Þjóðviljinn - 13.11.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.11.1987, Blaðsíða 6
HRARIK ^ BAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftir- farandi: RARIK-87008: Raflínuvír 180 km. Opnunardagur: Fimmtudagur 10. desember 1987, kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyriropn- unartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitnaríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og með fimmtudegi 12. nóvember 1987 og kosta kr. 200.- hvert eintak. Reykjavík 11. nóvember 1987 Rafmagnsveitur ríkisins Laus staða Dósentsstaöa í byggingaverkfræði viö verkfræöideild Há- skóla íslands er laus til umsóknar. Dósentinum er ætlað aö hafa umsjón meö og stunda rannsóknir og kennslu á ein- hverjum eftirtalinna sviða: Aöveitur-fráveitur; byggðarskipu- lag; framkvæmdafræði; landmælingar; samgöngumál; teiknifræði. Rannsóknavettvangur verkfræöideildar er Verkfræöistofnun Háskóla íslands. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritstörf og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Jafnframt skulu þeir láta fylgja eintök af vísindalegum ritum sínum, prentuöum sem óprentuðum. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 10. desember 1987. Menntamálaráðuneytið, 10. nóvember 1987 Laus staða Staða framkvæmdastjóra Menntamálaráðs og Bókaútgáfu Menningarsjóðs er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakefi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 10. desember 1987. Menntamálaráðuneytið, 10. nóvember 1987 Landsfundur Kvennalistans verður settur í Gerðubergi í kvöld 13. nóvember kl. 20.30. Anna Guðrún Jónasdóttir lektor flytur erindi um konur og völd. Allar konur velkomnar. Kvennalistinn Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir októbermánuð er 15. nóvember. Ber þá að skila skattinum til inn- heimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Auglýsið í Þjóðviljanum Innilega þökkum við auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og útför Guðrúnar Jónsdóttur frá Suðureyri Systkini, systkinabörn og aðrir vandamenn MINNING Ingólfur Pálmason fæddur 16. nóvember 1917 - dáinn 4. nóvember 1987 Sögurnar hans pabba, þær höfðu töframátt. Og öll óþekktin í manni rauk út í veður og vind. Þessar sögur hélt ég að væru geymdar í stórri og þykkri bók í líkingu við Þúsund og eina nótt. Þegar ég hins vegar komst að* hinu sanna varð ég afskaplega montin af að eiga pabba sem gat hreinlega spunnið upp heilu sögurnar, rétt si svona, án þess að blikna. Heilsubótargöngurnar hans föður míns voru ekki síður merki- legir viðburðir. Fyrstu ferðirnar sem ég man eftir voru farnar nið- ur að sjó, þar sem við tylltum okkur á steina og horfðum með spekingslegum svip (að mér fannst) út á Flóann. Seinna voru stór og smá vandamái oft og iðu- lega rædd og brotin til mergjar á svona göngum. Smám saman fóru hlutirnir í kringum mig líka að taka stakkaskiptum, eignuð- ust sumir sögu og jafnvel nafn. Á þessum árum fannst mér þó oft erfitt að skilja hina miklu um- hyggju hans fyrir gróðri jarðar- innar. Ég held stundum að hann hafi talið allar heimsins plöntur á sína ábyrgð. Alls staðar þar sem hann gat hlúði hann að. Nú þegar vökul augu hans eru ekki lengur, sakna ég þess. Þegar við fluttum í Hraunbæj- arsæluna bættist fjölskyldunni nýr