru markinu við úr aukaspyrnu í miðjum vítateig á 17. mínútu. Bryan Robson skoraði þriðja markið þremur mín- útum síðar eftir hornspyrnu og Tony Adams gerði endanlega útum leikinn á 25. mínútu. Júgóslavar náðu að klóra í bakkann í siðari hálfleik með marki frá Sreckok Katanec. N-írland sigraði Tyrkland í sama riðli, 1-0 í gær. Staðan í 4. riðli: England.............6 5 10 19-1 11 Júgóslavía..........5 3 0 2 10- 7 6 N-lrland............6 1 1 4 2-10 3 Tyrkland............5 0 2 3 0-13 2 Danir biðu í ofvæni eftir úrslitum úr leik Tékkóslóvakíu og Wales. Með tékkneskum sigri kæmust Danir áfram. Tékkar brugðust ekki og sigmðu, 2-0 og „Danska dýna- mítið" komið í úrslit. Ian Rush fékk mörg dauðafæri. en var einstaklega óheppinn. Sigur hefði nægt Wales til að komast í úrslit. Ivo Knoflicek náði forystunni fyrir Tékka á 32. mínútu og Michal Dilek bætti öðru marki við á síð- ustu sekúndunum. Lokastaðan í 6. riðli: Danmörk............6 5 2 1 4-2 8 Tékkósl............6 2 3 1 7-5 7 Wales..............6 2 2 2 7-5 6 Finnland...........6 114 4-10 3 írar voru í sömu aðstöðu og Dan- ir. Þeir þurftu að treysta á að Skotar sigruðu Búlgaríu. Það hafð- ist, en ekki munaði miklu. Vara- maðurinn Gary McKay skoraði sigurmark Skota á 87. mínútu. Jack Charlton, þjálfari íra, hét Andy Roxburgh, þjálfari Skota, kassa af kampavíni og havanavindl- um ef Skotar sigruðu og mun án efa standa við það. í gær léku einig í 7. riðli nágrann- arnir Belgía og Luxumberg. Belgía vann öruggan sigur, 3-0. Staðan i 7. riðli: Irland............8 4 3 1 10-5 11 Búlgaría..........8 4 2 2 12-6 10 Belgía............8 3 3 2 16-9 9 Skotland..........7 3 2 2 7-5 8 Luxemburg.........7 0 0 7 2-23 0 Einn leikur var í 5. riðli. Pólverj- ar sigruðu Kýpur, 1-0. Nú hafa sex lið tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Sovétríkin, Hol- land, Danmörk, England, Wales og Irland, auk gestgjafanna, V- Þjóðverja. Þó er enn óljóst með Hollendinga vegna óláta áhorfenda í leik þeirra gegn Kýpur. -lbe/Reuter Kvennahandbolti Glæsilegur Stjörnusigur Stjarnan vann öruggan sigur yfir Víking í 1. deild kvenna í gær, 21- 15. Þetta var einn besti leikur Stjörnunnar í vetur, en það var fátt sem gekk upp hjá Víkingsstúlkum. Stjarnan var yfir allan tímann, en munurinn var ekki mikill framan af. í hálfleik var staðan 11-8, Stjörnunni í vil. Stjarnan gerði útum leikinn í upphafi síðari hálfleiks með 10 mörkum gegn 3 frá Víkingum. Eftir það var aldrei spurning og sigur Stjörnunnar öruggur. Herdís Sigursteinsdóttir og Ingi- björg Andrésardóttir léku mjög vel hjá Stjörnunni og sama má segja um Ragnheiði Stephensen. Það var hisnvegar engin sem stóð uppúr slöku liði Víkings. Mörk Stjörnunnar: Ingibjörg And- résardóttir 7, Herdís Sigsteinsdóttir 7, Ragnheiður Stephensen 5, Guðný Gunnsteinsdóttir 1 og Hrund Grétars- dóttir 1. Mörk Víkings: Eiríka Ásgrímsdóttir 8(2v), Svava Baldvinsdóttir 2, Sigur- rós Björnsdóttir 2, Valdís Birgisdóttir 2(2v) og Inga Lára Þórisdóttir 1. Erla