Þjóðviljinn - 12.11.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.11.1987, Blaðsíða 7
FLÓAMARKAÐURINN Dísarpáfagaukur 2V2 árs karlfugl til sölu, kr. 10 þús. Búr fylgir. S. 72182. Dóttir okkar er að verða 7 ára og er I Vesturbæjarskóla við Öldu- götu kl. 8-12. Er ekki einhver barngóð kona í hverfinu sem myndi vilja aðstoða okkur u.þ.b. 2svar í viku þ.e. sækja hana í skólann og leyfa henni að vera eitthvað fram- eftir? Vinsamlegast hringið í síma 44326. Auður og Eiríkur. Til sölu stigin saumavél í skáp, fæst fyrir lítið. Uþþl. s. 31685. Til sölu borð- stofuborð úr furu 80x140 og 5 pinnastólar. Einnig fæst gefins barnabaðborð og reiðhjól. S. 671186 f.h. og e.kl. 17. Til sölu lítið notuð borðsög á kr. 15 þús. og nánast ný handvél- sög á kr. 10 þús. Uþpl. s. 611487 í hádeginu, á kvöldin og um helgar. Orgel óskast má vera gamalt. Sími 35742. Til sölu 2ja borða Winner rafmagnsorgel með fótbassa og skemmtara til sölu ódýrt. Einnig nýlegur körfuhengi- stóll. Uppl. s. 72196. Ársgömul Morris uppþvottavél til sölu á kr. 12 þús. Uþþl. s. 78694. Fuglabúr óskast Við erum 3 saman búin að safna fyrir fuglum, en okkur vantar ódýrt búr. Ef þið eigið ónotað búr, hringið í s. 20826. Ég er nemi í Tækniskóla íslands, sonur minn er 4ra ára á dagheimili í vesturbæn- um. Okkur feðga vantar sárlega íbúð í mið- eða vesturbæ Reykja- víkur. Við erum í síma 18716 á kvöldin. Tvíbreitt fururúm frá IKEA 1,60x2 m til sölu á kr. 5 þús. (Án dýna) Uppl.s. 10339 eða 78449. Til sölu Lada 1600 árg. ’82 dökkbrúnn, ekinn 51 þús. km, með útvarpi og segulbandi, góður bíll. Staðgreiðsluverð kr. 80 þús. Uþpl. s. 621699 á daginn og 13144 á kvöldin. Viltu læra spænsku eða katalónsku? Spænskur nemi við Háskóla ís- lands vill kenna fólki spænsku og/ eða katalónsku. Vinsamlegast haf- ið samband við Jorde á herbergi nr. 2 á Nýja Garði, sími 625308. Bókahillur til sölu á kr. 3 þús. Á sama stað óskast sófasett 3+1 +1. Uppl. s. 11890 e. kl. 19. Til sölu jólasveinahúfur og jólasveinabúningar Uppl. s. 32497 e. kl. 20 á kvöldin. Einstaklingsíbúð óskast sem fyrst í Reykjavík. Uppl. i síma 32738. Vandaðir og vel útlítandi hlutlr, - mjög ódýrir Ross Bigmouth 100W bassamagn- ari, 100 ára gamall rokkur, eðal- smíði, basthilla, bastblómaborð, baðskápur með speglahurðum, 2 baðspeglar, nokkur baðhengi með flúri, borvél með fylgihlutum, strauborð, fatahengi og 2 ferða- töskur. Uppl. gefur Steinn í síma 45755 Bamabílstóll lítið notaðurtil sölu. Uppl. s. 21784. Masterhöll til sölu á kr. 500.- Uppl. s. 21784. Ofn - gamall og góður hitaofn til sölu. Ágætur í kjallara. Uppl. s. 21784. Mjög vel með farið rúm og hillusamstæða með skrifborði í sama stíl til sölu. 5 ára gamalt frá Línunni. Verð 10 þús. Sími 39563 e. kl. 18. Píanóstóll og sófi Óska eftir stillanlegum píanóstól og litlum 2ja sæta sófa. Uppl. gefur Bella í símum 78944 vs. 17703. hs. Mig vantar IBM kúluritvél Uppl. í s. 79126. Vel með farin leikföng óskast gefins, helstúrtré. Einnig bækurog smáir LEGÓ kubbar. Verður sótt. A sama stað vantar ísskáp. Hringið í síma 27050 e.kl. 17. 