Þjóðviljinn - 13.11.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR
Evrópukeppni
Hollendingar töpuðu
Leikurinn gegn Kýpur dœmdur þeim tapaður og báðar þjóðir
sektaðar. Þrjú sœti laus í lokakeppninni
Hollendingar eru aftur komnir
í slaginn um sæti í lokakeppni
Evrópukeppninnar. Þeir höfðu
tryggt sér sæti með sigri yfir Kýp-
ur, 8-0, en í gær ákvað aganefnd
UEFA að leikurinn skyldi dæmd-
ur Hollendingum tapaður, 0-3.
Hollendingar þurfa því að sigra
Grikkland í síðasta leik sínum til
að komast áfram. Það eru því enn
eftir þrjú sæti í lokakeppninni í
V-Þýskalandi.
f leik Hollands gegn Kýpur
kastaði einn áhorfenda reyk-
sprengju inná völlinn og sprakk
hún fyrir framan markvörð Kýp-
ur. Hann var borinn útaf og með
honum fóru landar hans og
neituðu að halda áfram. Þeir
komu þó aftur eftir rúma klukku-
stund og kláruðu leikinn.
Hollendingum var dæmdur
leikurinn tapaður og þeir sektað-
ir um 260.000 ísl kr. Þá var völlur-
inn í Rotterdam, þar sem leikur-
inn fór fram, bannaður fyrir Evr-
ópuleiki til 1991.
Kýpur fékk einnig sekt, rúma
milljón fyrir að ganga útaf.
Hollendingar sluppu nokkuð
vel, enda allt útlit fyrir að þeir
yrðu dæmdir úr keppni. Þeir
þurfa nú að berjast fyrir sæti sínu
og verða að sigra Grikklands í
síðasta leiknum.
Rinus Michel, þjálfari Hol-
lendinga var þó alls ekki ánægð-
ur: „Það er hart þegar eitthvað
sem kemur knattspyrnu ekkert
við hefur svo mikil áhrif. Grikkir
hafa nú meiri möguleika en við á
sæti í lokakeppninni."
Kýpurbúar voru ánægðir með
dóminn, en Hollendingar munu
að öllum líkindum áfrýja.
Staðan í 5. riðli:
Holland.........7 4 2 1 8-4
Grikkland.......7 4 1 2 12-10
Pólland.........8 3 2 3 9-11
Ungverjaland....7 3 0 4 12-11
Kýpur...........7 115 6-11
Þrjú sæti laus
Hin sætin sem eftir eru eru í 1.
og 2. riðli. í 1. riðli eru það Spánn
og Rúmenía sem berjast um sæti í
Ogþetta
iða...
Ráðning
Teits Þórðarsonar sem þjálfara
Brann kemur til með að hafa mikil
áhrif innan liðsins. Framkvæmda-
stjórinn hótaði að segja af sér ef Teitur
yrði ekki ráðlnn og hann mun sitja
áfram. Forráðamenn Brann vonast
einnig til að með því fáist Bjarni Sig-
urðsson til að ver* áfram hjá liðinu og
Ifklegt er að Erik Soler, einn sterkasti
leikmaður Brann og Noregs verði
áfram hjá liðinu. Dönsk félög voru á
eftir honum, en hann ku vera ánægð-
ur með ráðningu Teits.
Sparta Moskva
tryggði sér nú fyrir skömmu meistar-
atitilinn í 1. deildinni í Sovétríkjunum í
knattspyrnu. Liðið sigraði Guria
Lanchkhuti í síðasta leik, 1 -O.iEin um-
ferð er eftir af deildarkeppninni, en
Sparta hefur fjögurra stiga forskot á
Dnepr. Þetta er í 11. sinn sem Sparta
sigrar í sovésku deildinni.
Maradona
skoraði tvö mörk í leik Al-Ahli frá
Saudi-Arabíu gegn Bröndby frá Dan-
mörku. Al-Ahly, sem hélt uppá
fimmtíu ára afmæli, sigraði 5-2.
Maradona fékk tæpar tíu milljónir ísl.
kr. fyrir að skokka I 90 mínútur.
Belgía
sigraði Austurríki, 1-0, f landsleik þjóð-
anna í knattspyrnu á miðvikudag.
Leikurinn var í undankeppni Olympí-
uleikanna og það var Boffin sem
skoraði sigurmark Belgíu á 71.
útu.
min-
lokakeppninni, en í 2. riðli eru
það Svíþjóð og Ítalía sem heyja
samskonar baráttu.
Þegar hafa fjórar þjóðir tryggt
sér sæti, auk gestjafanna, Vestur-
Þjóðverja. Sovétríkin, England,
írland og Danmörk hafa sigrað í
sínum riðlum.
Úrslitin í 2. riðli ráðast að
öllum líkindum um helgina. Þá
mætast Ítalía og Svíþjóð í Ítalíu
og sigurvegarnir í þeim leik hafa
tryggt sér sæti í lokakeppninni.
