Þjóðviljinn - 13.11.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.11.1987, Blaðsíða 8
Útvarp Rót: * * • M V ili laugardaginn 14. nóv. kl. 14.00 á Hótel Borg. 1. Kristján Ari Arason kynnir Rót og svarar fyrirspurnum. 2. Hvernig notum við Rót? Fulltrúar frá: Stúdentaráði HÍ, Sjálfsbjörg, Samtökum kvenna á vinnu- markaði, Samtökum herstöðvaandstaeðinga, og Sambandi ungra jafnaðarmanna kynna hvernig þeirra félög hyggjast nota útvarpsstöðina og svara fyrirspurnum. 3. Fjölmörg önnurfélög verða með pætti í Útvarpi Rót og takaþátt f almennri umræóu um dagskrá Utvarps Rótar. 4. Skráning áhugafólks f dagskrárgerðarhópa. Ath.: Nú fer hver að verða síöastur að komast með fasta þætti inn i Útvarþ Rót. Allir velkomnir á meóan húsrúm leyfir. Takið þátt i að skapa spennandi útvarpsstöð. <ö£ ÚTVARP Sovéskfyrirtœki eru ofmönnuð og umbœtur Gorbatsjovsþýða m.a. að mörgum verðursagt upp - dœmi tekið af stórverslun í Moskvu ERLENPAR FRÉTTIR Sovétríkin Hverjum á að segja upp fyrst? Perestrjokan hans Gorbatsjovs gerir sitt strik í atvinnuöryggi sovéskra launamanna. Til dæmis getur verið að um 2000 af 5000 starfsmönnum stórverslunarinn- ar Tsúm í Moskvu verði að leita að annarri vinnu þegar endur- skipulagningu er lokið þar. Og það er ætlast til þess að starfsfólk- ið sjálft velji þá sem segja þarf upp. Sovétríkin hafa löngum státað af því að þar væri öllum tryggður réttur til vinnu og því hefur það í raun verið erfitt fyrir forstjóra fyrirtækja að segja fólki upp störfum. Þess vegna eru mörg fyrirtæki ofmönnuð miðað við nútíma afkastakröfur. En kröfur um aukin afköst, vinnuhagræð- ingu og fleira eru einmitt ofarlega á blaði hjá Gorbatsjov flokks- leiðtoga þegar hann boðar sína endurskipulagningu, sína perest- rojku og þetta þýðir m.a. að endurmeta verður ákvæði um uppsagnir starfsfólks. Hver segir upp? Anatolí Metelkin er forstjóri Tsúm, stórs vöruhúss í Moskvu. Hann segir í nýlegu viðtali við In- formation (sem hér er stuðst við), að hann hafi mjög sjaldan sagt manni upp starfi, enda hafi starfs- fólk átt auðvelt með að hnekkja uppsögn með atbeina dómstóla og verklýðsfélags. Það hafi í rauninni verið miklu auðveldara að segja honum, forstjórablók- inni, upp störfum, en einhverjum óbreyttum ónytjungi. (Hér fer Metelkin með uppgerðarhóg- værð, en látum svo vera). Metelkin er svo feginn því, að það kemur ekki til hans kasta að ákveða hver á að víkja úr starfi. í janúar næstkomandi verður tekið upp nýtt kerfi í Tsúm í anda þeirrar lagasmíðar um sovésk fyr- irtæki sem unnið hefur verið að á næstliðnum misserum. Sam- kvæmt þessu kerfi verður starfs- fólki skipt í starfshópa og það eru þessir hópar sem ákveða sjálfir hve marga menn þarf til að vinna það verk sem þeim er ætlað að sinna. Ef þrjátíu geta unnið það verk sem fimmtíu manns vinna nú, þá mega þessir þrjátíu segja bless við tuttugu kollega sína - og skipta síðan með sér þeim launum sem fimmtíu manns áður fengu. Verklýðsfélagið getur ekkert sagt við slíku og ekki dóm- stólar heldur- en til þessara aðila hefur einatt verið gripið ef það er forstjórinn sjálfur sem skrifar uppsagnarbréf. Skipta laununum sjálfir Þeim launum sem starfshópur- inn vinnur sér inn skiptir hann sjálfur niður. í hverjum hóp verða 15-20 manns, sjaldan fleiri. Þeir velja sér ráð, venjulega þriggja manna, og eru skuld- bundnir til að hlýða ákvörðunum þess. Og það er þetta ráð sem á að deila út kaupinu skv. ákveðnum reglum um afköst og fleira. Metelkin forstjórí er spurður að því, hvort það skapi ekki bölv- að andrúmsloft á vinnustað þegar menn eiga sjálfir að reka félaga sína (sú hefur m.a. verið raunin í landi verkamannaráðanna, Júgó- slavíu). En forstjórinn og aðrir í stjórn Tsúm virðast ekki hafa gef- ið því atriði gaum. Blaðamaður spyr hvað verði gert, ef sá starfs- kraftur sem talinn er lakastur og ætti að reka fyrst reynist nú vera einstæð móðir með tvö smábörn. Og þá viðurkenna menn allt í einu að