Þjóðviljinn - 13.11.1987, Blaðsíða 9
ÖRFRÉTTIR
Blýlaust bensín
í Vestur-Þýskalandi frá og meö
febrúar á næsta ári. Hefur fram-
kvæmdanefnd Evrópubanda-
lagsins nú lagt blessun sína yfir
þessa ráðagerð og telur hana
stuðla að því að draga úr meng-
un, auk þess sem hún verði til að
hvetja fleiri þjóðir til að gera slíkt
hið sama. í Lúxemburg er svipuð
áætlun í bígerð, en reiknað er
með að þar í landi verði óheimilt
að notast við blýbensín frá miðju
næsta ári.
Orkuskortur
er krónískur í Rúmeníu, og nú
hafa stjórnvöld ákveðið að draga
frekar en orðið er úr framboði á
gasi og raforku til heimila. Skerð-
ingin er upp á 30%. I febrúar síð-
astliðnum var dregið úr orkunotk-
un heimila um 20%, og gilti sú
ákvörðun fyrir febrúar og mars.
Að þessu sinni eru engin tíma-
mörk tiltekin.
Japanir
slá ekki slöku við þar sem upp-
fyndingar eru annars vegar. Það
nýjasta eru batterí á þykkt við
pappír. Að vonum er ekki mikið
pláss fyrir vessa í rafhlöðum
þessum, enda geta þær með
engu móti lekið. Uppfyndingin
hefur verið á annan áratug á
leiðinni, en ekki er Ijóst hvenær
hún birtist á almennum markaði.
Tollheimtumenn
í Southampton á Bretlandi lögðu í
vikunni hald á 200 kíló af kókaíni,
og hafa þeir ekki í annan tíma
komist í önnur eins uppgrip, enda
er fengurinn sá mesti sem nokk-
urn tíma hefur náðst í Evrópu.
Andvirðið í smásölu er metið á
um hálfan fjórða milljarð ís-
lenskra króna. Kókið var um borð
í flutningaskipinu Tagama frá
Togo.
Brúðarbrenna
var framin í indverska fylkinu Ra-
jasthan í september síð-
astliðnum, en nú hafa stjórnvöld
sett lög sem kveða á um dauða-
refsingu til handa þeim sem fyrir
þessum ósóma standa. Þá er
það nú harðlega refsivert að
fegra og gylla þennan gamla sið,
en í Indlandi til forna voru slíkar
brennifórnir álitnar tákna eigin-
kvennatryggð þá sem næði út yfir
gröf og dauða.
Engisprettuplága
herjar að líkindum á Egypta á
næstunni. Kvikindin eru nú fjöl-
menn í námunda við landamærin
og ógna uppskerunni í hinum
frjósama Nílardal, en áður hafa
þau unnið hervirki í grannríkinu
Súdan. Engisprettunum fjölgar
hundraðfalt á sex vikna lífsskeiði
sínu, og að sögn er meira um þær
nú á þessum slóðum en nokkur
undanfarin ár. Stríðið við engi-
spretturnar er endalaust, en Al-
þjóðamatvælastofnun Samein-
uðu þjóðanna leggur til tæki og
tól til höfuðs þeim sé þess óskað.
Listaverkafalsanir
flæða nú yfir Japansmarkað að
sögn kunnugra, og einkum eru
það verk málarans Salvadors
Dalís sem um er að ræða. Hol-
lenska fyrirtækið Demart pro arte
annast höfundarréttarmál fyrir
Dalí, og eru talsmenn þess ekki
yfir sig hrifnir af þróuninni. Hafa
þeir í hyggju að stefna japön-
skum innflytjendum, en góss
þetta er að mestu framleitt í Fra-
kklandi. Listaverk hafa Japanir
keypt grimmt að utan hin seinni
ár, og Ijóst virðist að markaðurinn
er nógur7 fyrir nostursamlega
gerðar falsanir að auki. <
ERLENDAR FRETTIR
Írak/Sýrland
Friövænlegra
eftir toppfund
írakar hœttir að úthúða
Sýrlendingum eftir leiðtogafund
araba. Egyptar inn úrkuldanum
Fjölmiðlar í írak hafa látið af
gagnrýni sinni á Sýrlendinga í
kjölfar leiðtogafundar araba í
Amman, en í samþykkt fundarins
var látinn í ljós stuðninjgur við
íraka í stríði þeirra gegn Irönum.
Miklar viðsjár hafa verið með
Sýrlendingum og írökum undan-
farin ár.
Það hefur verið fastur liður í
dagblöðunum í írak að úthúða
Sýrlendingum og forseta þeirra,
Hafez Al-assad, en síðan leið-
togafundinum lauk hefur þetta
kunnuglega lesmál hvergi sést.
Eins og kunnugt er hafa Sýrlend-
ingar dregið taum írana í stríðinu
við íraka.
Hússein Jórdaníukonungur,
gestgjafi leiðtogafundarins, sagði
á blaðamannafundi í fyrradag að
stjórnirnar í Bagdad og Damask-
us hefðu sæst heilum sáttum.
Engir opinberir aðilar í löndum
þessum tveim hafa þó orðið til að
úttala sig um þessar meintu sætt-
ir, og ekki eru taldar líkur á því að
stjórnmálasamskiptum verði
komið á.
Stríðandi armar Baath sósíal-
istaflokksins eru við völd í f rak og
á Sýrlandi. Fjandskapurinn óx
þegar Persaflóastríðið hófst fyrir
sjö árum, enda fylgja Sýrlending-
ar írönum að málum.
Hússein Jórdaníukóngur, gestgjafi leiðtogafundar araba: Sýrlendingar og írak-
ar hafa nú sæst heilum sáttum.
