Þjóðviljinn - 12.11.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.11.1987, Blaðsíða 15
ERLENDAR FRETTIR Leiðtogafundur Araba Engar refsiaögeröir gegn írönum Fjögurra daga leiðtogafundiArababandalagsins lauk í gær. Fordæmir stríðsrekstur Irana Atoppfundi Arabaleiðtoga sem lauk í Amman í gær var sam- þykkt að fordæma Irani fyrir að leggja undir sig landssvæði íraka. Lýst var yfir stuðningi við Kúvæt og írak, en engar refsiaðgerðir gegn írönum voru samþykktar. Fundurinn var haldinn í því augnamiði að leita leiða til að stöðva stríð írana og íraka, en það hefur nú staðið í sjö ár. Jafn- framt vildu fundarmenn koma í veg fyrir að stríðsreksturinn breiddist út til grannríkjanna. Þá var samþykktur stuðningur við friðarráðstefnu í Mið-Austur- löndum. Ekki náðist samstaða um hvort Egyptar ættu að fá inngöngu í Ar- ababandalagið á nýjan leik, en samkvæmt yfirlýsingu fundarins er einstökum ríkjum frjálst að lappa upp á samskiptin. Sýrland og Lýbía beittu sér gegn inngöngu Egypta, en þeim var vísað á brott árið 1979 eftir friðarsamninga við ísraelsmenn. Bandaríkin Dómaradans Reagan ekki afbaki dottinn ídómaraútnefn- ingum. Núna heitir kandídatinn Kennedy Kenncdy dómari er fulltrúi alls hins besta í bandarísku rétt- arfari. Það orð fer af honum að hann sé réttlátur en jafnframt strangur dómari sem virðir lögin, sagði Ronald Reagan Bandaríkj- aforseti hvergi banginn er hann tilkynnti enn eina útnefninguna til Hæstaréttar landsins með skjólstæðinginn sér við hlið. Reagan kallaði kandídatinn „sannan íhaldsmann" og sagði að bandarísk yfirvöld hefðu farið rækilega ofan í saumana á lífs- hlaupi hans. Líklegt er talið að Kennedy dómari njóti allnokkurs stuðn- ings meðal demókrata jafnt sem repúblikana í Öldungadeild Bandaríkjaþings, en stuðningur deildarinnar þarf að koma til. Níu dómarar skipa Hæstarétt. Eftir að Powell sagði af sér fyrr á árinu er skiptingin jöfn milli íhaldssamra og frjálslyndra dóm- ara, og því er Reagan í mun að níundi maðurinn hafi „réttar“ skoðanir. Hæstaréttarviðbótin hefur þó gengið mjög á afturfót- unum eins og kunnugt er af frétt- um; fyrst útnefndi forsetinn Ro- bert Bork til starfans en Öld- ungadeildin hafnaði honum vegna erkiafturhaldssamra skoðana á ýmsum málum. Næsti kandídat var Ginsburg sá sem grasið reykti. Sú neysla varð honum að fótakefli og hefur ýmsum þótt nóg um þær lyktir mála; milli 60 og 70 milljónir Bandaríkjamanna hafa nú einu sinni reykt gras um ævina. HS í kjölfar þeirra atburða slitu flest Arabaríki tengsl við Egypta, en eftir leiðtogafundinn núna er írak og hin íhaldssömu Persaflóa- ríki ráðin í að endurvekja þau. Málefni Palestínumanna voru til umræðu á fundinum, og að frumkvæði Hússeins Jórdaníu- kóngs var samþykkt að hvetja til alþjóðaráðstefnu á vegum fasta- fulltrúa Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúi PLO á að eiga setu á slíkum fundi, en þann veg opnast möguleiki á friðsamlegri, réttlátri og endanlegri lausn deilnanna milli Araba og ísraels- manna, segir í samþykktinni. Toppfundurinn fordæmdi hverskonar terrorisma en lagði áherslu á þann rétt þjóða að berj- ast fyrir sjálfstæði, frelsi og sjálf- sögðum réttindum. Um Líbanon segir í samþykkt fundarins að hörmungarástandið þar undanfarin tólf ár hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, og að arabaríkin muni vinna að því að ástandið færist í eðlilegt horf. Forseti Líbanon, Amin Gemayel, fór fram á 168 milljón dollara neyðaraðstoð, en ekki er minnst á afdrif þeirrar málaleit- anar í samþykkt fundarins. Leiðtogafundur Arababanda- lagsins stóð í fjóra daga, og oft stóðu umræður fram á rauða nótt. Þar munaði mest um að bandamenn fraka í stríðinu við íran reyndu allt hvað þeir máttu til að fá Sýrlendinga til að styðja víðtækar refsiaðgerðir gegn ír- önum, en af því varð ekki. Heim- ildir á Sýrlandi segja að úrslit fundarins muni litlu breyta um samskipti Sýrlendinga og stjórnvalda í Teheran. HS Kim Dae Jung forsetaframbjóðandi i Suður-Kóreu leggur áherslu á betri sam- skipti við grannann í norðri og hefur sameiningu Norður- og Suður-Kóreu að langtímamarkmiði. KimDaeJung Sameinuð Kórea Kim Dae Jungforsetaframbjóðandi stingur upp á leiðtogafundi beggja kóreönsku ríkj- anna Kim Dae Jung, andstöðuleið- togi í Suður-Kóreu, hefur hvatt til þess að leiðtogar beggja kóreönsku ríkjanna haldi með sér fund og ræði friðsamlega sambúð. Slíkan fund sér hann sem fyrsta skref í þá átt að sam- cina landið í eitt ríki. Kim er í framboði í forseta- kosningunum sem haldnar verða í næsta mánuði. og í gær sagði hann á fréttamannafundi að ef hann yrði kjörinn forseti myndi hann beita sér fyrir sameiningu Kóreu. „Slíkri sameiningu má ná í áföngum," segir hann. „Fyrsta skrefið er friðsamleg sambúð, hið næsta aukið samstarf, og loka- stigið er síðan friðsamleg samein- ing.