úr leik Erla Rafnsdóttir leikur ekki meira með Stjörnunni í vetur og verður líklega ekki heldur með í fótboltanum næsta sumar. Erla sleit liðbönd á æfingu nú fyrir skömmu og verður frá æfing- um í 10-12 mánuði. Þetta er að sjálfsögðu mikið áfall fyrir Stjörn- una. Stórsigur Vals Valsstúlkur unnu öruggan sigur yfir Þrótti, 30-16. f hálfleik var staðan 15- 9. Mörk Vals: Erna Lúðvíksdóttir 10, Kristín Arnþórsdóttir 6, Guðrún Krist- jánsdóttir 4,Magnea Friðriksdóttir 4, Katrín Fredriksen 3, Ásta Sveinsdótt- ir 2 og Guðný Guðjónsdóttir 1. Mörk Þróttar: Ásta Sveinsdóttir 4, Erna Sverrisdóttir 3, Ágústa Sigurð- ardóttir 2, Iris Ingvadóttir 2 og Sigrún Óskarsdóttir 1. -MHM Handbolti Dýrmætur sigur KR KR-ingar unnu mikilvægan sigur yfir fullskipuðu liði Fram í gær, 21- 19. Framarar hafa fengið alla leik- menn sína aftur eftir meiðsli, en það dugði ekki til. KR-ingar höfðu undirtökin allan leikinn og þetta var einn þeirra besti leikur. Framarar voru hins- vegar þungir og vörnin mjög slök. KR-ingar gátu meira að segja leyft sér að misnota fimm vítaköst. KR-ingar voru yfir allan tímann, en Framarar náðu að minnka for- skotið í eitt mark á síðustu mínút- unum. Pálmi Jónsson skoraði þá þrjú mörk í röð, en KR-ingar léku af skynsemi á síðustu sekúndunum og bættu einu marki við. Þessi sigur var mjög mikiilvægur fyrir KR, enda staðan ekki sérlega góð. Gísli Felix Bjarnason var þeirra besti maður, varði 16 skot og þeir Konráð Olavsson og Jóhannes Stefánsson léku vel. Hjá Fram voru Atli Hilmarsson og Júlíus Gunnarsson þeir einu sem stóðu uppúr. -ÁV/lbe Laugardalshöll 11. nóvember Fram-KR 19-21 (9-12) 0-1,2-3,4-6, 6-10, 8-12, 9-12, 9-13, 11-13,12-15,14-17,16-20,19-20,19- 21. Mörk Fram: Atli Hilmarsson 4(1v), Pálmi Jónsson 3, Júlíus Gunnarsson 3, Hannes Leifsson 3(1 v), Egill Jó- hannesson 2, Birgir Sigurðsson 2, Hermann Björnsson 1 og Sigurður Rúnarsson 1. Mörk KR: Konráð Olavsson 8(2v), Stefán Kristjánsson 4, Guðmundur Al- bertsson 3, Sigurður Sveinsson 3, Jó- hann Stefánsson 2(2v), Guðmundur Pálmason 1. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Ólafur Haraldsson - slakir. Maður ieiksins: Gísli Felix Bjarna- son, KR. Handbolti Basl hjá Blikum Leikur Breiðabliks var ekki sannfærandi í Digranesi þegar þeir mörðu fram sigur á neðsta liði deildarinnar Þór 21-19. Lokamín- útarnar voru fjörugasti hluti leiksins. Sóknir liðanna voru slakar og mikið um mistök. Sókn Blika var þó aðeins beittari en Axel Stefáns- son varði mark Þórs mjög vei. Síðari hálfleikur var aðeins betri og jafnræði með liðunum framan af, en um miðjan hálfleik náði Breiða- blik tveggja marka forskoti sem þeir héldu til leiksloka. Breiðablik lék langt undir getu og má geta þess að tvo fastamenn vantaði í liðið þá Hans Guðmunds- son og Þórð Davíðsson. Þórs-liðið virðist ekkert skorta nema trúna á að þeir geti unnið eitthvað af 1. deildar liðunum. Axel Stefánsson stóð sig að vanda vel í Þórsmarkinu og Sigurður Pál- son átti einnig ágætan