Dagblöð í frak hafa mjög
hampað yfirlýsingu Hússeins í
lok leiðtogafundarins, en niður-
stöðurnar segir hann „sögulegar,
mikilvægar og víðtækar." Araba-
leiðtogarnir lýstu yfir samstöðu
með Irökum í Persaflóastríðinu
og fordæmdu írani fyrir land-
vinningastefnu og að þeir skuli
humma fram af sér fyrirmæli
Sameinuðu þjóðanna um vopna-
hlé.
Þá eru írakar ánægðir með þá
niðurstöðu leiðtogafundarins að
einstökum Arabaríkjum skuli nú
heimilt að taka upp stjórnmála-
samskipti við Egypta á nýjan
leik, en vinslit urðu árið 1979 er
Egyptar gerðu friðarsáttmála við
ísraelsmenn.
„Egyptar hafa staðfest sam-
stöðu sína með öðrum araba-
þjóðum, bæði í orði og verki,“
sagði stjórnarmálgagnið Al-
THawra. Sameinuðu arabísku
furstadæmin tóku upp stjórn-
málasamskipti við Egypta fá-
einum klukkutímum eftir lok
leiðtogafundarins. Búist er við að
írak og fleiri ríki við Persaflóa
geri slíkt hið sama, og það fyrr en
seinna.
Ástralía
Grunsamleg dauðs-
föll frumbyggja
Tugirfrumbyggja hafa látist ífangelsum íÁstralíu undanfarin ár.
Rannsóknarnefnd sett á laggirnar
Opinber nefnd tók í gær til við
að rannsaka meðferð á frum-
byggjum í fangelsum Ástralíu, en
dauðsföll þeirra á meðal gerast æ
tíðari.
Ritari nefndarinnar, John Ga-
vin, segir að rannsóknin muni
taka til að minnsta kosti 64
dauðsfalla síðastliðin sjö ár.
Fimmtán frumbyggjar hið
minnsta hafa týnt töiunni í hönd-
um réttvísinnar á þessu ári, og
fyrir bragðið hafa ættmenn þeirra
krafist opinberrar rannsóknar.
Flestir hinna látnu hafa fundist
hengdir í klefum sínum.
íbúar landsins eru nú um 16
milljónir talsins, en frumbyggj-
arnir eru aðeins um 1%. Engu að
síður sýna yfirlitstölur að einn af
hverjum sjö innbyggjara fangelsa
kemur úr þeirra hópi.
Gavin segir að rannsóknar-
nefndin hafi í hyggju að
heimsækja byggðir frumbyggja
til að tala við ættingja og vini
hinna látnu. Ekki er þó sjálfgefið
að þeir séu allir mjög viðræðufús-
ir, þar sem mörgum vitnum er
ekki um að úttala sig í eyru rétt-
vísinnar. Óttast þeir að slík
„lausmælgi“ geti haft óþægilegar
afleiðingar í för með sér, ef ekki
strax þá í íramtíðinni.
Vegna þessa heitir nefndin því
að gera nauðsynlegar ráðstafanir
til að tryggja öryggi vitna.
Reiknað er með að rannsókn
þessari ljúki fyrir árslok 1988.
HS
Rannsóknarnefnd hefur verið skipuð
í Ástralíu til að kanna fjölda dauðs-
falla meðal frumbyggja í fangelsum
landsins.
Kóngafólk
Suðurafríkudaður
Hvellur í Bretlandi vegna heimsóknar
drottningarmóður í sendiráð Suður-Afríku
Elsti meðlimur breska kónga-
slektisins, móðir Elísabetar
drottningar, veldur hávaða með-
al Breta vegna heimsóknar sinnar
í suður-afríska sendiráðið í
London, en þar var hún í einkaer-
indum.
Síðastliðið þriðjudagskvöld
var hún gestur sendiherrans, Rae
Killen, en sá hafði dregið fram
gamla fréttakvikmynd um heim-
sókn gests síns til Suður-Afríku
frá árinu 1947, en það ár var hún á
ferð í iandinu ásamt eiginmanni
sínum, Georgi kóngi sjötta og
tveimur dætrum þeirra hjóna,
núverandi Englandsdrottningu
og Margréti prinsessu.
Sendiherrann hefur sent frá sér
yfirlýsingu vegna þess arna. f
henni segir: „Drottningarmóðir-
in á ánægjulegar minningar um
heimsókn sína til Suður-Afríku,
og það var mikill heiður að taka á
móti Hennar hátign og sýna
henni myndina.“
Móðir drottningar hefur
löngum verið vinsælust kónga-
fólksins meðal Breta, en sendir-
áðsheimsóknin hefur sætt mikilli
gagnrýni.
Hreyfingin sem berst gegn að-
skilnaðarsinnum í Suður-Afríku
segir að stjórnin í Pretoríu hafi
misnotað heimsóknina. „Við
hörmum þessa óheppilegu heim-
sókn, þar sem hún mun valda
misskilningi,“ segir talsmaður.
Martin Flannery, einn þing-
manna Verkamannaflokksins af
vinstri kantinum, segir: „Það má
einu gilda hvað drottningarmóð-
irin ætlaðist fyrir með heimsókn
sinni; það er enginn vafi á því að
apartheidstjórn Botha í Suður-
Afríku mun túlka þessa heim-
sókn sem stuðning við ömurlejga
stjórn sína.“
HS
FATASKÁPAR
MARGAR STÆRE
HENTA ALLSST
AÐ
VERÐ FRÁ
Kr. 5.901.-
Greiðslukjör
við allra hæfi!
A
Föstudagur 13. nóvember 1987 þjóÐVILJINN - SÍÐA 9
LÆKJARQÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI 50022
J