Þjóðviljinn - 11.12.1987, Side 9

Þjóðviljinn - 11.12.1987, Side 9
JÓLABLAÐ frá Sem keisari hann kunni að veifa hendi, af kappi sló sín fyrri met. Nú hundrað menn til Síberíu sendi og sautján aðra hengja lét. Alexander Pushkin, 1826 Það er einkennilegt en satt að maður finnur frekar fyrir fjar- lægri nálægð Sovétrfkjanna hér í Bandaríkjunum en annars staðar í hinum vestræna heimi. Bæði er það vegna hins þrotlausa áhuga hérlendra menntamanna á öllu því sem baksviðs gerist við járn- tjaldið, á hinu „raunverulega lífi“ sem þarrænn almenningur lifir, sem sprottinn er af einskærri forvitni um hið óþekkta og e.t.v. einnig einhverri hernaðarlegri nauðsyn. Þá finnur maður einnig betur fyrir hinu stórveldinu héð- an úr andstæðu þess á athyglis- verðan hátt. Þegar lóðin á eystri skál valdajafnvægisvogarinnar eru hreyfð eitthvað kemst einnig rjátl á þá vestari. Austurglugginn opnast manni yfirleitt í dagblöðum, sjónvarpi og tímaritum en er að þessu sinni í fulla gátt á aðalvegg kvikmynda- sals Nútímalistasafnsins og þar er hver bekkur þétt setinn þegar sýning hefst á einni af athyglis- verðari afurðum glasnostursins, þeirrar miklu opnunar á sovéskri þjóðarsál sem nú fer fram þar eystra undir stjórn Gorbasjoffs. „Er það auðvelt að vera ungur?“ heitir myndin og sýnir okkur sov- éskan æskulýð eins og hann er og að því er virðist hindrunarlaust. Tekin í Rígu, höfuðborg hins inn- limaða Litháens, byggir hún á viðtölum við unglinga af öllum tegundum hins stéttlausa þjóðfé- lags og tiltölulega óþvingaðir segja þeir okkur frá sínum dáðum og þrám. Það slær mann óneitan- lega nokkuð að sjá hve „vest- rænt“ þetta fólk er í athöfnum og yfirhöfnum. Hér eru hinir týp- ísku táningar eins og allir þekkja þá, drengir sem vilja stuð og læti, peninga og frelsi. Allar hugsjónir eru löngu horfnar og hver hugsar mest um sig og sitt, þeir vilja bara skemmta sér, þeir vilja rokk og flotta skó. Tíska þeirra virðist í litlu frábrugðin öðrum vestrænni, hárgreiðslurnar eru „samkepp- nishæfar" og jogging-gallarnir og púmaskórnir vinsælir. Pönkar- arnir eru hér jafn hallærislegir og annars staðar og það er óneitan- lega all sérstæð upplifun að sjá fjallmiklar rússajússur bylgja sig í Bronx-legum breikdansi. Og maður spyr sig hvernig allt dæg- urdótið geti borist alla þessa brynvörðu leið. Það er kannski bara eins og kollegi minn rússneskur sagði mér á dögunum að allt þetta liggi bara í loftinu og þess vegna hafi hann getað málað í anda popplistarinnar í Moskvu á sjöunda áratugnum. En svo við víkjum aftur að ung- lingamyndinni, þá hefst hún á harðsvíruðum réttarhöldum yfir nokkrum ólukku-drengjum sem áttu einhvern þátt í því að eyði- leggja tvo lestarvagna á heimleið eftir fjöruga rokktónleika, svona líkt og þeir gera í Breiðholtinu við síðasta helgarvagninn. Þeir virðast hafa verið sigtaðir út af tilviljun einni úr hundrað manna hópi sem að verknaðinum stóð og frammi fyrir skælandi mæðrum sínum bera þeir af sér ábyrgðina en árangurslaust. Það er í meira lagi tragískt að horfa uppá þessi meinleysisgrey, þrettán eða fjórt- án ára, með fléttutoppana sína, standa svo varnarlausa gagnvart heimsins argasta afturhaldi sem blánuðum blekfingrum blaðar í lögregluskýrslum og sálfræðiáliti, miskunnarlaust, og klykkir út með að dæma veslingana til þriggja ára í þrælkunarbúðum. Þeir grenja og öskra á móti en dómurinn stendur. Annar athyglisverður kafli myndarinnar eru viðtöl við þá lit- háa sem þjóna^ höfðu sínum leiguherra í skærum við afganska uppreisnarmenn. Án þess þó að gagnrýna stríðið beint lýsa þeir hinni hörðu og bitru reynslu sinni í þessu Víetnami þeirra Rússa og heimkomnum líður þeim ögn eins og Gullíver í Putalandi, allt er svo miklu auðveldara heima, engar sprengjur, enginn ótti og nóg vatn að drekka. En um leið er líka lífið nokkuð erfiðara, fyrir einum er lífið eiginlega búið, bara að bíða eftir því að því ljúki endanlega. Annar lýsir því hve í raun mannbætandi stríð sé, nú hefur orðið „líf“ allt aðra og dýpri merkingu. Svo eru auðvitað þeir margir sem við horfum á leika tómstundablak á fjórum fótum lömuðum. Lífið hefur • líka öðlast aðra merkingu fyrir ungri stúlku ný- orðinni móður, sem lá á fæðing- ardeildinni þegar Chernóbyl- skýið sveif yfir og vakti með henni stöðugan ugg í því brjósti sem hún hefur barn sitt á. Þá lýsir nýliði í rauða hernum því hve merkingarlaus einkennisbúning- urinn er