leik. -Ó.St. Digranes 11 nóvember. UBK-ÞÓR 21-19 (7-8) 1-1, 5-5, 7-8, 12-10, 14-12, 15-15, 18-18,21-19. Mörk UBK: Bjöm Jónsson 5(2), Aö- alsteinn Jónsson 4, Jón Þórir Jónsson 3, Ólafur Björnsson 3, Kristján Hall- dórsson 1, Andrés Magnússon 1, Poul Dempsy 1, Svavar Magnússon 1, El- var Erlingsson 1, Magnús Magnússon 1. Mörk Þórs: Sigurður Pálsson 6(2) Ólafur Hilmarsson 4, Kristinn Hreins- son 3, Árni Stefánsson 2, Gunnar Gunnarsson 1. Dómarar: Guðmundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson - sæmilegir. Maður leiksins: Sigurður Pálsson Þór. Handbolti Frabær vamarieikur Valsvörnin er líklega sú sterkasta í 1. deild. í gær sást best hvers hún er mcgnug er Valsemnn sigruðu Stjörnuna, 22-14. Valsmenn hafa því aðeins fengið á sig tæp 15 mörk að meðaltali í leik. Valsmenn byrjuðu af miklum krafti og fyrsta mark Stjörnunnar kom ekki fyrr en eftir tíu mínútur. Staðan þá 3-0. Valsmenn voru yfir allan tímann í fyrri hálfleik og juku forskotið í fimm mörk fyrir leikhlé. Þessu forskoti héldu þeir í síðari hálfleik og sigur þeirra var aldrei í hættu. Það sem réði úrslitum í þessum leik var sterk vörn Vals og góð markvarsla Einars Þorvarðar- sonar. Hann varði 12 skot, þaraf tvö vítaköst. Sóknarleikur Vals var á köflum mjög öruggur. Stjörnu- vöminni gekk illa að stöðva Júlíus Jónasson og Valdimar Grímsson og Þórður Sigurðsson áttu einnig góð- an leik. Þetta var ekki einn af betri dögum Stjörnunnar. Lítið gekk upp í sókninni og vörnin var á köflum galopin. Gylfi Birgisson átti góðan leik og Skúli Gunnsteinsson var mjög sterkur í vörninni. -Ibe Valsheimili 11. nóvember Valur—Stjarnan 22-14 (13- 8) 3-0, 5-4, 6-5, 8-5, 9-7, 13-8, 14-10, 16-10. 17-12, 20-13, 20-14, 22-14. Mörk Vals: Július Jónasson 6, Valdimar Grímsson 5, Þórður Sigurðs- son 4(1 v), Jakob Sigurðsson 3, Geir Sveinsson 2 og Gísli Óskarsson 2. Mörk Stjörnunnar: Gylfi Birgisson 5, Hermundur Sigmundsson 3(2v), Hafsteinn Bragason 2, Skúli Gunns- teinsson 2, Sigurjón Guðmundsson 1 og Einar Einarsson 1. Dómarar: Einar Sveinsson og Gunnar Viðarsson - óákveðnir. Maöur leiksins: Júlíus Jónasson, Val. Handbolti Frabær leikur FH-ingar halda efsta sætinu í 1. deild. Þeir sigruðu Víkinga í gær í besta leik íslandsmótsins, 24-27. Leikurinn var æsispennandi og stemmningin í Laugardalshöll var ótrúleg. Á þriðja þúsund áhorfend- ur hvöttu liðin og langt síðan svo margir áhorfendur hafa komið á leik í 1 deild. Leikurinn hafði allt sem hand- bolti getur boðið uppá. Hraða, spennu, falleg mörk og frábæra markvörslu. Sigurinn hefði getað hafnað hvorum megin sem var, en FH-ingar léku af skynsemi á lok- amínútunum og sýndu að það er engin tilviljun að þeir verma topp- sæti 1. deildar. Lokamínúturnar voru æsispenn- andi. Lengi var jafnt 23-23 og þá varði Sigurður vítakast frá Óskari Ármannssyni. Víkingar brunuðu upp, en misstu boltann og FH-ingar skoruðu. Við þetta var eins og allur botn dytti úr leik Víkinga og FH- ingar gerðu út um leikinn á loka- mínútunum. FH-ingar