2 snjódekk og 2 sumardekk á felgum 15" fást fyrir lítið eða ekk- ert. Uppl. s. 45530 á kvöldin. Vantar hrein- gerningakonu til að gera hreint fyrir jólin. Uppl. s. 30184. Svefnbekkur Notaður, vel með farinn svefnbekk- urtil sölu. Uppl. í s. 51643 e.kl. 15. Herbergi óskast til leigu í einn mánuð. Helst í mið- bænum. Uppl. s. 68124. Til sölu mjög lítið notuð Lase XT PC 640 K. Forrit geta fylgt. S. 35963 e. kl. 20. Stór stofuskápur með gleri (gamall) til sölu ódýrt. Uppl. s. 16502. Rafha eldavél fæst gefins Á sama stað er óskað eftir gardín- um af öllum stærðum og gerðum, ef það á að henda þeim gömlu. Sími e.kl. 19 689024, 83116 og 97- 21292. Ert þú að breyta? Þarftu kannske að losna við sitt- hvað sem okkur vantar í búið? T.d. ísskáþ, eldavél, eldhússtóla, gar- dínur, Ijós og gamla kommóðu. Vonumst til að heyra frá þér í síma 84793. Klósett - rafmagnshellur Vantar hvítt klósett með stúti í vegg. Sömuleiðis 2ja hellna rafmagns- plötu. Uppl. í síma 77393. Tll sölu ATLAS frystikista 210 I. Verð kr. 6.000. Uppl. í síma 22894 e.kl. 17. Tek að mér að sauma ýmislegt, helst jakka, frakka og kápur. Er handavinnukennari. Hringið í síma 45677 e.kl. 17. Góður bíll til sölu Til sölu er Fiat 127 árg. '85. Hag- stætt verð. Sími 681310 kl. 9-17 og 13462 eftir kl. 19. Fylkingin vili innbú Óskum eftir innbúi og öllum mögu- legum hlutum t.d. eldhúsvask, kaffi- könnum, stólum, borðum, o. s. frv. Helst gefins eða mjög ódýrt. Uþplýsingar í síma 54171, 51866 (Hulda) og 651462 (Sveinþór). Æskulýðsfylking AB Hafnarfirði Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiöenda skal vakin á því aö gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina september og október er 15. nóvember n.k. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið LANDSFUNDUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS1987 LANDSFUNDUR ALÞÝÐUBAND|aLAGSINS 1987LANDSFUNDUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS1987LANDSFUNDUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS1987 LANDSFUNDUR Ályktun um utanríkismál Herlaust og friðlýst Island Framtíðarsýn Alþýðubanda- lagsins til utanríkis- og friðar- mála mótast af þeirri grundvall- arafstöðu að friður öryggi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar verði best tryggt með því að Bandaríkjaher hverfi á brott, engar erlendar herstöðvar verði leifðar og ísland segi sig úr NATO. Samtímis verði tekin upp sjálfstæð og virk hlutleysisstefna í utanríkismálum sem grundvallist á þjóðlegri reisn og friðarviðleitni nær sem fjær. í framtíðinni verði íslendingar, sem lengst af fyrrum, herlaus og vopnlaus þjóð sem tryggi öryggi sitt með gagnkvæmum skuld- bindingum við aðrar þjóðir, samtök þjóða og alþjóðastofnan- ir um að virða hlutleysi og vopna- leysi landsins. Um leið skuld- bindi íslenska þjóðin sig til að fara ekki með vopnum gegn neinni þjóð, vopnast ekki sjálf né leyfa neinum öðrum að nota land sitt eða lögsögu sína í sama skyni. Þessu fylgi einnig alger friðlýsing íslands og íslenskrar lögsögu fyrir kjarnorku- og eiturefnavopnum með sérstakri friðlýsingarlöggjöf og ákvæðum í stjórnarskrá. Friðlýst ísland Hið friðlýsta íslenska svæði verði svo annað hvort þegar í upphafi eða síðari stigum hluti af stærri kjarnorkuvopnalausum eða friðlýstum svæðum. Sömu- leiðis tryggi fslendingar