Þjóðviljinn - 12.11.1987, Qupperneq 8
Blöð og blaðamennska
í nútíð ogframtíð
Opinn fundur á vegum Blaðamannafélagsins í
Listasafni Alþýðu, Grensásvegi 16, fimmtu-
daginn 12. nóvember kl. 20.30.
Ritstjórarnir og blaðamennirnir Arni Berg-
mann, Björn Jóhannsson, Elías Snœland Jóns-
son, Indriði G. Þorsteinsson ogSteinar J. Lúð-
víksson verða með stutta framsögu. Umræður
á eftir.
Blaðamenn og allt áhugafólk um blöð og
blaðamennsku velkomið.
Munið afmælissýningu Blaðamannafélagsins -
síðasta sýningarhelgi.
Stjórn BÍ
^RARIK
Klk. ^ RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftir-
farandi:
RARIK-87008: Raflínuvír 180 km.
Opnunardagur: Fimmtudagur 10. desember
1987, kl. 14.00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyriropn-
unartíma og verða þau opnuð á sama stað að
viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns-
veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá
og með fimmtudegi 12. nóvember 1987 og kosta
kr. 200.- hvert eintak.
Reykjavík 11. nóvember 1987
Rafmagnsveitur ríkisins
Innritun nemenda, sem ætla að hefja nám í Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti á vorönn 1988,
stendur nú yfir.
Athygli er vakin á því að enn er unnt að bæta við
nemendum einkum á heilbrigðissviði (sjúkraiið-
ar), matvælasviði (matartæknar og matarfræð-
ingar) og tæknisviði (nám til sveinsprófs á
málmiðna-, rafiðna- og tréiðnabrautum.
Sími skólans er 75600
Skólameistari
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir
Ingólfur Pálmason
fyrrv. lektor við Kennaraháskóla íslands
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 13.
nóvember kl. 15. Blóm vinsamlega afþökkuð.
Hulda Gunnarsdóttir
Pálmi Ingólfsson
Gunnar Ingólfsson
Guðrún Ingólfsdóttir Eiríkur Rögnvaldsson
LANDSFUNDUR ALPYÐUBANDALAGSINS 1987 LANDSFUNDUR
Austfirðingar fjölmenntu á landsfundinn. Hér spjalla þeir saman, Finnbogi
Jónsson framkvstj. Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og Lúðvík Jósepsson
fyrrv. formaður Alþýðubandalagsins. Mynd - Sig.
Alyktun
um byggðamál
Á landsbyggðinni er unnið að
undirstöðuframleiðslu sem er
grundvöllur að þeirri velmegun,
sem þjóðin getur búið við. Til að
tryggja þessa undirstöðu þurfa
íbúar landsins að búa við sem
jöfnust kjör og aðstöðu. Byggðin í
landinu þarf að vera órofín keðja
þar sem enginn hlekkur má missa
sín.
Ný tækni og viðhorf í atvinnu-
málum hafa skapað ný sóknar-
færi á landsbyggðinni. Samfé-
lagsþróunin hefur á hinn bóginn
stefnt í gagnstæða átt. Þessi staða
gerir byggðamálin brýnni en
nokkru sinni fyrr. Það á því að
vera forgangsverkefni Alþýðu-
bandalagsins á næsta ári að sam-
ræma og endurnýja stefnu sína í
byggðamálum.
Landsfundurinn leggur til að
framkvæmdastjórn skipi hið
fyrsta 10 manna nefnd til að móta
stefnu flokksins í öllum þáttum
byggðamála. Nefndin starfi í ná-
inni samvinnu við framkvæmda-
stjórn, þingflokk og byggðamenn
Alþýðubandalagsins. Liður í
starfi nefndarinnar verði að halda
ráðstefnur eða fundi í öllum kjör-
dæmum fyrir lok apríl 1988.
Einnig efni nefndin til landsráð-
stefnu fyrir maílok og skili áliti á
haustfundi miðstjórnar næsta ár.
Ályktun um jafnan
rétttil náms
8. landsfundur AB, 5.-8. nóv-
ember 1987, bendir á að eitt meg-
inmarkmið grunnskólalaganna
er að allir nemendur hafí jafnan
rétt til náms og þroska óháð kyni,
stétt, búsetu og andlegu og líkam-
legu atgervi.
Alþýðubandalagið tekur undir
þessi markmið og krefst þess að
öllum nemendum séu búnar sem
bestar aðstæður til menntunar.
OECD skýrslan sýnir að stórátak
þarf til að koma menntamálum
þjóðarinnar í viðunandi horf. Til
þess að auðvelda að svo megi
verða bendir landsfundurinn á
eftirfarandi:
1. Gera þarf Lánasjóði íslenskra
námsmanna kleift að gegna
hlutverki sínu, en markmið
Lánasjóðsins er að tryggja að
námsmenn geti stundað nám
óháð efnahag félagslegra að-
stæðna eða búsetu.
2. Þegar í stað verði komið á ein-
setnum skóla þar sem nem-
endum sé séð fyrir máltíð.
3. Auka þarf fjármagn til skóla-
mála og gera um leið meiri
kröfur um fjölbreytilega
menntun. Sérstaklega skal
bent á verk- og listgreinar.