Ef að leiknum lýkur með jafntefli
þá þurfa ítalir að sigra Portúgal í
síðasta leik sínum. Það eru aðeins
Ítalía og Svíþjóð sem eiga mögu-
leika í þessum riðli, en Sviss og
Portúgal gerðu jafntefli í fyrra-
kvöld, 0-0 og voru þarmeð úr
leik.
Staðan i 2. riðli:
Svfþjóð.........7 4 2 1 11-3 10
Italía..........6 4 1 1 11-3 9
Sviss...........7 1 4 2 8-8 6
Portúgal........6 14 15-5 6
Malta...........6 0 1 5 3-19 1
Körfubolti
I kvöld
Einn leikur er í úrvalsdeildinni í
körfuknattieik í kvöld. UMFN og
ÍBK leika í íþróttahúsinu í Njarðvík
kl. 20.
Einn leikur er í 1. deild kvenna í
handknattleik. Víkingur og Fram
leika f Laugardalshöll kl. 21.15.
Fjórir leikir eru í 2. deild karla í
handknattleik.
Spánverjar bíða
í 1. riðli eru það Rúmenía og
Spánn sem bítast um efsta sætið
og farseðilinn til V-Þýskalands.
Báðar þjóðirnar hafa 8 stig, en
Rúmenía hefur mun betra mark-
ahlutfall.
Tveir leikir eru eftir í riðlinum
og fara þeir báðir fram næsta
miðvikudag. Þá leika Spánn og
Albanía og Austurríki og Rúm-
enía.
Með sigri yfir Austurríki hefur
Rúmenia svo gott sem tryggt sér
sæti í lokakeppninni. Þá þarf
Spánn að sigra Albaníu með
a.m.k 11 marka mun og það verð-
ur að teljast frekar ólíklegt!
Það bendir flest til þess að það
verði Rúmenía sem sigri í 1. riðli.
Austurríkimönnum hefur gengið
mjög illa og í gær tilkynnti þjálf-
ari þeirra, Branko Elsner, frá
Júgóslavíu, að hann hyggðist
segja af sér.
Spánverjar geta ekkert annað
en beðið, en ef Rúmenía tapar
stigi þá eru Spánverjar nokkuð
öruggir áfram.
Staðan í 1. riðll:
Rúmenía...........5 4 0 1 13-3 8
Spánn.............5 4 0 1 9-6 8
Austurríki........5 2 0 3 6-9 4
Albanía...........5 0 0 5 2-12 0
Það er því ljóst að hvernig sem
fer þá verða úrslitin ljós fljótlega
og allt útlit er fyrir spennandi
keppni á næsta ári.
-lbe
fvar Webster átti góðan leik og var stigahæstur, en það dugði ekki til.
Körfubolti
Sprækir Grindvíkingar
Sigruðu Hauka í baráttuleik
Frakkland
Jafnt hjá Monako
Forskot Monako í frönsku
deildinni minnkaði um eitt stig á
miðvikudag, en þá gerði liðið
marklaust jafntefli gegn Auxerra á
úúveili.
Bordeaux vann hinsvegar Nice
á útivelli og er nú aðeins þremur
stigum á eftir Monako.
Racing Club Paris vann góðan
sigur yfir Lille, 3-0 og komst
þarmeð í 3. sæti.
Úrslit 11. deild í Frakklandi:
Auxerre-Monaco..............1-0
Nice-Bordeaux..................0-1
Nantes-Toulon..................1-1
Metz-Cannes....................2-3
Marseille-Montpellier..........1-1
St.Etienne-Brest...............4-0
Laval-Niort....................2-0
Lens-ParisSaintGermain.........0-0
LeHavre-Toulouse...............0-1
Racing Club Paris-Lille........3-0
Monako er í efsta sæti með 28
stig, Bordeaux 25, RC Paris 23 og
Nantes og SLEtienne með 22
stig.
-lbe/Reuter
Grindvíkingar unnu baráttu-
sigur yfir Haukum í gær í spenn-
andi ieik. Leikurinn var jafn og
spennandi, en Grindvíkingar
voru sterkari á lokamínútunum
og sigruðu 68-65.
Haukarnir byrjuðu vel, en
smám saman komu Grindvíking-
ar meira inní leikinn. Með mikilli
baráttu unnu þeir upp forskotið
og voru yfir það sem eftir var fyrri
hálfleiks.
Grindvíkingar hófu síðari hálf-
leikinn af krafti og um tíma
stefndi allt í yfirburðasigur
þeirra. Um miðjan síðari hálfleik
kom hinsvegar slæmur kafli og
þeir skoruðu ekki í fjórar mínút-
ur. Á þessum tíma misstu Grind-
víkingar Guðmund Bragason
útaf með fimm villur og Haukar
Spánn
Basl hjá Real Madrid
Hugo Sanchezfékk kampavínsflösku í höfuðið
náðu forystunni, en Grindvíking-
ar náðu sér aftur á strik. Þeir léku
vel á síðustu mínútunum, börðust
af krafti og uppskáru sann-
gjarnan sigur.
