Þjóðviljinn - 13.11.1987, Blaðsíða 3
FRETTIR
Grímsey
22 skemmtiferðarskip
komu til landsins sl. sumar með
samtals 7690 farþega, þar af 20
íslendinga. Flestir erlendu ferða-
mannanna komu frá V-
Þýskalandi rúmlega 5000 og
1095 frá Bandaríkjunum. í fyrra-
sumar komu með skemmtiferða-
skipum til landsins 7740 ferða-
menn með 19 skipum.
Hreppsnefnd
Höfðahrepps
hefur skorað á ríkisstjórn og Al-
þingi að tryggja að setning laga
um kvóta á úthafsrækju leiði ekki
til þess að hagur byggðarinnar
verði fyrir borð borinn. Um 50
manns starfa við veiðar og
vinnslu rækju á Skagaströnd og
óttast menn að atvinnu þessa
fólks verði stefnt í voða ef útgerð-
armenn fái alfarið yfirráð yfir
rækjukvótunum.
Besta fjárfesting
íslensks þjóðfélags er að hlúa
betur að börnum og foreldrum
þeirra, segir í ályktun frá ráð-
stefnu Bandalags kvenna í
Reykjavík um illa meðferð á
börnum sem haldin var fyrir
skömmu. Ráðstefnugestir lýstu
áhyggjum sínum yfir því hve illa
er búið að börnum og foreldrum
þeirra í íslensku samfélagi, þar
sem þeim gefst skaðlega lítill tími
til samskipta vegna vinnuálags,
skortur er á öruggri gæslu og
samræmdum vinnudegi foreldra
og barna.
Málstofa í hagfræði
á vegum viðskiptadeildar Há-
skólans verður í dag í Odda kl.
I6.I5 en þá mun Ragnar Árnason
hagfræðingur flytja erindi um
tímatengd framleiðsluferli í fisk-
eldi. Fyrirlesturinn er öllum op-
inn.
Rannsóknarnefnd
sjóslysa
og starfsemi hennar verður til
umræðu á hádegisverðarfundi
Hins íslenska sjóréttarfélags í
Leifsbúð á Hótel Loftleiðum á
föstudag. Haraldur Blöndal for-
maður rannsóknarnefndarinnar
flytur framsögu á fundinum.
Svarfdælinga-
samtökin
í Reykjavík halda upp á 30 ára
afmæli sitt með samkomu í Fé-
lagsheimilinu á Seltjarnarnesi
n.k. laugardagskvöld. Aðal-
hvatamaður að stofnun samtak-
anna var Snorri Sigfússon fyrrv.
skólastjóri og sat hann í fyrstu
stjórn ásamt þeim Gísla Krist-
jánssyni ritstjóra og Kristjáni Eld-
járn fyrrum forseta. Núverandi
formaður Svarfdælingasamtak-
anna er Kristján Jónsson.
I
Borgaraflokkurinn
Ekki ráðhús
í Tjörnina
Stjórn Kjördæmisfélags Borg-
araflokksins í Reykjavík segir
það vera skipulagsslys að ætla
ráðhúsi borgarinnar stað í og við
Tjörnina.
f ályktun stjórnarinnar er bent
á að þegar hafi verið samþykkt
stórbygging Alþingis við Kirkju-
stræti og Tjarnargötu og sé allt
svæðið við norðurenda Tjarnar-
innar uppbyggt. Leggja verði
áherslu á að ráðhúsinu verði
fundinn staður þar sem landrými
sé fyrir hendi og þar sem það geti
orðið borgarprýði. _j„
Eymd blasir við
Gunnar Hjelm sjómaður: Frumvarpsdrög sjávarútvegsráðuneytisins íkvótamálum
smábáta taka ekkert tillit til aðstœðna. Vega að rótum athafnalífsins í Grímsey
Ef þessar tillögur ná fram að
ganga sem fram koma i frum-
varpsdrögum sjávarútvegsráðu-
neytisins um sameiginlegan kvóta
handa trillusjómönnum, svo ekki
sé talað um einhvern smákvóta á
trillu, þá sýnist mér að það sé ver-
ið að ganga af öllu athafnalífi
okkar Grímseyinga dauðu og
eyjan leggist alfarið í eyði á
skömmum tíma, segir Gunnar
Hjelm, sjómaður í Grímsey í sam-
tali við Þjóðviljann.