það geti þurft að láta hag- rænar kröfur víkja fyrir félags- legum (hvernig sem það verður nú útfært). Þaðeralltaf þröngtáþingií Tsúmogerfitt aðnáathygli afgreiðslu- fólksins: Verð- urþað auðveldara eftirað starfs- fólkiverður fækkað næst- um því um helming? Forstjórinn: sem betur fer þarf ég ekki að segja sjálfur til um það hverjir eiga að fara. írína Tsjerkovnjúk, af- greiðslukona í einni deild Tsúm, segir blaðamanni frá því, að mál- ið hafi verið rætt í hennar hópi. Þar ætli menn að hafa þann hátt- inn á, að hver og einn setur sam- an lista yfir þá sem hann eða hún helst vill vinna með. Og síðan verður vinnuflokkurinn settur saman úr slíkum „vinsældalista". Hún heldur að allt þetta geti blessast. Ekki atvinnuleysi Meginástæðan fyrir því, að hvorki forstjórinn né afgreiðslu- konan líta á væntanlegar upp- sagnir sem stórvanda er sú, að þeir sem missa störfin ganga ekki út í atvinnuleysi. Metelkin segir, að það vanti núna um 30 % af því vinnuafli sem ætti að vinna við matvælaafgreiðslu íMoskvu. Svo gera menn ekki ráð fyrir því í al- vöru að yfirvöld leyfi að upp komi alvarlegt atvinnuleysi í So- vétríkjunum (atvinnuöryggið hefur verið eitt helsta tromp málsvara hins sovéska kerfis). En nú er að gá að því, að vinnumiðl- unin segir að nú um stundir séu 140 þúsund störf laus í Moskvu. Það er vitanlega langt frá því nóg, ef mörg fyrirtæki eru í samskonar hagræðingarhugleiðingum og Tsúm og mikill fjöldi manna verður „óþarfur“ á gamla vinnu- staðnum. Hvað er að? Af um það bil 5000 starfs- mönnum í Tsúm eru 1720 við af- greiðslu. Afgangurinn stjórnar þeim eða hefur eftirlit með þeim eða aðstoðar þá. Margir gera ekki annað en bora í nefið á sér, segir forstjór- inn. Metelkin hefur ferðast víða um lönd og segir að hann eigi langt í land með að koma vöruhúsi sínu á viðunandi stig í þjónustu. Vandamálið er einfalt, segir hann, við höfum of lítið af vörum og of marga kaupendur. Ekki síst vegna aðstreymis utanborgar- manna sem allir eru á höttunum eftir einhverju sem ekki er til heima hjá þeim, og koma helst í stóru vöruhúsin í miðborginni, Gúm og Tsúm. Af þessu verða þrengsli og há- vaði. Afgreiðslufólkið er spillt af því að hafa ekki þurft að leggja sig neitt fram um að selja vöru og skrúfar upp streituna í viðskipta- vinunum sem eru á þönum milli búða að leita að því sem vantar. Skammar svo hver annan. Og þetta er vítahringur, því að við- skiptavinirnir sem kvarta yfir vondri vöru og vondri þjónustu, eru þeir sömu verkamann sem búa til skó sem hællinn dettur af og sjónvarpstæki sem bilar áður en ábyrgðarskírteinið er útrunn- ið. Metelkin kveðst gjarna taka þátt í því að rjúfa þennan víta- hring. En hendur hans eru bundnar. Hann getur ekki haft nein áhrif á fyrirtækin sem senda honum vörur önnur en að neita að taka við vöru. Úr því verður mikið þras, verslun hans getur þá ekki heldur uppfyllt sína áætlun, fólkið missir bónus. Það er ekki vinsælt - svo þá er að reyna að selja bölvað draslið hvað sem hver segir. í þröngum skorðum Nú á Tsúm að fara út í sam- keppni - m.a. við annað stórt vöruhús, Gúm. En fyrirtækið hefur ekki mikið svigrúm. Það hefur mjög lítil áhrif á vöruverð og álagningarprósentan er á- kveðin fyrirfram og í flestum til- vikum er hún mjög lág, sjaldan yfir 12%. Einna helst geta þeir í Tsúm leikið sér með tískufatnað sem þeir kaupa beint af fyrirtækj- um án þess að verðlagsnefndir komi nálægt (enda væru fötin komin úr tísku ef menn þyrftu að bíða eftir álitsgerð þeirra). En slíkur varningur er enn næsta lítill hluti af veltunni. Metelkin vonar að umbæturn- ar verði til þess að starísfólkið fái betri laun og vinni betur. Ekki síst vegna þess að hluta af ágóð- anum ætlar hann að nota til að koma á matvöruþjónustu og betri matstofu fyrir starfsólkið - svo það sé ekki að standa í biðröðum í öðrum búðum eftir nauðsynj- um. j áb tók saman og endursagði 8 SÍÐA- ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.