Haukar léku án Pálmars Sig-
urðssonar sem er meiddur, og
þegar sjö mínútur voru liðnar af
leikinum var Henning Hennings-
son kominn með fjórar villur.
Hann gerði svo sína fimmtu villu
snemma í síðari hálfleik.
Grindvíkingar léku ágætlega,
en gerðu mikið af mistökum.
Hjálmar Hallgrímsson lék vel og
þeir Guðmundur Bragason og
Rúnar Árnason voru sterkir
undir körfunni.
ívar Webster var bestur í liði
Hauka og hirti að venju mikið af
fráköstum. Tryggvi Jónsson átti
einnig góðan leik og Henning
Heningsson þann stuttu tíma sem
hann var inná.
-SÓM/Suðurnesjum
Reai Madrid kom mjög á óvart
með því að ná aðeins jafntefli
gegn Sestao, sem leikur í 2. deild.
Leiknum lauk með jafntefli, 1-1,
en þegar 15 mínútur voru til leiks-
loka þurfti Hugo Sanchez að yfir-
gefa völlinn eftir að hafa fengið
kampavínsflösku í höfuðið.
Sanchez þurfti að yfirgefa
leikvöllinn, enda blæddi míkið úr
sárinu. Það þurfti 11 spor til að
loka því og Sanchez heldur
óhress: „Það sem er að gerast á
knattspyrnuvöllum er alvarlegt
mál. Það er áreiðanlega ekki
langt þartil einhver deyr“.
Forseti Real, Ramon Mendoza
hefur sagt leikmönnum sínum að
ef slíkt komi fyrir aftur þá skuli
þeir yfirgefa leikvöllinn. Ekki
skipti máli hvort dómarinn vilji
halda leiknum áfram. „Þetta er
ekki spurning um úrslit heldur
heiðarlega keppni og umfram allt
að vernda leikmenn." Um síð-
ustu helgi var rúta með leik-
mönnum Real í, grýtt af áhang-
endum Atletico Madrid.
Real þótti sleppa vel með
jafntefli. Sestao sótti mun meira
og fékk ágæt tækifæri.
f gær var svo leikmaður Real
Madrid, Milan Jankovic, dæmd-
ur í þriggja leikja bann fyrir að
mótmæla dómara í leik Real gegn
Atletico.
Barcelona náði sér á strik eftir
slæmt gengi og sigraði 1. deildarl-
iðið Murcia , 2-0. Það voru Victor
og Clos sem skoruðu mörk
Barcelona á síðustu 15 mínútun-
um.
Auk Murcia voru Real Zarag-
oza og Sabadell einu liðin sem
töpuðu í 1. deild, en mikið var af
jafnteflum.
Úrsllt I blkarkeppnlnní, fyrrl lelkir:
Sestao-Real Madrid................0-0
Linares-AthleticBilbao............0-2
Barcelona-Murcia..................2-0
Huelva-Cadiz......................1-3
Celta-RealZaragoza................1-0
Castellon-RacingSantander.........1-0
Valladolid-Osasuna................0-0
Valencia-Sevilla..................0-0
Hercules-Espanol..................2-3
Figueras-Sabadell...............1-0
Eldense-Real Betis...............0-0
-Ibe/Reuter
Grindavik 12. nóvember
UMFG-HAUKAR 68-65 (37-
29)
2-9,14-15,26-23,37-29, 46-33,50-
39, 50-53, 59-59, 66-59, 68-65.
Stlg UMFG: Hjálmar Hallgrímsson
12, Guðmundur Bragason 12, Rúnar
Árnason 10, Steinbór Helgason 8,
Ólafur Jóhannesson 6, Eyjólfur Þ.
Guðlaugsson 6, Dagbjartur Willards-
son 4 og Jón Páll Helgason 4.
Stig Hauka: Ivar Webster 20,
Henning Henningsson 11, Ólafur
Rafnsson 10, Tryggvi Jónsson 8,
Reynir Kristjánsson 6, Sveinn Steins-
son 6, Ingimar Jónsson 2 og Ivar Ás-
grímsson 2.
Dómarar: Jóhann Bender og Sig-
urður Valgeirsson - sæmilegir.
Maður leiksins: fvar Webster,
Haukum.
Hugo Sanchez fékk kampavíns-
flösku í höfuðið og þurfti að sauma 11
spor.
Staðan
UMFN...............3 3 0 0 321-204 6
UMFG..............5 3 0 2 382-348 6
(BK...............3 3 0 0 228-197 6
Valur.............4 2 0 2 322-269 4
Haukar............4 2 0 2 286-273 4
KR................2 2 0 0 153-140 4
ÍR................3 1 0 2 203-235 2
Þór...............4 0 0 4 298-387 0
UBK...............4 0 0 4 220-333 0
Föstudagur 13. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15