Þjóðviljinn - 13.11.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.11.1987, Blaðsíða 7
Bangladesh Blóðsúthellingum linnir ekki Miklar óeirðir í höfuðborginni Dhaka. 1500 manns hand- teknir. Fundafrelsi stórlega skert Handsprengjur urðu tveimur lögreglumönnum að aldurtila og öryggissveitir skutu tvo menn til bana í gær í Dhaka, höfuðborg Bangladesh. Að sögn stjórnvalda urðu lögreglumennirnir tveir fyrir heimatilbúnum hand- sprengjunum er ungmenni vörp- uðu þeim að sjónvarpsstöð einni. Sjónarvottar halda því fram að öryggissveitirnar hafi skotið tvo menn til bana meðan á mótmæl- aaðgerðum stóð. Fréttamenn sáu líkin, en lögreglan er fámál um atburð þennan. í gær beitti lögreglan tára- gassprengjum og kylfum gegn mannfjölda sem grýtti stjórnar- byggingar, kveikti í bflum og lok- aði vegum og járnbrautarlínum með logandi dekkjum og rusli. Að sögn lögreglu særðust 60 manns í átökunum og 33 voru handteknir. Tíu þúsund lögreglumönnum höfuðborgarinnar bættist sex þúsund manna liðsauki annarra lögreglumanna og öryggissveita í gær, en þá var annar dagur verk- falls sem boðað var til í mótmæla- skyni við skotárás lögreglu á þriðjudaginn. Þrír menn að minnsta kosti létu lífið í þeirri árás. Stjórnarandstaðan heldur því fram að 12 manns hafi fallið á þriðjudaginn, en þá var boðað til víðtækra mótmælaaðgerða gegn Hossain Mohammad Ershad, og afsagnar hans krafist. Forsetinn heldur því fram að mótmælaaðgerðirnar hafi mis- tekist, og segist ráðinn í að hafa þá kröfu stjórnarandstöðunnar að engu að hann segi af sér. Hasina, leiðtogi stærsta stjórn- arandstöðuflokks landsins, Aw- amibandalagsins, hefur verið í stofufangelsi síðan í fyrradag, en þá var einnig formaður Þjóðar- flokksins, Khaleda Zia, hand- tekin. Báðar segja konurnar að handtaka þeirra breyti í engu áformum stjórnarandstöðunnar að steypa Ershad, en hann hrifs- aði til sín völd árið 1982. Þær saka stjórnina um spillingu, kúgun og kosningasvindl, en ásökunum þessum neitar forsetinn staðfast- lega. HS Kína Srfellt fleira fólk Herfrœði Fólksfjölgun örari í ár en ífyrra Ekki fleiri hetjur takk Herforingjar ífortíð og nútíð undir smásjá bresks sagnfrœðings: Á kjarnorkuöld er hetjuskapur vondur eiginleiki leið- Hetjur eru óheppilegir togar á okkar dögum, segir breskur sagnfræðingur sem hefur lagt fyrir sig hernaðarsögu, en í gær kom út bók eftir hann um genirála í gömlum og nýjum stríðum. Hetjuskapur, krydd mann- kynssögunnar, er of hættulegur eiginleiki ef marka má John Ke- egan. Bók hans nefnist „Leið- togaímyndin", en í henni skiptir hann stríðsrekstrarfrömuðum meðal annars í hetjur og andhetj- ur. Keegan hvetur æðstu stjórn- endur kjarnorkualdar til að skilja að tími hetjuskaparins sé liðinn. „Þeir verða að sýna myndug- leika án þess að fara í föt garpa fyrri tíma,“ segir Keegan, en þessi höfundur vann sér alþjóð- lega frægð fyrir bók sína I hita bardagans. Lýsing Keegans á nútímaand- hetjunni er eins ólík Rambóæð- inu og verða má: „Nútímaleið- togi á að halda sig í hófi. Hann er engin lýsandi fyrirmynd, segir ekkert sem hleypir undirmönn- unum kapp í kinn og leggur allt upp úr því að vera öðruvísi en þeir í hæversku sinni, varfærni og skynsemi." -Það er enginn foringi atarna kann að liggja beint við að hugsa, en engu að síður eru þetta leiðtogaeiginleikar sem þörf er á um okkar kjarnorkudaga, segir Keegan. Þá segir hann að nútímafjar- skipta- og samskiptatækni sé við- sjálsgripur: í krafti hennar vaða fjarstaddir yfirmenn í þeirri villu að þeir séu á vígvellinum miðj- um, og þá vill verða stutt í hetju- dáðirnar. Hér tekur höfundur dæmi af Kennedy Bandaríkjaf- orseta þegar Kúbudeilan stóð sem hæst, og telur hann hafa staðist allar garpskaparfreisting- ar. Samkvæmt kenningum Keeg- ans er herforingi á borð við Alex- ander mikla síðasti maður sem við þurfum á að halda í dag, en á sinni tíð gekk hann fram fyrir skjöldu og eggjaði menn