Þjóðviljinn - 12.11.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.11.1987, Blaðsíða 9
Flestum okkar koma fyrst í hug flóknar vélar og tæki til útreiknings, skýrslugerðarog ritvinnslu, þegarviðhugsum um tölvutæknina, en þau svið sem hún nær inn á eru mun víðtækari. Til dæmis auðveld- ar hún stórlega stýringu og eftirlit með öllum stærri fram- leiðsluferlum og er ómissandi við allafjarskiptatækni nútím- ans. Það fyrirtæki hér á landi sem hefur hvað mesta reynslu við hönnun og uppsetningu stýri- kerfa er Verk- og kerfisfræðistof- an, sem er til húsa í Húsi verslun- arinnar í Reykjavík, en hún hefur meðal annars gert stýrikerfi fyrir Hitaveitu Suðurnesja, Hitaveitu Reykjavíkur, Sfldarverksmiðjur ríkisins og Póst og síma. Auk þess hefur stofan tekið þátt í gerð fjar- skiptakerfis fyrir Flugmálastjórn. Þessi kerfi hjálpa til við að tryggja okkur aðgang að heitu vatni, símasambandi og öryggi flugs yfir íslenska flugstjórnar- svæðinu. Tölvuknúin stýrikerfi Við leituðum til Ara Arnalds, forstöðumanns Verk- og kerfis- fræðistofunnar til þess að forvitn- ast um hin margvíslegu not sem við höfum daglega af tölvutækn- inni, án þess að okkur sé það ljóst oft á tíðum. - Við höfum sérhæft okkur í kerfisgerð á tveim sviðum, segir Ari, viðskiptasviði og tæknisviði. Þau kerfi sem þú nefnir hér að ofan eru dæmi um hið síðar- nefnda. Stýrikerfin eiga það sam- eiginlegt að þau safna fjölmörg- um upplýsingum saman á eina stjórnstöð, þar sem birtist mynd af ákveðnu tæknilegu kerfi á ein- um eða fleiri tölvuskjám með upplýsingum um allt sem er að gerast í kerfinu um leið og þær veita vaktmanni möguleika á fjarstýringu þegar eitthvað bregður útaf. Með tölvutækninni verður meðhöndlun upplýsing- anna mikilvægari en vélarnar og tækin, segir Ari, og við biðjum hann að skýra þetta út fyrir okkur nánar. Tölvustýring við flug- umferðastjórn Fyrsta stóra tæknikerfið, sem við tókum þátt í var gerð skeyta- dreifikerfis fyrir Flugmálastjórn. Flugumsjónarsvæði hennar er sem kunnugt er afar stórt og þýð- ingarmikið fyrir flugsamgöngur yfir Norður-Atlantshafið og síð- astliðið sumar fóru allt upp í 360 vélar um þetta svæði á dag eða 60-90.000 farþegar að því er talið er. Flugmálastjórn hefur það verkefni að tryggja örugga flug- leið þessara véla og koma í veg fyrir árekstra. Auk þess að taka á móti skeytum um vélarnar frá landi austan og vestan hafs tekur hún á móti skeytum frá vélunum þegar þær koma inn á íslenska flugstjórnarsvæðið, og skeyta- dreifikerfið tekur á móti þessum skeytum, flokkar þau niður og sendir til viðkomandi flugum- ferðarstjóra. Áður fyrr voru skeytin lesin og hlaupið með þau til viðkomandi flugumferðar- stjóra, en nú gerist þetta sjálf- virkt. Þannig skapast bæði aukin afkastageta og aukið öryggi fyrir alla flugumferð á þessari mikil- vægu samgönguleið. Þetta kerfi var unnið í sam- vinnu við Verkfræðistofnun Há- skólans og var eitt fullkomnasta kerfið af þessari gerð sem í notk- un var á þeim tíma sem það Ari Arnalds verkfræðing- ur: Fátt mann- legtertölvu- tækninnióvið- komandi. eru mikilvægari en vélamar 4 komst í gagnið fyrir 6 árum. Auk þess reyndist það Flugmálastjórn mun ódýrara en þau tilboð sem hún hafði fengið í hönnun kerfis- ins erlendis frá. Hitaveitukerfið Fyrsta verkefni okkar fyrir hitaveitur var gerð stýrikerfis fyrir Hitaveitu Suðurnesja, sem tekið var í gagnið 1982, en það fylgist með allt að 1000 mæli- stærðum sem varða hitastig, vatnsstreymi, þrýsting, dælukraft o.s.frv. auk þess sem það gefur möguleika á fjarstýringu kerfis- ins frá einum