sjálfir og í samvinnu við aðra eftirlit og að- stöðu á alþjóðlegum vettvangi til að fylgja því eftir að friðlýsing og hlutleysi landsins sé virt. Landsfundur Alþýðubanalags- ins telur að allar aðstæður í heiminum nú, bæði innanlands og utan, mæli sérstaklega með þvf að íslendingar taki utanríkis- mál sín og afstöðu til afvopnunar- og friðarmála til gagngerrar endurskoðunar, þar með talið dvöl erlends hers í landinu og að- ild að hernaðarbandalagi. Þíðu gætir í samskiptum stórvelda, og horfur eru á því að þau taki fljót- lega fyrsta skerfið til afnáms kjarnorkuvígbúnaðar. Þetta er fagnaðarefni fyrir íslenska þjóð sem afdráttarlaust hefur látið í ljós andstöðu sína við kjarnorku- vopn, m.a. með stuðningi sínum við kröfuna um kjarnorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndum. Sú afstaða felur í raun í sér fullkomna andstöðu við NATO og kjarnorkuvígbúnaðarstefnu þess. Nú er því lag fyrir íslendinga á að taka frumkvæði er leitt gæti ti! minnkandi spennu og betri og friðvænlegri sambúðar þjóðanna í okkar heimshluta. Eftirfarandi aðgerðir gætu orðið áfangar stjórnvalda á þeirri leið og jafn- framt fært íslensku þjóðina nær þeim markmiðum sem Alþýðu- bandalagið berst fyrir, herlaust og friðlýst land: * Unnið verði að uppsögn her- stöðvasamningsins. * Endurskoðun á öllum sam- skiptum við herinn og endur- skipulagning þeirra mála í stjórnkerfinu. Afnumið verði airæðisvald utanríkisráðherra í meðferð þessarra mála og lýðræðisleg umfjöllun og á- kvarðanataka tryggð meðal annars með beinni þátttöku Al- þingis. * Dregið verði úr umsvifum hersins og fækkað í herliðinu jafnt og þétt. Allur tækjabún- aður sem nota mætti til árásar- aðgerða verði fluttur burt. Herskip eða önnur farartæki komi ekki inn í landhelgi Is- lands nema tryggt sé og yfirlýst að þau beri ekki kjarnorku- vopn innanborðs. * Herinn verði algerlega einang- raður efnahagslega og menn- ingarlega. Stefnt skal að því að verktakar og aðrir sem þjón- usta herinn dragi úr starfsemi sinni í áföngum þannig að slík samskipti við hann verði engin innan tiltekins tímabils og sú einangrun haldist meðan her- inn dvelst í landinu. * Samfara einangrun hersins verði hrint í framkvæmd öflugri áætlun um uppbygg- ingu atvinnulífs á Suðurnesjum og annars staðar þar sem menn hafa haft atvinnu af þjónustu við herinn. Tryggt verði að allt það starfsfólk sem áður vann við störf er tengdust hernum fái þjóðnýt störf við hæfi. * Hafinn verði undirbúningur að úrsögn íslands úr Atlantshafs- bandalaginu. * Friðlýsing landsins og virk þátttaka í undirbúningi og stofnun kjarnorkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndum eða stærri svæðum. * Boðið verði til alþjóðlegrar ráðstefnu á íslandi til að skipu- leggja og undirbúa samninga- viðræður um afvopnun í Norðurhöfum. Sérstaklega þarf að berjast gegn áformum um stórfellda aukningu kjarn- orkuvopna í höfunum og þeirri hættu að þeim fjölgi enn í fram- haldi af samningum stórveld- ana um fækkun eldflauga með kjarnorkusprengjur á landi. * Mótun sjálfstæðrar óháðrar utanríkisstefnu sem grundvall- ist á virkri friðarviðleitni og þjóðlegri reisn. Einnig á auknum framlögum til þróun- arsamvinnu og samstöðu