honum og að hann hugsi aðeins um það að vera ekki síðri félögum sínum þar sem hann gæsagengur heiðursvörð um minnismerki fyrri hermanna. Segir að honum líði eins og asna þegar vegfarendur glotta við þessum látum. En líkt og annars staðar finnast í Ráðstjórnarríkjunum annars- konar og óvenjulegri ungmenni, eins og t.d. hin bráðefnilega Nika Túrbína, sem aðeins tólf ára gömul er þegar eitt þekktasta ljóðskáldið í heimalandi sínu, hefur selt yfir 30.000 hljómplötur og er nú á upplestrarferðalagi hér á vestrænni austurströnd. Hún hóf feril sinn með þessum orðum frá heimili sínu við Svarta hafið: Djúprauði máni, þú djúprauði máni, horfðu á mig í dimmum glugga. Stofan er svört, hornin svört. Svört eru húsin, og svört - ég sjálf. E.t.v. ekkert stórkostlegur skáldskapur en prýðilegur engu að síður hjá fjögurra ára stúlku- barni, þó Egill hefði líklega getað betur. Að sögn ömmu hennar, Frú Ljúdmílu Karpóvu, sem fylg- ir Túrbínu á ferð hennar til New York, taldi fjölskyldan í upphafi að um einhverskonar bilun væri að ræða í barninu en áttaði sig síðar á því að þetta var aðeins snilld. Og Níka kemur fram á móðurmáli sínu og kveður þungt með einskonar ekkasogum, upp og niður, gefur sig alla orðum sín- um á vald, enda er rússneskur kveðskapur aðeins hálfnaður á síðum bóka sinna, það er upplest- urinn sem gerir útslagið. Það veit Andrei Voznesensky manna best, vinsælastur „live“ í heima- landi sínu og fyllir heilu íþrótta- hallirnar með tungunni einni, fjórtán þúsund manns þegar mest lætur. Hann orti m.a. fyrir mörg- um árum um annan og stærri vanda, að lesa ljóð sín á sam- komu hjá blindravinafélaginu: / salnum sitja þeir og eru blindir en sjá þó orðin handan minna tanna. Það er sem að hylja sínar syndir fyrir sjónum helgilýstra manna. Þeir gefa lítið útá leðurjakka og líta’ekki við neinu pati handa. En yfir hverju hliðarspori hlakka, hljóði fölsku, pásu til að anda. Og þó takist þér við tungu vör að ríma er trúlega hér annað mjög til baga. Þeir finna lykt af liðnum matartíma svo Ijóðin má ég hífa úr tómum maga. Þannig að vandamál sovéskra skálda og listamanna eru af ýmis- legum toga en þeim sem maður alltaf heyrir um, þeim að yrkja sig yfir hina breiðu ritskoðunarvolgu á milli tveggja ljóðlína sem eitthvað virðast þó vera að þykkj- ast og strekkjast svo bráðlega verður sjálfsagt úr þeim rnann- heldur kláfur. En langt er þó í brúna miklu sem sameina mun sannleikann og prövdu, eða eins og nýjasta nóbelsskáldið þeirra Rússa, New Yorkerinn Jósep Brodský, orðaði það á dögunum við breska blaðamenn sem spurðu hann hvar landar hans væru staddir á leið sinni til hins vestræna ritfrelsis. „Þeir eiga langt í land, mjög langt, ímyndið ykkur England á dögum Cromw- ells.En sjálfur hrósar hann sínu happi líkt og píanóleikarinn Vladimir Feltsman sem eftir átta ára innilokun og æfingar í fbúð sinni í Moskvu gat nú loks leikið fyrir áheyrendur, sem fylltu Carnegie-höllina hér í New York af húrrahrópum til hans. Og það var reyndar enginn annar en sjálfur Rónald Reagan sem átti þátt í þeirri listrænu frelsun, svo öfugsnúið sem það nú hljómar. „Velkominn Valdimar, Anna og þú ígor litli, velkomin til Amer- íku, velkomin í frelsið.“ Og aldrei þessu vant voru orð hans ekki innantómt handritsblaður, heldursönn, grátlegasönn. Frelsi er það víst, frelsi einum fegnum manni og fjölskyldu hans. Það frelsi sem Brodský orti um og hljómar svo í ísl.-enskri þýðingu: Þá ertu frjáls þegar taka að vefjast fyrir þér leiðtogans löngu nöfn og munnvutn þitt verður sœtara persneskri böku. Og þó hugur þinn sé snúinn mjög sem horn á hrúti fellur fátt sem ekkert úr þínu fölbláa auga. New York City 18. nóv. '87. Hallgrímur Helgason P.S. í Hrútafjarðargrein minni fyrir nokkrum sunnudögum áttu sér stað mér leið mistök og ófyrir- gefanleg þrátt fyrir allar hugsan- legar afsakanir um hve langt var liðið nætur. Nálægt niðurlagi greinarinnar hópuðust saman orðin „heitan ylinn frá heitavatns- lögnunum". Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar til að bægja þess- ari ambögu frá því að hverfa óbreytt í hinn grimma kjaft prent- vélarinnar, þrátt fyrir collect- símtöl heimshafa á milli og angi- staróp til míns annars ágæta rit- stjóra kom allt fyrir ekki og því fór sem fór. En ég heiti því staðfast- lega að slíkt mun ekki koma fyrir aftur. Með von um vægð. Sam>. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.