Þjóðviljinn - 13.11.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.11.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Þjóðarbókhlaðan og menningarstefnan Paö vantar ekki aö ráöamenn fari hlýjum oröum um íslenska menningu. Þarf ekki einu sinni hátíöleg tækifæri til. Menningin íslenska, segja þeir, er okkar fjöregg, okkar besta landvörn, án hennar erum við ekki og verðum ekki sjálfstæð þjóö. Það ber aö hlúa að henni meö öllum hugsanlegum hætti. En í þessum efnum hættir orðum og gjöröum til aö veröa einskonar ógæfusamir elskendur sem ekki fá aö hittast og fallast í faöma. Að minnsta kosti hefur reyndin orðið sú að á Alþingi íslendinga hefur reynst auövelt að berja saman meirihluta sem fellst á það aö þaö sé upplagt aö spara við menninguna. Og eru þó framlög til lista og menningarlífs í þrengri merk- ingu varla nema svosem hálft prósent af útgjöldum ríkisins. Ekki nóg með aö þessir menn vilji skera niður hin og þessi framlög. Þeir eru furöu fljótir að brjóta lög sem þaö sama Alþingi haföi áöur sett og átti aö tryggja þaö að tiltekin starfsemi eða framkvæmdir slyppu sæmilega undan árvissri niðurskurðaráráttu. Við gætum minnt á Kvikmyndasjóð sem oft hefur verið stoliö af. Og nú síðast á aö stela 127 miljónum króna af Þjóöarbókhlöðunni. Eins og menn muna fann Sverrir Hermannsson þáverandi menntamálaráðherra upp á sérstökum eignaskatti til að rísa undir þjóðarátaki til byggingar þjóðarbókhlöðu - bókahallar þeirrar sem Alþingi sjálft hafði ákveðið að þjóðin gæfi sér í tilefni ellefu hundruð ára afmælis Islandsbyggðar 1974. Þessi sérstaki skattur átti að skila 177 miljónum króna á næsta ári - en samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eiga aðeins 50 miljónir að fara til framkvæmda á árinu. Þessi ráðstöfun er vitanlega siðlaus. Hún er í hróp- legri mótsögn við svardagana alla um gildi menning- ar og um Bókaþjóðina miklu. Hún riðlar enn því undirbúningsstarfi sem unnið hefur verið á Lands- bókasafni og Háskólabókasafni. Hún framlengir það ófremdarástand sem ríkir í Háskólanum - um leið og ráðherrar hafa uppi svardaga um skilning sinn á gildi Háskólans skrúfa þeir fyrir súrefni til heila hans, bókasafnsins. EinarSigurðsson háskólabókavörður segir reyndar í nýbirtri grein að „hvergi á Vestur- löndum er að finna háskóla sem býr hlutfallslega við jafnrýran ritakost". Og niðurskurðurinn er heimsku- legur einnig vegna þess, að það er dýrt að hafa hús í smíðum kannski áratugum saman án þess að not verði af þeim höfð. í fyrrnefndri grein minnti Einar Sigurðsson á það, að aldamótakynslóðin, sem varfáliðuð og fátæk var ekki nema þrjú ár að byggja Safnahúsið - og hann spyr hvort hin framkvæmdaglaða kynslóð samtí- mans (sem nýbúin er að byggja Flugstöð og Kringlu á stuttum tíma) ætli að verða þrjá áratugi að byggja Þjóðarbókhlöðu. (Framkvæmdir við hana hófust 1978). Það er von að spurt sé. Hvernig stendur annars á því, að aldamótakynslóð, eða þá kreppu- kynslóðin fátæka sem reisti Þjóðleikhúsið og ótrú- lega mikið af skólahúsum, hefur um margt verið röskari í því að byggja yfir menninguna og stofnanir hennar en það ríka fólk sem nú lifir, býr í 48 fermetr- um húsnæðis hver sál og á hundrað þúsund bíla? Svarið kemur kannski ekki allt í einu. En einn hluti þess er sú trú, að markaðslögmál og einstaklings- framtak leysi allan vanda, og hefur náð æ sterkari tökum bæði á Sjálfstæðisflokki og nágrönnum hans í pólitík. í framhaldi af því hefur mikið verið fimbul- fambað um það á liðnum misserum að menning væri líka markaðsvara og góð fjárfesting og að frjálsir einstaklingar ættu að efla hana með fjárframlögum og þar fram eftir götum. Vitanlega er það ekki nema gott og blessað þegar einstaklingar og fyrirtæki þeirra leggja menningunni