4. Fræðsluskrifstofur verði efldar
og þar með reynt að tryggja
jafnan rétt milli landshluta.
Aiþýðubandalagið fagnar ný-
útkominni skólastefnu Kennara-
sambands íslands og telur að með
framkvæmd hennar takist að
jafna rétt barna til náms og
styrkja skólastarf í nútíð og fram-
tíð.
Ályktun um land-
búnaöarmál
Alþýðubandalagið lýsir yfír
fullri samstöðu með þeim fjöl-
mörgu bændum sem nú er verið
að hrekja frá búum sínum í fram-
haldi af lagasetningu Framsóknar
og Sjálfstæðisflokks fyrir tveimur
árum.
Fundurinn felur miðstjórn að
efna til landbúnaðarráðstefnu nú
í vetur þar sem mörkuð sé róttæk
stefna gegn þeirri óvægnu sam-
dráttarstefnu sem nú er fylgt og
bæði er handahófskennd og
háskaleg fyrir framtíð byggða
víðsvegar um land.
Alyktun um
stjómun fiskveiða
8. landsfundur Alþýðubanda-
lagsins haldinn í Reykjavík dag-
ana 5.-8. nóvember 1987 lýsir yfir
stuðningi við þau meginmarkmið
um fískveiðistjórnun sem fram
koma í áliti efnahags- og atvinnu-
málanefndar Alþýðubandalags-
ins frá 25. febrúar 1987. Fundur-
inn samþykkir að boðað skuli til
sérstakrar ráðstefnu og/eða mið-
stjórnarfundar fyrir lok nóvemb-
ermánaðar n.k. um nánari út-
færslu á fískveiðistefnunni, eink-
um með tilliti til væntanlegs
frumvarps á Alþingi um stjórnun
fiskveiða fyrir næsta ár.
Fundurinn ítrekar það grund-
vallarsjónarmið að fiskimiðin og
fiskistofnarnir séu sameign allra
landsmanna og það séu öðru
fremur sjómenn og fiskvinnslu-
fólk sem skapi úr þeim verðmæti.
Því skuli sameiginlegir hagsmun-
ir þeirra hafðir í fyrirrúmi við
stjórnun fiskveiða.
Ályktun um
skýrslu
Efnahags-
og atvinnu-
málanefndar
Efnahags- og atvinnumála-
nefnd, sem kosin var á 7. lands-
fundi Alþýðubandalagsins hefur
nú skilað áliti sínu.
8. landsfundur Alþýðubanda-
lagsins telur álit nefndarinnar
grunn að frekari stefnumótun
flokksins í þessum málaflokki.
Landsfundurinn felur fram-
kvæmdastjórn að gefa út álitið
eftir að nauðsynlegar breytingar
vegna úreldingar hafa verið gerð-
ar, þannig að það verði aðgengi-
legt öllum félögum og stuðnings-
mönnum flokksins.
8. landsfundur Alþýðubanda-
lagsins felur miðstjórn að af-
greiða á grundvelli álitsins og um-
ræðu í flokknum um það, stefnu
flokksins í efnahags- og atvinnu-
málum.
Stuðningur við
baréttu
verslunarfolks
í Reykjavík
8. landsfundur Alþýðubanda-
lagsins lýsir yfir stuðningi við bar-
áttu verslunarfólks í Reykjavík
gegn óhóflega löngum vinnudegi.
Fjáimagntilnýira
veika sveitarfélaga
Landsfundur AB átelur harð-
lega þá fyrirætlun fjármálaráð-
herra.sem fram kemur í fjárlaga-
frumvarpi fyrir árið 1988, að færa
verkefni yfir til sveitarfélaga án
þess að þau fái tilsvarandi aukna
tekjustofna á móti.
Landsfundurinn krefst þess að
þess sé gætt að sveitarfélögin beri
ekki skarðan hlut frá borði eins
og þau munu gera á næsta ári ef
fjárlagafrumvarpið nær óbreytt
fram að ganga.
Samþykktum
auknafræðsluum
sjávanítvegogfisk-
vinnslu
í Ijósi þeirrar staðreyndar að
sjávarútvegur og fiskvinnsla eru
höfuðstoðir íslensks mannlífs,
leggur landsfundur AB til að
fræðsla um þessi mál verði stór-
aukin í skólum landsins.
Ályktun um starfshóp er geri
drög að stefnumótun í fjöl-
skyldu-, uppeldis-og
menntamálum
Landsfundur Alþýðubanda-
lagsins 5.-8. nóvember 1987 felur
nýkjörinni miðstjórn að setja á
fót starfshóp sem móti drög að
stefnu flokksins í fjölskyldu-,
uppeldis- og menntamálum og
skili niðurstöðum til miðstjórnar
fyrir 1. júní 1988.
Forystumenn í verkalýðshreyfingu og stjórnarformaður Menningar- og
fræðslusambands alþýðu hlýða á umræður á fundinum. Frá v. Guðmundur
Þ. Jónsson form. Iðju, Helgi Guðmundsson MFA og Grétar Þorsteinsson form.
Trésmiðafélags Reykjavíkur. Mynd - Sig.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. nóvember 1987