Þjóðviljinn - 13.11.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.11.1987, Blaðsíða 2
Þórunn Þorsteinsdóttir: Um að gera. Þó vil helst hafa gamla miðbæinn eins og hann er. Annars, ég veit það ekki. Steindór Hálfdánarson: Ég veit það nú ekki, en aftur á móti finnst mér fáránlegt að byggja ráðhús ofaní Tjörnina. Það er nóg af plássi annars stað- ar. p-spurningin—< Ert þú þeirrar skoðunar að gera þurfi könnun á lífríki og vistfræði Tjarn- arinnar áður en bygg- ingu ráðhússins er hrint í framkvæmd? Gígja Svavarsdóttir: Að sjálfsögðu. Annars er ég al- gerlega mótfallin byggingu ráð- húss í Tjörninni, það eyðileggur miðbæinn. Bryndís Hilmarsdóttir: Ég er yfirhöfuð á móti byggingu ráðhúss í Tjörninni. Svava Björnsdóttir: Auðvitað. Það má bara alls ekki gerast að ráðhúsið verði byggt í Tjörninni. Vistfræðilega getur það verið varasamt og svo finnst mér það verða til lýta fyrir um- hverfið. ___________________FRÉTTIR__________________ Patreksfjörður Undanhaldið stöðvað Stofna nýtt útgerðarfélag. 50 milljón króna hlutafé. Sveitarstjórinn: Gert til að örva fiskvinnslu og útgerð Síðastliðinn sunnudag var haldinn undirbúningsfundur að stofnun nýs útgerðarfélags á Patreksfirði að tilhlutan sveitarstjórnar og útvegsmanna. Stefnt er að 50 milljón króna hlut- afé og á fundinum skráðu 29 ein- staklingar sig fyrir hlutafjárlof- orðum. Framhaldsaðalfundur að stofnun útgerðarfélagsins verður svo 30. desember næstkomandi og verður þá útgerðarfélagið formlega stofnað. Að sögn Úlfars B. Thorodd- sen, sveitarstjóra á Patreksfirði er markmiðið með stofnun út- gerðarfélagsins að kaupa fiski- skip í plássið til þess að örva fisk- vinnslu og útgerð, en hún hefur látið á sjá á liðnum árum. Árið 1982 voru á Patreksfirði gerð út 11 fiskiskip frá 110-300 brúttó- rúmlestum að stærð og botnfisk- aflinn þá var um 13 þúsund tonn. í fyrra voru aðeins eftir á staðn- um 3 stórir fiskibátar ásamt ein- um togara og smábátum. Þá var botnfiskaflinn rétt um 8 þúsund tonn. Á sama tíma fækkaði íbú- um Patreksfjarðar um 50 manns eða um 5% sem er há tala þegar haft er í huga að innan við þúsund manns búa þar. „Með stofnun útgerðarfélags vonumst við til að geta skerpt atvinnulífið hér í fiskvinnslu og útgerð og snúið við þróuninni til betri vegar fyrir íbúana," sagði Úlfar Thoroddsen sveitarstjóri. - grh Elsa Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs: Viljum koma af stað umræðum um sérstaka jafnréttissamninaa. Mynd: EOI. Misrétti kynjanna Aðgerðir í þágu kvenna Framkvœmdanefnd um launamál kvenna hrindirafstað umrœðu um tímabundnar aðgerðir íþágu kvenna. Elsa Þorkelsdóttir: Vinnum að því að kynna þá möguleika sem fyrir hendi eru Tilgangur fundarins var að ræða hvers konar tímabundn- ar aðgerðir mætti setja fram til þess að bæta stöðu kvenna á vinn- umarkaðnum, sagði Elsa Þor- kelsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs um vel heppnaðan fund Framkvæmdanefndar um launamá! kvenna í fyrrakvöld, en í þriðju grein Jafnréttislaganna er kveðið á um það að beita megi sérstökum tímabundnum aðgerð- um í þágu kvenna teljist það nauðsynlegt. Elsa sagði að í þessu sambandi væri annaðhvort verið að ræða lagasetningu eða reglugerð sem hægt væri að setja á grundvelli Jafnréttislaganna eða þá ákvæði í samningum aðila vinnumarkað- arins. Á öðrum Norðurlöndum tíðkuðust slík ákvæði og er þar talað um sérstaka jafnréttis- samninga. Slíkir samningar gengju út á það að sérstakur kvóti er settur um fjölda kvenna í nefndum, konur hafa forgang í ýmis störf, efnt er til námskeiða fyrir konur o.s.frv. Hér á landi þekkist ekki slíkir samningar, en Félag íslenskra bankamanna hafi þó riðið á vaðið með ákvæði í síðustu samningum sínum þess efnis að unnið sé að því á samn- ingstímanum að jafnastöðu kynj- anna í bönkum. Elsa sagði að með fundi Fram- kvæmdanefndarinnar væri verið að vinna að því að kynna þessar hugmyndir almennt og hvaða möguíeikar gætu verið fyrir hendi. „Við viljum stuðla að því að hugmyndaflugið fari af stað hvað þessi mál varðar,“ sagði Elsa og bætti við að næsta skref væri að kynna málin innan verka- lýðshreyfingarinnar. -K.ÓI. Vestmannaeyjar Borgríki í Eyjum? Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á dögunum kast- aði bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins fram þeirri tillögu hvort það væri ekki íhugunarefni fyrir bæjaryfirvöld að stefna að stofn- un sérstaks borgríkis sem yrði sjálfstætt í lýðveldinu íslandi. Að sögn Páls Einarssonar, staðgengils bæjarstjóra, var þessi tillaga ekki bókuð, heldur borin fram til umhugsunar um stöðu bæjarfélagsins gagnvart ríkinu. „Þessi tillaga er öðrum þræði hugsuð sem andsvar við stefnu stjórnvalda gegn bæjarfélaginu og er vel þess virði að við hér í Eyjum skoði stöðu okkar gagn- vert ríkinu," sagði Páll. - grh Byggingafrœðingar Rétturinn óhaggaður Byggingafræðingafélag íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í til- efni af dómi Hæstaréttar á dögun- um þar sem staðfestur var réttur þeirra til að árita aðaluppdrætti. Félagið lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum arkitekta að fara með „óréttmæta sérréttindabar- áttu sína fyrir dómsstóla“, eins og segir í yfirlýsingunni, en bendir á að nær væri að efla samstarf lögg- iltra hönnuða og stuðla þannig að bættri hönnun mannvirkja. Skák Meistaramót unglinga í dag Unglingameistaramót Islands í skák hefst í félagsheimili T.R. í kvöld kl. 20.00 Tefldar verða 7 umferðir og stendur mótið fram á mánudags-. kvöld. Allir skákmenn undir 20 ára aldri mega taka þátt í mótinu en sigurvegarinn fær m.a í verð- laun ferð á skákmót erlendis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.