lið, en því miður er það reynsla Islendinga og fleiri, að slíkt dugar skammt- slík menntavinátta er eins og hvert annað happ í mannlegu félagi, svo notuð séu orð Halldórs Lax- ness um Ragnar í Smára. Og happdrættisvinningar eru því miður fáir. Altént er það óviðunandi að stefna málum í það horf, að það getur verið háð afkomu eða duttlungum nokkurra stórfyrirtækja hvort tiltekin menningarstarfsemi fær að lifa á íslandi eða ekki. Sem fyrr segir: öllum er velkomið að leggja menn- ingunni lið og leiðirnar til þess eru margar. En þetta einkaframtaks- og markaðshjal hefur haft þær afleitu aukaverkanir að drepa á dreif umræðu um hlut al- mannavaldsins í menningarstarfsemi allskonar. Slævt hana. Látið framlög til menningarstarfsemi og stofnanadrabbastniður-eins og hráskinnsleikurinn um Þjóðarbókhlöðuna er ömurlegt dæmi um. Meini menn eitthvað með svardögum um menn- ingu er það lágmarkskrafa að látnir séu í friði þeir peningar sem henni eru merktir, eins og réttilega er bent á í nýsamþykktri ályktun landsfundar Alþýðu- bandalagsins um menningarmál. Og sú krafa hlýtur að fara næst, að þjóðin fái að vita að við ætlum ekki að hrekjast fyrir markaðsvindum, enda má menning smáþjóðar síst við slíku kæruleysi á okkar öld. Og þá er ráð að byrja á því að tvöfalda heildarframlög til lista- og menningarmála, eins og lagt er til í sömu ályktun. áb KUPPT OG SKORIÐ Ríkisútvarpið fær prik Þjóðviljinn hefur tekið upp frétt sem Ríkisútvarpið sagði fyrst frá síðastliðið mánudags- kvöld. Greint hefur verið frá upplýsingum um tengsl Stefáns Jóhanns Stefánssonar forsætis- ráðherra og CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, á árunum 1947-9. Þessar upplýsingar koma frá Norðmanninum Tangen, sagnfræðingi sem hefur undir höndum gögn úr skjalasafni Harry Trumans þáverandi Bandaríkjaforseta. Allar nýjar upplýsingar um fyrri tíð eru fréttnæmar. En þegar um er að ræða samband íslensks forsætisráðherra við sendiboða risaveldis þá er um stórfrétt að ræða, einkum ef viðkomandi ráð- herra átti gildan þátt í ákvörðun- um á borð við inngöngu íslands í NATO 1949, ákvörðun sem var og er enn ákaflega umdeild. Vissulega hefði verið gaman fyrir Þjóðviljann að „eiga“ þessa frétt en við hljótum að gefa fréttastofu Ríkisútvarpsins prik fyrir að verða fyrst með fréttirnar að þessu sinni. Fróðlegt er að sjá hvernig aðrir fjölmiðlar taka á málinu. Feilskot DV DV birtir í gær frétt á baksíðu sem virðist til þess ætluð að binda endi á umræðuna um Stefán Jó- hann og CIA. Þar segir: „í skjali því sem norski sagnfræðingurinn Dag Tangen fann á þjóðskjala- safni Bandaríkjanna um ísland kemur ekki fram að bandarísk yfirvöld hafi haft samráð við ís- lenska stjórnmálamenn.“ Þjóðviljinn hefur fyrir því ör- uggar heimildir að hér sé um að ræða missögn hjá DV. Skjölin, sem Tangen hefur í fórum sínum og snerta ísland eru a.m.k. þrjú. Eitt þeirra er skýrsla Þjóðarör- yggisráðsins til Trumans forseta. í því er lýst ótta íslenskra ráða- manna við uppreisn kommún- ista. Þetta er skjalið sem DV talar um í gær. Upplýsingar, sem koma fram í því eru ekki nýjar og hefur þeirra verið getið í íslenskum rit- um. En það skjal, sem nú vekur mest umtal vegna þess að þar er Stefán Jóhanns getið, er sérstök skýrsla frá CIA til forsetans. Hún er ódagsett, eins og títt mun um slíkar skýrslur, en af númeri hennar má ráða að hún er líklega frá 1948. Er einhverjum illt? Tíminn tekur á þessu máli í leiðara gær og telur það vera nýja „ófrægingarherferð gegn Stefáni Jóhanni Stefánssyni, fyrrum for- sætisráðherra, og sannleikurinn í því máli sóttur til Einars Olgeirs- sonar. En að auki er fundinn til óþekktur sagnfræðingur, sem kinkar kolli og segir að málið komi sér ekki á óvart, þ.e. að Stefán Jóhann hafi starfað með bandarísku leyniþjónustunni í forsætisráðherratíð sinni Hann var sæmdarmaður en sætti ofsóknum af hendi Þjóðviljans. Nú eiga þessar ofsóknir að ganga út yfir gröf og dauða. Ekkert finnst þeim, hinum nýju herrum í Alþýðubandalaginu, nógu frá- leitt, aðeins ef það svertir minn- ingu Stefáns Jóhanns.