með róunarríkjum og stuðningi við frelsishreyfingar og sjálfstæðis- baráttu aíþýðu hvarvetna gegn arðráni og kúgun. Landsfundur Alþýðubanda- lagsins undirstrikar að baráttan fyrir afvopnun og friði er eitt mikilvægasta verkefni flokksins og markmiðið um herlaust og hlutlaust land er órjúfanlegur hluti af stefnu Alþýðubandalags- ins í þjóðfrelsis- og friðarmálum. Sem fyrr vill landsfundur Al- þýðubandalagsins árétta stefnu flokksins í utanríksimálum að því er varðar eftirfarandi: Eflt verði alþjóðlegt sam- stöðustarf gegn bandarískri íhlut- unarstefnu, m.a. með auknum stuðningi við Nigaraqua. Alþýðubandalagið beiti sér gegn þeirri stefnu ofbeldis sem israelsstjórn stendur fyrir á hend- ur palestínsku þjóðinni. Alþýðubandalagið beiti sér fyrir því að ísland taki fullan þátt í efnahagslegum þvingunarað- gerðum gegn stjórn hvíta minni- hlutans í S-Afríku og styður þannig baráttu meirihlutans á þessu svæði gegn kynþáttahatri og aðskilnaðarstefnu, fyrir jöfn- uði og framförum. Alþýðubandalagið fagnar þeirri þróun sem nú má merkja í Sovétríkjunum í átt að auknu lýð- ræði og til umbóta í mannrétt- indamálum. Jafnframt ítrekar ekkt baráttufólk úr vinstri hreyfinaunni og verkalýðsbaráttunni sem starði ötullega á Landsfundinum. Frá v. Guð- mundur Hallvarðsson, Birna Þórðardóttir, Páll Halldórsson og gegnt þeim situr Ragnar Stefánsson Mynd - E. Ól. Konur létu mikið til sín taka á Landsfundinum en þær voru nær helmingur Landsfundarfulltrúa. Hér ræða þær málin í léttum tón. Frá v. Guðrún Ágústsdóttir, Stefanía Harðardóttir, Sigrún Valgeirsdóttir og Jóhanna Leopoldsdóttir. Mynd - E. Ól. Alyktun um jafnréttismál Meiri tíma meö bömunum Frambjóðendur í formannskjörinu Ólafur Ragnar og Sigriður koma af fundi kjörstjórnar þar sem þeim var fyrstum tilkynnt um úrslit í formannskjörinu. Mynd - E. Ól. flokkurinn mótmæli sín við stríðsrekstri Sovétríkjanna í Afganistan og krefst þess að allri erlendri íhlutun verði hætt og Af- ganir fái að ráða málum sínum sjálfir. Einnig ítrekar Alþýðu- bandalagið fyrri andstöðu sína við hernám sovéska hersins í Tékkóslóvakíu. í umræðum undanfarið hefur komið fram að áhrifamiklir aðilar í íslensku atvinnu- og stjórnmála- lífi vilja láta undan þrýstingi Evrópubandalagsins og að ísland gerist aðili að því. Vegna þessa ítrekar landsfundur Alþýðu- bandalagsins andstöðu sína við slíka aðild. Það er hlutverk Al- þýðubandalagsins að benda á þá hættu sem slík aðild hefði í för með sér fyrir efnahagslegt, menningarlegt og stjórnmálalegt sjálfstæði þjóðarinnar. Evrópu- bandalagið þróast nú markvisst í það að verða ekki einungis einn markaður, heldur eitt ríkisvald og e.t.v. með einn her - Banda- ríki Vestur Evrópu. Gagnvart þessu þarf Alþýðubandalagið að taka skýra afstöðu og móta við- brögð við þeim þrýstingi sem bú- ast má við af þeim volduga granna. Landsfundurinn varar við þeim hættum fyrir sjálfstæði þjóðarinnar sem eru samfara auknum ítökum erlendra fjár- magnsaðila í efnahags- og at- vinnulífi þjóðarinnar. Fundurinn mótmælir sérstaklega frumvarpi ríkisstjórnarinnar um að afnema lagaákvæði sem hindra meiri- hlutaeign erlendra aðila í íslensk- um fyrirtækjum. Sósíalískur flokkur verður að hafa