Gunnar sagði að sér sýndist
Kartöflur
Einokun
mótmælt
„Það hefur komið hingað til
mín fólk sem hefur sagt við mig að
eftir að það gat keypt sér kart-
öflur á viðráðanlegu verði hafi
neysla þess aukist að mun.
Enda má segja að með sölu
minni á kartöflunum sé ég að
mótmæla þeirri einokun sem við-
gengst á sölu kartaflna, bæði frá
Ágæti og Þykkvabæjarkart-
öflum,“ segir Gunnlaugur Mikk-
aelsson, sem selur þessa dagana
kartöflur í 15 kílóa sekkjum fyrir
framan Umferðarmiðstöðina úr
viðurkenndum gámi fyrir ávax-
tageymslu, á aðeins 22 krónur
kílóið. En út úr búð kostar kílóið
54-56 krónur. - grh
ekki bera á öðru en að nýtt hafn-
argarðsævintýri væri að koma
upp hjá Grímseyingum en nú
væri það í stefnu stjórnvalda
varðandi veiðar smábáta. „Þessir
menn fyrir sunnan taka ekkert
mark á aðstæðum hér og ætlast til
þess að það sem kemur best út
fyrir þá á skrifborðinu henti okk-
ur jafnvel og öðrum. En það
verður að taka tillit til aðstæðna
hér. Oft á tíðum er það svo að við
komumst alls ekki á sjó vegna ytri
skilyrða en í innfjörðum er á
sama tíma kannski mokveiði.
Sameiginlegur heildarkvóti gæti
þýtt, að kvótinn væri búinn áður
en við værum búnir að bleyta
krókinn hvað þá meir,“ sagði
Gunnar Hjelm.
Mikill urugur er meðal smábát-
aeigenda yfir frumvarp^drögum
sjávarútvegsráðuneytisins um
sameiginlegan heildarkvóta á
smábáta undir 10 tonnum og
einnig á takmörkun smábáta að
geta ekki farið í róður þegar þeim
hentar. Telja smábátaeigendur
Tónlist
Kennslan
í hættu
Tónlistakennarar
mótmœla
„Félag tóniistarkennara hefur
sent alþingismönnum bréf þar
sem vakin er athygli á óheilla væn-
legum breytingum á rekstri tón-
listarskóla sem verða myndu
haustið 1988 ef fjárlagafrum-
varpið yrði samþykkt óbreytt,“
sagði Örn Arason formaður F.T.
í samtali við Þjóðviljann í gær.
í fjárlagafrumvarpinu er gert
ráð fyrir að í upphafi næsta skóla-
árs hætti ríkissjóður að greiða
heiming launakostnaðar tónskól-
anna.
„Líklegt er að skólar víða um
landið hætti starfsemi sinni,“
sagði Örn. „í sumum framhalds-
skólum geta nemendur valið
tónlistarbrautir og þá er nám í
tónskóla metið til jafns við annað
nám. Hvað á að gera ef tónlistar-
skólar leggja upp laupana?"
Þingmenn hafa einnig fengið
bréf frá Samtökum tónlistar-
skólastjóra. Þau telja hættu á að
jafnrétti til náms skerðist verði
fjárlögin samþykkt. Smá og fjár-
vana sveitarfélög og jafnvel stór
bæjarfélög hætti rekstri tónlistar-
skóla. Með því verði bundinn
endir á þá menningarstefnu sem
tryggt hefur framfaraskeið í tón-
list og hefur þess víða séð stað í
þjóðlífinu.“
„F.T. verður með almennan
félagsfund á laugardaginn þar
sem fjallað verður um þessi mál ,\
sagði Örn.
-óp
að sameiginlegur heildarkvóti
leiði til þess að menn rói meir af
kappi en forsjá sem aftur leiði til
meiri slysahættu á sjónum en
ella. Það sama er upp á teningn-
um þegar menn geta ekki veitt
nema á ákveðnum tímabilum án
tillits til aðstæðna hverju sinni.
„Satt best að segja veit ég ekki
hvernig rnenn eiga að geta lifað
þetta af ef óskapnaðurinn nær
fram að ganga,“ sagði Gunnar
Hjelm.
- grh
„Fólk segir mér að það borði mun meira af kartöflum þegar það getur keypt þær á viðráðanlegu verði,“ segir Gunnlaugur
Mikkaelsson, kartöfluheildsali við Umferðarmiðstöðina. Með honum á myndinni er aðstoðarkona hans Kristín Guðna-
dóttir. Mynd: E. Ól.