“ Það liggur við að gömlum dag- blaðalesanda vökni um augu yfir slíkum texta. Hvað sem veröldin vill og hvort sem hennar hvel snýst hratt eða hægt, þá stendur hinn eini sanni Tími í stað. Nafn leiðarans er og í sama anda: „Út yfir gröf og dauða“. Sloppy Joe Leiðarahöfundi Tímans feilar ekki í gömlum söguskýringum Framsóknar. Rosknir menn muna að Framsóknarflokkurinn átti ekki aðild að Nýsköpunar- stjórninni, sem að lokinni heimsstyrjöldinni síðari kom því til leiðar að stríðsgróði íslendinga var að miklu leyti notaður til að byggja frystihús og kaupa togara. Sjálft orðið „nýsköpun“ brennur á tungubroddi Framsóknar- mannsins jafnheitt nú og fyrir fjórum tugum ára. „Eftir að svonefnd ný- sköpunarstjórn hafði eytt öllu fé þjóðarinnar fyrir atbeina kom- múnista var mynduð þriggja flokka stjórn 1947 undir forsæti Stefáns Jóhanns. Auk Alþýðu- flokks tóku Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarfíokkur þátt í stjórn- arsamstarfinu. Þar sem ljóst var að kommúnistar báru meginsök á óförum nýsköpunar hófu þeir gegndarlausan áróður gegn nýju stjórninni, og þó einkum forsæt- isráðherra hennar. Hefur ekki annar eins óhroði sést á prenti og í Þjóðviljanum um Stefán Jó- hann. Til marks um hroðann, sagði Þjóðviljinn frá hundi á Keflavíkurflugvelli sem hefði verið skírður í höfuð íslenska for- sætisráðherrans, en hundurinn hét Sloppy Joe. Annað var eftir þessu." Olían sem hvarf Það er gott að vera minnugur. Aftur á móti getur það líklega stundum komið sér illa að sjá ekki nútímann í réttu ljósi af því að fortíðin er svo ofarlega í huga manni. Hætt er við að umfjöllun um atburði líðandi stundar verði þá eilíf upprifjun á því sem gerð- ist í „den tid“. Olía er horfin úr geymum Bandaríkjahers ofan við Njarð- vík. Menn óttast mengun í vatns- bólum. í einu dagblaðanna hefur verið nefndur sá möguleiki að olían hafi ekki runnið niður í jörðina heldur hafi henni verið stolið. Þurfa menn kannski væn- an skammt af fortíðarhyggju til að láta sér detta þjófnað í hug? Má vera að hugurinn þurfi að vera upptekinn af þeim olíuævin- týrum sem urðu á þessum slóðum á fyrri hluta sjötta áratugarins og enduðu að hluta til austur á Litla Hrauni en að hluta til í Alþjóða- bankanum. Já, menn skyldu varast að þrýstiprófa sig inn í slysin, svo að notað sér orðalag Tímans í for- síðufrétt í gær. ^p þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmdastjórl: Hallur Páll Jónsson. Rltatjórar:Árni Bergmann, össurSkarphéöinsson. Fréttastjórl: Lúövík Geirsson. Blaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur Rúnar Heiöarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir, KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiösson (íþróttir), MagnúsH. Gíslason, MöröurÁrnason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíösdóttir. Handrita- og prófarkaleatur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einarólason, SigurðurMarHalldórsson. Útlltstolknarar: Sævar Guöbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrót Magnúsdóttir. Skrlf8tofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Útbrelðsla: G. MargrótÓskarsdóttir. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnusdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. _____ Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðvlljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:65 kr. Áskrlftarverð á mónuði: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.