“ Kim hvetur til friðarsamninga, en formlega eiga ríkin tvö enn í Kóreustríðinu, og er vopnahlés- samningur í gildi milli þeirra. Kim Dae Jung er þekktastur suður-kóreanskra andófsmanna. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa borið á hann lof og segja hann lýðræðissinnaðan. Kim hefur þó látið sér fátt um finnast og sakar norðanmenn um að reyna að nota sig í áróðursstríðinu gegn Suður-Kóreu. Friðaráætlunin hefur mælst illa fyrir hjá stjórnvöldunum, sem saka Kim um að vera handbendi kommúnismans. Þá segja þau að tillögur hans endurómi áróður Norður-Kóreumanna. Kim lætur stjórnina ekki eiga neitt hjá sér. Hann sakar forset- ann, Chun Doo Hwan, um að gera sig og annað lýðræðislega sinnað fólk tortryggilegt, sem og alla þá sem berjist gegn hernað- areinræðinu í landinu. Næstum tvær milljónir her- manna eru nú á 240 kílómetra löngum landamærum ríkjanna sem hafa skipt Kóreuskaganum í tvennt síðan í styrjaldarlok. HS SKÁK Umsjón: Helgi Ólafsson Tilþrifalítið Jafntefli í Sevilla Tólfta skákin í heimsmeistara- einvíginu var tefld í gær og lauk með jafntefli eftir 21 leik. Kasp- arov hafði hvítt og tefldu þeir fé- lagar drottningarbragð, en sú byrjun hefur komið mjög við sögu í þeirra einvígjum, en í gær tefldu þeir drottningarbragð í fyrsta skipti í því einvígi sem nú stendur yfir. Það var greinilegt að Karpov kom vel undirbúinn til leiks. Hann jafnaði taflið án nokkurra erfiðleika. Eftir 21. leik bauð Kasparov jafntefli í stöðu sem má heita ó- tefld. Það eru engir veikleikar í svörtu stöðunni og í rauninni ekki um neina varíanta að ræða. Hvítt: Kasparov. Svart: Karpov. 1. c4-e6 Suðurnesjamótið Hart barist í Stapanum Jóhann Pórir: Hannes Hlífar, Björgvin og Þröstur í námunda við titlana - Það er talsverð barátta í mót- inu og hún fer mjög vaxandi eftir því sem umferðunum fjölgar, sagði Jóhann Þórir, mótsstjóri á alþjóðlega skákmótinu á Suður- nesjum sem nú fer fram í Stapan- um. - Ég er mest að horfa á ungu mennina, Hannes Hlífar Stefáns- son, Björgvin Jónsson og Þröst Þórhallsson, enda er tilgangurinn með þessum mótum að gefa þeim tækifæri til að ná alþjóðlegum áföngum, og þessir þrír eiga góða möguleika á því, sagði Jóhann Þórir, en hann á öðrum fremur heiðurinn af alþjóðaskákmótum þeim sem haldin hafa verið að undanförnu vítt og breitt um landið. Fjórða umferðin var tefld í gær. Björgvin Jónsson vann Finnann Pyhála, Sigurður Daði Ágústsson og Jacobs gerðu jafn- tefli. Þá vann Helgi Ólafsson Jó- hannes Ágústsson í æsilegri skák, en Davíð Ólafsson tapaði fyrir Norwood. Hannes Hlífar Stefánsson og Weldon áttust við og lauk þeirri viðureign með sigri Hannesar. Skák Þrastar Þórhallssonar og Guðmundar Sigurjónssonar fór í bið. Hannes Hlífar Stefánsson hef- ur fengið fljúgandi start á þessu móti. Hann er nú í efsta sæti með 3.5 vinninga eftir fjórar umferðir. Næstur kemur Björgvin Jónsson með 3 vinninga og þá Helgi Ól- afsson með 2.5 vinninga og eina frestaða skák. Jacobs er með 2.5 vinninga. Sá síðbúni Norwood 2 vinninga og tvær frestaðar skákir. Þröstur Þórhallsson er með tvo vinninga, eina frestaða skák og eina bið- skák. Frestunar- og biðskákaskógur- inn verður grisjaður á morgun en ekki teflt að öðru leyti. Þá kemur í ljós hvort Hannes Hlífar situr einn að efsta sætinu. HS 2. Rc3-d5 3. d4-Be7 4. cxd5-exd5 5. Bf4-Rf6 6. e3-Bf5 7. Rge2-0-0 8. Hcl-c6 9. Rg3-Be6 10. Bd3-He8 11. Db3-Db6 12. Dc2-Rbd7 13. 0-0-g6 14. h3-Bf8 15. Rge2-Hac8 16. Dd2-Rh5 17. Bh2-Rg7 18. g4-Dd8 Frá Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla íslands Starfsmaður óskast vegna fyrirhugaðra tilrauna með nám fatlaðra barna í almennum bekk. Til greina kemur sérkennari, kennari með reynslu af kennslu fatlaðra barna, þroskaþjálfi og sér- menntuð fóstra. Um er að ræða 2/3 úr starfi á yfirstandandi skólaári. Viðkomandi þarf að geta hafið störf nú þegar. Upplýsingar gefur skólastjóri Æfingaskólans í símum 84565 og 44837. 19. 13-Rb6 20. b3-Ba3 21. Hc2 - jafntefli. baM Hii 4 flMMri iHi m m ■JUI.iL mrn i lÉi ÍH! abcdefgh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.