Þjóðviljinn - 12.11.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 12.11.1987, Blaðsíða 14
' BONDWELL BW-8 ' ERLENDAR FRETTIR Rœmugerð Kjöltutölva, sönn ferðavél sem vegur aðeins 4.5 kg. PC / XT - samhæfð 512K vinnsluminni • LCD skjár, baklýsing, 80 stafir í lfnu x 25 línur 640x200 punkta upplausn (IBM CGA samhæft) • Innbyggð síklukka/dagatal • RS 232 raðtengi • Centronics, samhliða prentaratengi • RGB og composite video skjátengi • Innbyggðar hleðslurafhlöður sem endast í 6 klst við samfellda notkun • Innbyggt 3 1/2" 720k disklingadrif • Hægt að fá utanáliggjandi 5 1/4 og/eða 3 1/2 aukadrif • Verð kr. 68.850 FJÖLKAUP HF. TÖLVUVERSLUN Laugavegi 163, (Skúlagötumegin) Sími 622988 Attenborough gegn apartheid Nýjasta mynd leikstjórans afhjúpar bölvun aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku Hinn heimsþekkti leikstjóri, Richard Attenborough sem gerði meðal annars þá margverð- launuðu mynd Gandhi, segist ekki vera að sækjast eftir lofi gagnrýnenda með nýjustu mynd sinni, Frelsisákallinu, heldur vilji hann upplýsa fólk um bölvun að- skilnaðarstefnunnar í Suður- Afrfku Viðbrögð filmrýna hafa að nokkru gengið eftir, og finnst þeim mörgum hverjum að hér sé klunnalega að verki staðið. í Frelsisákallinu er rakin vin- átta hvíta ritstjórans Donald Wo- ods og svarta baráttumannsins Steve Biko, og þykir apartheid ekki hafa fengið annað eins gúm- orin á hvíta tjaldinu í annan tíma. Myndin var frumsýnd í Banda- ríkjunum í byrjun þessa mánað- ar, en hún var gerð í Zimbabwe og Kenya. Næstu mánuði verður leikstjórinn á faraldsfæti um heimsbyggðina til að vinna að framgangi myndar sinnar í kvik- myndahúsum. Steve Biko var einn af leið- togum blökkumanna í Suður- Afríku á sinni tíð. Hann var pyndaður til dauða í fangelsum suður-afrískra apartheidböðla. Woods lenti í ónáð heima fyrir MacGenius <<*»«** Makí' Ot íjOM. Steve Biko: saga hans er uppistaðan í nýjustu kvikmynd leikstjórans Ric- hards Attenboroughs. sakir vináttu sinnar við Byko. Lögreglan hafði nánar gætur á heimili hans, en þrátt fyrir ár- vekni laganna varða tókst honum að flýja land. Vinátta þesara manna er rauði þráðurinn í myndinni, segir Att- enborough; ég vildi ekki velta mér upp úr örvæntingunni. I rauninni er ég gömluð karlkynsútgáfa af Mary Poppins. Ég trúi hikstalaust á sigur mannsandans. HS ^"■■ÖRFRÉTTIR' Kötturinn Lúsífer lagði heldur en ekki land undir fót á dögunum. Hann varð viðskila við eigendur sína í Svíþjóð og lagði á sig mánaðarreisu til að koma endurfundunum í kring, og keyfaði í þessu skyni 300 kíló- metra. Eigendurnir voru að von- um upprifnir er þeir heimtu Lúsíf- er úr helju; hann var sárfættur og mjór eins og þvengur, en annað amaði ekki að honum, söqðu þeir. Opnunartími bjórkráa í Englandi og Wales breytist á næstunni, en hingað til hafa slík hús verið lokuð frá klukkan þrjú til hálfsex á eftirmiðdögum. Margur þorstlátur ferðalangurinn í bjórleit hefur farið flatt á þessari reglu og landsstjórnin álítur hana fárán- lega. Þingið hefur nú samþykkt að opnunartíminn verði samfelld- ur frá kl. ellefu að morgni til jafn- lengdará kvöldi. Regla þessi hef- ur verið við lýði síðan í fyrra stríði, en þá var hún sett til að stemma stigu við drykkjuskap starfsfólks í hergagnaiðnaðinum. Spaghettimafíós gripinn: Alfons Persico, uppúr- standandi mafíós í Colombofjöl- skyldunni í New York vargripinn í eldhúsinu heima hjá sér fyrir skemmstu þar sem hann var að malla sér spaghetti. Lögreglan hefur verið á höttunum eftir kauða árum saman og var að vonum lukkuleg með feng sinn. Persico var dæmdur fyrir morð árið 1951 og sat inni í átján ár. Árið I980 heiðraði hann svo dómstól með fjarveru sinni, enda mátti hann vænta 60 ára dóms fyrir fjárdrátt í það skiptið. Síðan hefur hann farið huldu höfði. Hann hefur gert víðreist í útlegð- inni, en sjónarvottar telja sig hafa séð hann í Japan, Kaliforníu, Suður-Ameríku, Honolulu, Miami og víðar. Jafnan slapp hann þó frá löngum armi laganna, þar til eldamennskan varð honum að falli. Rauðstjörnuvöllurinn í Belgrad í Júgóslavíu hefur feng- ið heldur óvenjulega andlitslyft- ingu. Grasið hefur fölnað með haustkomunni eins og lög gera ráð fyrir, en það þótti heima- mönnum ekki nógu gott þar sem mikilvægur fótboltalandsleikur við Englendinga stendur fyrir dyr- um, og því var gripið til þess ráðs að mála völlinn grænan. Til þess arna var notað nýuppfundið efni, og fullyrðir vallarstjórnin að leik- menn muni ekki skitna þótt þeir veltist í grasinu í hita leiksins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.