Þjóðviljinn - 12.11.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.11.1987, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Lágmarksverð Kallar á yfirborganir Hólmgeir Jónsson hjá Sjómannasambandinu: Strax og nýttlágmarksverð áfiski verður ákveðiðmá búastvið yfirborgunum. Þœrkoma ekki fram í skiptahlut sjómanna Það er fyllilcga ástæða til að óttast að um bullandi yfir- borganir verði að ræða meðal fiskkaupenda þegar Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur komið sér saman um nýtt lágmarksverð á helstu botnfisktegundunum, eins og ótal dæmi sönnuðu fyrr í ár, rétt áður en fiskverð var gefið frjálst. Það sem verra er að sjó- menn njóta ekki þessara yfirborg- ana, þar sem þær eru að öllu jöfnu undir borðið og koma ekki fram í uppgjöri hverju sinni, heldur renna óskiptar til útgerð- arinnar, segir Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómanna- sambands íslands í samtali við Þjóðviljann. Á fundi sínum í fyrradag ákvað Verðlagsráð sjávarútvegsins að falla frá frjálsu fiskverði, sem hefur verið við lýði frá 15. júní síðastliðnum. Á fundinum lagði fulltrúi sjómanna fram þá verð- hugmynd um lágmarksverð á fiski að það hækki um 15-20% frá því sem það var þegar Verð- lagsráð ákvað síðast lágmarks- verð, en það var 1. janúar síð- astliðinn. Að sögn Hólmgeirs eru þessar hugmyndir sjómanna um hækk- un á lágmarksverði einungis meðal þess fiskverðs sem nú er greitt út um alla strönd og blá- köld staðreynd um fiskverðið í dag. I dag verður fundur í Verð- lagsráði sjávarútvegsins og verð- ur þar væntanlega skeggrætt um verðhugmyndir sjómanna frá síð- asta fundi ráðsins. grh Sjómannasambandið Foimenn þinga „Helstu mál þessa formanna- fundar Sjómannasambandsins sem hefst á Akureyri á morgun og stendur í tvo daga eru að sjálf- sögðu fyrirhugað lágmarksverð á fiski, fiskveiðistjórnun næsta árs, öryggismál sjómanna og stað- greiðslukerfi skatta sem kemur til framkvæmda í byrjun næsta árs,“ segir Hólmgeir Jónsson framkvæmdatjóri Sjómannasam- bands íslands í samtali við Þjóð- viljann. Formannafundinn sækja for- menn sjómannafélaga víðs vegar af landinu og má búast við þátt- töku um 30-40 formanna eða full- trúa þeirra. grh Alþingi Léieg vinnubrögð Gunnarsstjórnin Rætt um stjómarslit 1982 Svavar og Ólafur Ragnar vildu slíta samstarfinu. Meiri- hluti þingflokksins var á móti - Ég man vel eftir þessum um- ræðum í þingflokknum í október 1982 um hugsanleg slit á stjórn- arsamstarfinu, sagði Geir Gunn- arsson alþm. vegna skoðana- skipta þcirra Hjörleifs Guttorms- sonar og Ólafs Ragnars Gríms- sonar á Stöð 2 um hugsanlega út- göngu Alþýðubandalagsins úr ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Svavar Gestsson og Ólafur Ragnar voru þeirrar skoðunar á þingflokksfundi í október 1982 að Alþýðubandalagið ætti að leggja fram kröfu um að Fram- sóknarmenn og Gunnarsmenn væru með í því að rjúfa þing og efna til kosninga, þar sem stjórn- in væri búin að missa meirihluta sinn. Samstarfsflokkarnir neit- uðu og vildu þeir Svavar og Ólafur að flokkurinn brygðist við slíkri neitun með því að fara úr stjórninni, en um það náðist ekki samstaða íþingflokknum. Helstu mótbárur þingmanna voru reynsla Alþýðuflokksins af brott- för úr vinstri stjórninni 1979. Kvartað undan slce- legum vinnubrögðum og lélegri mœtingu á Alþingi ígœr. Hjör- leifur Guttormsson kvaddi sér hljóðs um þingsköp Mikil haustblíða hefur verið sunnanlands undanfarna daga og engu líkara en vorið sé komið aftur. Það er því miður óskhyggja því nú spáir hann á norðan og kuldaboli fer trúlega að gera vart við sig þegar líður að helgi. Mynd - Sig. Olíulekinn Ráðstafanir til vamar Fyrirspurn Geirs Gunnarssonar vegna olíulekans frá hernum eð hvaða hætti hefir verið fylgst með því að ekkert fari úrskeiðis og hvað brast í því eftir- liti þegar 75 þúsund lítrar af olíu hafa runnið í jörðina að undan- förnu? spyr Geir'Álunnarsson, Steingrím Hermannsson, utan- ríkisráðherra, m.a. um í fyrir- spurn sem hann hefur lagt fram á Alþingi vegna olíulekans úr birgðastöð Bandaríkjahers, sem ógnar nú vatnsbólum Njarðvík- inga og Keflvíkinga. Geir vill einnig fá að vita hversu