sjálfstæða menningarstefnu og fylgja henni eftir. Flokkurinn þarf í fyrsta lagi að knýja á um að sköpuð verði sem best almenn skilyrði til menning- arlífs þar sem saman fara tjáning- arfrelsi, virðing fyrir rétti lista- manna og nauðsynlegt örlæti samfélagsins vjð listir og menn- ingaruppeldi. I menningarstefnu sinni þarf Alþýðubandalagið einkum að taka mið af eftirtöld- um atriðum: Hvergi á byggðu bóli er áhugi almennings á bókmenntum og listviðburðum sem og vilji til þátttöku í skapandi menningar- starfi jafn mikill og á íslandi. Þess vegna er það skylda ríkisins að sinna þeim áhuga með stuðningi sínum. Öflugt menningarlíf er ein helsta forsenda þess, að íslend- ingar geti lifað af sem sjálfstæð þjóð. Varðveisla menningar- verðmæta og þekking á þeim eflir sjálfsvitund þjóðarinnar, því að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja. Vakandi áhugi á íslensk- Alþýðubandalagið ætlar að vinna gegn því misrétti sem ríkir milli kynjanna og áréttar að bar- áttan fyrir kvcnfrelsi og jafnrétti er nauðsynlegur hluti baráttunn- ar fyrir sósíalísku þjóðfélagi. Astæður misréttisins eru annars vegar aldagömul viðhorf karla- vcldisins og hins vegar samfélags- gerðin, þar sem markaðslögmál- in ráða og cndurspcglast í sam- skiptum fólks. Það er stefna Al- þýðubandalagsins að karlar og konur vinni saman að því að koma á jafnrétti kynjanna. Alþýðubandalagið telur nauðsynlegt skref til að ná jafnrétti, að beitt verði sérstök- um tímabundnuni aðgerðum í þágu kvenna til þess að ná þess- um markmiðum m.a. með eftir- farandi aðgerðum: - laun í hefðbundnum kvenna- störfum hækki meira en í öðr- um starfsgreinum - ráðist verði gegn launamisrétti í formi yfirborgana og annarra fríðinda - konur njóti uns fullu jafnrétti er náð þegar þær sækja um hefðbundin karlastörf, enda sé um hæfa umsækjendur að ræða, - markvissu átaki til um menningararfi eflir allt félags- líf og þar með lýðræði í landinu. Við verðum að berjast gegn menningarlegri stéttaskiptingu og þeirri hávaðamengun frá fjöl- þjóðlegum afþreyingariðnaði, sem slævir dómgreind fólks meir en nokkuð annað nú á dögum. Þátttaka í menningarlífi ýtir undir frjóa forvitni um menn og samfélag og gagnrýni á þær að- stæður, sem ríkjandi eru hverju sinni. En þess er naumast að vænta að menn séu virkir þátttak- endur og sköpuðir í menningar- lífi. Fráleitt er að krefjast þess að menning skili peningaarði. Kostnaður við rækt hennar hlýtur því að langmestu leyti að greiðast af almannafé. Einstaklingar og/ eða fyrirtæki þeirra geta vissu- lega lagt menningarstarfsemi lið með margvíslegum hætti. Slíkt ber að örva m.a. með skattaíviln- unum. Alþýðubandalagið telur því brýna nauðsyn, að ríkið stórefli menningarstarfsemi. Nokkur fyrstu skref í þá átt eru: að auðvelda konum hverskonar eftirmenntun. Til að breyta ríkjandi viðhorf- um til atvinnu, menntunar og fé- lagslegrar þátttöku er nauðsyn- legt að karlmenn axi þá ábyrgð sem fylgir því að annast heimili og ala upp börn. Alþýðubanda- lagið telur að nauðsynleg fors- enda ftyrir jafnrétti og virku sam- starfi sé að foreldrum ungbarna verði gert kleift að verja meiri tíma með börnum sínum. Því vill Alþýðubandalagið - að foreldrum