stað. Síðan fengum við það verkefni að framleiða sambærilegt stýrikerfi fyrir Hita- veitu Reykjavíkur. í þetta skipti hönnuðum við kerfið með hlið- sjón af því að það mætti nota víðar. Og er það nú í notkun hjá Sfldarverksmiðjum ríkisins á Sig- lufirði og hjá Pósti og síma. Kerf- ið, sem ber heitið KR1100, getur tekið við og meðhöndlað allt að 9000 upplýsingum, sem berast til stjórnstöðvar á nokkrum sekúnd- um, þannig að auðvelt er að fylgj- ast með öllu sem gerist í kerfinu á hverjum tíma. Þetta skapar mikið öryggi í kerfinu auk þess sem það veitir möguleika á mun skjótari viðbrögðum ef eitthvað bregður útaf. Þetta kerfi, KR segirAri Arnalds verkfræðingur, en fyrirtæki hans, Verk- og kerfisfræðistofan hf. hefur hannað stýrikerfi sem snerta daglegt líf flestra ís- lendinga 1100, er stærsta stýrikerfið sem gert hefur verið hér á landi. Símkerfið tölvustýrt Aðspurður segir Ari að hjá Pósti og síma hafi KR1100 kerfið fengið það hlutverk að vakta allar örbylgjustöðvar Landsímans, en þær eru nú um 30 talsins víðsveg- ar um landið, en allt fjarskipta- kerfi Landsímans og sendingar útvarps og sjónvarps fara í gegn- um þetta kerfi. Þetta kerfi okkar hefur því eftirlit með stærsta upp- lýsingakerfi landsins og gefur möguleika á heildaryfirsýn yfir það frá einum stað. Það ætti ekki að dyljast neinum hversu mikil- vægu hlutverki slíkt eftirlits- og stýrikerfi gegnir. Þriðja KR 1100 kerfið sem nú er í notkun er not- að hjá Sfldarverksmiðjum ríkis- ins á Siglufirði, til eftirlits með öllu framleiðsluferli síldar- og loðnumjöls allt frá löndun til full- unninnar vöru. Tölvuvæðing í framleiðslu- iðnaði Annað skemmtilegt verkefni sem við erum nú að vinna að er gerð stillikerfis fyrir gamlar trésmíðavélar, sem ekki hafa sjálfvirka stillingu. Um er að ræða vélar sem notaðar hafa ver- ið til þess að framleiða til dæmis hurðir og þiljur. Vélar þessar eru gerðar fyrir fjöldaframleiðslu, og þegar skipt er um framleiðslu hefur þurft að framkvæma mjög tímafreka handstillingu á allt að 27 ásum á vélum þessum. Sjálf- virk stilling á þessum vélum spar- ar mikinn tíma og gerir þær hæf- ari til þess að svara kröfum þess takmarkaða markaðar sem hér er fyrir hendi. Stilling vélanna verð- ur framkvæmd í gegnum eina PC- tölvu, sem jafnframt fylgist með að ekki verði breytingar á þeirri stillingu sem beðið er um. Þessi búnaður mun framlengja líf þess- ara véla um nokkur ár. Kerfi fyrir viöskiptalífiö - Þið hafið líka unnið kerfi fyrir viðskiptasviðið? - Jú, við höfum gert fjölmörg kerfi fyrir viðskipalífið, má sem dæmi nefna bókhaldskerfi fyrir banka, stórt tölvukerfi fýrir póstgíróstofuna og innheimtu Pósts og síma, þrjú kerfi til gjald- eyrisviðskipta, kerfi til reksturs Sjúkrasamlags Reykjavíkur og fleira og fleira. Til dæmis erum við nýbúnir að gera kerfi til verðbréfamiðlunar sem 4 bankar hafa þegar tekið í notkun, en kerfið er þó ekki bundið við banka, því öll fyrirtæki, sem eiga verðbréf eða vilja stýra skuldum sínum geta hagnýtt sér þetta kerfi. Eins og sjá má á þessu samtali við Ara Arnalds, þá lætur tölvu- tæknin nær ekkert svið mann- legra samskipta og viðskipta ó- snortið. Og möguleikar þessarar tækni til þess að auðvelda okkur alla stýringu og eftirlit og auka öryggi á allri þjónustu verða stöðugt meiri. Vandamálið kann í framtíðinni frekar að felast í því hvemig maðurinn á að nýta sér tæknina þannig að hún auki frelsi hans frekar en að þrengja að því, en sá möguleikinn er augljóslega líka fyrir hendi. -ólg. Flmmtudagur 12. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.