liðsauki í göngutúrana, heim- ilisprýðin okkar hann Helgi. í fyrstu þótti mér það dálítið fynd- ið að sjá þessa tvo andans menn, föður minn og Helga, standa agn- dofa af hrifningu framan við kofaskrifli og dást að fegurð þeirra og litskrúði. Væru þeir fag- urlega ryðrauðir og helst með málningarskellum hér og hvar, fengu þeir göfugt nafn. Hinir sem aðeins voru reisulegri þóttu ekki eins hátignarlegir. Síðan þá finn- ast mér þetta fegurstu hús á Is- landi. Það voru hátíðlegar stundir þegar pabbi vildi hlusta á góða tónlist eða láta einhvern lesa upp ljóð eða sögu. Þessar stundir færðu okkur hvert nær öðru og sköpuðu eindrægni innan fjöl- skyldunnar. Að leiðarlokum hugsa ég með þakklæti og hlýju fyrir öll þau ár sem við fengum að vera saman og fyrir hans óeigingjörnu hjálp sem hann veitti mér og öðrum í fjöl- skyldunni. Guðrún Ingólfur er dáinn. Þessi stað- reynd er ótrúleg en því miður sönn og við hin stöndum eftir hnípin og tóm. Það er annars undarlegt hvað við mennirnir tökum dauðanum illa og látum hann alltaf slá okkur út af laginu. Þó er dauðinn það eina sem við vitum með vissu um framtíð okk- ar. En að það skyldi nú henda Ing- ólf er erfitt að sætta sig við. Hann sem var svo fullur lífsgleði, hlýju og léttur á fæti síðast þegar við sáumst. Ég hef dvalist erlendis hin síð- ustu ár og hef því fylgst með veikindum hans úr fjarlægð. Kvaðir hins daglega lífs ollu því að ég fékk ekki tækifæri til að hitta hann og þykir mér það mið- ur. En ég á minningu um mann, sem var hreinskilinn, heiðar- legur, trúr sínum lífsskoðunum og lagði lítið upp úr veraldlegum gæðum. Hins vegar átti hann gnægð andlegs auðs sem hann var örlátur á. Ég kynntist Ingólfi fyrir u.þ.b. tólf árum. Það var á mínum menntaskólaárum, þegar vin- skapur hófst með mér og Guð- rúnu dóttur hans. Mér var tekið opnum örmum af þeim Ingólfi og Huldu og hafa þau æ síðan átt í mér hvert bein. Ekki er hægt að minnast á Ingólf án þess að geta um Huldu konu hans í sömu andrá. Þau voru jafningjar og vinir og hjá þeim ríkti gagnkvæm virðing og væntumþykja. Þær eru ófáar stundirnar sem ég hef dvalið á heimili þeirra, þegið mat, drykk og annan vel- gjörning. Ég mun alltaf minnast þeirra stunda þegar við sátum við eldhúsborðið í Hraunbænum og ræddum heimsmálin og atburði liðins dags, yfir rjúkandi „Ing- ólfs“ rjómakaffi og kandíssykri. Við Gunna vorum að sjálfsögðu mjög spaklegar að eigin áliti og vissum allt miklu betur en allir hinir, eins og títt er á þessum aldri. Ingólfur hlustaði á okkur með glimt í auga og góðlátlegan svip og hafði sjálfsagt lúmskt gaman af. Oft voru æði margir við eldhúsborðið, fólk á öllum aldri og enginn talaði um kyn- slóðabil. Hin seinni ár hefur sambandið við þau Huldu og Ingólf orðið stopulla. Ég stofnaði eigið heim- ili og átti annríkt í námi og starfi. Því fækkaði mjög heimsóknum. En alltaf þegar við Gunnar „kíkt- um“ inn í Hraunbænum fengum við ævinlega hjartanlegar mót- tökur. Síðast sá ég Ingólf í júlí á síð- asta ári, þá í stuttri heimsókn á íslandi. Hann var hlýr, ljúfur og glettinn að venju og bauð upp á rjúkandi „Ingólfskaffi", sem á sér enga hliðstæðu í mínum huga. Ekki grunaði mig að þetta yrði í síðasta sinn sem við sæjumst. Ég er forsjóninni þakklát fyrir að hafa fengið að njóta hans og Huldu. Hulda, Gunna, Eiríkur, Gunn- ar