sína með kjarki sínum, orðsnilld og „sjómennsku". -Nær er að líta til manna eins og hertogans af Wellington, þess sem barðist við Napóleon við Waterloo árið 1815, segir Keeg- an. Sá leit eingöngu á sig sem stjórnarerindreka og grét er hann heyrði fall sinna manna. -HS Fólksfjölgunin í Kína er örari í ár en í fyrra. Stjórnvöld í landinu stefna að því að Kínverj- ar verði ekki fleiri en tólfhundruð milljónir um aldamótin, en ef svo fer fram sem horfir er alls óvíst hvort það fer eftir. Niðurstöður nýs manntals voru birtar í dagblöðum landsins í gær, en samkvæmt því voru Kínverjar 1.072 milljónir í júlí á þessu ári, og hafði þá fjölgað um 12 milljónir frá árslokum. Fæðing- artíðnin miðað við þúsund íbúa er nú 21,1 eða sú hæsta á síð- astliðnum fimm árum. í fyrra var hún 20,8. Vestrænn mannfjöldafræðing- ur sem ekki vill láta nafns síns getið segir að í ljósi þessa verði mjög erfitt að láta tólfhundruð milljóna markið standast. Hann segir að aukin fæðingartíðni nú komi ekki á óvart, þar sem nú sé fjöldi kvenna úr hinum fjöl- mennu árgöngum á sjöunda ára- tugnum kominn á barneignaald- ur. Embættismenn Fjölskylduá- ætlunardeildar ríkisins hafa sagt að þess séu of mörg dæmi að fólk hunsi einbirnastefnu stjórnvalda. Um 21% heimsbyggðarinnar býr í Kína, en þar er aðeins að finna um 7% ræktaðs lands í ver- öldinni. _hs ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Júgóslavía Ceausescu í heimsókn Opinber heimsókn Rúmeníuleiðtoga hófst ígœr. Orkuþras og utanríkisráðherrafundur Balkanríkja mál málanna Opinber heimsókn Nicoiae Ce- ausescu í Júgóslavíu hófst í gær, og er búist við að deilur ríkj- anna um sameiginlegt orkuvcr verði ofarlega á baugi í viðræðum hans við þarlenda ráðamenn, en orkuver þetta er við ána Danube. Fyrir hálfum mánuði sökuðu Júgóslavar Rúmena um að lækka vatnsborðið óhæfilega í uppi- stöðulóni einu, og ná þar með til sín meiri raforku en þeim bæri. Raforkumál eru ofarlega á baugi í löndunum tveimur, en bæði hafa spáð orkukreppu heima fyrir í vetur. í þessari viku ákváðu stjórn- völd í Rúmeníu að skerða ra- forku til heimilisnota um 30% til að bregðast við vandanum, og yf- irmenn orkumála í Júgóslavíu horfa alvarlegum augum til vetrarins þar sem ekki sé til næg- ur gjaldeyrir til að flytja inn það magn olíu sem þörf er á. Orkuverið sameiginlega er gamalt þrætuepli, en orkufrö- muðir í Júgóslavíu segja að deilurnar hafi farið mjög harð- nandi undanfarna tvo mánuði. Þá er búist við að Ceausescu og leiðtogar Júgóslavíu ræði fram- kvæmd fyrirhugaðs fundar utan- ríkisráðherra Balkanríkjanna, en í ráði er að hann verði haldinn snemma á næsta ári og verður það í fyrsta sinn sem af slíkum fundi verður. Fundur þessi er haldinn að frumkvæði Júgóslava, og hafa Rúmenar, Búlgarar, Grikkir, Tyrkir og Albanir þekkst boðið. Markmið fundarins er að bæta samskipti umræddra ríkja og stuðla að auknu samstarfi þeirra í milli. Reiknað er með að Ceausescu sem stundum er kallaður einfar- Það var þetta með uppistöðulónið, fé- lagi Ceausescu: Deilur um sameigin- legt orkuver verða ofarlega á baugi í Júgóslavíuheimsókninni. inn í Varsjárbandalaginu vegna utanríkisstefnu sinnar, ræði við Júgóslava um Samtök hlutlausra ríkja, en hinir síðarnefndu eru meðal stofnenda þeirra samtaka. Rúmenar hafa að undanförnu setið ráðstefnur Hlutlausra ríkja sem gestir. Heima fyrir hefur Ceausescu barið niður allt andóf með harðri hendi. í efnahagsmálum hefur kúrsinn verið settur á þungaiðn- að fremur en landbúnaðarfram- leiðslu, og hafa menn látið sér í léttu rúmi liggja nýlega stefnu- breytingu efnahagsmála í Sovét- ríkjunum í því sambandi; Rúm- enar eru ekki á þeim buxunum að taka upp áherslur í anda Gorbasj- offs, og erlendir diplómatar í höf- uðborginni Búkarest segja að Rúmenar séu komnir langt aftur úr öðrum Austur-Evrópuþjóðum á sviði mannréttindamála. _HS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.