léku stórkostlega. Sóknarleikurinn var öruggur og þeir skoruðu mörg glæsileg mörk úr aukaköstum. Héðinn Giisson átti stórleik og Þorgils Óttar var mjög traustur í vöm og sókn. Þá lék Ósk- ar Ármannsson mjög vel og vex með hverjum leik. Víkingar gáfu FH-ingum ekkert eftir og léku mjög vel. Sigurður Jensson átti mjög góðan leik f marki Víkings og þeir Bjarki Sig- urðsson og Guðmundur Guð- mundsson stóðu sig vel í hornun- um- -ÁV/lbe Laugardalshöll 11. október Víkingur—FH 24-27 (15-14) 0-1,3-1,6-3, 6-8, 8-9, 11-11, 12-13, 15-14,16-16,17-19,21-21,23-23,23- 25, 24-27. Mörk Víkings: Bjarki Sigurðsson 6, Guðmundur Guðmundsson 5, Karl Þráinsson 5(1 v), Sigurður Gunnars- son 3, Siggeir Magnússon 2, Hilmar Sigurgíslason 2 og Einar Jóhannnes- son 1. Mörk FH: Héðinn Gilsson 7, Þorgils Óttar Mathiesen 5, Óskar Ármanns- son 5(1 v), Óskar Helgason 4, Pétur Petersen 4, Guðjón Árnason 1 og Gunnar Beinteinsson 1. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Rögnvald Erlingsson - slakir. Maður leiksins: Héðinn Gilsson, FH. Handbolti Jafnt á Akureyri Vigfús varði vítakast á síðustu sekúndunni ÍR-ingar hafa svo sannarlega haft heppnina með sér á lokamínútun- um í leikjum sínum. Þeir mættu KA í gær og þegar ein sekúnda var til leiksloka fékk KA vítakast. Vigfús Þorsteinsson, markvörður ÍR varði frá Erlingi Kristjánssyni og tryggði ÍR jafntefli, 19-19. Það gekk lítið hjá liðunum fram- an af. Þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 4-4. KA hafði þó lengst af undirtökin, en þeim tókst ekki að halda út og ÍR- ingar náðu að vinna upp forskot þeirra. Þar var fremstur í flokki Bjarni Bessason sem skoraði fjögur mörk í röð fyrir ÍR. Pétur Bjarnason jafnaði fyrir KA, 16-16 og Erlingur Kristjáns- son kom KA yfir. Frosti Guðlaugs- son jafnaði fyrir ÍR, en vítakastið sem KA fékk í lokin var frekar um- deilt. KA lék þokkalega, en vantaði herluntuninn. Pétur Bjarnason og Erlingur Kristjánsson léku vel og Guðmundur Guðmundsson var Isterkur í vöminni. Vigfús Þorsteinsson var besti maður ÍR-inga, varði 16 skot, þar af tvö vítaköst. Hann kom í stað Hrafns Margeirssonar sem meiddist í upphitun. ÍR-ingar eru greinilega ekki á flæðiskeri staddir hvað varðar markmenn. Bjarni Bessason og Frosti Guðlaugsson áttu einnig góðan leik og Ólafur Gylfason var geysilega sterkur í vörninni. -GG/Ibe ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Akureyri 11. nóvember KA-ÍR 17-17 (10-7) 1-3, 4-4, 7-5,10-7, 12-9,13-12, 15- 12, 15-15, 15-16, 17-16, 17-17. Mörk KA: Guðmundur Guðmunds- son 4, Erlingur Kristjánsson 3(1 v), Eggert Tryggvason 3(1 v), Pétur Bjarnason 2, Axel Björnsson 2, Hafþór Heimisson 1 og Svanur Valgeirsson 1. Mörk ÍR: Frosti Guólaugsson 6, Bjarni Bessason 6, Finnur Jóhannes- on 2, Magnús Ólatsson 1, Guðmundur Þórðarson 1 og Ólafur Gylfason 1. Dómarar: Aðalsteinn örnólfsson og Ámi Sverrisson - þokkalegir. Maður leiksins: Vigfús Þorsteins- son, |R.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.