Svœðaskipting sóknarmarks
Mjög skiptar skoðanir
Eg tel þessa skiptingu sann-
gjarna eins og hún hefur verið
og tel ekki ástæðu til neinna
breytinga á henni í dag. Eins og
málin standa er engin ástæða til
að hlaupa upp til handa og fóta,
þrátt fyrir að þingmenn skrifi
ráðherra bréf um sínar óskir. En
þetta er stórt mál fyrir okkur
hérna fyrir norðan að við höldum
okkar hlut, segir Vilhelm Þor-
steinsson, framkvæmdastjóri Út-
gerðarfélags Akureyringa h/f á
Akureyri í samtali við Þjóðvilj-
ann.
Mjög skiptar skoðanir eru
meðal útgerðaraðila, eftir því
hvar þeir eru í sveit settir, fyrir
norðan eða sunnan, til bréfs 32ja
þingmanna úr öllum flokkum
Reykjavíkur, Reykjaness, Suð-
urlands og Vesturlandskjördæm-
is, til sjávarútvegsráðherra um
breytingar á svæðaskiptingu í
sóknarmarki togara við endur-
skoðun fiskveiðistefnunnar. í
dag er þorskaflahámark sóknar-
markstogara á norðursvæði 1.750
tonn en á suðursvæði 1.200 tonn.
Til jöfnunar á þessu hefur ráðu-
neytið ákveðið að leggja til að
aflahámark á karfa sóknarmarks-
togara verði hærra fyrir sunnan
en fyrir norðan, talið í þorskígild-
um.
Sigurbjörn Svavarsson, út-
gerðarstjórin Granda h/f var á
allt öðru máli en starfsbróðir
hans á Akureyri þegar Þjóðvilj-
inn leitaði hans álits á kröfum
þingmannanna 32ja til ráðherra.
„Ég er mjög ánægður með
þetta framtak þingmannanna og
vona að kröfur þeirra nái fram að
ganga vegna þess að ójöfnuður-
inn á milli þessara tveggja svæða
hefur vaxið fremur en hitt, frá því
kvótinn var fyrst settur á. Þing-
mennirnir hefðu að ósekju mátt
taka við sér mun fyrr, en raun er
á,“ sagði Sigurbjörn Svavarsson,
útgerðarstjóri hjá Granda h/f.
-grh
Selfoss
Leit að stefnu
Um 180 manns hafa boðað
komu sína á ráðstefnu sem
Byggðastofnun ásamt Sambandi
íslcnskra sveitarfélaga standa að í
dag og á morgun á Selfossi undir
yfirskriftinni: Hefur byggða-
stefnan brugðist?
Á ráðstefnunni verða fjölmörg
erindi flutt um þá þætti sveitar-
stjórnarmála, atvinnu- og fjár-
mála, sem líklegastar þykja til
þess að haf áhrif á búsetu í
landinu. Ennfremur verður
leitaðhugmynda ráðstefnugesta
um kjarnaatriði nýrrar byggðast-
efnu. - grh
Verkalýðsmálaályktun AB
Af gefnu tilefni
Furðulcgar athugasemdir hafa
komist á flot vegna samþykkt-
ar landsfundar Alþýðubanda-
lagsins á ályktun um verkalýðs-
mál, sérstaklega varðar það sam-
þykkt breytingartillögu við loka-
kafla ályktunarinnar sem við
undirrituð lögðum fyrir fundinn.
Alyktunin í heild birtist í Þjóðvilj-
anum 12. nóv.
Samkvæmt orðasveimi er lítt
mark takandi á þessari samþykkt
þar sem fáir fulltrúar hafi staðið
að henni. Hið rétta er að breyt-
ingartillaga okkar var samþykkt
tvívegis af landsfundarfulltrúum.
í fyrra skiptið var hún samþykkt
áður en gengið var til miðstjórn-
arkjörs, en afgreiðslu ályktunar-
innar í heild var frestað framyfir
miðstjórnarkjör vegna brottfarar
margra landsbyggðarfulltrúa. í
síðara skiptið var ályktunin sam-
þykkt með áorðnum breytingum
að loknu kjöri í miðstjórn.
Sé lítið að marka breytingartil-
lögu okkar er jafnlítið að marka
kjör í miðstjórn.
12. nóvember 1987
Þökkum birtingu
Birna Þórðardóttir
Guðmundur Hallvarðsson
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3