Þjóðviljinn - 13.11.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.11.1987, Blaðsíða 1
Föstudagur 13. nóvember 1987 254. tölublað 52. örgangur Ríkisbankastjórar Byggingarnefnd Fölsun eða prentvilla? Vélrituð fundargerð lögðfram á borgarstjórnarfundi ósamhljóða upprunalegrifundargerð. Guðmundur Haraldsson: Meirihlutinn ber við vélritunarfeil Svo virðist sem meirihluti bygg- ingarnefndar í Reykjavík hafi reynt að faisa fundargerð frá fundi nefndarinnar 29. október þegar fjallað var um flutning á húsinu á Tjarnargötu 11 til Tún- götu 12. Húsið við Tjarnargötu verður að víkja fyrir ráðhúsi Da- víðs. Samkvæmt undirritaðri fund- argerð var málið afgreitt á fund- inum, þrátt fyrir að ekki væri búið að ganga frá staðsetningu hússins að Túngötu 12. í vélrit- aðri fundargerð sem lögð var fyrir borgarstjórn 5. nóvember stendur hinsvegar að erindinu hafi verið frestað. Mál þetta kom fyrir á fundi byggingarnefndar í gær og mót- mæltu fulltrúar minnihlutans þeir Guðmundur Haraldsson og Gunnar H. Gunnarsson þessu harðlega. Hótuðu þeir að flytja tillögu á fundinum um að fundar- gerðin yrði leiðrétt ef meiri- hlutinn féllist ekki á að leiðrétta fundargerðina. Höfðu þeir undir höndum frumrit af fundargerð- inni undirritaða af öllum bygg- ingarnefndarfulltrúum sem voru á fundinum 29. október. „Fyrst héldu þeir því fram að erindinu hefði verið frestað," sagði Guðmundur Haraldsson, fulltrúi Alþýðuflokksins í bygg- ingarnefnd við Þjóðviljann í gær. „Þeir féllust hinsvegar á að lag- færa þetta þegar þeir sáu að við höfðum upprunalegu fundar- gerðina undir höndum." Guðmundur sagði að skýring meirihlutans á þessu hefði verið sú að þetta orð, „frestað", hefði óvart dottið þarna niður við vél- ritun og því væri sökin hjá vélrit- aranum. „Það getur enginn sagt að þetta hafi gerst öðruvísi en óneitanlega er það skrýtin tilviljun ef svo er. Þetta orð breytir algjörlega niðurstöðu fundarins 29. októ- ber.“ Hilmar Guðlaugsson, formað- ur byggingarnefndar, lét á fundi borgarstjórnaró. nóvemberbóka að flutningur á húsinu við Tjarn- argötu 11 til Túngötu 12 hefði ekki fengið afgreiðslu eða bygg- ingarleyfi verið veitt. Að aðeins flutningur hússins frá Tjarnar- götu 11 hafi verið samþykktur á fundi byggingarnefndar. -Sáf Ekki pólitíkusa Matthías Bjarnason vill fagmenn í bankastjórastöður Matthías Bjarnason Sjálfstæð- isflokksþingmaður og fyrrver- andi viðskiptaráðherra leggst í viðtali við Helgarpóstinn gegn því að bankastjórar ríkisrekinna banka séu tilnefndir af stjórn- málaflokkum. Reynslan af bankamálunum á að kenna okkur að taka upp ný vinnubrögð, segir Matthías í HP og vill láta ráða „hæfa menn innan bankakerfisins" í banka- stjórastöðurnar. „Ég sé því síður en svo nokkra þörf á því að sækja til uppgjafarstjórnmálamanna eða kaupfélagsstjóra til að manna æðstu stöður þessara mikilsverðu stofnana.“ -m Jón Baldvin Hannibalsson veifaði Þjóðviljanum í ræðustól á Alþingi í gær og vitnaði í spurningu dagsins. Mynd E.ÓI. Leyniskýrslurnar Kaldastríðið á Alþingi Þorsteinn Pálsson: Atómstöðin skrifuð íþeim tilgangi að varpa rýrð á stjórnendur landsins. Umrœða á Alþingi um leyniskýrslurnar minnti á kaldastríðsárin Utanríkisstefnan Stjóm- stöðin prófsteinn Ólafur Ragnar Gríms- son: Er Steingrímur reiðubúinn að afturkalla heimildina til byggingar stjórnstöðvarinnar? „Er Steingrímur Hermannsson reiðubúinn að afturkalla heimild- ina til bandaríska hersins að reisa nýja stjórnstöð á Keflavíkurflug- velli? Það verður prófsteinninn á utanríkisráðherra. Er friðarvilji hans innantóm orð eða á að fylgja þeim eftir með athöfnum?“ spurði Olafur Ragnar Grímsson á hádegisverðarfundi sem ungir framsóknarmenn efndu til með honum á Gauk á Stöng í gær. Ólafur Ragnar sagði að þessi stjórnstöð breytti eðli herstöðv- arinnar. Frá henni verði hægt að stjórna hernaðarátökum áfram í sjö daga þó búið væri að leggja ísland í rúst. Sagði hann að ís- lensk stjórnvöld hefðu aldrei út- skýrt eðli þessarar stjórnstöðvar heldur rætt um hana einsog nýja bensínstöð. „Verði leyft að byggja þessa stjórnstöð er það yfirlýsing okkar um að héðan verði haldið áfram stríðsrekstri þó svo að landið sé rjúkandi rúst eftir kjarnorku- styrjöld. Ef Steingrímur Her- mannsson afturkallar ekki heimildina verður í tíð hans sem utanríkisráðherra stigið eitt af- drifaríkasta skrefið sem hér hefur verið stigið í vígbúnaði." Fundurinn var hinn líflegasti og þegar Ólafur var spurður hvort vera hans í Framsóknar- flokknum hefði háð honum í Al- þýðubandalaginu, sagði hann að svo væri ekki einsog sjá mætti. „Ég mæli eindregið með því að yfirgefa framsókn og ganga í Al- þýðubandalagið. Sérhver ungur framsóknarmaður gæti staðið í mínum sporum að 15 árum liðn- um.“ ^Sáf Skáldvcrkið Atómstöðin var skrifað í þeim tilgangi að varpa rýrð á stjórnendur lands- ins, sagði Þorsteinn Pálsson m.a. í utandagskrárumræðu um leyni- skýrslurnar og upplýsingaskyldu á Islandi, á Alþingi í gær. Það var Hjörleifur Guttorms- son sem hóf umræðuna og fór fram á svör frá utanríkisráðherra um hvort hann myndi beita sér fyrir því að tryggt yrði að íslensk gögn frá tímanum 1946-1951 yrðu dregin fram í dagsljósið og hvort hann myndi sjá til þess að bandarísk gögn um herstöðva- samningana yrðu kölluð heim. Steingrímur Hermannsson sagðist myndi beita sér fyrir því og sagði tímabært að setja reglur um upplýsingaskyldu hér á landi. Umræður urðu mjög heitar og minntu á kaldastríðsárin og vitn- aði Jón Baldvin Hannibalsson m.a. í spurningu dagsins í Þjóð- viljanum í gær. Aðrir ráðherrar sem tóku til máls þeir Þorsteinn Pálsson og Steingrímur Her- mannsson vitnuðu í þyngri bók- menntaverk, eða Atómstöð Hall- dórs Laxness, en Hjörleifur hafði hafið umræðuna á beinni tilvitn- un í bókina. Sagðist Steingrímur treysta Eysteini Jónssyni betur en nóbelsskáldinu um atburðarrás þess tíma sem til umræðu var. -Sáf Sjá bls. 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.