mikið magn af olíu eða bensíni er geymt á tönkum á svæðum sem liggja svo nærri vatnsbólum byggðarlaganna, að hætta getur stafað af ef leki verð- ur úr tönkum eða leiðslum. Þá spyr hann einnig hver hlutur ís- lenskra heilbrigðisyfirvalda eða annarra íslenskra aðila í eftirliti með geymslu eða mælingum á mengun vegna olíuleka á þessu svæði sé og hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að auka eftirlit með geymslu olíubirgða á þessu svæði. Að lokum spyr Geir hvenær megi gera ráð fyrir að hugsan- legar orsakir mengunar, og öll mengunarhætta af völdum geymslu á olíu eða bensíni í þágu bandaríska hersins á Keflavíkur- flugvelli verði upprætt á þessu svæði. -Sáf Af 104 ríkisstjórnarfrumvörp- um, sem boðuð hafa verið hafa aðeins átta verið lögð fram. Mörg af þcssum frumvörpum er ætlun að afgreiða fyrir jólafrí þingmanna, þar á nteðal stór frumvörp einsog frumvarp um fiskveiðistefnuna og fjöldi frum- varpa sem varða staðgreiðslu skatta. Þetta kom fram í umræðu um þingsköp á Alþingi í gær, en Hjörleifur Guttormsson kvaddi sér hljóðs og kvartaði um vinnu- brögð á Alþingi og hversu slæm mæting væri. í gær var messufall í efri deild vegna skorts á þingmálum en þegar Hjörleifur hóf mál sitt í neðri deild var enginn ráðherra mættur í salinn. Þau Guðmundur Bjarnason og Jóhanna Sigurðar- dóttir tíndust svo í salinn skömmu eftir að fundur hófst. Þá var lagt fram eitt stjórnarfrum- varp á meðan umræðan um þing- sköp stóð yfir, við fögnuð þing- manna. Fjórir ráðherrar eru staddir er- lendis um þessar mundir, Jón Baldvin Hannibalsson, Jón Sig- urðsson, Birgir ísleifur Gunnars- son og Halldór Ásgrímsson og Matthías Á. Mathiesen er enn í veikindaleyfi. Þorsteinn Pálsson og Steingrímur Hermannsson höfðu boðað forföll í gær og Frið- rik Sóphusson situr í efri deild. -Sáf Bandarísku skýrslurnar Andstætt sannleikanum Eysteinn Jónsson: Meinloka hjá Bandaríkjamönnum að ráðherra- nefndin ‘49 hafi óttast uppreisn á Islandi Blaðamennska Bloð i nutið og framtiö Blaðamannafélagið boðar í kvöld til opins fundar í Listasafni alþýðu, þar sem nú stendur yfir afmælissýning félagsins, um blöð og blaðamennsku í nútíð og fram- tíð. Á fundinum munu blaðamenn- irnir og ritstjórarnir Árni Berg- mann Þjóðviljanum, Björn Jó- hannsson Morgunblaðinu, Elías Snæland Jónsson DV, Indriði G. Þorsteinsson Tímanum og Steinar J. Lúðvíksson hafa stutta framsögu en síðar verða al- mennar umræður. Fundurinn hefst kl. 20.30 oger^ opinn öllu áhugafólki um blöð og ’ blaðamennsku. Eysteinn Jónsson segir það „algerlega andstætt sann- leikanum" að ráðherrarnir þrír sem fóru vestur um haf í mars 1949 hafi látið í Ijós ótta við upp- reisn „kommúnista". Skýrsla Þjóðaröryggisráðsins til Bandaríkjaforseta er sögð byggjast að hluta á viðræðum bandarískra stjórnarfulltrúa við ráðherrana þrjá úr „Stefaníu“ sem heimsóttu þá á sama tíma og inngangan í Nató var samþykkt. I skýrslunni segir að í viðræðunum við íslensku ráðherranna hafi komið fram mikill ótti við valda- töku „kommúnista“ vegna geysiöflugrar andstöðu við Nató- aðildina, en hinsvegar hafi verið taldar litlar líkur á sovéskri hern- aðarógn. Einsog áður hefur komið fram varð á þessum tíma til í Pentagon áætlun um innrás í ísland og sam- þykkt af forseta. Innrásin átti að fara af stað ef „kommúnistar“ næðu völdum eða valdataka þeirra væri yfirvofandi. f ráðherranefndinni 1949 voru Bjarni Benediktsson utanríkis- ráðherra úr Sjálfstæðisflokki, Emil Jónsson samgönguráðherra úr Alþýðuflokki og Eysteinn Jónsson menntamálaráðherra úr Framsóknarflokki. Þeir Bjarni og Emil eru báðir látnir, en Eysteinn sagði við Þjóðviljann í gær að þeim hefði aldrei dottið í hug að hér yrði gerð uppreisn, enda hafi verið tekið fram við inngönguna í Nató að hér yrði aldrei her á friðartím- um. Eysteinn sagðist hafa svarað þessu áður, í bókinni um 30. mars, og kæmi þetta fram í nótum Hans Andersens frá ráðherra- nefndarfundunum. Sá ótti um uppreisn eða valdatöku íslenskra sósíalista sem lesa mætti um í bandarískum skýrsium og skjölum væri „einhver meinloka“ hjá þeim vestra. -m Flmmtudagur 12. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.