ungbarna sé gert kleift að vinna 30 stunda vinnu- viku en haldi fullum launum, - að fæðingarorlof verði lengt í eitt ár og foreldrar geti skipt því með sér, þó þannig að feður fái að lágmarki einn mánuð, - lögbinda að fæðingarorlof verði metið til starfsreynslu. Alþýðubandalagið leggur áherslu á hlutverk skólans í mótun viðhorfa til jafnréttis og vill að jafnréttisfræðsla verði að námsgrein í öllum bekkjum grunnskólans. Markmið slíkrar fræðslu á að vera að einstaklingar af báðum kynjum 1) Að ríkisstjórn fari að settum lögum í menningarmálum. 2) Að hafin verði sókn í menn- ingarmálum með því að heildarframlög til lista- og menningarmála verði tvöföld- uð. 3) Að öll lög um menningar- stofnanir verði endurskoðuð á fjögurra ára fresti. Yfirmenn hjá menningarstofnunum verði ráðnir einungis til fjög- urra ára í senn og skylt sé að auglýsa stöður að loknu hverju ráðningartímabili. Skilgreint verði nákvæmlega valdsvið, starfssvið og ábyrgð þeirra aðila, sem fara með stjórn slíkra stofnana, svo og kröfur um menntun og/eða reynslu. 4) Að Ríkisútvarpið fái lögboðn- ar tekjur sínar óskertar og á- kveði sjálft afnotagjöld sín, svo það sé síður háð geðþótta auglýsenda og geti haldið uppi vandaðri innlendri og erlendri dagskrá. 5) f samræmi við kröfur og áhuga almennings verði kennsla í - velji sér starfssvið án tillits til hefðbundinnar hlutverkaskipt- ingar, - fái notað hæfileika sinna í þjóðfélagi þar sem bæði kynin sitja við sama borð. 8 .landsfundur Alþýðubanda- lagsins fagnar frumvarpi Hjör- leifs Guttormssonar og Guðrún- ar Helgadóttur um breytingar á jafnréttislögum frá 1985 sem miðar að því að tryggja sem jafn- asta tölu fulltrúa beggja kynja í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum ríkis, sveitarfélaga og fé- lagasamtaka. Landsfundurinn lýsir stuðningi sínum við hug- myndir sem fram hafa komið um sérstaka jafnréttisráðgjafa við ráðuneytin og hvetur jafnframt þingmenn flokksins til að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt kvenna til fóstureyðinga. Að lokum áréttar landsfundur Alþýðubandalagsins að jafnrétt- isbaráttan er ekki eitt afmarkað svið heldur tekur til allra þátta þjóðlífsins. Því er nauðsynlegt að vega og meta öll nýmæli og laga- breytingar á jafnréttisvoginni. bókmenntum og listum á öllum skólastigum stórefld og fundnar nýjar leiðir til að auka bein og virk tengsl skóla og lista. 6) Að komið verði á fót nýjum, öflugum sjóði, eins konar lánasjóði menningarinnar, þar sem einstaklingar, samtök og menningarfyrirtæki geti sótt í langtímalán og styrki til stórra verkefna á sviði menningar- innar. Landsfundurinn ályktar að kjósa nefnd á vegum flokksins, sem hefur það verkefni að móta tillögur í einstökum menning- armálum fyrir þingflokk, bæjar- fulltrúa og þá sem sæti eiga í nefndum og ráðum á vegum flokksins. Landsfundurinn fordæmir hinn heimskulega niðurskurð í fjárlögum á framlögum til tón- listarskóla, félagsheimila, minj- asafna og sjálfrar Þjóðarbók- hlöðunnar. Alyktun um menningarstefnu Heildarframlög verði tvöfölduð 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 12. nóvember 1987 Fimmtudagur 12. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.