og Pálmi. Við Gunnar sendum ykkur okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Álaborg, 8.11.87. Bergrún H. Gunnarsdóttir Séra Guðmundur Benediktsson fœddur 6. apríl 1901 - dáinn 25. október 1987 Séra Guðmundur Benedikts- son fyrrum sóknarprestur á Barði í Fljótum andaðist þann 25. okt. s.l. Hann var jarðsettur að Barði þann 3. nóv. en minningarathöfn um hann var einnig haldin 2. nóv. í Akraneskirkju. Með honum er genginn vammlaus maður, sem gott er að hafa þekkt og átt sam- leið með. Hann var einn þeirra manna sem bera með sér birtu og yl, og gleðin var einlæg og hugur- inn léttur í návist hans. Séra Guðmundur var Hún- vetningur að ætt. Hann fæddist 6. apríl 1901 að Hrafnabjörgum í Svínadal. Hann missti föður sinn aðeins 6 ára gamall, en fluttist þá ásamt móður sinni að Ási í Vatns- dal til móðurbróður síns, Guð- mundar Ólafssonar alþingis- manns, og átti þar heima til full- orðins ára. Hann hóf langskólanám nokk- uð seint, og tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1928 og guðfræðipróf frá Háskóla íslands 1933. Sama ár gerðist hann prestur á Barði og gegndi því embætti þar til hann lét af störfum árið 1966 og fluttist til Reykjavíkur til sonar síns Guðmundar Ó. Guðmundssonar doktors í efnafræði, sem þá starf- aði við Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins og konu hans Hiltrud Saur (nú Hildur Guð- mundsdóttir). Ég átti ungur að árum því láni að fagna að kynnast séra Guð- mundi en hann var kvæntur móð- ursystur minni. Sem 13 ára ung- lingur var ég svo siðar á heimili hans í nokkra mánuði og sótti þaðan unglingaskóla, sem séra Guðmundur veitti forstöðu. í þennan skóla gengu unglingar í Fljótum að loknu fullnaðarprófi úr barnaskóla, en fullnaðarpróf veitti þá engin réttindi til inngöngu í menntaskólana, sem höfðu sérstök inntökupróf og prófuðu m.a. í fögum, sem ekki voru kennd í barnaskólum í dreifbýli. Ég á það því þessari veru minni á Barði að þakka, að ég komst í menntaskóla haustið eftir. Svipaða sögu munu ýmsir jafnaldrar mínir í Fljótum geta sagt. Þetta skólahald séra Guð- mundar sýnir vel áhuga hans og framtak til að auðvelda börnum í Fljótum leiðina til mennta og örva þau til að halda út á þá braut. Ég vil láta í ljósi sérstakar þakkir til séra Guðmundar og konu hans vegna hinnar einlægu vináttu sem þau alla tíð sýndu foreldrum mínum og allri fjöl- skyldu þeirra. Sjálfur naut ég ör- lætis og hjálpfýsi prestshjónanna á Barði, þegar ég sem háskóla- nemi var í þann veginn að gera hlé á námi mínu. Það vinarbragð er ekki hægt að þakka með orð- um svo sem vert er. Séra Guðmundur kvæntist árið 1932 Guðrúnu Jónsdóttur frá Kimbastöðum í Skagafirði. Hún andaðist 1959. Þau eignuðust 5 börn, en eitt þeirra, Ármann Benedikt, dó á fyrsta aldursári. Hin eru: Guðmundur Ólafur, fram- kvæmdastjóri Sementsverk- smiðjunnar, Jón Björgvin, full- trúi í Ríkisendurskoðuninni, Signý, kennari á Akureyri og Guðrún Benedikta, húsmóðir búsett í Þýskalandi. Auk þessara barna sinna ólu þau upp fósturdóttur, sem þau gengu í foreldra stað. Það er Guðfinna Guðmundsdóttir, hús- móðir á Sauðárkróki. Ég vil við andlát séra Guð- mundar votta þeim öllum og fjöl- skyldum þeirra einlæga samúð mína. Jón Hafsteinn Jónsson 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.